Til bakaPrenta
Sveitarstjórn Dalabyggðar - 251

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
14.11.2024 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Ingibjörg Þóranna Steinudóttir oddviti,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir varaoddviti,
Skúli Hreinn Guðbjörnsson aðalmaður,
Eyjólfur Ingvi Bjarnason aðalmaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Garðar Freyr Vilhjálmsson aðalmaður,
Sindri Geir Sigurðarson varamaður,
Jóhanna María Sigmundsdóttir Verkefnastjóri.
Fundargerð ritaði: Jóhanna María Sigmundsdóttir, staðgengill sveitarstjóra
Lagt er til að mál nr. 2308002 - Deiliskipulag í Búðardal 2024 verði tekið á dagskrá sem dagskrárliður 7.

Lagt er til að bæta á dagskrá fundagerð Fræðslunefndar nr 135 verður dagskrárliður númer 12, einnig er lagt til að bæta á dagskrá fundargerð Menningarmálanefndar nr 40 sem verður dagskrárliður númer 13.

Lagt er til að mál nr. 2301067 - Starfsmannamál verði tekið á dagskrá sem 17 dagskrárliður.

Aðrir liðir færast til í samræmi við þetta.

Samþykkt samhljóða.

Lagt er til í fjarveru Björns Bjarka Þorsteinssonar sveitarstjóra verði Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur staðgengli sveitarstjóra heimilt að kveða sér hljóðs á fundinum.

Samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2410027 - Fjárhagsáætlun 2024- Viðauki V
Framlögð tillaga að Viðauka V við fjárhagsáætlun 2024 eftir afgreiðslu byggðarráðs.

Áætluð afkoma A og B hluta á árinu 2024 er um 37 millj.kr. í rekstrarafgang.
Lækkun á launakostnaði í málaflokki 02 um kr. 1.042.000 með tilfærslu á milli deilda
Lækkun á launakostnaði í málaflokki 04 um kr. 800.000 með tilfærslu á milli deilda
Hækkun á launakostnaði í málaflokki 06 um kr. 4.405.000
Lækkun á launakostnaði í málaflokki 31 um kr. 3.000.000
Hækkun á tekjum v.gatnagerðagjalda um kr. 408.000
Hækkun á vaxta- og verðbótakostnaði v.nýs láns kr. 2.000.000

Samtals breyting á A-sjóði kr. 1.155.000 til hækkunar á útgjöldum.

Byggðarráð samþykkti einnig að hækka fjármagn til framkvæmda vegna uppbyggingar íþróttamannvirkja um 22 millj.kr. á árinu 2024 vegna tilfærslu einstakra verkþátta.

Lagt til að kostnaður vegna lántöku árið 2024 hækki í fjárhagsáætlun um kr. 30 milljónir vegna íþróttamannvirkja.

Samþykkt samhljóða.
Viðauki_5_v2.pdf
2. 2407002 - Fjárhagsáætlun 2025-2028
Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun Dalabyggðar fyrir árin 2025-2028 til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
Til máls tók: Jóhanna María og Ingibjörg.

Tillaga byggðarráðs frá 329. fundi þann 7. nóvember sl. er að allar fjárfestingaáætlanir aðrar en vegna íþróttamannvirkja verði frestað á meðan þeim framkvæmdum stendur.
Aðrir rekstrarliðir verði skoðaðir með deildarstjórum milli umræðna.

Samkvæmt tillögunni sem hér er lögð fram er gert ráð fyrir að heildar skatttekjur A og B hluta á árinu 2025 verði 593,6 millj.kr., framlög jöfnunarsjóðs 419,7 millj.kr. og aðrar tekjur 249,5 millj.kr.
Gjalda megin er gert ráð fyrir að í laun og launatengd gjöld verði varið 557,2 millj.kr., annar rekstrarkostnaður verði 390,5 millj.kr., fjármagnskostnaður verði 46,8 millj.kr. og afskriftir 48,8 millj.kr.
Rekstrarniðurstaða verði samkvæmt því 219,5 millj.kr í rekstrarafgang.
Heildarfjárfesting ársins 2025 er áætluð 1.000 millj.kr. sem er eingöngu vegna framkvæmda við íþróttamannvirki.

