Til bakaPrenta
Sveitarstjórn Dalabyggðar - 252

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
17.12.2024 og hófst hann kl. 15:00
Fundinn sátu: Ingibjörg Þóranna Steinudóttir oddviti,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir varaoddviti,
Skúli Hreinn Guðbjörnsson aðalmaður,
Eyjólfur Ingvi Bjarnason aðalmaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Guðlaug Kristinsdóttir aðalmaður,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Sindri Geir Sigurðarson varamaður,
Fundargerð ritaði: Jóhanna María Sigmundsdóttir, Verkefnastjóri atvinnu- kynningar- og menningarmála
Lagt er til að mál nr.2412015 Fjárhagsáætlun 2024 - Viðauki VI verði tekið á dagskrá og verði dagskrárliður nr.1

Lagt er til að mál nr. 2409033 Hvammar deiliskipulag verði tekið á dagskrá og verði dagskrárliður nr.11

Lagt er til að mál nr. 2301065 Ljárskógarbyggð verði tekið á dagskrá og verði dagskrárliður nr.12

Lagt er til að bæta á dagskrá fundargerð umhverfis- og skipulagsnefndar nr. 152 sem verði dagskrárliður nr. 17

Aðrir liðir færist til í samræmi við ofangreint.

Samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2412015 - Fjárhagsáætlun 2024- Viðauki VI
Framlögð tillaga að Viðauka VI.

Í tillögunni felst að fjárfestingar í A-hluta lækka um kr. 11,8 millj.kr. og í B-hluta um kr. 13,3 millj.kr. og hækkar staða á handbæru fjármagni sem því nemur í árslok 2024 eða um kr. 25,1 millj.kr..

Hluti af þeim framkvæmdum sem um ræðir fer út en annað færist yfir á árið 2025.

Samþykkt samhljóða
Viðauki_6.pdf
2. 2410030 - Gjaldskrár - uppfærsla fyrir 2025
Til afgreiðslu koma eftirfarandi gjaldskrár og tillögur: Útsvar og fasteignagjald, gjaldskrá fyrir geymslu að Fjósum, gjaldskrá félagsheimila, gjaldskrá fyrir litla matarsmiðju í Tjarnarlundi, gjaldskrá Auðarskóla, gjaldskrá um leigu beitar- og ræktunarlands, gjaldskrá hafna, gjaldskrá fráveitu, gjaldskrá fyrir hirðingu, móttöku og eyðingu sorps, gjaldskrá Héraðsbókasafns Dalabyggðar, gjaldskrá Vatnsveitu Dalabyggðar, gjaldskrá fyrir byggingarleyfis- framkvæmda- skipulags- og þjónustugjöld, gjaldskrá fyrir söfnun og eyðingu dýraleifa, gjaldskrá fyrir þjónustu skrifstofu Dalabyggðar og gjaldskrá fyrir hitaveitu á Laugum.
Gjaldskrá slökkviliðs bíður vísitölubreytingar og ný gjaldskrá vegna gæludýrahalds mun ekki taka gildi fyrr en samþykkt um gæludýrahald hefur verið afgreidd.

Til máls tóku: Björn Bjarki og Ingibjörg.

Tillaga um álagningarhlutfall útsvars og fasteignagjalda á árinu 2025:

Sveitarstjórn samþykkir að útsvarshlutfall árið 2025 verði jafnt lögbundnu hámarki sbr. lög um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 og því verði hámarkshlutfall 14,97% frá 1. janúar 2025.

Fasteignaskattur verði í samræmi við tillögu frá 329. fundi byggðarráðs eða:
a) 0,50% af álagningarstofni íbúðarhúsa, útihúsa og sumarbústaða ásamt lóðarleiguréttindum og jarðeigna skv. a-lið 3. gr. laga nr. 4/1995 umtekjustofna sveitarfélaga.
b) 1,32% af álagningarstofni opinbers húsnæðis, skv. b-lið 3. gr. laga nr. 4/1995.
c) 1,50% af álagningarstofni allra annarra fasteigna og lóða skv. c-lið 3. gr. laga nr. 4/1995.

Staðgreiðsluafsláttur fasteignagjalda verði líkt og á árinu 2024 eða 5%

Upplýsingar Tryggingastofnunar (TR) um tekjuviðmið höfðu ekki verið birtar þegar gögn voru unnin fyrir fundinn svo viðmið fyrir afslátt af fasteignaskatti ellilífeyrisþega og öryrkja sbr. 4. mgr. 5. gr. laga nr. 4/1995 verða birt á heimasíðu Dalabyggðar þegar tilkynnt er um álagningu fasteignagjalda 2025.
Hér er þó lagt til að hámark afsláttar elli- og örorkulífeyrisþega hækki í 85.000 kr.- fyrir árið 2025.

Byggðarráð Dalabyggðar hafði áður lagt til að álagningarhlutfall útsvars yrði 14,74% en þar var ekki reiknað með því hámarki sem samþykkt var í árslok 2023. Það er hér leiðrétt og verður að tillögu sveitarstjórnar 14,97% jafnt lögbundnu hámarki sbr. lög um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995



Frá 329. fundi byggðarráðs er eftirfarandi lagt til vegna gjaldskrár fyrir geymslu að Fjósum: Gjaldskrá tekur breytingum samkv. byggingarvísitölu í september ár hvert (grunnur 2009). Byggingarvísitala í september 2024 er 193,0.



Frá 329. fundi byggðarráðs er eftirfarandi lagt til vegna gjaldskrár félagsheimila: Að gjaldskrá félagsheimila fyrir 2025 taki mið af 3,9% hækkun að undanskilinni matvælavinnslu í Tjarnarlundi þar sem gjald verði óbreytt. Óbreytt gjaldskrá matvælavinnslu fylgir fundargerð.



