Til bakaPrenta
Byggðarráð Dalabyggðar - 324

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
27.06.2024 og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu: Skúli Hreinn Guðbjörnsson formaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir varamaður,
Garðar Freyr Vilhjálmsson varaformaður,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Fundargerð ritaði: Björn Bjarki Þorsteinsson, sveitarstjóri
Lagt er til að að mál nr 2401041 Ungmennaráð 2024 verði bætt á dagskrá og verði mál nr 9 og Mál nr 2405005F fundargerð Fræðslunefndar, fundur nr 132 verði einnig bætt á dagskrá og verði mál nr 11. Aðrir liðir í kjölfarið á útgefinni dagskrá færast til samkvæmt því.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2406005 - Íþróttamannvirki í Búðardal 2024
Farið yfir stöðu mála varðandi samskipti við lána- og bankastofnanir vegna fjármögnunar á framkvæmdatíma.
Farið yfir verkáætlun og stöðuna varðandi upphaf framkvæmda. Stefnt er að því að girða framkvæmdasvæðið af og að framkvæmdir hefjist í byrjun júlí.

2. 2211012 - Uppbygging íbúðarhúsnæðis
Sveitarstjóri sagði frá viðræðum sem átt hafa sér stað undanfarna daga við forráðamenn Eyktar ehf. varðandi uppbyggingu íbúða í Búðardal á grundvelli samskipta sem áttu sér stað í árslok 2022. Um er að ræða uppbyggingu á 4 íbúðum í raðhúsi.
Byggðarráð samþykkir að úthluta Eykt ehf. lóð við Bakkahvamm 10 fyrir allt að 4 íbúðir í raðhúsi.
3. 2301027 - Skólaakstur 2024-2027
Til staðfestingar eru samningar við verktaka vegna skólaaksturs árin 2024 til 2027 í kjölfar útboðs sem framkvæmt var í samstarfi við Ríkiskaup.
4. 2406017 - Tónlistarnám á Akureyri
Framlögð umsókn um tónlistarnám utan lögheimilissveitarfélags.
Samþykkt samhljóða.
5. 2406018 - Fjallskil 2024
Byggðarráð beinir því til fjallskilanefnda að ljúka undirbúningi vegna fjallskila fyrir fund sveitarstjórnar 15. ágúst vegna fjallskila haustið 2024. Fjártölur verða sendar til fjallskilanefnda.
6. 2406020 - Málefni bænda vegna kuldatíðar í byrjun júní
3.-8. júní sl. gekk slæmt veður með mikilli úrkomu og kulda yfir landið. Hret þetta kom það seint að búið var að sleppa lambfé að mestu út og þar sem veður og aðstæður voru verstar þurfti að hýsa fé og annan búfénað. Hretið hafði m.a. neikvæð áhrif á tún og aðra jarðrækt, búfénað og fuglalíf. Ljóst er að afleiðingar veðursins geta haft töluverð áhrif á afkomu bænda í haust og stöðu þeirra næsta vetur þegar litið er til fóðuröflunar.
Byggðarráð tekur undir bókun atvinnumálanefndar frá því á síðasta fundi nefndarinnar um málefnið og felur sveitarstjóra að koma þeirri ályktun á framfæri við hlutaðeigandi aðila.

