Til bakaPrenta
Sveitarstjórn Dalabyggðar - 259

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
11.09.2025 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Ingibjörg Þóranna Steinudóttir oddviti,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir varaoddviti,
Skúli Hreinn Guðbjörnsson aðalmaður,
Eyjólfur Ingvi Bjarnason aðalmaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Guðlaug Kristinsdóttir aðalmaður,
Garðar Freyr Vilhjálmsson aðalmaður,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Jóhanna María Sigmundsdóttir Verkefnastjóri.
Fundargerð ritaði: Jóhanna María Sigmundsdóttir, Verkefnastjóri atvinnu- kynningar- og menningarmála
Lagt er til að mál nr. 2505011, Könnun á sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra, verði bætt á dagskrá og verði dagskrráliður nr. 2 - aðrir færist til í samræmi við það.

Samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2508017 - Fjárhagsáætlun 2025- Viðauki IV (4)
Byggðarráð samþykkti á 339. fundi sínum sem haldinn var þann 3. september sl. tillögu að Viðauka IV (4) við fjárhagsáætlun 2025, sjá fylgiskjöl með fundargerð, sem innifelur eftirfarandi breytingar:
Samtals breyting á A-sjóði kr. 8.178.000,- til lækkunar útgjalda.
Samtals breytingar á B-sjóði kr. 3.150.000,- til lækkunar útgjalda.
Samtals breytingar á A og B sjóði kr. 11.328.000,- til hækkunar á handbæru fé.
Samþykkt var á fundi byggðarráðs að bæta við eignfærslur á árinu um 9.710.000,- og er hér til viðbótar lagt til að bæta við 2.000.000 og því verður lækkun á handbæru fé kr. 11.710.000 ef sveitarstjórn samþykkir Viðauka IV (4) með áorðnum breytingum.
Afkoma ársins áætluð, A og B hluti, samtals kr. 133.342.000,-

Tillaga byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða.

Tillaga um 2.000.000 kr.- til lækkunar á handbæru fé komi inn í Viðauka IV.

Samþykkt samhljóða.
Viðauki IV (4) (2).pdf
2. 2505011 - Könnun á sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra
Á fundi samstarfsnefndar um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra þann 10. september samþykkti samstarfsnefnd samhljóða að leggja til við sveitarstjórnir sveitarfélaganna að íbúakosningar um tillögu um sameiningu fari fram dagana 28. nóvember til 13. desember 2025 og að kosningaaldur miðist við 16 ár sbr. 3. mgr. 133. gr. sveitarstjórnarlaga.
Samstarfsnefnd beinir því til sveitarstjórnanna að þær kalli saman kjörstjórnir sveitarfélaganna til sameiginlegs fundar og óski eftir tilnefningu þriggja fulltrúa úr röðum kjörstjórnarfulltrúa til setu í sameiginlegri kjörstjórn, þannig að annað sveitarfélagið fái einn fulltrúa en hitt tvo og jafn marga til vara. Jafnframt verði gert ráð fyrir að kjörstjórnir sveitarfélaganna verði skipaðar undirkjörstjórnir til að sjá um framkvæmd íbúakosninganna í hvoru sveitarfélagi fyrir sig.

Svohljóðandi tillaga að bókun lögð fram:

Sveitarstjórn samþykkir að íbúakosningar um tillögu um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra fari fram dagana 28. nóvember til 13. desember 2025 og að kosningaaldur miðist við 16 ár sbr. 3. mgr. 133. gr. sveitarstjórnarlaga. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að kalla kjörstjórn til sameiginlegs fundar kjörstjórna Dalabyggðar og Húnaþings vestra í samráði við sveitarstjóra Dalabyggðar/Húnaþings vestra og óskar eftir að kjörstjórnirnar tilnefni þrjá fulltrúa úr sínum röðum í sameiginlega kjörstjórn vegna íbúakosninganna og þrjá til vara samkvæmt tillögu samstarfsnefndar.

Samþykkt samhljóða.
3. 2409018 - Samþykkt um gæludýrahald í Dalabyggð
Líkt og bókað var á 258. fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar hefur ekki gengið eftir að útbúa sameiginlega samþykkt um gæludýrahald fyrir Vesturland. Hér eru því lögð fram tillaga að samþykkt um hunda- og kattahald og annað gæludýrahald í Dalabyggð til seinni umræðu en fyrri umræða var afgreidd á fyrrnefndum 258. fundi sveitarstjórnar.
Samþykkt samhljóða.
SAMÞYKKT um hunda- og kattahald og annað gæludýrahald í Dalabyggð_seinni-umræða.pdf
4. 2405012 - Farsældarráð Vesturlands
Lagt er upp með stofnun á Farsældarráði Vesturlands á Haustþingi SSV þann 24. september næstkomandi. 
Það er mikilvægt að fagráð og sveitastjórnir fari yfir plöggin og komi athugasemdum og/eða viðbætum til skila sem allra fyrst.

Lagt til að sveitarstjóra verði veitt heimild til að skrifa undir samstarfsyfirlýsingu vegna stofnunar Farsældarráðs Vesturlands á Haustþingi SSV þann 24. september nk.