Frá 329. fundi byggðarráðs er eftirfarandi lagt til vegna gjaldskrár Auðarskóla: Að gjaldskrá Auðarskóla taki mið af 3,9% hækkun. Fæðisgjald barna í grunnskóla dettur út í samræmi við ákvörðun um fríar máltíðir í grunnskólum. Áfram verði ekkert gjald vegna leikskólapláss barna í elsta árgangi (skólahóp). Orðalagsbreytingar sbr. skipurit Auðarskóla. Vistunartíma í lengdri viðveru breytt.



Frá 329. fundi byggðarráðs er eftirfarandi lagt til vegna gjaldskrár beitar- og ræktunarlands: Að gjaldskrá beitar- og ræktunarlands í eigu Dalabyggðar 2025 taki mið af 3,9% hækkun.



Frá 329. fundi byggðarráðs er eftirfarandi lagt til vegna gjaldskrár hafna: Að gjaldskrá fyrir hafnir Dalabyggðar 2025 taki mið af 3,9% hækkun.



Frá 329. fundi byggðarráðs er eftirfarandi lagt til vegna gjaldskrár fráveitu og rotþróa: Að flokkum stofngjalds sé breytt (vísað í stærð á tengingu í stað húsgerðar) og verð uppfært í samræmi við það. Að öðru leyti tekur gjaldskrá fráveitu og rotþróa 2025 mið af 3,9% hækkun.



Frá 329. fundi byggðarráðs er eftirfarandi lagt til vegna gjaldskrár Héraðsbókasafns: Lagt til að árskort á Héraðsbókasafn Dalasýslu verði íbúum gjaldfrjálst árið 2025 en sektargjald og kostnaður við millilánasafn standi óbreytt frá fyrra ári.



Frá 329. fundi byggðarráðs er eftirfarandi lagt til vegna gjaldskrár vatnsveitu: Að gjaldskrá Vatnsveitu Dalabyggðar fyrir árið 2025 útskýri betur sérstakt notkunargjald, leigugjald vatnsmæla er hækkað í samræmi við kostnað, heimæðagjald útskýrt frekar og fastagjald hækkað.



Frá 329. fundi byggðarráðs er eftirfarandi lagt til vegna gjaldskrár sorphirðu: Gjaldskrá fyrir hirðingu, móttöku og eyðingu sorps í Dalabyggð 2025 taki mið af breytingum í úrgangsmálum skv. lögum, nú verði greitt fast gjald og svo eftir útfærslu á ílátum.
Í stað heildargjalds fyrir sorphirðu annars vegar heimila og hins vegar frístundahúsa hefur gjaldskráin verið sundurliðuð í fast gjald fyrir umsýslu og rekstur söfnunarsvæðis og íláta- og grenndarstöðvagjöld. Umsýslugjaldi bætt við. Gjaldskyldur úrgangur á söfnunarstöð tekur almenna hækkun.



Frá 330. fundi byggðarráðs er eftirfarandi lagt til vegna gjaldskrár um þjónustu skrifstofu Dalabyggðar: Að gjaldskrá vegna þjónustu skrifstofu Dalabyggðar taki mið af sambærilegum kostnaði í gjaldskrá Auðarskóla.



Frá 330. fundi byggðarráðs er eftirfarandi lagt til vegna gjaldskrár fyrir söfnun og eyðingu dýraleyfa: Að gjaldskrá fyrir söfnun og eyðingu dýraleifa í Dalabyggð 2025 taki mið af 13,5% hækkun á gjaldskrá Sorpurðunar Vesturlands.



Frá 330. fundi byggðarráðs er eftirfarandi lagt til vegna gjaldskrár fyrir byggingar- og framkvæmdarleyfisgjöld og þjónustu: Að gjaldskrá fyrir byggingarleyfis-, byggingarheimildar-, framkvæmda-, skipulags- og þjónustugjöld í Dalabyggð fyrir árið 2025 taki mið af byggingarvísitölu í nóvember 2024 (grunni 2009) sem er 193,2 stig.

Þá er tímagjald og afgreiðslugjald hækkað til samræmis við raunkostnað og kostnaður vegna framkvæmdaleyfis einfaldaður.



Á 330. fundi byggðarráðs var lögð fram og samþykkt gjaldskrá fyrir hitaveitu á Laugum.


Lagt til að afgreiða allar gjaldskrár saman.
Samþykkt samhljóða.

Gjaldskrár Dalabyggðar fyrir 2025 lagðar fram til afgreiðslu.
Samþykkt samhljóða.
Gjaldskrá - fasteignagjöld 2025 - tilb..pdf
Gjaldskrá - Fjósar 2025 - tilb..pdf
Gjaldskrá - Félagsheimila 2025 - tilb..pdf
Gjaldskrá - Tjarnarlundur - lítil matvælavinnsla - tilb..pdf
Gjaldskrá - Auðarskóli 2025 - tilb.pdf
Gjaldskrá - Leiga beitar- og ræktunarlands 2025 - tilb..pdf
Gjaldskrá - hafnir 2025 - tilb..pdf
Gjaldskrá - fráveitugjald og rotþrær 2025 - tilb..pdf
Gjaldskrá - Sorp Úrgangur 2025 - tilb..pdf
Gjaldskrá - Héraðsbókasafn 2025 - tilb..pdf
Gjaldskrá - Vatnsveita 2025 - tilb..pdf
Gjaldskrá - Byggingarleyfis 2025 - tilb..pdf
Gjaldskrá - dýraleifar 2025 - tilb..pdf
Gjaldskrá - Þjónusta skrifstofu 2025 - tilb..pdf
Gjaldskrá Dalaveitur_Hitaveita Laugum_2024 - tilb..pdf
3. 2410029 - Samþykkt um gatnagerðargjöld í Dalabyggð
Á 330. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:

7. 2410029 - Samþykkt um gatnagerðargjöld í Dalabyggð
Rætt um samþykkt um gatnagerðargjald í Dalabyggð og fyrirkomulag hennar í framhaldi af umræðum á síðasta fundi byggðarráðs.
Byggðarráð samþykkir framkomna tillögu að samþykkt um gatnagerðargjald í Dalabyggð.
Samþykkt samhljóða.

