Til bakaPrenta
Sveitarstjórn Dalabyggðar - 244

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
19.03.2024 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Eyjólfur Ingvi Bjarnason oddviti,
Ingibjörg Þóranna Steinudóttir varaoddviti,
Skúli Hreinn Guðbjörnsson aðalmaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir aðalmaður,
Guðlaug Kristinsdóttir aðalmaður,
Garðar Freyr Vilhjálmsson aðalmaður,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Sindri Geir Sigurðarson varamaður,
Kristján Ingi Arnarsson ritari.
Fundargerð ritaði: Kristján Ingi Arnarsson, ritari
Lagt til að mál 2305019, Dalaveitur/ljósleiðarahluti verði tekin á dagskrá og verði dagskrárliður 2.

Lagt er til að mál nr. 2403018, framkvæmdaleyfi vegna Steinadalsvegar, Vestfjarðarvegur - Ólafsdalur, verði tekið á dagskrá og verði dagskrárliður 7.

Lagt er til að mál nr. 2312007, breyting á aðalskipulagi í Ólafsdal - skipulagslýsing, verði tekið á dagskrá og verði dagskrárliður 8.

Lagt til að mál nr. 2403020, breyting á deiliskipulagi Sælingsdalstungu, verði tekið á dagskrá og verði dagskrárliður nr. 9.

Lagt til að mál nr. 2402004F, fundargerð byggðarráðs Dalabyggðar, fundur nr. 320, verði tekið á dagskrá og verði dagskrárliður nr.12.

Lagt er til að mál nr. 2402005F, fundargerð umhverfis- og skipulagsnefndar, fundur nr. 144, verði tekin á dagskrá og verði dagskrárliður nr.16.

Lagt til að mál nr. 2403002F - fundargerð stjórnar Dalaveitna ehf., fundur nr. 47, verði tekin á dagskrá og verði dagskrárliður nr.18.

Aðrir liðir færist til skv. fyrrgreindu.

Samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
Haraldur Örn Reynisson endurskoðandi sat fundinn undir lið 1 og kynnti jafnframt ársreikning Dalabyggðar 2023.
1. 2402012 - Ársreikningur Dalabyggðar 2023
Ársreikningur Dalabyggðar fyrir árið 2023 lagður fram til fyrri umræðu.

Byggðarráð tók ársreikning Dalabyggðar fyrir árið 2023 til umræðu á 320. fundi sínum og var Haraldur Örn Reynisson endurskoðandi gestur fundarins sem haldinn var þann 19. mars og bókaði byggðarráð Dalabyggðar eftirfarandi:
"Framlagður ársreikningur Dalabyggðar fyrir árið 2023 til afgreiðslu í byggðarráði fyrir fyrri umræðu í sveitarstjórn Dalabyggðar.
Haraldur fer yfir ársreikning Dalabyggðar fyrir árið 2023.

Byggðarráð þakkar Haraldi fyrir yfirferðina og undirritar ársreikning 2023.

Lagt til að vísa honum til fyrri umræðu í sveitarstjórn Dalabyggðar.

Samþykkt samhljóða."

Rekstrartekjur Dalabyggðar á árinu 2023 námu 1.473 millj. kr. samkvæmt ársreikningi fyrir A og B hluta, en þar af námu rekstrartekjur A hluta 1.123 millj. kr.
Álagningarhlutfall útsvars var 14,74% sem er lögbundið hámark. Álagningahlutfall fasteignaskatts nam 0,50% í A-flokk sem er lögbundið hámark, í B-flokki nam álagningarhlutfallið 1,32% sem er lögbundið hlutfall. Í C-flokki nam álagningarhlutfallið 1,50% en lögbundið hámark þess er 1,32%. Sveitarstjórnir hafa heimild til að hækka álagningarhlutfall í A og C-flokki um allt að 25% umfram framangreind hámörk.
Rekstrarniðurstaða A og B hluta var jákvæð um 107 millj. kr., en rekstrarniðurstaða A hluta var jákvæð um 48 millj. kr. samkvæmt rekstrarreikningi. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2023 nam 1.017 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi, en eigið fé A hluta nam 921 millj. kr.

Ársreikningi vísað til annarrar umræðu í sveitarstjórn.
Til máls tók: Björn Bjarki.

Dalabyggð Samstæða 2023_15.3.2024.pdf
Dalabyggð sundurliðunarbók 2023.pdf
2. 2305019 - Dalaveitur/ljósleiðarahluti
Á fundi Dalaveitna ehf. sem haldinn var þann 18. mars sl. var eftirfarandi samþykkt vegna ljósleiðarahluta Dalaveitna ehf.:

"Stjórn Dalaveitna ehf. samþykkir framkomið tilboð og lýsir ánægju með að farið verði í lagningu ljósleiðara í Búðardal og að verklok þar verði á árinu 2025.
Stjórn Dalaveitna ehf. felur sveitarstjóra að undirrita samninginn f.h Dalaveitna ehf."

Í samræmi við samþykktir um stjórn sveitarfélagsins Dalabyggðar, 4.gr. þá hefur sveitarstjórn ákvörðunarvald um ráðstöfun eigna og því er það hlutverk sveitarstjórnar að taka lokaákvörðun um málefni sem þetta.