Fjárhagsáætlun vísað til seinni umræðu.

Samþykkt samhljóða.
Fjárhagsáætlun 2025-2028 Fyrri umr..pdf
3. 2411009 - Lánasamningur 2024
Svohljóðandi tillaga lögð fram:

Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi dags. 14. nóvember 2024 að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 280.000.000,- , með lokagjalddaga þann 20. nóvember 2039, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér.

Sveitarstjórnin samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

Er lánið tekið til byggingar íþróttahús í Búðardal sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Birni Bjarka Þorsteinssyni, sveitarstjóra, kt. 040768-5059 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Dalabyggðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

Samþykkt samhljóða.
4. 2311019 - Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, starfshópur 2023
Sunnudaginn 3. nóbember sl. skilaði starfshópur sem umhverfis-, orku-, og lofslagsráðherra skipaði til að vinna tillögur um aðgerðir sem heyra undir málefnasvið ráðuneytisins og stuðlað geta að því að efla samfélagið í Dalabyggð af sér skýrslu til Guðlaugs Þórs Þórðarssonar ráðherra.
Til máls tóku: Eyjólfur og Ingibjörg.

Samþykkt samhljóða.
URN_Dalabyggd_Rafraen.pdf
5. 2411005 - Erindi frá fjallskilanefnd Laxárdals
Sveitarstjórn barst erindi er varðar fjallskil frá Fjallskilanefnd Laxárdals.
Til máls tóku: Eyjólfur og Einar.
Bréf til sveitastjórnar..pdf
6. 2410019 - Samstarfssamningur við Foreldrafélag Auðarskóla 2025-27
Lögð fram drög að samningi við Foreldrafélag Auðarskóla fyrir 2025-2027.
Félagið hefur skilað inn yfirlit yfir nýtingu fjármuna árið 2024 og ársreikningi fyrir 2023.

Samþykkt samhljóða.
Samningur_foreldrafélag_2025-27.pdf
7. 2308002 - Deiliskipulag í Búðardal 2024
Bókun frá 151. fundi Umhverfis- og skipulagsnefndar þann 30.10.2024:

2. 2308002 - Deiliskipulag í Búðardal 2024
Framlagðar tvær tillögur að deiliskipulagi í Búðardal til afgreiðslu skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga:
Skipulagssvæðið norðan Miðbrautar tekur til íbúðarbyggðar ÍB2 og ÍB3 við Búðarbraut, Dalbraut, Gunnarsbraut og Sunnubraut. Aðliggjandi er svæði fyrir samfélagsþjónustu S14 er reitur dvalarheimilisins Silfurtúns.
Ásamt miðsvæði M1 norðan Miðbrautar og aðliggjandi opins svæðis OP9.
Skipulagssvæðið sunnan Miðbrautar tekur til íbúðarbyggðar ÍB5 við Ægisbraut og Stekkjarhvamm og aðliggjandi opins svæðis OP4 suðvestan skólasvæðisins og Dalabúðar. Deiliskipulagið nær inn á útivistarsvæði OP3 meðfram ströndinni.

Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja að auglýsa deiliskipulagstillögurnar í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða.
Fundargerðir til kynningar
8. 2409005F - Byggðarráð Dalabyggðar - 329
Lagt fram til kynningar.
8.1. 2206024 - Laugar í Sælingsdal
Kynnt staða mála varðandi samskipti við kaupleigutaka að Laugum í Sælingsdal.
Staðan rædd og sveitarstjóra falið að vinna áfram.
8.2. 2410027 - Fjárhagsáætlun 2024- Viðauki V
Framlögð tillaga að Viðauka V við fjárhagsáætlun 2024.