Hér er samþykktin lögð fram til umræðu og afgreiðslu hjá sveitarstjórn.

Til máls tók: Björn Bjarki.

Í fyrri samþykkt var miðað við rúmmetra í áætlun gatnagerðargjalds en það á ekki lengur við og hefur verið breytt í fermetra. Bætt var við gjaldstofni gatnagerðargjalds, skýrt betur hvað er undanþegið gatnagerðargjaldi ásamt því að uppfæra greiðslutilhögun og endurgreiðslu gatnagerðargjalds.

Samþykkt samhljóða.
SAMÞYKKT um gatnagerðargjald í Dalabyggð_tilb..pdf
4. 2407002 - Fjárhagsáætlun 2025-2028
Tekin til annarrar umræðu tillaga að fjárhagsáætlun Dalabyggðar fyrir árin 2025 til 2028. Sveitarstjórn ræddi tillöguna við fyrri umræðu á fundi sínum þann 14. nóvember sl. og byggðarráð afgreiddi tillögu að áætlun til seinni/annarrar umræðu á fundi sínum þann 5. desember sl.



Til máls tóku: Björn Bjarki, Ingibjörg, Einar.

Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta á árinu 2025 er áætluð jákvæð um 224,6 milljónir króna og rekstrarniðurstaða A-hluta jákvæð um 219,5 milljónir króna.

Heildareignir samstæðunnar eru áætlaðar um 2,86 milljarður króna í árslok 2025, skuldir og skuldbindingar eru áætlaðar 1,564 milljarðar króna og eigið fé um 1276 milljónir króna.

Áætlað veltufé frá rekstri A-hluta er um 180,1 milljónir króna eða 14,3% af heildartekjum A-hluta og samantekið fyrir A- og B-hluta 192,4 milljónir króna, eða um 15,3% af heildartekjum.

Áætlaðar fjárfestingar á árinu 2025 eru samtals að fjárhæð 1000 milljónir króna og verður varið til uppbyggingar íþróttamannvirkja.


Fjárhagsáætlun Dalabyggðar 2025-2028 lögð fram til afgreiðslu við seinni umræðu.

Fjárhagsáætlun Dalabyggðar 2025-2028 samþykkt samhljóða.


Lögð fram tillaga:
Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkir að sveitarstjóra verði falið að hefja undirbúning að frekari sölu eigna Dalabyggðar á árinu 2025. Þær eignir sem um er að ræða eru t.a.m. félagsheimilið Tjarnarlundur, sem byggðarráð hefur þegar fjallað um á fundi sl. sumar, félagsheimilið Árblik og sumarhúsalóðir að Laugum í Sælingsdal svo dæmi séu tekin. Horft verði til þeirra skylduverkefna sem sveitarfélögum ber að sinna við ákvörðun um eignarhald og sölu einstakra eigna út úr eignasafni sveitarfélagsins.
Sveitarstjóri hafi samráð við byggðarráð og meðeigendur Dalabyggðar þar sem við á varðandi ferli máls hvað einstaka eignir varðar.

Samþykkt samhljóða.
Fjárhagsáætlun 2025-2028 Síðari umræða..pdf
Greinargerð með fjárhagsáætlun 2025-2028..pdf
Íbúakynning_3_desember_2024..pdf
5. 2411020 - Stafræn húsnæðisáætlun 2024-2034
Lögð fram til afgreiðslu Húsnæðisáætlun Dalabyggðar 2025. Húsnæðisáætlunin hefur fengið umræðu í umhverfis- og skipulagsnefnd og er hér lögð fram til afgreiðslu sveitarstjórnar Dalabyggðar.

Frá 152. fundi umhverfis- og skipulagsnefndar:
1. 2411020 - Stafræn húsnæðisáætlun 2024-2034
Lögð eru fram drög að Húsnæðisáætlun Dalabyggðar.
Kallað er eftir ábendingum frá nefndinni áður en hún fer fyrir sveitarstjórn til afgreiðslu.
Nefndin gerir ekki athugasemdir og vísar málinu til sveitarstjórnar.

Til máls tók: Björn Bjarki.

Í áætluninni er að finna mannfjöldaspá, lýsingu á atvinnuástandi, íbúðaþörf, markmið um íbúðauppbyggingu og áætlaða þörf, upplýsingar um þjónustu og innviði, markmið í lóðamálum og ýmiskonar samanburð.
Það sem er m.a. áhugavert og kemur fram í áætluninni og rétt að vekja athygli á er að það kostar aðeins 10milljónir í opinber gjöld (byggingarleyfi, lóðaverð, gatnagerð og tengigjöld við veitur) að byggja þriggja íbúða raðhús (alls 375,4fm) í Búðardal.

Húsnæðisáætlun Dalabyggðar lögð fram til afgreiðslu.
Samþykkt samhljóða.
Húsnæðisáætlun 2025 - Dalabyggð.pdf
Bygging íbúða - opinber gjöld - Búðardalur (Húsnæðisáætlun).pdf
6. 1811022 - Frístundastyrkur fyrir börn og ungmenni
Fræðslunefnd Dalabyggðar bókaði eftirfarandi á síðasta fundi sínum:

"Formaður fór yfir framkomna tillögu að uppfærðum reglum varðandi frístundastyrk Dalabyggðar. Fræðslunefnd samþykkti reglurnar með áorðnum breytingum og vísaði til staðfestingar sveitarstjórnar."

Hér eru reglurnar lagðar fram til umræðu og staðfestingar í sveitarstjórn.

Til máls tók: Ingibjörg.