Samþykkt samhljóða
3. 2208004 - Vegamál
Á vef Vegagerðarinnar birtist frétt 9. mars sl. þar sem tilkynnt er um varasamt ástand vega í Reykhólasveit og Dölum, vegna þessa þurfi að breyta nokkrum köflum í malarvegi fram á sumar. Ástæðan er sögð lélegt slitlag og burðarlag hafi gefið sig sem skapi mjög hættulegar aðstæður fyrir ökumenn. Langir kaflar á Vestfjarðavegi eru metnir það slæmir að ekki er hægt að halda þeim við. Veðuraðstæður koma í veg fyrir að hægt sé að leggja klæðningu á veginn og því verða þessir ákveðnu hlutar vegarins malarkaflar fram á sumar.
Garðar bar upp svohljóðandi tillögu að bókun:

Það má með sanni segja að það ríki neyðarástand í vegamálum í Dalabyggð. Staðan er þannig að það er sama í hvaða átt ekið er út úr Búðardal þessa dagana að það er ófremdarástand á nánast öllum leiðum. Okkur í Dalabyggð hefur orðið tíðrætt um Skógarströnd og Laxárdalsheiði og einnig vakið athygli á viðhaldsþörf á þjóðvegi 60 en nú er það hann, þjóðvegur 60, Vestfjarðarvegur, sem er í raun hruninn sem er ógnvænleg staða því þessi vegur, þessi leið, er í raun lífæð til okkar inn í Dali, inn á Vestfirði og Strandir.
Okkar mat er að nú þurfi að vinna markvisst af hálfu vegamálayfirvalda og ekki duga einhverjir „plástrar“ til að redda málum, það er neyðarástand og við því þarf að bregðast. Rétt er einnig að nefna, að fenginni reynslu og eftir samskipti undanfarið, að þessi staða má alls ekki verða til þess að aðrar nauðsynlegar viðhaldsframkvæmdir frestist vegna þess að áætlaðir fjármunir í þau færist í þjóðveg 60. Þetta má ekki verða annað en sérstakt átaksverkefni, umferð um þjóðveg 60 er alltaf að aukast og auk heimafólks og ferðamanna þá er þessi vegur afar dýrmæt lífæð fyrir verðmætan flutning afurða af Vestfjörðum.
Sveitarstjórn Dalabyggðar minnir enn og aftur á skýrslu með tillögum að forgangsröðun vegaframkvæmda í Dalabyggð sem atvinnumálanefnd Dalabyggðar vann á árinu 2023 og sveitarstjórn Dalabyggðar staðfesti í kjölfarið.
Að endingu skorum við á alþingismenn kjördæmisins alla að leggjast með okkur á árarnar. Það er óásættanlegt að m.v. fyrirliggjandi drög að samgönguáætlun sé jafn lágu fjármagni skammtað inn á Vesturland og raun ber vitni. Þið eigið leik ágætu alþingismenn og nú er tækifæri til að sanna mikilvægi þess að landsbyggðarkjördæmi eigi öfluga talsmenn við það borð sem um ræðir !

Samþykkt samhljóða
vg_slitlag1..pdf
vg_slitlag2..pdf
vg_slitlag3..pdf
stada_vega_12032024..pdf
stada_vega_10032024..pdf
frett_vef_vegagerdar_09032024..pdf
Til máls tók Garðar.
4. 2402022 - Stefnumótun um landbúnað og fæðuöryggi
Í stefnumörkun Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir árin 2022 - 2026 er í kafla 8, sem fjallar um byggðamál, atvinnu og innviði talað um, í grein 8.27, að "brýnt sé að unnin verði stefnumótun um landbúnað og fæðuöryggi þar sem lögð verðu áhersla á sjálfbæra landnýtingu og byggt á flokkun landbúnaðarlands."
Oddviti bar upp svohljóðandi tillögu:

Sveitarstjórn Dalabyggðar skorar á stjórn Samband íslenskra sveitarfélaga að hefja sem fyrst vinnu við stefnumótun Sambandins um landbúnað, fæðuöryggi með áherslu á sjálfbæra landnýtingu og flokkun landbúnaðarlands sbr. undirmarkmið í kafla um byggðamál, atvinnu og innviði í Stefnumörkun Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir árin 2022-2026. Í sveitarstjórnum víða um land situr fólk sem getur komið að liði í þeirri vinnu sem ráðast þarf í vegum Sambandins í þessu verkefni.

Samþykkt samhljóða
Til máls tók Eyjólfur
5. 2403012 - Ræktun landgræðsluskóga
Framlagður til staðfestingar, í kjölfar umfjöllunar umhverfis- og skipulagsnefndar Dalabyggðar, samningur við Skógræktarfélag Dalasýslu og Skógræktarfélag Íslands um uppbyggingu og umsjón Skógræktarfélaganna á Brekkuskógi við Búðardal.
Sveitarstjórn samþykkir samninginn samhljóða
Brekkuskógur Samningur landgræðsluskógur, yfirferð 15022024 Db..pdf
6. 2403007 - Starfshópur um skipulag íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfs í Dalabyggð 2024
Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 8. febrúar 2024 að fela sveitarstjóra að gera tillögu að erindisbréfi fyrir starfshóp sem hafi það hlutverk að koma fram með tillögu að skipulagi þess hver og hvernig aðkoma Dalabyggðar verði að íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfi í sveitarfélaginu í framtíðinni.
Hér eru lögð fram drög að erindisbréfi starfshópsins til afgreiðslu. Einnig þarf sveitarstjórn að skipa fulltrúa í hópinn og tilnefna formann hans.

Sveitarstjórn samþykkir tillögu að erindisbréfi samhljóða.

Oddviti gerði að tillögu að Ingibjörg Þóranna Steinudóttir verði fulltrúi sveitarstjórnar í starfshópnum og muni jafnframt gegna hlutverki formanns hópsins.
Samþykkt samljóða.
Erindisbref starfshops ithrotta aeskulyds tomstunda 2024..pdf
7. 2403018 - Framkvæmdaleyfi vegna Steinadalsvegar, Vestfjarðarvegur - Ólafsdalur
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkti eftirfarandi á 144. fundi sínum:

Framlögð umsókn Vegagerðar um framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga 123/2010 um framkvæmdaleyfi vegna Steinadalsvegar, Vestfjarðarvegur - Ólafsdalur.