Í tillögunni felst samtals breyting á A-sjóði til hækkunar á útgjöldum um kr. 1.155.000,-

Áætluð afkoma A og B hluta á árinu 2024 er um 37 millj.kr. í rekstrarafgang.
Lækkun á launakostnaði í málaflokki 02 um kr. 1.042.000 með tilfærslu á milli deilda
Lækkun á launakostnaði í málaflokki 04 um kr. 800.000 með tilfærslu á milli deilda
Hækkun á launakostnaði í málaflokki 06 um kr. 4.405.000
Lækkun á launakostnaði í málaflokki 31 um kr. 3.000.000
Hækkun á tekjum v.gatnagerðagjalda um kr. 408.000
Hækkun á vaxta- og verðbótakostnaði v.nýs láns kr. 2.000.000

Samtals breyting á A-sjóði kr. 1.155.000 til hækkunar á útgjöldum.

Samþykkt að hækka fjármagn til framkvæmda vegna uppbyggingar íþróttamannvirkja um 22 millj.kr. á árinu 2024 vegna tilfærslu einstakra verkþátta.

Samþykkt samhljóða.

8.3. 2407002 - Fjárhagsáætlun 2025-2028
Kynnt tillaga að fjárhagsáætlun 2025 til 2028 til umræðu í byggðarráði og afgreiðslu til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
Lagt til að endurskoða fjárfestingaáætlun 2025-2028.

Samþykkt samhljóða.

Lagt til að rýna einstaka málaflokka með deildarstjórum milli umræðna hjá sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða.

Lagt til að leggja fram áætlun með áorðnum breytingum fyrir fyrri umræðu hjá sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða.
8.4. 2410029 - Samþykkt um gatnagerðargjöld í Dalabyggð
Lögð eru fram drög að breytingum á samþykkt um gatnagerðargjöld í Dalabyggð.
Rætt um drög að breytingum.
Verkefnastjóra og umsjónarmanni framkvæmda falið að vinna samþykktina í samræmi við umræður fyrir næsta fund sveitarstjórnar.
8.5. 2410030 - Gjaldskrár - uppfærsla fyrir 2025
Til afgreiðslu koma drög að gjaldskrám Dalabyggðar fyrir 2025

Lögð eru fram drög að eftirfarandi gjaldskrám:
Útsvar og fasteignagjald, gjaldskrá fyrir geymslu að Fjósum, gjaldskrá félagsheimila, gjaldskrá Auðarskóla, gjaldskrá um leigu beitar- og ræktunarlands, gjaldskrá hafna, gjaldskrá hundahalds, gjaldskrá fráveitu, gjaldskrá fyrir hirðingu, móttöku og eyðingu sorps, gjaldskrá Héraðsbókasafns Dalabyggðar og gjaldskrá Vatnsveitu Dalabyggðar.

Tillaga um álagningarhlutfall útsvars og fasteignagjalda á árinu 2025:

Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að álagningarhlutfall útsvars árið 2025 verði 14,74% og álagningarhlutfall fasteignaskatts eftirfarandi:
a) 0,50% af álagningarstofni íbúðarhúsa, útihúsa og sumarbústaða ásamt lóðarleiguréttindum og jarðeigna skv. a-lið 3. gr. laga nr. 4/1995 umtekjustofna sveitarfélaga.
b) 1,32% af álagningarstofni opinbers húsnæðis, skv. b-lið 3. gr. laga nr. 4/1995.
c) 1,50% af álagningarstofni allra annarra fasteigna og lóða skv. c-lið 3. gr. laga nr. 4/1995.