Samþykkt samhljóða.
Frístundastyrkur - staðf.í fræðslunefnd 03.12.2024.pdf
7. 2412007 - Fjósar - aðstaða rekstraraðila
Lagður fram leigusamningur milli Dalabyggðar og Dalahesta um aðstöðu að Fjósum.
Samþykkt samhljóða.
samningur_Dalahestar_Fjósar_undirritaður_09122024.pdf
8. 2210026 - Uppbygging innviða - atvinnuhúsnæði
Frá því í ársbyrjun 2023 hefur verið á undirbúningsstigi hugmynd um uppbyggingu atvinnuhúsnæðis í Búðardal eða síðan styrkur fékkst frá Byggðastofnun í gegnum svokallaðan C1 pott Byggðaáætlunar til undirbúnings.
Stjórn Byggðastofnunar kom í Búðardal og fundaði með fulltrúum Dalabyggðar þann 5. desember sl. þar sem m.a. var rætt um stöðu þessa verkefnis.

Til máls tók: Björn Bjarki og Ingibjörg.

Sveitarstjóra falið að vinna að málinu og undirrita viljayfirlýsingu við Byggðastofnun þegar hún liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða.
Bréf til Dalabyggðar.pdf
9. 2412002 - Beiðni um leyfi fyrir slitum húsnæðissjálfseignarstofnunar
Stjórn Bakkahvamms hses. hefur óskað eftir því við ráðherra að slíta stofnuninni þar sem hlutverki hennar er lokið. Svar ráðuneytisins barst 10. desember sl. þar sem m.a. er óskað eftir samþykki Dalabyggðar fyrir slitunum.
Til máls tók: Björn Bjarki.

Bakkahvammur hses. var stofnað undir árslok 2019 til að halda utan um tilraunaverkefni um fjölgun íbúða í Dalabyggð og starfaði skv. lögum um almennar íbúðir nr. 52/2016.
Á árunum 2019-2023 stóð stofnunin fyrir uppbyggingu 6 íbúða í Búðardal sem allar hafa nú verið seldar inn í Brák hses. til að reyna ná fram stærðarhagkvæmni sem ekki næst með rekstri lítilla húsnæðissjálfseignarstofnana með fáar íbúðir í rekstri. Stjórn Bakkahvamms hses. hefur ítrekað bókað í fundargerðir sínar að verkefnum stofnunarinnar sé lokið og að vinna eigi að lokauppgjöri og slitum þar sem engar eignir eru lengur í hennar eigu né stefnt að frekari verkefnum. Bakkahvammur hses. hefur fengið KPMG til að vinna að lokauppgjöri og frágangi fyrir slit stofnunarinnar.
Þær íbúðir sem byggðar voru með aðkomu og stofnframlögum frá Dalabyggð fóru inn í aðra húsnæðissjálfseignarstofnun sem starfar eftir fyrr nefndum lögum um almennar íbúðir og því gerir sveitarstjórn ekki athugasemdir við ráðstöfun þeirra.
Sveitarstjórn Dalabyggðar leggst ekki gegn slitum húsnæðissjálfseignarstofnunarinnar og samþykkir hér með beiðni Bakkahvamms hses.

Samþykkt samhljóða.
10. 2311021 - Samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Dalabyggðar - uppfærsla
Á 240. fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar var uppfærð samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Dalabyggðar lögð fram til fyrri umræðu.

Seinni umræða hefur ekki farið fram og þá hafa orðið þannig breytingar á starfsemi Dalabyggðar að tilefni er til að taka uppfærða samþykkt til fyrri umræðu að nýju.

Breytingar á samþykktum skulu fara í gegnum tvær umræður í sveitarstjórn í samræmi við 18. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

Til máls tók: Björn Bjarki.

Enn stendur útaf auglýsing vegna framsals Dalabyggðar til Akraneskaupstaðar vegna barnaverndarþjónustu sem hefur ekki verið birt í Stjórnartíðindum. Þá er lagt til að byggðarráð verði stjórn Dalaveitna og Bakkahvammur hses. fellur út úr samþykktum Dalabyggðar þar sem hlutverki stofnunarinnar er lokið og unnið er að slitum hennar.

Sveitarstjórn leggur til að þegar auglýsing um framsal vegna barnaverndarþjónustu hefur verið birt með númeri, verði samþykktin send innviðaráðuneytinu til yfirferðar áður en hún er lögð fyrir seinni umræðu hjá sveitarstjórn Dalabyggðar.

Samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Dalabyggðar er hér lögð fram til afgreiðslu við fyrri umræðu, með áorðnum breytingum.

Samþykkt samhljóða.
Samthykktir_stjorn_Dalabyggdar_16122024_m_breytingum.pdf
11. 2409033 - Hvammar deiliskipulag
Á 152. fundi umhverfis- og skipulagsnefndar Dalabyggðar var eftirfarandi bókað:

Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti 17. október 2024 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi Hvamma, íbúðarsvæðis í Búðardal sbr. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga 123/2010. Um er að ræða deiliskipulag á um 7 ha svæði sem skilgreint er í Aðalskipulagi Dalabyggðar 2020-2032 sem íbúðarbyggð ÍB6.
Deiliskipulagið tekur til þegar byggðra lóða og afmarkar nýjar lóðir fyrir uppbyggingu einbýlis, par- og raðhúsa. Gildandi deiliskipulag sem nær til hluta svæðisins og samþykkt var 2019 verður fellt úr gildi með þessu nýja deiliskipulagi Hvamma.
Skipulagið var auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga frá 25.10.2024 - 9.12.2024. . Umsagnir bárust frá Vegagerðinni, Minjastofnun Íslands og Heilbrigðiseftirliti Vesturlands. Minjastofnun gerir ekki efnislegar athugasemdir við auglýsta tillögu, en setur fram ábendingar um verklag á framkvæmdatíma. Heilbrigðiseftirlit gerir ekki athugasemd við tillöguna en bendir á mikilvægi þess að tryggja góða hljóðvist í byggð nærri Vestfjarðavegi.
Vegagerðin gerir athugasemd við gatnamót innan hverfisins við Ásuhvamm og Brekkuhvamm vegna nálægðar við Vesturbraut (Vestfjarðarveg gegnum Búðardal). Einnig bendir stofnunin á að hún taki ekki þátt í kostnaði við hljóðmön meðfram Vestfjarðavegi og vekur athygli á að framkvæmdir innan veghelgunarsvæðis Vestfjarðarvegar séu háðar leyfi Vegagerðarinnar.
Einnig bárust athugasemd frá lóðareigendum Garðari Frey Vilhjálmssyni varðandi Lækjahvamm 9 og frá Kristjáni Inga Arnarsyni varðandi Lækjarhvamm 8. Báðar snúa þær að því að leiðrétta uppdrátt og sýna núverandi bílskúr við Lækjahvamm 9 og þegar samþykkta viðbyggingu Lækjarhvammi 8 sem er í framkvæmd.
Samantekt umsagna og viðbragða umhverfis- og skipulagsnefndar er sett fram í minniblaði dags. 16.12.2024."