Fyrirhuguð framkvæmd tekur til 7,1 km kafla og liggur um lönd Ólafsdals, Lindarholts, Litla-Holts og Stóra-Holts. Framkvæmdin felur í sér breikkun og styrkingu vegarins, nýlögn ræsa ásamt lögn bundins slitlags. Áætlað er að verkinu ljúki 1. ágúst 2025. Ákvörðun Skipulagsstofnunar dags. 21. apríl 2023 er að framkvæmdin skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Vegagerðin mun taka efni úr áreyrum Ólafsdalsár og liggur fyrir umsögn Hafrannsóknarstofnunar um efnistökuna þar sem mælt er með efnisflutningum utan hágöngutíma bleikju í júlí og ágúst og ábendingar um verklag m.a. að þess skuli gætt að olíur eða mengandi efni úr vinnuvélum berist ekki út í umhverfið og að takmarka umferð faratækja um farveginn eins og kostur er.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að veita framkvæmdaleyfi til veglagningar og efnistöku til hennar, sbr. umsókn og að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:
a) Efnistaka úr áreyrum Ólafsdalsár fylgi verklagi og varúðarráðstöfunum sem fram koma í umsögn Hafrannsóknarstofnunar (fylgiskjali 4 í umsókn).
b) Vandlega verði gengið frá eftir jarðvinnu og efnistöku og leitast við að afmá ummerki.
Nefndin samþykkir erindið með fyrirvara um réttar magntölur.

Til máls tók: Guðlaug.
Bókun nefndar samþykkt samhljóða.
8. 2312007 - Breyting á aðalskipulagi í Ólafsdal - skipulagslýsing
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkti eftirfarandi á 144. fundi sínum:

Lögð fram til afgreiðslu lýsing vegna fyrirhugaðrar breytingar á Aðalskipulagi Dalabyggðar 2020-2032 í Ólafsdal, skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagslýsingin er dags. 11. mars 2024.

Markmið aðalskipulagsbreytingar er að auka svigrúm fyrir gististarfsemi í Ólafsdal með því að breyta núverandi afþreyingar- og ferðamannasvæði AF10 við Ólafsdalsskóla í verslunar- og þjónustusvæði þar sem gert verði ráð fyrir gististarfsemi fyrir allt að 100 gesti samtímis auk starfsmanna. Á breytingarsvæðinu verður áfram í gildi óbreytt stefna um hverfisvernd, sbr. HV7, sem kveður m.a. á um öll uppbygging skuli vera í sátt við menningarlandslag og stuðla að varðveislu minjaheildar. Fornleifaskráning Ólafsdals hefur verið unnin.
Gerð verður breyting á gildandi deiliskipulaginu fyrir Ólafsdal samþykkt 2017 með þremur síðari breytingum til samræmis við aðalskipulagsbreytinguna.
Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar leggur til við sveitarstjórn að samþykkja skipulagslýsinguna til kynningar, sbr. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga og senda hana til umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila. Skipulagsfulltrúa er falið að kynna skipulagslýsinguna og senda til umsagnar.

Til máls tók: Guðlaug.
Bókun nefndar samþykkt samhljóða.
9. 2403020 - Breyting á deiliskipulagi Sælingsdalstungu
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkti eftirfarandi á 144. fundi sínum:

Framlagt til afgreiðslu breyting á deiliskipulagi Sælingsdalstungu skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga til auglýsingar.

Breytingartillagan felst í sameiningu lóða 52-57 í eina lóð ? lóð 52. Á henni má byggja eitt hús allt að 350 fm auk allt að 150 fm aukahús (skemmu, geymslu, gestahús). Byggingarheimild á öðrum frístundahúsalóðum verði allt að 250 fm í stað 145 fm áður. Einnig er gerð breyting á aðkomuvegi inn að frístundabyggðinni ? í stað nýs vegar verði núverandi vegslóði uppbyggður og nýttur sem aðkomuvegur. Umhverfisáhrif breytingartillögu eru metin óveruleg. Færsla aðkomuvegar hefur minna jarðrask í för með sér og fækkun lóða og breytingar á skilmálum eru eru ekki talin hafa umtalsverð áhrif í för með sér.
Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar leggur til við sveitarstjórn að samþykkja breytingartillöguna til auglýsingar skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.r. skipulagslaga til auglýsingar.

Til máls tók: Guðlaug.
Bókun nefndar samþykkt samhljóða.
10. 2401030 - Upplýsingar um yfirkjörstjórn og fundir kjörstjórnar 2024
Framlögð til staðfestingar fundargerð yfirkjörstjórnar Dalabyggðar í tengslum við undirbúning forsetakosninga sumarið 2024.
Samþykkt samhljóða.
Fundargerð
11. 2402002F - Byggðarráð Dalabyggðar - 319
Samþykkt samhljóða.
11.1. 2402012 - Ársreikningur Dalabyggðar 2023
Kynnt tímaplan varðandi umræðu um ársreikning Dalabyggðar og undirstofnana fyrir árið 2023.
Byggðarráð tekur ársreikning til afgreiðslu 18. mars og stefnt að því að hann fari í framhaldi fyrir sveitarstjórn 19. mars.
11.2. 2210026 - Uppbygging - uppbygging atvinnuhúsnæðis í Búðardal og möguleg uppbygging húsnæðis viðbragðsaðila
Stöðuyfirlit frá vinnuhópi um uppbyggingu atvinnuhúsnæðis í Búðardal sem og stöðuyfirlit frá sveitarstjóra um stöðu mála í samskiptum við FSRE/ríkisvaldið um uppbyggingu húsnæðis fyrir viðbragðsaðila í Búðardal.
11.3. 2301027 - Skólaakstur 2024-2027
Farið yfir stöðu mála varðandi undirbúning og gerð útboðsgagna vegna útboðs á skólaakstri fyrir árin 2024-2027 með möguleika á framlengingu (tvisvar sinnum 1 ár í senn).
Útboðsgögn eru í undirbúningi og stefnt að útboði í mars.
11.4. 2301067 - Starfsmannamál
Rætt um starfsmannamál
Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.
11.5. 2402010 - Óbyggðanefnd
Framlögð tilkynning varðandi kröfur sem fjármála- og efnahagsráðherra hefur afhent óbyggðanefnd um þjóðlendur á svæði 12 sem nefnist "eyjar og sker" og tekur til landsvæða innan landhelginnar en utan meginlands.
Rætt um störf óbyggðanefndar á svæði 12 "eyjar og sker".