Staðgreiðsluafsláttur fasteignagjalda verði líkt og á árinu 2024 5%
Gjaldskrár fráveitu og rotþróa:
Flokkum stofngjalds breytt (vísað í stærð á tengingu í stað húsgerðar) og verð uppfært í samræmi við það. Að öðru leyti tekur gjaldskrá fráveitu og rotþróa 2025 mið af 3,9% hækkun.
Samþykkt samhljóða

Gjaldskrá vatnsveitu:
Að gjaldskrá Vatnsveitu Dalabyggðar fyrir árið 2025 útskýri betur sérstakt notkunargjald, leigugjald vatnsmæla er hækkað í samræmi við kostnað, heimæðagjald útskýrt frekar og fastagjald hækkað, gjald á metra taki mið af 3,9% hækkun.
Samþykkt samhljóða

Gjaldskrár fyrir sorphirðu:
Gjaldskrá fyrir hirðingu, móttöku og eyðingu sorps í Dalabyggð 2025 tekur mið af breytingum í úrgangsmálum skv. lögum, nú verði greitt fast gjald og svo eftir útfærslu á ílátum.
Samþykkt samhljóða

Gjaldskrá Auðarskóla:
Að gjaldskrá Auðarskóla taki mið af 3,9% hækkun. Fæðisgjald barna í grunnskóla dettur út í samræmi við ákvörðun um fríar máltíðir í grunnskólum. Áfram verði ekkert gjald vegna leikskólapláss barna í elsta árgangi (skólahóp). Orðalagsbreytingar sbr. skipurit Auðarskóla. Vistunartíma í lengdri viðveru breytt.
Samþykkt samhljóða

Gjaldskrá félagsheimila:
Að gjaldskrá félagsheimila fyrir 2025 taki mið af 3,9% hækkun að undanskilinni matvælavinnslu í Tjarnarlundi þar sem gjald verði óbreytt.
Samþykkt samhljóða

Gjaldskrá hafna:
Að gjaldskrá fyrir hafnir Dalabyggðar 2025 taki mið af 3,9% hækkun.
Samþykkt samhljóða

Gjaldskrá beitar- og ræktunarlands:
Að gjaldskrá beitar- og ræktunarlands í eigu Dalabyggðar 2025 taki mið af 3,9% hækkun.
Samþykkt samhljóða

Gjaldskrár Héraðsbókasafns:
Lagt til að árskort á Héraðsbókasafn Dalasýslu verði íbúum gjaldfrjálst árið 2025 en sektargjald og kostnaður við millilánasafn standi óbreytt frá fyrra ári.
Samþykkt samhljóða

Gjaldskrá fyrir geymslu að Fjósum:
Gjaldskrá tekur breytingum samkv. byggingarvísitölu í september ár hvert (grunnur 2009). Byggingarvísitala í september 2024 er 193,0.
Samþykkt samhljóða

Gjaldskrá hunda- og kattahalds og annað gæludýrahald í Dalabyggð:
Afgreiðslu frestað.

Gjaldskrá fyrir söfnun og eyðingu dýraleyfa:
Afgreiðslu frestað.

Gjaldskrá Slökkviliðs Dalabyggðar:
Að gjaldskrá Slökkviliðs Dalabyggðar fylgi áfram vísitölu neysluverðs 1. janúar ár hvert og verði því uppfærð fyrir 2025 þegar vísitala liggur fyrir.
Samþykkt samhljóða

Gjaldskrá byggingargjalda:
Lagt til að gjaldskrá fyrir byggingarleyfis-, byggingarheimildar-, framkvæmda-, skipulags- og þjónustugjöld í Dalabyggð verði uppfærð fyrir 2025 þegar byggingarvísitala á grunni 2009 liggur fyrir.
Samþykkt samhljóða
8.6. 2302010 - Rekstrarsamningar
Rekstrarsamningar sem gerðir voru 2023 skoðaðir.
Rætt um forsendur samninga og sveitarstjóra falið að vinna áfram í samræmi við umræður.
8.7. 2409031 - Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu Staðarfellsvegar 1 (5906-01) af vegaskrá
Lagt fram til kynningar.
Sveitarfélagið brást við þessari tilkynningu og benti m.a. á uppbyggingu ferðaþjónustu og viðburðahalds á svæðinu. Þá vekur furðu að um kirkjustað er að ræða og er það sami afleggjari að kirkjunni eins og upp að Staðarfelli.
8.8. 2406018 - Fjallskil 2024
Á 248. fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar var samþykkt tillaga þess efnis að byggðarráð taki fyrir endurskoðun fjallskilasamþykktar Dalabyggðar og viðhald rétta.
Formenn fjallskilanefnda verði kallaðir á fund sveitarstjóra og formanns atvinnumálanefndar upp úr áramótum.