Til máls tók: Björn Bjarki.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkti eftirfarandi:

"Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar leggur til við sveitarstjórn að samþykkja deiliskipulagstillöguna með breytingum á Lækjarhvammi nr. 8 og nr. 9 sbr. athugasemdir lóðareigenda, sbr. minnisblað um umsagnir og viðbrögð dags. 16.12.2024 og felur skipulagsfulltrúa að senda deiliskipulagið til athugunar Skipulagsstofnunar sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga."

Sveitarstjórn staðfestir hér framkomna samþykkt og bókun umhverfis- og skipulagsnefndar.

Samþykkt samhljóða.
Deiliskipulag Hvamma Greinargerð..pdf
Deiliskipulag Hvamma, uppdráttur..pdf
DSk Hvamma Búðardal. Umsagnir og viðbrögð eftir kynningu..pdf
12. 2301065 - Ljárskógarbyggð
Á 152. fundi umhverfis- og skipulagsnefndar Dalabyggðar var eftirfarandi bókað:

Framlagt til afgreiðslu tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar á Ljárskógaströnd skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga fyrir auglýsingu.
Deiliskipulagstillagan, dags. desember 2024 tekur til hluta svæðis fyrir frístundabyggð F-23 í aðalskipulagi, þ.e. tveggja svæða þar sem afmarkaðar eru samtals 10 lóðir og skilmálar settir um byggingar, innviði og aðkomu.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkti eftirfarandi:

"Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar leggur til við sveitarstjórn að samþykkja deiliskipulagstillöguna til auglýsingar skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga."

Sveitarstjórn staðfestir hér framkomna samþykkt og bókun umhverfis- og skipulagsnefndar.

Samþykkt samhljóða.
13. 2412009 - Könnunarviðræður
Í samtölum fulltrúa í sveitarstjórnum Dalabyggðar og Húnaþings vestra hefur komið fram vilji til að skoða kosti og ókosti þess að hefja viðræður um sameiningu sveitarfélaganna.
Til máls tóku: Ingibjörg, Björn Bjarki.

Lögð fram eftirfarandi tillaga:

Sveitarstjórn samþykkir að skipa tvo fulltrúa og tvo til vara í verkefnishóp til að skoða hvort fýsilegt sé fyrir Dalabyggð og Húnaþing vestra að hefja formlegar viðræður um sameiningu sveitarfélaganna skv. 119. grein sveitarstjórnarlaga. Sveitarstjórar sveitarfélaganna skulu starfa með verkefnishópnum með málfrelsi og tillögurétt á fundum. Skal hópurinn skila niðurstöðum eigi síðar en 30. apríl 2025.

Markmið verkefnishópsins er að leiða könnunarviðræður og kanna hvort grundvöllur sé fyrir sameiningu sveitarfélaganna. Viðræðurnar munu m.a. fela í sér mat á fjárhagsstöðu sveitarfélaganna, skipulagi og starfsemi og mati á væntum breytingum við mögulega sameiningu. Verkefnishópnum er falið að leita eftir sjónarmiðum íbúa í ferlinu.

Áréttað er að í óformlegum sameiningarviðræðum felst engin skuldbinding af hálfu sveitarfélaganna og geta þau hætt viðræðum hvenær sem er. Verkefnishópi er falið að leita sérfræðiráðgjafar við vinnuna, og sækja um framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga fyrir kostnaði sem af henni hlýst.

Fyrir hönd Dalabyggðar eru eftirfarandi aðal- og varafulltrúar skipaðir í verkefnishópinn:

Ingibjörg Þóranna Steinudóttir, aðalfulltrúi
Skúli Hreinn Guðbjörnsson, aðalfulltrúi
Þuríður Jóney Sigurðardóttir, varafulltrúi
Guðlaug Kristinsdóttir, varafulltrúi

Tillagan borin upp til afgreiðslu og samþykkt samhljóða.
14. 2412011 - Leyfi, umsögn vegna flugeldasölu (skoteldar)
Björgunarsveitin Ósk óskar eftir umsögn sveitarstjórnar vegna fyrirhugaðrar smásölu á skoteldum í húsnæði sveitarinnar að Vesturbraut 12b. Fyrirkomulag verður með sama sniði og fyrri ár.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við sölu Björgunarsveitarinnar Óskar á skoteldum.

Samþykkt samhljóða.
Fundargerðir til kynningar
15. 2411001F - Byggðarráð Dalabyggðar - 330
Lögð fram til kynningar.
15.1. 2406005 - Íþróttamannvirki í Búðardal 2024
Farið yfir stöðu verkefnisins.

Minnisblað umsjónarmanns framkvæmda vegna kostnaðar við þrif á götum, ýtingu á jarðvegstipp og upplýsingarskiltis við verkstað lagt fram.
Umsjónarmaður framkvæmda fór yfir stöðu verkefnisins. Stefnt er að því að halda áfram að steypa til 20. desember og halda síðan áfram eftir áramót. Ekki hafa komið fram tilvik sem seinka verkinu í heild sinni.