Byggðarráð hvetur landeigendur sem falla innan þess svæðis sem er til vinnslu núna til að gera kröfugerð um sínar eignir.
11.6. 2204013 - Íþróttamannvirki í Búðardal
Rætt um stöðu mála varðandi uppbyggingu íþróttamannvirkja í Búðardal
Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.
11.7. 2305019 - Dalaveitur/ljósleiðarahluti
Rætt um ljósleiðarakerfi Dalaveitna, stöðu og horfur og farið yfir það sem gerst hefur frá síðasta fundi byggðarráðs Dalabyggðar.
Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.
11.8. 2110034 - Drög að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu
Í fundargerð sveitarstjórnar 243. fundi var samþykkt að fela sveitarstjóra að senda inn umsögn um uppfærð drög að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu í samræmi við 11. gr. laga um landgræðslu. Sveitarstjórn Dalabyggðar skilaði inn umsögn á fyrri stigum um þau drög sem þá lágu fyrir.
Ný og uppfærð drög eru efnislega á sömu nótum og þau fyrri og því tilefni til að sveitarstjórn Dalabyggðar taki þau að nýju til umræðu. Hér meðfylgjandi er afrit af umsögn sem Dalabyggð skilaði inn.
11.9. 2102018 - Fóðuriðjan Ólafsdal ehf.
Staða mála í tengslum við Fóðuriðjuna Ólafsdal ehf. rædd.
11.10. 2402013 - Skólavist utan lögheimilissveitarfélags
11.11. 2402016 - Beiðni um styrktarlínu Breiðfirðingur 2024
Samþykkt að styrkja útgáfu Breiðfirðings 2024 um styrktarlínu upp á 18.000kr.-
12. 2402004F - Byggðarráð Dalabyggðar - 320
Samþykkt samhljóða.
12.1. 2402012 - Ársreikningur Dalabyggðar 2023
Framlagður ársreikningur Dalabyggðar fyrir árið 2023 til afgreiðslu í byggðarráði fyrir fyrri umræðu í sveitarstjórn Dalabyggðar.
Haraldur fer yfir ársreikning Dalabyggðar fyrir árið 2023.

Byggðarráð þakkar Haraldi fyrir yfirferðina og undirritar ársreikning 2023.

Lagt til að vísa honum til fyrri umræðu í sveitarstjórn Dalabyggðar.

Samþykkt samhljóða.
12.2. 2208004 - Vegamál
Á vef Vegagerðarinnar birtist frétt 9. mars sl. þar sem tilkynnt er um varasamt ástand vega í Reykhólasveit og Dölum, vegna þessa þurfi að breyta nokkrum köflum í malarvegi fram á sumar. Ástæðan er sögð lélegt slitlag og burðarlag hafi gefið sig sem skapi mjög hættulegar aðstæður fyrir ökumenn. Langir kaflar á Vestfjarðavegi eru metnir það slæmir að ekki er hægt að halda þeim við. Veðuraðstæður koma í veg fyrir að hægt sé að leggja klæðingu á veginn og því verða þessir ákveðnu hlutar vegarins malarkaflar fram á sumar.
Byggðarráð ítrekar óskir um beiðni um fund með Umhverfis- og samgöngumálanefnd Alþingis í ljósi þess að enn hafa litlar undirtektir fengist við erindi Dalabyggðar vegna ástands vegakerfis innan sveitarfélagsins og yfir í næstu héruð.
12.3. 2301027 - Skólaakstur 2024-2027
Farið yfir stöðu mála í vinnu við gerð útboðsgagna sem unnin eru í samvinnu við Ríkiskaup.
Staða mála kynnt.
12.4. 2401015 - Sorphirða í Dölum 2024
Rætt um stöðu úrgangsmála.
Staða mála rædd.

Lagt til að bíða eftir umfjöllun umhverfis- og skipulagsnefndar.

Samþykkt samhljóða.
12.5. 2403005 - Áskorun til sveitarfélaga vegna yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar og Sambands íslenskrar sveitarfélaga vegna kjarasamninga 2024
Staða mála rædd.

Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur þegar lýst því yfir að vera reiðubúin að endurskoða gjaldskrár og annað er snýr að barnafjölskyldum en ítrekar nauðsyn þess að sjá hvað kemur út úr samningum við hið opinbera.

Sveitarstjóra falið að vinna minnisblað um aðgerðir Dalabyggðar sem þegar hafa verið framkvæmdar og áhrif þeirra á kjarasamninga.
12.6. 2403010 - Umsagnarbeiðni, tækifærisleyfi, tímabundið áfengisleyfi
Sýslumaðurinn á Vesturlandi óskar eftir umsögn sveitarfélagsins Dalabyggðar vegna tækifærisleyfis með tímabundnu áfengisleyfi vegna leiksýningar á "Blessað barnalán" í umsjá Leikklúbbs Laxdæla. Beðið er um leyfi frá 27. mars til 1. apríl þar sem viðburðurinn verður haldinn 27. og 30. mars og 1. apríl.
Sýslumaðurinn á Vesturlandi óskar eftir umsögn um tækifærisleyfi vegna leiksýningar "Blessað barnalán" í Dalabúð 27. mars - 1. apríl.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við veitingu tækifærisleyfis vegna viðburðarins.
12.7. 2302012 - Matvælastefna landbúnaðarmál
Til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda er aðgerðaáætlun matvælastefnu og aðgerðaáætlun landbúnaðarstefnu. Umsagnarfrestur er til og með 21. mars 2024.
Sveitarstjóra falið að vinna umsögn ef þurfa þykir og senda inn fyrir hönd Dalabyggðar.
12.8. 2308003 - Auðarskóli málefni grunnskóla 2023-2024
Fræðslunefnd leggur til við byggðarráð að gert verði ráð fyrir stöðu talmeinafræðings í fjárhagsáætlun/viðauka fyrir starfsemi Auðarskóla. Tillaga nefndarinnar er að fenginn verði talmeinafræðingur í 100% stöðu við skólann frá og með haustinu 2024.
Sveitarstjóra og verkefnastjóra fjölskyldumála falið að kanna forsendur og þörf talmeinafræðings við Auðarskóla og vinna tillögu sem lögð verði fyrir fræðslunefnd í framhaldinu.