Samþykkt samhljóða.

8.9. 2410021 - Mönnun á starfsstöðvum HVE
Framlagt minnisblað frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi um mönnun hjá HVE og hvað sveitarfélög geti mögulega lagt af mörkum þar sem úrbóta er þörf.
Lagt fram.
8.10. 2410022 - Stofnframlög HMS
Nú hefur verið auglýst eftir umsóknum um stofnframlög til byggingar eða kaupa á almennum íbúðum skv. lögum nr. 52/2016 og reglugerð nr. 183/2020 og er umsóknarfrestur til 14. nóvember 2024.
Lagt fram.
8.11. 2410031 - Skólavist utan lögheimilissveitarfélags
8.12. 2406005 - Íþróttamannvirki í Búðardal 2024
Rætt um stöðu framkvæmda við íþróttamannvirki í Búðardal og fyrirkomulag verkfundargerða kynnt.
Lagt fram.
8.13. 2403014 - Miðbraut 11
Ríkiseignir hafa auglýst hlut sinn í Miðbraut 11 í Búðardal til sölu, staða máls rædd.
Sveitarstjóra falið að eiga viðræður við FSRE í samræmi við umræður á fundinum.
8.14. 2301067 - Starfsmannamál
Rætt um starfsmannamál.
Staðan rædd og sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.
8.15. 2410016 - Sóknaráætlun Vesturlands 2025-2029
Lögð fram drög að Sóknaráætlun Vesturlands sem er í samráðsferli.
Lagt fram.
9. 2410005F - Félagsmálanefnd Dalabyggðar - 72
Lagt fram til kynningar.
9.1. 2402007 - Félagsmál 2024
Farið yfir drög að stuðnings og stoðþjónustureglum Dalabyggðar. Verkefnastjóra falið að vinna málið áfram og taka málið fyrir á næsta fundi félagsmálanefndar.
9.2. 2406000 - Forvarnarmál
Verkefnisstjóri sagði frá vinnu forvarnarhóps.
9.3. 2408014 - Bjartur lífsstíll
Verkefnastjóri fór yfir stöðu verkefnisins.
9.4. 2411008 - Gott að eldast á Vesturlandi
Verkefnastjóri fór yfir stöðu verkefnisins.
9.5. 2411010 - Erindi til félagsmálanefndar 11.11.2024
Erindi frá formanni félags eldri borgara varðandi félagsstarf eldri borgara. Félagsmálanefnd tekur undir áhyggjur félagsins. Erindinu vísað til fjárhagsáætlunargerðar byggðarráðs og hvetur til úrræða.
10. 2410003F - Atvinnumálanefnd Dalabyggðar - 49
Lagt fram til kynningar.
10.1. 2410012 - Atvinnurekstur í Dalabyggð 2024
Katarínus Jón Jónsson kemur sem gestur á fund nefndarinnar.
Nefndin þakkar Katarínusi fyrir komuna á fundinn og samtalið.
10.2. 2410013 - Landbúnaður í Dalabyggð 2024
Steinþór Logi Arnarsson, formaður Félags sauðfjárbænda í Dölum og Samtaka ungra bænda, kemur sem gestur á fund nefndarinnar.
Nefndin þakkar Steinþóri fyrir komuna á fundinn og samtalið.
10.3. 2402019 - Ferðaþjónusta í Dalabyggð 2024
Umræða um samhristing ferðaþjóna í nóvember, uppbyggingu segla/áningarstaða og framhald markaðsverkefnis.
Umræður.