Varðandi kostnað við þrif á götum, ýtingu á jarðvegstipp og gerð upplýsingaskiltis við verkstað þá samþykkir byggðarráð framkomna tillögu verkefnastjóra að skiptingu kostnaðar.
15.2. 2401015 - Sorphirða í Dölum 2024
Framlagt minnisblað umsjónarmanns framkvæmda um viðmið vegna sorphirðu í dreifbýli.
Byggðarráð samþykkir framkomna tillögu þar sem lagt er til að viðmið og krafa um sorpílát verði óbreytt í Búðardal en í dreifbýli verði miðað við fasta búsetu, heilsárs eða meirihluta ársins. Embættismenn sveitarfélagsins meti þetta eftir atvikum og styðjist m.a. við skráð lögheimili. Fasteignaeigendur geti skilað inn ílátum sé búseta sannarlega fallin niður. Breytt gjaldtaka miðist við tímabilið þegar ílát hafa verið afhent eða fjarlægð af staðnum.

Samþykkt samhljóða.
15.3. 2410015 - Urðunarstaður á Höskuldsstöðum - Áhættumat og viðbragðsáætlun
Lagt er fram uppfært áhættumat og viðbragðsáætlun fyrir urðunarstað á Höskuldsstöðum ásamt umhverfismarkmiðum.
Framlagt
15.4. 2411010 - Erindi til félagsmálanefndar 11.11.2024
Félagsmálanefnd Dalabyggðar tók fyrir erindi frá formanni félags eldri borgara á fundi sínum sem haldinn var 12. nóvember sl. og vísaði til umfjöllunar í byggðarráði í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar.
Málið rætt.
15.5. 2411015 - Málefni Brunavarna Dala, Reykhóla og Stranda bs
Rætt um stöðu mála.
Formanni byggðarráðs og sveitarstjóra falið að vinna áfram að málefnum brunavarna í Dalabyggð í samræmi við umræður á fundinum.
15.6. 2411023 - Leyfi, umsögn vegna flugeldasýningar og brennu 2024
Lögð fram ósk um umsögn um vegna flugeldasýningar og brennu.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsókn um leyfi vegna flugeldasýningar og brennu.
15.7. 2410029 - Samþykkt um gatnagerðargjöld í Dalabyggð
Rætt um samþykkt um gatnagerðargjald í Dalabyggð og fyrirkomulag hennar í framhaldi af umræðum á síðasta fundi byggðarráðs.
Byggðarráð samþykkir framkomna tillögu að samþykkt um gatnagerðargjald í Dalabyggð.
Samþykkt samhljóða.
15.8. 2410030 - Gjaldskrár - uppfærsla fyrir 2025
Á síðasta fundi Byggðarráðs voru afgreiddar gjaldskrár fyrir:
Útsvar og fasteignagjald, gjaldskrá fyrir geymslu að Fjósum, gjaldskrá félagsheimila, gjaldskrá Auðarskóla, gjaldskrá um leigu beitar- og ræktunarlands, gjaldskrá hafna, gjaldskrá fráveitu, gjaldskrá fyrir hirðingu, móttöku og eyðingu sorps, gjaldskrá Héraðsbókasafns Dalabyggðar og gjaldskrá Vatnsveitu Dalabyggðar.
Gjaldskrá fyrir söfnun og eyðingu dýraleifa var frestað en er hérna lögð fram. Tekið er mið af 13,5% hækkun á gjaldskrá Sorpurðunar Vesturlands fyrir gjaldskrá 2025 í Dalabyggð.
Samþykkt samhljóða

Gjaldskrá fyrir byggingarleyfis-, byggingarheimildar-, framkvæmdar-, skipulags- og þjónustugjöld 2025 tekur mið af byggingarvísitölu í nóvember 2024 (grunni 2009) sem er 193,2 stig.
Samþykkt samhljóða

Gjaldskrá fyrir hitaveitu á Laugum lögð fram.
Samþykkt samhljóða.

Gjaldskrá fyrir þjónustu skrifstofu Dalabyggðar er lögð fram og lagt til að hún taki mið af sambærilegum kostnaði í gjaldskrá Auðarskóla.
Samþykkt samhljóða

Gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald og annað gæludýrahald var frestað. Verið er að skoða möguleika á að Heilbrigðiseftirlit Vesturlands fari fyrir sameiginlegri samþykkt á Vesturlandi.
Lagt er til að fresta afgreiðslu að sinni, samþykkt samhljóða.

Nauðsynleg vísitala er ekki komin fyrir gjaldskrá slökkviliðs og því er lagt til að fresta afgreiðslu þeirrar gjaldskrár.
Samþykkt samhljóða.
15.9. 2407002 - Fjárhagsáætlun 2025-2028
Á 251. fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar var Fjárhagsáætlun 2025 - 2028 vísað til seinni umræðu. Farið yfir stöðu mála og þær breytingar sem orðið hafa í kjölfar vinnu á milli umræðna og íbúafunda sem haldnir voru þann 3. desember sl.
Byggðarráð þakkar starfsmönnum Dalabyggðar fyrir þá miklu vinnu sem lögð hefur verið í vinnu við fjárhagsáætlun á milli umræðna.
Byggðarráð samþykkir að beina fyrirliggjandi fjárhagsáætlun fyrir árin 2025 til 2028 til seinni umræðu í sveitarstjórn Dalabyggðar.
Samþykkt samhljóða.
16. 2411003F - Fræðslunefnd Dalabyggðar - 136
Lögð fram til kynningar.
16.1. 2408003 - Auðarskóli, málefni grunnskóla 2024-2025
Skólastjóri kynnti stöðu mála er varðar daglegt starf í grunnskólanum.
Farið yfir málin og verkefnin í grunnskólanum, jólaundirbúningur í fullum gangi, kaffihúsakvöld og danskennslu nýlokið svo eitthvað sé nefnt í því sem á dagana hefur drifið í skólastarfi undanfarnar vikur.