Samþykkt samhljóða.
12.9. 2403011 - Stjórnendamælaborð sveitarfélaga
Framlagt tilboð í uppsetningu stjórnendamálaborðs fyrir starfsfólk og kjörna fulltrúa.
Að svo stöddu telur byggðarráð að Dalabyggð eigi ekki að innleiða Stjórnendamælaborð sveitarfélaga.

Samþykkt samhljóða.
12.10. 2310014 - Umsókn um lóð Vesturbraut
Framlögð gögn frá Olís vegna framkominnar óskar fyrirtækisins um aðstöðu í Búðardal.
Byggðarráð er tilbúið til frekara samtals og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.
12.11. 2403014 - Miðbraut 11
Rætt um eignarhald á Miðbraut 11 í Búðardal.
Sveitarstjóra falið að ræða við fjármálaráðuneytið varðandi húsnæði FSRE að Miðbraut 11.
12.12. 2305019 - Dalaveitur/ljósleiðarahluti
Í kjölfar síðasta fundar í byggðarráði Dalabyggðar hafa átt sér stað samtöl og samskipti við fyrirtæki á fjarskiptamarkaði. Fyrir liggur nú tilboð frá Mílu í kaup á ljósaleiðarakerfi Dalaveitna í dreifbýli. Einnig liggur fyrir staðfest að Míla hyggst samhliða fara í lagningu ljósleiðara í Búðardal og hefja framkvæmdir sumarið 2024 og að Búðardalur verði ljósleiðaravæddur fyrir árslok 2025.
Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum og boði til fundar hjá stjórn Dalaveitna ehf.
12.13. 2204013 - Íþróttamannvirki í Búðardal
Sveitarstjóri kynnti stöðu mála í samræðum Dalabyggðar við lánastofnanir.
Staða mála rædd.
12.14. 2403016 - Skólavist utan lögheimilissveitarfélags
12.15. 2403021 - Styrkvegir 2024
Lögð er fram tillaga að umsókn til styrkvega 2024
Tillaga að umsókn til styrkvega lögð fram.

Samþykkt samhljóða.
12.16. 2403022 - Umsögn Dalabyggðar vegna breytingar á afgreiðslu Íslandspósts
Borist hefur beiðni Byggðarstofnunar um umsögn sveitarfélagsins vegna breytingar á póstþjónustu í Búðardal ásamt erindi Íslandspósts.
Sveitarstjóra falið að útbúa umsögn Dalabyggðar vegna breytingar á afgreiðslu Íslandspósts.
13. 2310004F - Félagsmálanefnd Dalabyggðar - 68
Samþykkt samhljóða.
13.1. 2402005 - Samráð gegn heimilisofbeldi á Vesturlandi
Framlögð drög að samstarfsyfirlýsingu um áframhaldandi samstarf sveitarfélaga á Vesturlandi um svæðisbundið samráð gegn ofbeldi og afbrotum á Vesturlandi.
Félagsmálanefnd Dalabyggðar fagnar samstarfi sem þessu.
13.2. 2402006 - Fjárhagsaðstoð 2024
Verkefnastjóri fjölskyldumála fór yfir stöðu mála. Um er að ræða trúnaðargögn sem vistast á þar til greindu svæði innan málakerfis Dalabyggðar.
Reglur um fjárhagsaðstoð ræddar en þær eru síðan 2010. Samþykkt að fela Jónu Björgu að koma tillögu að uppfærðum reglum um fjárhagsaðstoð Dalabyggðar á næsta fund félagsmálanefndar Dalabyggðar.
13.3. 2402007 - Félagsmál 2024
Rætt um stöðu mála í málaflokknum.
Verkstjóri heimaþjónustu fór yfir þjónustuna á árinu 2023 og lagði fram yfirlit.
Rætt um reglur um félagslega heimaþjónustu í Dalabyggð sem eru síðan 2017. Samþykkt að hefja endurskoðun þeirra og þeim Jónu Björgu og Sigríði falið að yfirfara þær fyrir næsta fund félagsmálanefndar. Einnig var rætt um þörf á að endurskoða eyðublöð tengd málaflokknum og var þeim Jónu Björgu og Sigríði falið að endurskoða framsetningu þeirra einnig.

14. 2401005F - Atvinnumálanefnd Dalabyggðar - 45
Til máls tók: Garðar.
Samþykkt samhljóða.
14.1. 2402019 - Ferðaþjónusta í Dalabyggð 2024
Rætt um markaðsverkefni sem eru í gangi og komandi sumar. Stefnt að samhristingi ferðaþjóna með vorinu.
Broadstone verkefnið er hafið og fyrstu upptökur í gangi, handbók ferðaþjóna fer í dreifingu í mars (eftir yfirlestur).
14.2. 2401038 - Staða og framtíð fjarskiptamála á Vesturlandi - skýrsla
Þann 22. janúar var kynning á skýrslu SSV, sem unnin var af Gagna um stöðu og framtíð fjarskiptamála á Vesturlandi kynnt.
Atvinnumálanefnd fær Þorstein Gunnlaugsson á fundinn til að fara yfir stöðu Dalabyggðar í málaflokkinum og leggur drög að forgangsröðun Dalabyggðar í fjarskiptamálum.
Atvinnumálanefnd leggur drög að forgangsröðun vegna farsímasambands í Dalabyggð.

