| |
1. 2408003 - Auðarskóli, málefni grunnskóla 2024-2025 | |
Búið er að gefa út niðurstöður íslensku æskulýðsrannsóknarinnar fyrir vorið 2024 og fór skólastjóri stuttlega yfir þær. Sömuleiðis eru niðurstöður Skólapúlsins komnar og nú fer af stað vinna við að rýna niðurstöður þeirra innan skólans og gæðaráðs. Þessar sömu niðurstöður fara svo fyrir skólaráðsfund þann 5. desember nk. og að því loknu verða niðurstöður kynntar fyrir foreldrum.
Nemendafélagið fundar vikulega og verið er að vinna með ýmsar hugmyndir líkt og skipulagða afþreyingu frímínútna hjá 6. - 10. bekk, auk þess sem fyrirhugað er að halda nemnendaþing fyrir þau eftir fyrirmynd frá Ásgarði.
Nokkuð hefur verið um veikindi starfsmanna undanfarnar vikur, engin umsókn hefur borist í starf þroskaþjálfa en búið er að ráða stuðningfulltrúa í hlutastarf fyrir miðstig.
| | |
|
2. 2408004 - Auðarskóli, málefni leikskóla 2024-2025 | |
Farið yfir stöðu leikskólans og starfsmannamál. Búið er að ráða starfsmann í fullt starf í leikskólann til loka ársins 2024.
| | |
|
3. 2304010 - Félagsmiðstöð ungmenna | |
Farið er yfir stöðu mála. | | |
|
4. 1811022 - Frístundastyrkur fyrir börn og ungmenni | |
Farið yfir stöðu mála en beðið með afgreiðslu fram að næsta fundi. | | |
|
5. 2403007 - Starfshópur um skipulag íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfs í Dalabyggð 2024 | |
Farið yfir stöðu mála. | | |
|