Bókun atvinnumálanefndar er svohljóðandi:
"Áföll sem þessi minna okkur á mikilvægi sjálfbærrar matvælaframleiðslu á Íslandi. Innlend og sjálfbær matvælaframleiðsla er hluti af þjóðaröryggi okkar. Afföll sem af þessu leiða geta haft verulegar og langvarandi afleiðingar á landsvísu, þar má bæði horfa til framleiðslunnar sjálfrar sem og stöðu og starfsumhverfi bænda. Hætta er á brottfalli úr greininni, hvort sem bændur fækka í bústofni eða hætta alfarið þegar áföll á borð við þetta bætast við brothætta stöðu atvinnugreinarinnar. Víða voru heybirgðir í vor með minnsta móti, eftir hretið eru allar líkur á að heyfengur verði með minna móti og því gæti reynst erfitt að koma þeim til aðstoðar sem hafa orðið hvað verst úti. Nauðsynlegt er að bíða ekki boðanna hvað varðar úrræði og aðstoð, því full áhrif munu ekki verða ljós fyrr en í haust/vetur þegar bændur hafa hirt fóður og tekið gripi á hús. Atvinnumálanefnd Dalabyggðar lýsir yfir samstöðu með bændum bæði innan héraðs og utan. Nefndin beinir því til stjórnvalda að vinna að gerð viðbragðsáætlunar vegna áfalla í landbúnaði ásamt því að tryggja bændum fjármagn til að bæta tjón sem af þeim hlýst. Hér skiptir forysta ráðherra landbúnaðarmála miklu máli."
7. 2406024 - Íbúakönnun landshlutanna 2023
Komin er samantekt á niðurstöðum úr Íbúakönnun landshlutanna 2023: Íbúar og mikilvægi búsetuskilyrða.
Dalir hækkuðu mest á milli kannana og voru hástökkvarar könnunarinnar.
Í Dölunum löguðust mest á milli kannanna fjórir þættir er tengjast afþreyingu (íþróttir, afþreying, unglingastarf, menning), þrír þættir er tengjast vinnumarkaði (atvinnuöryggi, atvinnurekstur og atvinnuúrval) en líka munaði um þjónustu við fólk í fjárhagsvanda, skipulagsmál og framhaldsskóla.
Loftgæði og heilsugæsla voru mest áberandi í þeim fjórðungi líkansins sem hélt utan um þætti sem voru betri í Dölunum en á höfuðborgarsvæðinu (HBSV) en voru jafnframt mikilvægari íbúum Dala en íbúum HBSV. Almenningssamgöngur var sá þáttur sem var verstur í samanburði við HBSV en samtímis minna mikilvægur íbúum Dalanna en HBSV.

Byggðarráð lýsir ánægju með góða þátttöku íbúa Dalabyggðar í könnuninni og þeim stíganda sem orðið hefur í viðhorfi íbúa til þjónustu í Dölum á milli kannanna. Ljóst er að hægt að nýta könnun sem þessa til að bæta í varðandi þá þætti sem koma síður út en aðrir.
Jafnframt hvetur byggðarráð íbúa til að mæta á kynningu á útkomu könnunarinnar sem fram fer í Nýsköpunarsetrinu föstudaginn 28. júní n.k. kl. 12:00.
Ibuakonnun-landshlutanna-2023-nidurstodur.pdf
8. 2406027 - Gjaldfrjálsar skólamáltíðir í grunnskólum
Alþingi samþykkti fyrir skömmu frumvarp innviðaráðherra um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga sem heimilar Jöfnunarsjóði sveitarfélaga að greiða framlög til sveitarfélaga sem bjóða upp á skólamáltíðir.
Gjaldfrjálsar skólamáltíðir eru liður í aðgerðum stjórnvalda til að styðja við nýgerða langtímakjarasamninga á vinnumarkaði og leggja grundvöll að bættum lífskjörum og kaupmætti launafólks.

Byggðarráð samþykkir þátttöku Dalabyggðar í því verkefni sem um ræðir en vekur athygli á því að enn á eftir að skýra hvernig verkefnið verði útfært af hálfu ríkisvaldsins varðandi aðkomu jöfnunarsjóðs.
9. 2401041 - Ungmennaráð 2024
Framlögð til kynningar fundargerð frá fundi ungmennaráðs með sveitarstjórn.
Ungmennaráðsfundur með sveitarstjórn 11.06.24..pdf
Fundargerðir til staðfestingar
10. 2404006F - Atvinnumálanefnd Dalabyggðar - 47
Framlögð til kynningar fundargerð atvinnumálanefndar.
10.1. 2404001 - DalaAuður - staða mála
Linda Guðmundsdóttir, verkefnastjóri DalaAuðs kemur á fund nefndarinnar.
Farið yfir stöðu starfsmarkmiða DalaAuðs, framhald verkefnisins og komandi viðburði.

