Til bakaPrenta
Fræðslunefnd Dalabyggðar - 134

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
30.09.2024 og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu: Ingibjörg Þóranna Steinudóttir formaður,
Jón Egill Jóhannsson aðalmaður,
Sindri Geir Sigurðarson aðalmaður,
Þórey Björk Þórisdóttir aðalmaður,
Heiðrún Sandra Grettisdóttir varamaður,
Herdís Erna Gunnarsdóttir skólastjóri,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Jóna Björg Guðmundsdóttir Verkefnastjóri,
Svanhvít Lilja Viðarsdóttir fulltrúi starfsmanna,
Fundargerð ritaði: Björn Bjarki Þorsteinsson, Sveitarstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
Jón Egill íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir lið 1 og 2.
1. 2408005 - Tómstundir íþróttir skólaárið 2024-2025
Farið yfir það framboð sem er í boði þessar vikurnar hvað tómstundir og íþróttir varðar. Einnig rætt um aðstöðumál íþróttafélaganna.
Íþróttir og tómstundir haust 2024.pdf
2. 2408002 - Ungmennaráð 2024-2025
Lögð fram þau framboð sem borist hafa í ungmennaráð Dalabyggðar.
Þau Kristín Ólína og Matthías hafa nú lokið setu í 2 ár í Ungmannaráði.

Fræðslunefnd samþykkir að bjóða þeim Jóhönnu Vigdísi Pálmadóttur og Guðmundi Sören Vilhjálmssyni sæti í Ungmennaráði.
Öðrum þeim sem gáfu kost á sér er þakkað fyrir sýndan áhuga á setu í Ungmennaráði.
Jafnframt er þeim Kristínu Ólínu og Matthíasi þakkað fyrir þeirra framlag til starfa í Ungmennaráði.
Í dag mánudaginn 30. september er síðasti formlegi starfsdagur Jóns Egils Jónssonar íþrótta og tómstundafulltrúa í starfi sínu hjá Dalabyggð. Fræðslunefnd þakkar Jóni Agli fyrir vel unnin störf og óskar honum velfarnaðar á komandi tímum.
3. 2408003 - Auðarskóli, málefni grunnskóla 2024-2025
Skólastjóri kynnti stöðu mála er varðar daglegt starf í grunnskólanum. Búið er að koma á fót Gæðaráði Auðarskóla sem er nýjung í skipulagi skólans.
Einnig var rætt um væntanlega vinnu við undirbúning á hönnun skólalóðar og lagfæringar á henni í kjölfar yfirstandi framkvæmda við íþróttamannvirki.
Rætt um stöðu mála varðandi vinnu við starfsáætlun grunnskólans.

4. 2408004 - Auðarskóli, málefni leikskóla 2024-2025
Skólastjóri kynnti stöðu mála er varðar daglegt starf í leikskólanum.
Skólastjóri ræddi um stöðu mála í starfsmannamálum leikskólans og ljóst að þörf kann að vera á að ráða inn starfsmann tímabundið í 50% starf, um er að ræða tímabundið starf fram að vori 2025.
Viðrað var hvort taka ætti upp ákveðið "mönnunarmódel" byggt á útreiknuðum barngildum hverju sinni. Fræðslunefnd vísar þeirri umræðu til vinnu við gerð fjárhagsáætlunar.
5. 2404022 - Tónlistarskóli 2024
Skólastjóri kynnti stöðu mála, fór yfir nemendafjölda og starfsmannamál.
Rætt um möguleikann á því að geta boðið fullorðnum einstaklingum upp á nám í tónlistarskólanum.

Nú eru tveir tónlistarkennarar að störfum í samtals 1,22 stöðugildi. Nánast allir nemendur fengu inn í námi m.v. þær umsóknir sem lágu fyrir áður en kennsla hófst.
Skólastjóri upplýsti að miðannartónleikar tónlistarskólans verði haldnir miðvikudaginn 23. október n.k. kl.15:30 en ekki þann 24. október eins og stendur í skóadagatali,

Fram kom að 43% nemenda í grunnskólanum stunda nám í tónlistarskólanum, þar af 16 í fullu námi og 14 í hálfu námi.

Varðandi tónlistarnám fyrir fullorðna einstaklinga þá er ekki að sinni svigrúm til þess a.m.k. að sinni.
6. 2301030 - Menntastefna, innleiðing og mat á skólastarfi
Rætt um nýsamþykkta menntastefnu Dalabyggðar og hvernig hún nýtist við mat á skólastarfi.
Farið yfir stöðu einstakra verkefna og þá tímaáætlun sem unnið er eftir því tengdu.
7. 2010009 - Akstur framhaldsskólanema úr Búðardal í MB
Farið yfir stöðu mála varðandi akstur á milli Búðardals og Borgarness v/framhaldsnáms í Menntaskóla Borgarfjarðar.
8. 2403007 - Starfshópur um skipulag íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfs í Dalabyggð 2024
Rætt um stöðu mála í kjölfar þess að skýrsla starfshóps um skipulag íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfs var samþykkt og er staðan er nú m.t.t. þess að farið er að ýta í framkvæmd þeim samþykktum sem í tillögunum fólust.
9. 2304010 - Félagsmiðstöð ungmenna
Rætt um starfið í félagsmiðstöð, þjónustu við ungmennin sem hana sækja og starfsmannamál.
Sveitarstjóri kynnti tímabundna lokun félagsmiðstöðvar ungmenna f.o.m. 1. október.
10. 1811022 - Frístundastyrkur fyrir börn og ungmenni
Núgildandi reglur um frístundastyrk fyrir börn og ungmenni í Dalabyggð eru síðan í desember árið 2018. Rætt hefur verið um, samhliða vinnu starfshóps sem hafði það hlutverk að meta skipulag íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfs í Dalabyggð að endurskoða þær út frá þeim aðstæðum sem nú eru, sbr. íþróttaiðkun barna og ungmenna utan sveitarfélagamarka sem og vegna þess að Dalabyggð hefur nú orðið aðila að "Abler" skráningarkerfi og því opnast möguleiki til einfaldari nýtingu barna/forráðamanna á styrknum.
Kynnt drög að uppfærðum reglum um tómstundastyrk í Dalabyggð, samþykkt að vinna með drögin á milli funda.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:45 

Til bakaPrenta