Samhristingur áætlaður 19. nóvember.
10.4. 2410006 - Sjálfbær atvinnusvæði á Vesturlandi
Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi fólu KPMG að gera greiningu á sjálfbærum atvinnusvæðum á Vesturlandi. Verkefnið tekur til allra sveitarfélaga á Vesturlandi sem skipt var í fjögur svæði.
Skýrslan byggir á viðtölum við aðila á svæðinu auk rýni ýmissa fyrirliggjandi gagna. Í lokin eru niðurstöður þar sem dregin eru fram helstu sóknarfæri svæðisins miðað við framangreindar forsendur.
Það sem er nýtt í þessari greiningu er að hugmyndafræði sjálfbærni er höfð að leiðarljósi við rýni gagna og niðurstaðna.
Lagt fram til kynningar.
10.5. 2410016 - Sóknaráætlun Vesturlands 2025-2029
Sóknaráætlun Vesturlands 2025-2029 hefur verið sett í opið samráðferli en SSV hefur einnig óskað eftir athugasemdum og ábendingum fyrir lok nóvember.
Vinna við Sóknaráætlun 2025-2029 hefur staðið yfir frá vordögum. Víðtækt samráð við ólíka hópa hefur staðið yfir á undanförnum vikum og lokadrög áætlunarinnar voru kynnt á Haustþingi SSV þann 16. október sl.
Nefndin beinir því til SSV að forgangsraða þurfi aðgerðum og hafa markmið skýr og mælanleg. Jafnframt er eðlilegt að gefa innviða veikleikum vægi í áætluninni.
10.6. 2401029 - Upplýsingar um atvinnuleysi 2024
Skráð atvinnuleysi í september var 3,3% og hækkaði úr 3,2% í ágúst.
Atvinnuleysi á Vesturlandi hækkaði um 0,1% eða úr 2,7% upp í 2,8%
Atvinnulausum fækkaði í fimm atvinnugreinum í september, mest var fækkunin í byggingariðnaði. Atvinnulausum fjölgaði lítillega í lok september í nokkrum atvinnugreinum mest þó í ferðaþjónustu.
Alls komu inn 215 ný störf sem auglýst voru í vinnumiðlun hjá Vinnumálastofnun í september, þar af 5 á Vesturlandi.
Lagt fram til kynningar.
11. 2410002F - Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 151
Lagt fram til kynningar.
11.1. 2410028 - Umsókn um byggingarleyfi að Staðarfelli
Umsókn um byggingarleyfi fyrir endurgerð gamla húsmæðraskólans á Staðarfelli auk viðbyggingar og lyftu- og stigahúsi.
Nefndin fagnar erindinu og felur byggingarfulltrúa að grenndarkynna byggingarleyfið fyrir sóknarnefnd og ábúanda á Staðarfelli. Komi ekki athugasemdir felur nefndin byggingarfulltrúa að veita leyfið að uppfylltum formsatriðum.
11.2. 2308002 - Deiliskipulag í Búðardal 2024
Framlagðar tvær tillögur að deiliskipulagi í Búðardal til afgreiðslu skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga:
Skipulagssvæðið norðan Miðbrautar tekur til íbúðarbyggðar ÍB2 og ÍB3 við Búðarbraut, Dalbraut, Gunnarsbraut og Sunnubraut. Aðliggjandi er svæði fyrir samfélagsþjónustu S14 er reitur dvalarheimilisins Silfurtúns.
Ásamt miðsvæði M1 norðan Miðbrautar og aðliggjandi opins svæðis OP9.
Skipulagssvæðið sunnan Miðbrautar tekur til íbúðarbyggðar ÍB5 við Ægisbraut og Stekkjarhvamm og aðliggjandi opins svæðis OP4 suðvestan skólasvæðisins og Dalabúðar. Deiliskipulagið nær inn á útivistarsvæði OP3 meðfram ströndinni.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja að auglýsa deiliskipulagstillögurnar í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga.
11.3. 2410030 - Gjaldskrár - uppfærsla fyrir 2025
Drög að uppfærðum gjaldskrám úrgangsmála og veitna til kynningar.
Til kynningar.
11.4. 2410029 - Samþykkt um gatnagerðargjöld í Dalabyggð
Drög að uppfærðri samþykkt vegna gatnagerðargjalda til kynningar.
Til kynningar.
12. 2410001F - Fræðslunefnd Dalabyggðar - 135
Lagt fram til kynningar.
12.1. 2408003 - Auðarskóli, málefni grunnskóla 2024-2025
Skólastjóri kynnti stöðu mála er varðar daglegt starf í grunnskólanum. Rætt um stöðu mála varðandi vinnu við starfsáætlun grunnskólans.
Búið er að gefa út niðurstöður íslensku æskulýðsrannsóknarinnar fyrir vorið 2024 og fór skólastjóri stuttlega yfir þær. Sömuleiðis eru niðurstöður Skólapúlsins komnar og nú fer af stað vinna við að rýna niðurstöður þeirra innan skólans og gæðaráðs. Þessar sömu niðurstöður fara svo fyrir skólaráðsfund þann 5. desember nk. og að því loknu verða niðurstöður kynntar fyrir foreldrum.