Nefndin þakkar Þorsteini fyrir komuna.
14.3. 2402009 - Þróunarverkefni í Dalabyggð 2024
Rætt um núverandi, tilvonandi og möguleg þróunarverkefni í Dalabyggð.
Staða verkefna rædd.
14.4. 2401029 - Upplýsingar um atvinnuleysi 2024
Skráð atvinnuleysi í janúar var 3,8% og hækkaði úr 3,6% í desember. Í janúar 2023 var atvinnuleysið hins vegar 3,7%. Atvinnuleysi var 4,0% á landsbyggðinni í janúar og hækkaði úr 3,5% frá desember. Atvinnulausum fjölgaði í flestum atvinnugreinum í janúar, mest var fjölgunin í verslun og vöruflutningum.
Á Vesturlandi fór atvinnuleysi úr 2,9% upp í 3,1%.
Alls komu inn 289 ný störf sem auglýst voru í vinnumiðlun hjá Vinnumálastofnun í janúar, þar af aðeins 5 á Vesturlandi.
Lagt fram til kynningar.
15. 2402007F - Fræðslunefnd Dalabyggðar - 128
Til máls tók: Ingibjörg.
Samþykkt samhljóða.
15.1. 2308003 - Auðarskóli málefni grunnskóla 2023-2024
Rætt um málefni grunnskólans.
Skólastjóri fer yfir dagskrá skólaársins og tillögur að breytingum.
M.a. rætt um fyrirkomulag skíðaferðar.
Miðað við óbreytta stöðu verður fækkun í grunnskóla næsta skólaár.
Unnið er að skipulagi stoðþjónustu og farsældar fyrir börn, m.a. hafa verið sett á stofn lausnateymi.
Skólapúlsinn - starfsmenn á dagskrá núna og foreldrar næsta ár.
Munum þurfa að auglýsa eftir starfsfólki á bæði leikskóla- og grunnskóladeild skólans.
Foreldrahús kemur með fyrirlestur 12. mars.

Fræðslunefnd leggur til við byggðarráð að gert verði ráð fyrir stöðu talmeinafræðings í fjárhagsáætlun/viðauka fyrir starfsemi Auðarskóla. Tillaga nefndarinnar er að fenginn verði talmeinafræðingur í 100% stöðu við skólann frá og með haustinu 2024.
15.2. 2308004 - Auðarskóli, málefni leikskóla 2023-2024
Rætt um málefni leikskóla.
Skólareglur Auðarskóla eru í rýniferli hjá starfsfólki leikskóladeildar.
Að öll óbreyttu fækkar börnum á leikskóladeild Auðarskóla á næsta ári.
Námsvísar eru að virka vel.
Komið fjármagn frá Slysavarnadeild Dalasýslu til að bæta leikskólalóð, verður farið í það með vorinu.
15.3. 2403007 - Starfshópur um skipulag íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfs í Dalabyggð 2024
Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 8. febrúar 2024 að fela sveitarstjóra að gera tillögu að erindisbréfi fyrir starfshóp sem hafi það hlutverk að koma fram með tillögu að skipulagi þess hver og hvernig aðkoma Dalabyggðar verði að íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfi í sveitarfélaginu í framtíðinni.
Hér eru lögð fram drög að erindisbréfi starfshópsins.
Nefndin gerir ekki athugasemd við drög að erindisbréfi.

