Til bakaPrenta
Fræðslunefnd Dalabyggðar - 135

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
12.11.2024 og hófst hann kl. 13:45
Fundinn sátu: Ingibjörg Þóranna Steinudóttir formaður,
Jón Egill Jóhannsson aðalmaður,
Guðrún B. Blöndal aðalmaður,
Sindri Geir Sigurðarson aðalmaður,
Þórey Björk Þórisdóttir aðalmaður,
Herdís Erna Gunnarsdóttir skólastjóri,
Jóna Björg Guðmundsdóttir Verkefnastjóri,
Svanhvít Lilja Viðarsdóttir fulltrúi starfsmanna,
Sigríður Fjóla Mikaelsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Fundargerð ritaði: Jóna Björg Guðmundsdóttir, Verkefnastjóri fjölskyldumála


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2408003 - Auðarskóli, málefni grunnskóla 2024-2025
Skólastjóri kynnti stöðu mála er varðar daglegt starf í grunnskólanum. Rætt um stöðu mála varðandi vinnu við starfsáætlun grunnskólans.
Búið er að gefa út niðurstöður íslensku æskulýðsrannsóknarinnar fyrir vorið 2024 og fór skólastjóri stuttlega yfir þær. Sömuleiðis eru niðurstöður Skólapúlsins komnar og nú fer af stað vinna við að rýna niðurstöður þeirra innan skólans og gæðaráðs. Þessar sömu niðurstöður fara svo fyrir skólaráðsfund þann 5. desember nk. og að því loknu verða niðurstöður kynntar fyrir foreldrum.

Nemendafélagið fundar vikulega og verið er að vinna með ýmsar hugmyndir líkt og skipulagða afþreyingu frímínútna hjá 6. - 10. bekk, auk þess sem fyrirhugað er að halda nemnendaþing fyrir þau eftir fyrirmynd frá Ásgarði.

Nokkuð hefur verið um veikindi starfsmanna undanfarnar vikur, engin umsókn hefur borist í starf þroskaþjálfa en búið er að ráða stuðningfulltrúa í hlutastarf fyrir miðstig.





2. 2408004 - Auðarskóli, málefni leikskóla 2024-2025
Skólastjóri kynnti stöðu mála er varðar daglegt starf í leikskólanum.
Farið yfir stöðu leikskólans og starfsmannamál. Búið er að ráða starfsmann í fullt starf í leikskólann til loka ársins 2024.





3. 2304010 - Félagsmiðstöð ungmenna
Rætt um stöðu mála en starfsemi félagsmiðstöðvar hefur legið niðri síðan 1. október sl.
Farið er yfir stöðu mála.
4. 1811022 - Frístundastyrkur fyrir börn og ungmenni
Núgildandi reglur um frístundastyrk fyrir börn og ungmenni í Dalabyggð eru síðan í desember árið 2018. Rætt hefur verið um, samhliða vinnu starfshóps sem hafði það hlutverk að meta skipulag íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfs í Dalabyggð að endurskoða þær út frá þeim aðstæðum sem nú eru, sbr. íþróttaiðkun barna og ungmenna utan sveitarfélagamarka sem og vegna þess að Dalabyggð hefur nú orðið aðila að "Abler" skráningarkerfi og því opnast möguleiki til einfaldari nýtingu barna/forráðamanna á styrknum.
Á síðasta fundi voru kynnt drög að uppfærðum reglum um tómstundastyrk í Dalabyggð, samþykkt að vinna með drögin á milli funda.

Farið yfir stöðu mála en beðið með afgreiðslu fram að næsta fundi.
5. 2403007 - Starfshópur um skipulag íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfs í Dalabyggð 2024
Rætt um stöðu mála.
Farið yfir stöðu mála.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:16 

Til bakaPrenta