Vífill Karlsson verður með erindi föstudaginn 28. júní kl. 12 í Nýsköpunarsetrinu þar sem hann fer yfir niðurstöður Íbúakönnunar landshlutanna.

Á bæjarhátíðinni verður örsýning í Nýsköpunarsetrinu, "Frumkvöðlar fortíðarinnar". Á sýningunni verða upplýsingar, myndir og munir frá horfnu atvinnulífi og starfsemi fyrri tíma í Dölunum til sýnis.

Nefndin þakkar Lindu fyrir komuna og samtalið.
10.2. 2406020 - Málefni bænda vegna kuldatíðar í byrjun júní
3.-8. júní sl. gekk slæmt veður með mikilli úrkomu og kulda yfir landið. Hret þetta kom það seint að búið var að sleppa lambfé að mestu út og þar sem veður og aðstæður voru verstar þurfti að hýsa fé og annan búfénað. Hretið hafði m.a. neikvæð áhrif á tún og aðra jarðrækt, búfénað og fuglalíf. Ljóst er að afleiðingar veðursins geta haft töluverð áhrif á afkomu bænda í haust og stöðu þeirra næsta vetur þegar litið er til fóðuröflunar.
Áföll sem þessi minna okkur á mikilvægi sjálfbærrar matvælaframleiðslu á Íslandi. Innlend og sjálfbær matvælaframleiðsla er hluti af þjóðaröryggi okkar. Afföll sem af þessu leiða geta haft verulegar og langvarandi afleiðingar á landsvísu, þar má bæði horfa til framleiðslunnar sjálfrar sem og stöðu og starfsumhverfi bænda. Hætta er á brottfalli úr greininni, hvort sem bændur fækka í bústofni eða hætta alfarið þegar áföll á borð við þetta bætast við brothætta stöðu atvinnugreinarinnar. Víða voru heybirgðir í vor með minnsta móti, eftir hretið eru allar líkur á að heyfengur verði með minna móti og því gæti reynst erfitt að koma þeim til aðstoðar sem hafa orðið hvað verst úti. Nauðsynlegt er að bíða ekki boðanna hvað varðar úrræði og aðstoð, því full áhrif munu ekki verða ljós fyrr en í haust/vetur þegar bændur hafa hirt fóður og tekið gripi á hús. Atvinnumálanefnd Dalabyggðar lýsir yfir samstöðu með bændum bæði innan héraðs og utan. Nefndin beinir því til stjórnvalda að vinna að gerð viðbragðsáætlunar vegna áfalla í landbúnaði ásamt því að tryggja bændum fjármagn til að bæta tjón sem af þeim hlýst. Hér skiptir forysta ráðherra landbúnaðarmála miklu máli.
10.3. 2404009 - Forgangsröðun fjarskiptamála í Dalabyggð
Nefndin fer yfir drög að skýrslu um forgangsröðun fjarskiptamála í Dalabyggð.
Nefndin samþykkir framkomin drög og mun vinna prófarkalestur á næstu dögum með það að markmiði að skýrslan fari fyrir fyrsta fund sveitarstjórnar að loknu sumarleyfi.
10.4. 2404014 - Forgangsröðun vegaframkvæmda í Dalabyggð
Nefndin fer yfir drög að skýrslu um forgangsröðun vegaframkvæmda í Dalabyggð.
Um er að ræða uppfærslu á skýrslu frá 2023 eftir opinn fund sem haldinn var 4. júní sl.
Nefndin samþykkir framkomna uppfærslu og mun vinna prófarkalestur á næstu dögum með það að markmiði að skýrslan fari fyrir fyrsta fund sveitarstjórnar að loknu sumarleyfi.
10.5. 2406024 - Íbúakönnun landshlutanna 2023
Komin er samantekt á niðurstöðum úr Íbúakönnun landshlutanna 2023: Íbúar og mikilvægi búsetuskilyrða.
Dalir hækkuðu mest á milli kannana og voru hástökkvarar könnunarinnar.
Í Dölunum löguðust mest á milli kannanna fjórir þættir er tengjast afþreyingu (íþróttir, afþreying, unglingastarf, menning), þrír þættir er tengjast vinnumarkaði (atvinnuöryggi, atvinnurekstur og atvinnuúrval) en líka munaði um þjónustu við fólk í fjárhagsvanda, skipulagsmál og framhaldsskóla.
Loftgæði og heilsugæsla voru mest áberandi í þeim fjórðungi líkansins sem hélt utan um þætti sem voru betri í Dölunum en á höfuðborgarsvæðinu (HBSV) en voru jafnframt mikilvægari íbúum Dala en íbúum HBSV. Almenningssamgöngur var sá þáttur sem var verstur í samanburði við HBSV en samtímis minna mikilvægur íbúum Dalanna en HBSV.
Nefndin fagnar jákvæðu viðhorfi ungs fólks í Dölunum sem fram kemur í íbúakönnuninni sem og hækkun Dalanna á milli kannana.
Fundargerðir til kynningar
11. 2405005F - Fræðslunefnd Dalabyggðar - 132
Framlögð til kynningar fundargerð fræðslunefndar.
11.1. 2308003 - Auðarskóli málefni grunnskóla 2023-2024
Rætt um málefni grunnskólans.
Lagt fram til afgreiðslu skóladagatal grunnskóla 2024-2025.
Fræðslunefnd samþykkir framkomið skóladagatal grunnskóla.