Nefndin tilnefnir Guðrúnu B. Blöndal fulltrúa fræðslunefndar í starfshópnum.
15.4. 2301027 - Skólaakstur 2024-2027
Staða mála kynnt.
Vinna við útboðsgögn er á lokametrum í samstarfi við Ríkiskaup og stefnt að því að auglýsing fari í loftið á næstu dögum.
15.5. 2304010 - Félagsmiðstöðin ungmenna
Rætt um starfsmannamál í ljósi auglýsingar um laust 20% starf í félagsmiðstöðinni sem verið hefur í birtingu um all nokkra hríð.
Engin umsókn hefur borist vegna auglýsingar enn sem komið er.
15.6. 2208010 - Tómstundir í Dalabyggð
Rætt um stöðu tómstundastarfs í Dalabyggð og undirbúning starfs í málaflokknum n.k. sumar í samræmi við það sem rætt var og bókað á síðasta fundi fræðslunefndar.
Staðan kynnt.
15.7. 2401041 - Ungmennaráð 2024
Framlögð til kynningar fundargerð frá fundi ungmennaráðs Dalabyggðar sem fram fór 13. febrúar sl.
Fræðslunefnd staðfestir fundargerð ungmennaráðs Dalabyggðar.
15.8. 2403009 - Erindi vegna námskeiðs um einhverfu fyrir nemendur og starfsfólk Auðarskóla
Borist hefur erindi þar sem óskað er eftir fræðslu fyrir nemendur og starfsfólk Auðarskóla um einhverfu.
Erindi tekið til umfjöllunar og nefndin sammála um að þörf er á slíkri fræðslu.
Skólastjóra falið að vinna málið áfram.
16. 2402005F - Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 144
Samþykkt samhljóða.
16.1. 2308002 - Deiluskipulag í Búðardal 2023
Á fundinn mæta fulltrúar Arkís til viðræðu um fyrstu drög að deiliskipulagsáföngunum þremur í Búðardal.
Þar eru útfærðar nýjar lóðir, afmörkun núverandi lóða og byggingarreitir.
Þau Björn Guðbrandsson og Sigurbjörg Helga Gunnbjörnsdóttir frá Arkís sátu fundinn undir lið 1. Einnig sat Kristján Ingi Arnarsson fundinn undir lið 1.Lagðar voru fram hugmyndir að deiliskipulagi í norðurhluta Búðardals og ræddar.
16.2. 2403018 - Framkvæmdaleyfi vegna Steinadalsvegar, Vestfjarðarvegur - Ólafsdalur
Framlögð umsókn Vegagerðar um framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga 123/2010 um framkvæmdaleyfi vegna Steinadalsvegar, Vestfjarðarvegur - Ólafsdalur
Fyrirhuguð framkvæmd tekur til 7,1 km kafla og liggur um lönd Ólafsdals, Lindarholts, Litla-Holts og Stóra-Holts. Framkvæmdin felur í sér breikkun og styrkingu vegarins, nýlögn ræsa ásamt lögn bundins slitlags. Áætlað er að verkinu ljúki 1. ágúst 2025. Ákvörðun Skipulagsstofnunar dags. 21. apríl 2023 er að framkvæmdin skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Vegagerðin mun taka efni úr áreyrum Ólafsdalsár og liggur fyrir umsögn Hafrannsóknarstofnunar um efnistökuna þar sem mælt er með efnisflutningum utan hágöngutíma bleikju í júlí og ágúst og ábendingar um verklag m.a. að þess skuli gætt að olíur eða mengandi efni úr vinnuvélum berist ekki út í umhverfið og að takmarka umferð faratækja um farveginn eins og kostur er.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að veita framkvæmdaleyfi til veglagningar og efnistöku til hennar, sbr. umsókn og að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:
a) Efnistaka úr áreyrum Ólafsdalsár fylgi verklagi og varúðarráðstöfunum sem fram koma í umsögn Hafrannsóknarstofnunar (fylgiskjali 4 í umsókn).
b) Vandlega verði gengið frá eftir jarðvinnu og efnistöku og leitast við að afmá ummerki.
Nefndin samþykkir erindið með fyrirvara um réttar magntölur.
16.3. 2312007 - Breyting á aðalskipulagi í Ólafsdal - skipulagslýsing
Lögð fram til afgreiðslu lýsing vegna fyrirhugaðrar breytingar á Aðalskipulagi Dalabyggðar 2020-2032 í Ólafsdal, skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagslýsingin er dags. 11. mars 2024.
Markmið aðalskipulagsbreytingar er að auka svigrúm fyrir gististarfsemi í Ólafsdal með því að breyta núverandi afþreyingar- og ferðamannasvæði AF10 við Ólafsdalsskóla í verslunar- og þjónustusvæði þar sem gert verði ráð fyrir gististarfsemi fyrir allt að 100 gesti samtímis auk starfsmanna. Á breytingarsvæðinu verður áfram í gildi óbreytt stefna um hverfisvernd, sbr. HV7, sem kveður m.a. á um öll uppbygging skuli vera í sátt við menningarlandslag og stuðla að varðveislu minjaheildar. Fornleifaskráning Ólafsdals hefur verið unnin.
Gerð verður breyting á gildandi deiliskipulaginu fyrir Ólafsdal samþykkt 2017 með þremur síðari breytingum til samræmis við aðalskipulagsbreytinguna.
Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar leggur til við sveitarstjórn að samþykkja skipulagslýsinguna til kynningar, sbr. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga og senda hana til umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila. Skipulagsfulltrúa er falið að kynna skipulagslýsinguna og senda til umsagnar.
16.4. 2403019 - Skógrækt á Skógum -tilkynning til ákvörðunar um matskyldu
Framlögð beiðni frá Skipulagstofnun um umsögn Dalabyggðar
Umhverfis- og skipulagsnefnd telur að nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, líklegum áhrifum á umhverfisþætti og mótvægisaðgerðum í tilkynningu Lands og skógar. Umhverfis- og skipulagsnefnd telur að framkvæmdin sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum framkvæmda skv. lögum nr. 111/2021 að teknu tilliti til viðmiða í 2. viðauka laganna.
16.5. 2403020 - Breyting á deiliskipulagi Sælingsdalstungu
Framlagt til afgreiðslu breyting á deiliskipulagi Sælingsdalstungu skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga til auglýsingar.
Breytingartillagan felst í sameiningu lóða 52-57 í eina lóð ? lóð 52. Á henni má byggja eitt hús allt að 350 fm auk allt að 150 fm aukahús (skemmu, geymslu, gestahús). Byggingarheimild á öðrum frístundahúsalóðum verði allt að 250 fm í stað 145 fm áður. Einnig er gerð breyting á aðkomuvegi inn að frístundabyggðinni ? í stað nýs vegar verði núverandi vegslóði uppbyggður og nýttur sem aðkomuvegur. Umhverfisáhrif breytingartillögu eru metin óveruleg. Færsla aðkomuvegar hefur minna jarðrask í för með sér og fækkun lóða og breytingar á skilmálum eru eru ekki talin hafa umtalsverð áhrif í för með sér.
Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar leggur til við sveitarstjórn að samþykkja breytingartillöguna til auglýsingar skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
16.6. 2403008 - Umsókn um niðurrif mannvirkja Sámsstaðaland
Framlögð umsókn um niðurrif mannvirkis í lands Sámsstaða.
Erindið var sent nefndinni milli funda og leitað samþykkis. Húsið var rifið í kjölfar þess samþykkis.
16.7. 2402018 - Umsókn um flutningsleyfi á frístundahúsi til Lauga 16
Framlögð umsókn um flutningsleyfi á frístundahúsi til Lauga 16
Nefndin leggur til að flutningur verði heimilaður.
16.8. 2402014 - Umsókn um skráningu nýrrar landeigna í fasteignaskrá
Framlögð umsókn um skráningu nýrrar landeigna í fasteignaskrá
Nefndin leggur til að erindip verði samþykkt.
16.9. 2402015 - Umsókn um stöðuleyfi - vindmælingamastur að Engihlíð
Framlögð umsókn um stöðuleyfi - vindmælingamastur að Engihlíð
Nefndin samþykkir stöðuleyfi til tveggja ára og felur skipulagsfulltrúa að leita umsagnar flugmálayfirvalda.
16.10. 2403024 - Umsókn um byggingarleyfi - Gróðurhús
Framlögð umsókn um byggingarleyfi, gróðurhús.
Nefndin samþykkir erindið með fyrirvara endanlega staðsetningu og samþykki Minjastofnunar.
16.11. 2403025 - Umsókn um byggingarleyfi - Skemma
Framlögð umsókn um byggingarleyfi,skemma.
Nefndin samþykkir erindið með fyrirvara endanlega staðsetningu og samþykki Minjastofnunar.
16.12. 2403012 - Ræktun landgræðsluskóga
Framlagður samningur á milli Dalabyggðar, Skógræktarfélags Dalasýslu og Skógræktarfélags Íslands vegna uppbyggingar í og við Brekkuskóg.
Nefndin leggur til að samningurinn verði samþykktur.
16.13. 2401015 - Sorphirða og umhverfisdagar 2024
Fyrir liggja tvö minnisblöð frá umsjónarmanni framkvæmda. Annað með tillögum að breytingum á gjaldskrá og sorphirðu frá heimilum í sveitarfélaginu. Hitt fjallar um mögulegar breytingar á fyrirkomulag hreinsunarátaks í dreifbýli (málm- og timburgámar) sumarið 2024 og tillögur að færslu þriggja grenndarstöðva fyrir frístundahús.
Drög að dagskrá og hugmyndir fyrir umhverfisdaga í Dalabyggð 2024 til umræðu.
Nefndin er samþykk tillögunum sem koma fram í minnisblaði um móttöku og flokkun úrgangs og fela sveitarstjóra og umsjónarmanni framkvæmda að útfæra þær áfram. Nefndin samþykkir tillögur um hreinsunarátak.
17. 2401002F - Stjórn Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns - 70
Til máls tók: Þuríður.
Bókun úr fundargerð:
Í ljósi þess að HVE hefur nú tekið við rekstri Silfurtúns þá leggur stjórn Silfurtúns til við sveitarstjórn Dalabyggðar að hún verði lögð niður hér með og að ef koma upp mál tengd fasteigninni/rekstri/gjafasjóði að þá verði það hlutverk eftirleiðis á herðum byggðarráðs Dalabyggðar. Um leið vill stjórn óska heimilisfólki og starfsmönnum heimilisins farsældar á komandi tímum.
Samþykkt samhljóða.