Samþykkt samhljóða.
Fundargerðir til kynningar
5. 2508001F - Byggðarráð Dalabyggðar - 339
Lagt fram til kynningar.
5.1. 2505016 - Fjárhagsáætlun 2026-2029
Rætt um yfirstandandi vinnu við undirbúning fjárhagsáætlunar Dalabyggðar fyrir árin 2026 - 2029. Rætt um áherslur fyrir vinnufundi kjörinna fulltrúa og starfsmanna sem haldinn verður 9. september n.k.
Vinna við fjárhagsáætlun 2026-2029 er hafin.
Vinnufundur sveitarstjórnar með starfsfólki verður þriðjudaginn 9. september nk.
5.2. 2509002 - Beiðni um rekstrarstyrk vegna 2026
Framlögð beiðni um rekstrarstyrk frá Stígamótum fyrir árið 2026.
Byggðarráð þakkar erindið en getur ekki orðið við beiðninni að þessu sinni.
5.3. 2508018 - Fjárhagsáætlun 2025 - staða á rekstri eftir 6 mánuði
Kynnt staða einstakra bókhalds- og rekstrarliða m.v. fyrstu 6 mánuði ársins 2025.
5.4. 2508017 - Fjárhagsáætlun 2025 - Viðauki IV (4)
Kynnt tillaga að Viðauka IV (4) við fjárhagsáætlun ársins 2025.
Rekstrarkostnaður A-hluta
Samtals tekjuaukning A-sjóðs kr. 8.178.000

Rekstrarkostnaður B-hluta
Samtals tekjuaukning B-sjóðs kr. 3.150.000

Samtals tekjuaukning í A- og B hlutum kr. 11.328.000 til hækkunar á handbæru fé.

Eignfærslur
Samtals eignfærslur kr. 9.710.000 til lækkunar á handbæru fé.

Samþykkt samhljóða.
5.5. 2406005 - Íþróttamannvirki í Búðardal
Farið yfir stöðu framkvæmda við íþróttamiðstöðina og lagðar fram fundargerðir verkfunda.
Kristján Ingi fer yfir stöðuna með byggðarráði.
5.6. 2508012 - Erindi vegna Eiríksstaða
Framlagt erindi frá staðarhöldurum á Eiríksstöðum varðandi aðstöðumál.
Byggðarráð þakkar erindið en sér ekki fært að verða við því að svo stöddu.
5.7. 2409018 - Samþykkt um gæludýrahald í Dalabyggð
Samþykktin fór til fyrri umræðu hjá sveitarstjórn þann 21. ágúst sl. Í framhaldi var hún send ráðuneytinu sem staðfesti að Dalabyggð hafi brugðist við þeim athugasemdum sem ráðuneytið setti fram í vinnuferlinu við gerð samþykktarinnar.
Málið lagt fram til umræðu í byggðarráði m.a. með tilliti til næstu fjárhagsáætlunar.
Lagt til við byggðarráð að lokinni umfjöllun verði málið sent til seinni umræðu hjá sveitarstjórn.
Málið sent til seinni umræðu hjá sveitarstjórn eftir umræður í byggðarráði.

Samþykkt samhljóða.
5.8. 2504020 - Fjallskil 2025
Farið yfir þau gögn sem hafa skilað sér frá fjallskilanefnd eftir að sveitarstjórn fundaði þann 21.ágúst sl.
Fundargerð fjallskilanefndar Laxárdals lögð fram til afgreiðslu
Allar fjallskilanefndir hafa nú skilað inn gögnum. Lagt til að fundargerð og álagning verði staðfestar.