Skólastjóri kynnti stundatöflu fyrir komandi skólaár, fræðslunefnd gerir ekki athugasemd við stundatöfluna.

Skólastjóri upplýsti fræðslunefnd um vinnu við fyrirhugaða stefnu um námsmat í grunnskóla. Jafnframt var kynnt mat á starfsáætlun Auðarskóla 2023-2024 sem verður gerð aðgengileg á heimasíðu skólans á næstu dögum.

Búið er að ganga frá ráðningum starfsfólks fyrir komandi starfsár.

Rætt um kostnaðarskiptingu á milli skóla og nemenda/foreldra hvað varðar skíðaferðir, skólabúðir og annað tilfallandi. Fræðslunefnd samþykkir að jöfn kostnaðarskipting á milli skóla og nemenda/foreldra verði viðhöfð en mikilvægt að upphæð liggi fyrir í upphafi skólárs sé því við komið.
11.2. 2308004 - Auðarskóli, málefni leikskóla 2023-2024
Rætt um málefni leikskóla.
Lagt fram til afgreiðslu skóladagatal leikskóla 2024-2025.
Fræðslunefnd samþykkir framkomið skóladagatal leikskóla.
Búið er að ganga frá ráðningu aðstoðarleikskólastjóra við leikskólann. Enn vantar hálft til eitt stöðugildi í leikskólann f.o.m. hausti.
11.3. 2404022 - Tónlistarskóli 2024
Í framhaldi af umræðum á tveimur síðystu fundum fræðslunefndar, í kjölfar umræðna á íbúaþingi, þar sem rætt var um málefni tónlistarskólans m.a. með það fyrir augum hvort mögulegt væri að rýmka heimildir til starfsemi hans með það fyrir augum að gefa fleirum tækifæri til tónlistarnáms í Dalabyggð þá hafa starfsmenn kannað hvar og/eða hvort fordæmi séu til staðar til að miða við.
Farið yfir stöðu málsins.
11.4. 2301027 - Skólaakstur 2024-2027
Kynnt staða mála varðandi útboð á skólaakstri, útboðið var unnið í samvinnu við Ríkiskaup.
Unnið er að frágangi samninga við bjóðendur.
11.5. 2406005 - Íþróttamannvirki í Búðardal
Farið yfir stöðu mála og verkáætlun lögð fram til kynningar.
Rætt um mikilvægi þess að fyllsta öryggis verði gætt við alla umferð nemenda, starfsmanna leik- og grunnskóla og annarra hlutaðeigandi á framkvæmdatíma sem og akstursleiðir til og frá framkvæmdasvæðinu.
Jafnframt rætt um skipulag skólalóðar.
11.6. 2208010 - Tómstundir í Dalabyggð
Rætt um stöðu tómstundastarfs í Dalabyggð sumarið 2024 og undirbúning starfsins í málaflokknum fyrir haustið.
Mjög góð þátttaka hefur verið í sumarstarfi undanfarnar vikur og ástæða til þess að þakka öllum sem að hafa komið.
Formaður Íþróttafélagsins Undra fór yfir horfur fyrir komandi haust varðandi þjálfaramál og hvaða íþróttagreinar verður mögulega boðið upp á sem og hvaða mögulegu tímasetningar verði á æfingum sem verða í boði.
Jafnframt rætt um mikilvægi þess að tímasetningar félagsmiðstöðvar henti í samanburði við aðrar tímasetningar tómstundastarfs.
Samtal við Skátafélagið, Glímufélagið og Björgunarsveit um áframhaldandi starf í haust er hafið og til fyrirmyndar allt það sjálfboðaliðastarf sem í boði hefur verið og vonandi verður svo áfram.