Fundargerð samþykkt samhljóða.
17.1. 2301013 - Málefni Silfurtúns
Rætt um málefni Silfurtúns m.t.t. þess að nú hefur Heilbrigðisstofnun Vesturlands tekið yfir rekstur heimilisins frá því 1. janúar sl.
Í gjafasjóði heimilisins standa nú kr. 2.279.740,- sem runnið hafa í gjafasjóð heimilisins á undan förnum árum og eru í raun eyrnamerktir til uppbyggingar í þágu heimilismanna. Stjórn Silfurtúns leggur til að þessir fjármunir verði áfram vistaðir í bókum Dalabyggðar, með forræði á höndum byggðarráðs, en tilgangur þeirra áfram skýr þ.e. í þágu heimilismanna á Silfurtúni. Samþykkt að formaður stjórnar upplýsi núverandi stjórnendur Silfurtúns um tilurð þessara fjármuna.

Framlagður til kynningar samningur um húseignina sem HVE leigir nú af Dalabyggð. Unnið er að undirbúningi að umsókn í Framkvæmdasjóð aldraðra vegna endurbóta á árinu.

Í ljósi þess að HVE hefur nú tekið við rekstri Silfurtúns þá leggur stjórn Silfurtúns til við sveitarstjórn Dalabyggðar að hún verði lögð niður hér með og að ef koma upp mál tengd fasteigninni/rekstri/gjafasjóði að þá verði það hlutverk eftirleiðis á herðum byggðarráðs Dalabyggðar. Um leið vill stjórn óska heimilisfólki og starfsmönnum heimilisins farsældar á komandi tímum.

Fundargerðir til kynningar
18. 2403002F - Dalaveitur ehf - 47
18.1. 2305019 - Dalaveitur/ljósleiðarahluti
Í kjölfar síðasta fundar í byggðarráði Dalabyggðar og umræðna í stjórn Dalaveitna ehf. hafa átt sér stað samtöl og samskipti við fyrirtæki á fjarskiptamarkaði. Fyrir liggur nú tilboð frá Mílu í kaup á ljósaleiðarakerfi Dalaveitna í dreifbýli. Einnig liggur fyrir staðfest að Míla hyggst samhliða fara í lagningu ljósleiðara í Búðardal og hefja framkvæmdir sumarið 2024 og að Búðardalur verði ljósleiðaravæddur fyrir árslok 2025.
Stjórn Dalaveitna ehf. samþykkir framkomið tilboð og lýsir ánægju með að farið verði í lagningu ljósleiðara í Búðardal og að verklok þar verði á árinu 2025.
Stjórn Dalaveitna ehf. felur sveitarstjóra að undirrita samninginn f.h Dalaveitna ehf.
19. 2401041 - Ungmennaráð 2024
1. fundargerð 2024 staðfest í tölvupósti.pdf
20. 2301007 - Fundargerðir Breiðafjarðarnefndar 2023
Fundur-219..pdf
21. 2401007 - Fundargerðir Breiðafjarðarnefndar 2024
Fundur-220..pdf
22. 2402011 - Fundir Leigufélagið Bríet ehf 2024
Fundargerð 9.2.2024.pdf
23. 2401005 - Fundargerðir Fjárfestingafélagsins Hvamms 2024
Fjárfestingafélagið Hvammur ehf 2024-02-06.pdf
24. 2401003 - Fundargerðir Samband Íslenskra sveitarfélaga 2024
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 943..pdf
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 944..pdf
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 945 (6).pdf
25. 2401011 - Fundargerðir Sorpurðunar Vesturlands 2024
Fundarboð aðalfundar SV 20.mars 2024..pdf
26. 2401002 - Fundargerðir Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi 2024
179 fundur stjórnar SSV - fundargerð..pdf
Mál til kynningar
27. 2403002 - Kynning á dagskrá í tilefni af 80 ára afmæli lýðveldisins 2024
Til máls tók: Björn Bjarki.
Tillaga að vísa bréfinu til menningarmálanefndar og að skipulag hátíðarhalda 17. júní taki mið af þessum tímamótum.
Samþykkt samhljóða.
Kynning á dagskrá í tilefni af 80 ára afmæli lýðveldisins 2024.pdf
28. 2401014 - Skýrsla sveitarstjóra 2024
Til máls tók: Björn Bjarki.
Skýrsla sveitarstjóra á fundi 244.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:40 

Til bakaPrenta