Samþykkt samhljóða.
5.9. 2502003 - Umsókn vegna styrkvega 2025
Kynnt framlag til styrkvega á árinu 2025 sem og þau samskipti sem sveitarstjóri hefur átt við Vegagerðina um það málefni á undanförnum vikum. Framlag til styrkvega í Dölum á árinu 2025 er 3,5 milljónir króna.
Sveitarstjóra falið að fylgja málinu eftir í samræmi við umræður á fundinum.
5.10. 2508005 - Frístundahús og lóðir að Laugum í Sælingsdal
Varðar lóðir fyrir sumarhús í landi Lauga í Sælingsdal og samskipti við lóðarhafa og meðeiganda Dalabyggðar að landinu.
Sveitarstjóra og umsjónarmanni framkvæmda falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.
5.11. 2505022 - Samningur um barnaverndarþjónustu
Farið yfir stöðu mála í málefnum barnaverndar. Núverandi heimild Dalabyggðar til að vera sjálfstæð í málaflokknum gildir til 15. nóvember n.k. Kynnt staða mála í viðræðum um mögulega aðild Dalabyggðar að barnaverndarþjónustu en skv. breytingum sem gerðar voru árið 2023 þurfa barnaverndarþjónustur að vera fyrir 6000 manna þjónustusvæði að lámarki.
Sveitarstjóri kynnti stöðu mála.
Sveitarstjóra og verkefnastjóra fjölskyldumála falið að vinna málið áfram.
5.12. 2506018 - Umsókn um lóð Lækjarhvammur 22
Lóðahafi hefur skilað lóð að Lækjarhvammi 22
Samþykkt samhljóða.
5.13. 2301067 - Starfsmannamál
Rætt um starfsmannamál.
Staða mála kynnt.
5.14. 2509003 - Erindi frá nemendum í 1.-3. bekk Auðarskóla
Borist hefur erindi frá nemendum í 1.-3. bekk Auðarskóla þar sem þau vekja máls á vöntun betri merkonga á gangbrautir í Búðardal. M.a. er vísað til þess að þau þurfi að ganga yfir Miðbraut til að komast á bókasafnið og þar vanti merkingar.
Byggðarráð þakkar fyrir erindið og mun leita leiða til að bæta úr stöðunni hið fyrsta.
5.15. 2205025 - Frístundaakstur
Endurskoða þarf samstarfssamning milli Undra og Dalabyggðar um frístundaakstur svo að hann gildi þar til ný íþróttamannvirki komast í notkun í upphafi næsta árs.
Sveitarstjóra falið að gera viðauka sem gerir ráð fyrir frístundaakstri þar til ný íþróttamannvirki verða tekin í notkun.
6. 2506005F - Atvinnumálanefnd Dalabyggðar - 55
Lagt fram til kynningar.
6.1. 2503014 - Forgangsröðun innviðamála í Dalabyggð
Unnið að lokaútgáfu skýrslu um forgangsröðun Dalabyggðar er varðar innviði.
Verkefnastjóra falið að vinna áfram í samræmi við umræður á fundinum.
Skýrslan verði tekin fyrir á næsta fundi nefndarinnar.
6.2. 2505016 - Fjárhagsáætlun 2026-2029
Farið yfir áherslur og forsendur.
Nefndin mun skoða hvort leggja þurfi áherslu á einhverja þætti vegna almyrkva 2026.
Gjaldskrá félagsheimila þarfnast endurskoðunar.

Nefndin ræðir aðrar áherslur vegna fjárhagsáætlunar og verður þeim skilað eigi síðar en á næsta fundi nefndarinnar.
6.3. 2501037 - Upplýsingar um atvinnuleysi 2025
Í júlí 2025 var atvinnuleysi á Vesturlandi 2,3%. Skráð atvinnuleysi á landinu öllu í júlí var 3,4% m.v. 3,1% í júlí 2024.

Í skýrslu Vinnumálastofnunar um vinnumarkaðinn fyrri hluta árs 2025 segir m.a.:
Meðalatvinnuleysi hækkaði í öllum landshlutum á fyrstu 7 mánuðum ársins 2025 nema á Vesturlandi þar sem það stóð í stað milli ára og var 2,7%.
Verkefnastjóra falið að hafa samband við Vinnumálastofnun varðandi stöðu atvinnuleysis í Dalabyggð.
7. 2506004F - Menningarmálanefnd Dalabyggðar - 46
Til máls tók Einar um fundargerðina í heild.

Lagt fram til kynningar.
7.1. 2506002 - Barnamenningarhátíð Vesturlands 2025
Nefndin fer yfir drög að dagskrá hátíðarinnar í Dalabyggð.
Ákveðið hvaða dagskrárliði eigi að athuga með.
Verkefnastjóra falið að hafa samband við þá aðila sem og eiga samtal við menningarfulltrúa Vesturlands um þau atriði sem verða í boði í landshlutanum.
7.2. 2505016 - Fjárhagsáætlun 2026-2029
Farið yfir áherslur og forsendur.
Menningarmálanefnd hefur undanfarin ár veitt styrki úr Menningarmálaverkefnasjóði. Sl. tvö ár hefur nefndin verið með 1.000.000kr.- til úthlutunar. Vilji nefndarinnar er til að sú upphæð verði hækkuð enda skilar fjárfesting í menningarverkefnum sér margfallt til baka fyrir samfélagið.
Aukin umræða og meðvitun um menningu og menningarviðburði endurspeglast meðal annars í fjölbreytni þeirra verkefna sem hafa verið að sækja um styrki í Menningarmálaverkefnasjóð.
Tillaga nefndarinnar er að upphæð til úthlutunar verði tvöfölduð (2.000.000kr.-)
Mál til kynningar
8. 2501005 - Fundargerðir Breiðafjarðarnefndar 2025
Lagt fram til kynningar.
Fundur-235.pdf
9. 2508016 - Fundarboð á Haustþing SSV 2025
Framlagt fundarboð á haustþing SSV sem fram fer 24. september n.k. á Akranesi.
Lagt fram til kynningar.
2025 fundarboð undirritað..pdf
10. 2501003 - Fundargerðir Sambands Íslenskra sveitarfélaga 2025
Lagt fram til kynningar.
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 983..pdf
11. 2501008 - Skýrsla sveitarstjóra 2025
Til máls tók: Björn Bjarki.

Lagt fram til kynningar.
259 fundur 11. september 2025.pdf
Næsti reglulegi fundur sveitarstjórnar verður fimmtudaginn 9. október kl. 16:00


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:21 

Til bakaPrenta