Íþrótta- og tómstundafulltrúi fór yfir starfið hjá eldri borgurum.
11.7. 2401041 - Ungmennaráð 2024
Ungmennaráð fundaði með sveitarstjórn Dalabyggðar 11. júní sl.
Funinn sátu f.h. ungmennaráðs: Kristín Ólína Guðbjartsdóttir (formaður), Baldur Valbergsson, Matthías Hálfdán Ostenfeld Hjaltason og Alexandra Agla Jónsdóttir.

Á fundinum voru eftirfarandi málefni rædd;
1. Úrbætur á skólalóð Auðarskóla
2. Forvarnarmál
3. Aukin áhersla á íþróttir barna
4. Verkleg kennsla í Auðarskóla
Rætt um þá liði sem um var rætt af hálfu ungmennanna á fundi með sveitarstjórn. Fræðslunefnd vill koma á framfæri þakklæti til ungmennaráðs fyrir góð erindi og málefnalega framsetningu þeirra mála sem rædd voru á fundinum.

Mikilvægt er að halda umræddum málefnum á lofti og útfæra hvernig Dalabyggð getur staðið að því að styrkja umrædd málefni og verkefni á komandi vikum og mánuðum.

Verkefnastjóra fjölskyldumála og íþrótta- og tómstundafulltrúa, í samstarfi við sveitarstjóra og skólastjóra þar sem við á, falið að taka saman yfirlit yfir áherslur Dalabyggðar í einstaka verkefnum og það hvar mögulegt er að sækja um styrki til einstakra verkefna í þeim þáttum sem um ræðir.
11.8. 2010009 - Akstur framhaldsskólanema úr Búðardal í MB
Farið yfir stöðu mála varðandi akstur á milli Búðardals og Borgarness v/framhaldsnáms í Menntaskóla Borgarfjarðar.
Fræðslunefnd leggur áherslu á að leitast verði við að viðhalda ferðum á mánudagsmorgnum úr Búðardal og að nemendum verði gert kleift að nota ferð strætó á föstudagseftirmiðdegi vestur í Dali.
11.9. 2403007 - Starfshópur um skipulag íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfs í Dalabyggð 2024
Formaður starfshópsins kynnti stöðu mála í vinnunni og þær áherslur og skipulag sem starfshópurinn leggur til.
Fræðslunefnd lýsir stuðningi við þá nálgun sem formaður kynnti á fundinum og styður að verkefnið fái framgang.
12. 2401005 - Fundargerðir Fjárfestingafélagsins Hvamms 2024
Framlagðar fundargerðir Fjárfestingafélagsins Hvamms.
Aðalfundur 10.6.2024 undirritað.pdf
Ársreikningur 2023 undirritaður.pdf
Fjárfestingafélagið Hvammur ehf 2024-03-05.pdf
Fjárfestingafélagið Hvammur ehf 2024-04-23..pdf
Fjárfestingafélagið Hvammur ehf 2024-05-14..pdf
Fjárfestingafélagið Hvammur ehf 2024-06-10..pdf
13. 2401003 - Fundargerðir Samband Íslenskra sveitarfélaga 2024
Framlögð fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 948..pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:00 

Til bakaPrenta