Farið yfir útkomu nemendaþings fyrir 4. til 10. bekk Auðarskóla sem haldið var fyrir stuttu. Fræðslunefnd fagnar þessu framtaki.
16.2. 2408004 - Auðarskóli, málefni leikskóla 2024-2025
Skólastjóri kynnti stöðu mála er varðar daglegt starf í leikskólanum.
Farið yfir málin og verkefnin í leikskólanum, jólaundirbúningur í fullum gangi svo eitthvað sé nefnt í því sem á dagana hefur drifið í skólastarfi undanfarnar vikur.

24 börn eru í leikskólanum nú og útlit fyrir að í janúar og febrúar 2025 fjölgi þeim um þrjú.

Skólastjóri lagði fram ósk um að færa skipulagsdag leikskólans sem fyrirhugaður var 11. febrúar 2025 yfir á 12. febrúar 2025. Fræðslunefnd samþykkir beiðnina fyrir sitt leiti.
16.3. 2304010 - Félagsmiðstöð ungmenna
Rætt um stöðu mála en starfsemi félagsmiðstöðvar hefur legið niðri síðan 1. október sl.
Sveitarstjóri kynnti stöðu mála, stefnt er að því að starfsemi félagsmiðstöðvar hefjist eftir jólafrí og verður það kynnt þegar nær dregur áramótum.
16.4. 1811022 - Frístundastyrkur fyrir börn og ungmenni
Fræðslunefnd fjallaði um málið á síðasta fundi sínum og bókaði að stefnt væri að áframhaldandi vinnu á næsta fundi.
Formaður fór yfir framkomna tillögu að uppfærðum reglum varðandi frístundastyrk Dalabyggðar. Fræðslunefnd samþykkti reglurnar með áorðnum breytingum og vísaði til staðfestingar sveitarstjórnar.
16.5. 2403007 - Starfshópur um skipulag íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfs í Dalabyggð 2024
Rætt um stöðu mála.
Farið yfir stöðu mála.
16.6. 2411021 - Erindi vegna tónlistarskóla
Sveitarstjóri fór yfir innkomið erindi með fræðslunefndarfulltrúum.
Formanni fræðslunefndar og sveitarstjóra falið að fara yfir erindið með skólastjóra og afla frekari gagna varðandi starfsemi skólans og einstaka atriði í starfsemi hans.
16.7. 2412001 - Félagsmiðstöðin Gildran
Framlagt erindi frá stjórn foreldrafélags Auðarskóla varðandi stöðu mála.
Fræðslunefnd vísar til bókunar undir lið 3 á dagskrá fundarins. Fræðslunefnd tekur undir ábendingar frá foreldrafélagi Auðarskóla varðandi það að mikilvægt er að starfsemi félagsmiðstöðvarinnar hefjist sem fyrst.
17. 2411007F - Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 152
Lögð fram til kynningar.
17.1. 2411020 - Stafræn húsnæðisáætlun 2024-2034
Lögð eru fram drög að Húsnæðisáætlun Dalabyggðar.
Kallað er eftir ábendingum frá nefndinni áður en hún fer fyrir sveitarstjórn til afgreiðslu.
Nefndin gerir ekki athugasemdir og vísar málinu til sveitarstjórnar.
17.2. 2409022 - Merking stíga
Á fundi umhverfis- og skipulagsnefndar sem haldinn var þann 2.október sl. var tekið til umræðu erindi frá ungmennafélaginu Ólafi pá varðandi merkingar stíga í Dalabyggð. Nefndin tók vel í erindið og fól sveitarstjóra að kanna hug stjórnar hestamannafélagsins Glaðs til þess.
Eftirfarandi svar hefur nú borist vegna þessa:

"Hestamannafélagið Glaður gerir engar athugasemdir við að merkingu þessa vegar verði breytt, á þann veg að hún verði bæði fyrir ríðandi umferð og gangandi.
Gerum heldur ekki athugasemd við að settir verði upp bekkir nálægt leiðinni, t.d. fyrir utan áningarhólfið hjá Hrútsstöðum.
Við leggjum þó áherslu á að leiðin verði áfram skráð sem reiðleið í Aðalskipulagi Dalabyggðar."
Nefndin þakkar svar og góð viðbrögð og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram.
17.3. 2409033 - Hvammar deiliskipulag
Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti 17. október 2024 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi Hvamma, íbúðarsvæðis í Búðardal sbr. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga 123/2010. Um er að ræða deiliskipulag á um 7 ha svæði sem skilgreint er í Aðalskipulagi Dalabyggðar 2020-2032 sem íbúðarbyggð ÍB6.
Deiliskipulagið tekur til þegar byggðra lóða og afmarkar nýjar lóðir fyrir uppbyggingu einbýlis, par- og raðhúsa. Gildandi deiliskipulag sem nær til hluta svæðisins og samþykkt var 2019 verður fellt úr gildi með þessu nýja deiliskipulagi Hvamma.
Skipulagið var auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga frá 25.10.2024 - 9.12.2024. . Umsagnir bárust frá Vegagerðinni, Minjastofnun Íslands og Heilbrigðiseftirliti Vesturlands. Minjastofnun gerir ekki efnislegar athugasemdir við auglýsta tillögu, en setur fram ábendingar um verklag á framkvæmdatíma. Heilbrigðiseftirlit gerir ekki athugasemd við tillöguna en bendir á mikilvægi þess að tryggja góða hljóðvist í byggð nærri Vestfjarðavegi.
Vegagerðin gerir athugasemd við gatnamót innan hverfisins við Ásuhvamm og Brekkuhvamm vegna nálægðar við Vesturbraut (Vestfjarðarveg gegnum Búðardal). Einnig bendir stofnunin á að hún taki ekki þátt í kostnaði við hljóðmön meðfram Vestfjarðavegi og vekur athygli á að framkvæmdir innan veghelgunarsvæðis Vestfjarðarvegar séu háðar leyfi Vegagerðarinnar.
Einnig bárust athugasemd frá lóðareigendum Garðari Frey Vilhjálmssyni varðandi Lækjahvamm 9 og frá Kristjáni Inga Arnarsyni varðandi Lækjarhvamm 8. Báðar snúa þær að því að leiðrétta uppdrátt og sýna núverandi bílskúr við Lækjahvamm 9 og þegar samþykkta viðbyggingu Lækjarhvammi 8 sem er í framkvæmd.
Samantekt umsagna og viðbragða umhverfis- og skipulagsnefndar er sett fram í minniblaði dags. 16.12.2024.
Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar leggur til við sveitarstjórn að samþykkja deiliskipulagstillöguna með breytingum á Lækjarhvammi nr. 8 og nr. 9 sbr. athugasemdir lóðareigenda, sbr. minnisblað um umsagnir og viðbrögð dags. 16.12.2024 og felur skipulagsfulltrúa að senda deiliskipulagið til athugunar Skipulagsstofnunar sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga.
17.4. 2308002 - Deiliskipulag í Búðardal 2024
Á síðasta fundi umhverfis- og skipulagsnefndar Dalabyggðar var eftirfarandi bókað:

"Framlagðar tvær tillögur að deiliskipulagi í Búðardal til afgreiðslu skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga:

Skipulagssvæðið norðan Miðbrautar tekur til íbúðarbyggðar ÍB2 og ÍB3 við Búðarbraut, Dalbraut, Gunnarsbraut og Sunnubraut. Aðliggjandi er svæði fyrir samfélagsþjónustu S14 er reitur dvalarheimilisins Silfurtúns.
Ásamt miðsvæði M1 norðan Miðbrautar og aðliggjandi opins svæðis OP9.
Skipulagssvæðið sunnan Miðbrautar tekur til íbúðarbyggðar ÍB5 við Ægisbraut og Stekkjarhvamm og aðliggjandi opins svæðis OP4 suðvestan skólasvæðisins og Dalabúðar. Deiliskipulagið nær inn á útivistarsvæði OP3 meðfram ströndinni.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja að auglýsa deiliskipulagstillögurnar í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga."

Við frekari rýni, áður en tillögurnar fóru í auglýsingu komu fram atriði sem rýna þarf betur áður en skipulagið fer í auglýsingu hjá Skipulagsstofnun.
Nefndin rýndi atriðin og felur skipulagsfulltrúa að fá þau atriði lagfærð sem þarf, fyrir áður samþykkta auglýsingu, sem sveitarstjórn hefur þegar samþykkt.
17.5. 2301065 - Ljárskógarbyggð
Framlagt til afgreiðslu tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar á Ljárskógaströnd skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga fyrir auglýsingu.
Deiliskipulagstillagan, dags. desember 2024 tekur til hluta svæðis fyrir frístundabyggð F-23 í aðalskipulagi, þ.e. tveggja svæða þar sem afmarkaðar eru samtals 10 lóðir og skilmálar settir um byggingar, innviði og aðkomu.
Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar leggur til við sveitarstjórn að samþykkja deiliskipulagstillöguna til auglýsingar skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga.
17.6. 2411006 - Umsókn um stofnun lóðar að Miðskógi
Framlögð umsókn um skráningu nýrrar landeignar í fasteignaskrá.
Nefndin samþykkir erindið.
17.7. 2409026 - Tjaldsvæðið í Búðardal 2024
Rekstraraðilar tjaldsvæðisins í Búðardal hafa hug á að reisa gistiskýli/hyttur til útleigu. Húsin yrðu 10m2 bjálkahús með verönd, sem væru aðeins svefnaðstaða sem myndu nýta aðstöðuna í þjónustuhúsi tjaldsvæðisins. Meðfylgjandi eru drög að afstöðu þriggja húsa.
Tjaldsvæðið er ekki deiliskipulagt og er óskað eftir umsögn umhverfis- og skipulagsnefndar vegna þessara áforma.
Nefndin tekur jákvætt í erindið, með tilliti til þess að öll skilyrði um gististaði af þessu tagi séu uppfyllt.
18. 2401005 - Fundargerðir Fjárfestingafélags Hvamms 2024
Lagt fram til kynningar.
Fjárfestingafélagið Hvammur ehf 2024-09-04..pdf
Fjárfestingafélagið Hvammur ehf 2024-09-10..pdf
Fjárfestingafélagið Hvammur ehf 2024-10-30..pdf
Fjárfestingafélagið Hvammur ehf 2024-12-05..pdf
19. 2411014 - Fundargerðir Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum
Lögð fram til kynningar.
Adalfundur-SSKS..pdf
stjórn Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum - 77..pdf
20. 2401003 - Fundargerðir Samband Íslenskra sveitarfélaga 2024
Lagt fram til kynningar.
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 955..pdf
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 956..pdf
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 957..pdf
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 958..pdf
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 959..pdf
21. 2401002 - Fundargerðir Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi 2024
Lagt fram til kynningar.
183 fundur stjórnar SSV - fundargerð..pdf
184 fundur stjórnar SSV - fundargerð.pdf
Mál til kynningar
22. 2401007 - Fundargerðir Breiðafjarðarnefndar 2024
Lögð fram til kynningar.
Fundur-227..pdf
23. 2412012 - Aðalfundur Menningar- og framfarasjóðar Dalasýslu 2024
Lögð fram til kynningar.
Ársreikningur 2023..pdf
MennOgFramFundargAðalf2024.pdf
24. 2401014 - Skýrsla sveitarstjóra 2024
Til máls tók: Björn Bjarki.
Skýrsla sveitarstjóra á 252. fundi.pdf
Lagt er til að næsti fundur sveitarstjórnar verði haldinn fimmtudaginn 16. janúar 2025 að óbreyttu.

Samþykkt samhljóða.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:20 

Til bakaPrenta