Til bakaPrenta
Atvinnumálanefnd Dalabyggðar - 49

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
29.10.2024 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Garðar Freyr Vilhjálmsson formaður,
Jón Egill Jóhannsson aðalmaður,
Sigrún H. Sigurðardóttir aðalmaður,
Bjarnheiður Jóhannsdóttir aðalmaður,
Sigurður Bjarni Gilbertsson aðalmaður,
Jóhanna María Sigmundsdóttir Verkefnastjóri ,
Fundargerð ritaði: Jóhanna María Sigmundsdóttir, Verkefnastjóri atvinnu- kynningar- og menningarmála


Dagskrá: 
Almenn mál
Katarínus Jón Jónsson sat fundinn sem gestur undir dagskrárlið 1.
1. 2410012 - Atvinnurekstur í Dalabyggð 2024
Katarínus Jón Jónsson kemur sem gestur á fund nefndarinnar.
Nefndin þakkar Katarínusi fyrir komuna á fundinn og samtalið.
Steinþór Logi Arnarsson sat fundinn sem gestur undir dagskrárlið 2.
2. 2410013 - Landbúnaður í Dalabyggð 2024
Steinþór Logi Arnarsson, formaður Félags sauðfjárbænda í Dölum og Samtaka ungra bænda, kemur sem gestur á fund nefndarinnar.
Nefndin þakkar Steinþóri fyrir komuna á fundinn og samtalið.
3. 2402019 - Ferðaþjónusta í Dalabyggð 2024
Umræða um samhristing ferðaþjóna í nóvember, uppbyggingu segla/áningarstaða og framhald markaðsverkefnis.
Umræður.

Samhristingur áætlaður 19. nóvember.
Mál til kynningar
4. 2410006 - Sjálfbær atvinnusvæði á Vesturlandi
Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi fólu KPMG að gera greiningu á sjálfbærum atvinnusvæðum á Vesturlandi. Verkefnið tekur til allra sveitarfélaga á Vesturlandi sem skipt var í fjögur svæði.
Skýrslan byggir á viðtölum við aðila á svæðinu auk rýni ýmissa fyrirliggjandi gagna. Í lokin eru niðurstöður þar sem dregin eru fram helstu sóknarfæri svæðisins miðað við framangreindar forsendur.
Það sem er nýtt í þessari greiningu er að hugmyndafræði sjálfbærni er höfð að leiðarljósi við rýni gagna og niðurstaðna.

Lagt fram til kynningar.
Sjálfbær atvinnusvæði á Vesturlandi..pdf
5. 2410016 - Sóknaráætlun Vesturlands 2025-2029
Sóknaráætlun Vesturlands 2025-2029 hefur verið sett í opið samráðferli en SSV hefur einnig óskað eftir athugasemdum og ábendingum fyrir lok nóvember.
Vinna við Sóknaráætlun 2025-2029 hefur staðið yfir frá vordögum. Víðtækt samráð við ólíka hópa hefur staðið yfir á undanförnum vikum og lokadrög áætlunarinnar voru kynnt á Haustþingi SSV þann 16. október sl.

Nefndin beinir því til SSV að forgangsraða þurfi aðgerðum og hafa markmið skýr og mælanleg. Jafnframt er eðlilegt að gefa innviða veikleikum vægi í áætluninni.
SÓKNARÁÆTLUN VESTURLANDS 2025-2029.pdf
6. 2401029 - Upplýsingar um atvinnuleysi 2024
Skráð atvinnuleysi í september var 3,3% og hækkaði úr 3,2% í ágúst.
Atvinnuleysi á Vesturlandi hækkaði um 0,1% eða úr 2,7% upp í 2,8%
Atvinnulausum fækkaði í fimm atvinnugreinum í september, mest var fækkunin í byggingariðnaði. Atvinnulausum fjölgaði lítillega í lok september í nokkrum atvinnugreinum mest þó í ferðaþjónustu.
Alls komu inn 215 ný störf sem auglýst voru í vinnumiðlun hjá Vinnumálastofnun í september, þar af 5 á Vesturlandi.

Lagt fram til kynningar.
september-2024-skyrsla.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:47 

Til bakaPrenta