Nemendafélagið fundar vikulega og verið er að vinna með ýmsar hugmyndir líkt og skipulagða afþreyingu frímínútna hjá 6. - 10. bekk, auk þess sem fyrirhugað er að halda nemnendaþing fyrir þau eftir fyrirmynd frá Ásgarði.

Nokkuð hefur verið um veikindi starfsmanna undanfarnar vikur, engin umsókn hefur borist í starf þroskaþjálfa en búið er að ráða stuðningfulltrúa í hlutastarf fyrir miðstig.





12.2. 2408004 - Auðarskóli, málefni leikskóla 2024-2025
Skólastjóri kynnti stöðu mála er varðar daglegt starf í leikskólanum.
Farið yfir stöðu leikskólans og starfsmannamál. Búið er að ráða starfsmann í fullt starf í leikskólann til loka ársins 2024.





12.3. 2304010 - Félagsmiðstöð ungmenna
Rætt um stöðu mála en starfsemi félagsmiðstöðvar hefur legið niðri síðan 1. október sl.
Farið er yfir stöðu mála.
12.4. 1811022 - Frístundastyrkur fyrir börn og ungmenni
Núgildandi reglur um frístundastyrk fyrir börn og ungmenni í Dalabyggð eru síðan í desember árið 2018. Rætt hefur verið um, samhliða vinnu starfshóps sem hafði það hlutverk að meta skipulag íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfs í Dalabyggð að endurskoða þær út frá þeim aðstæðum sem nú eru, sbr. íþróttaiðkun barna og ungmenna utan sveitarfélagamarka sem og vegna þess að Dalabyggð hefur nú orðið aðila að "Abler" skráningarkerfi og því opnast möguleiki til einfaldari nýtingu barna/forráðamanna á styrknum.
Á síðasta fundi voru kynnt drög að uppfærðum reglum um tómstundastyrk í Dalabyggð, samþykkt að vinna með drögin á milli funda.
Farið yfir stöðu mála en beðið með afgreiðslu fram að næsta fundi.
12.5. 2403007 - Starfshópur um skipulag íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfs í Dalabyggð 2024
Rætt um stöðu mála.
Farið yfir stöðu mála.
13. 2407002F - Menningarmálanefnd Dalabyggðar - 40
Til máls tók: Einar um dagskránna í heild.

Lagt fram til kynningar.
13.1. 2310001 - Bæjarhátíð 2024
Farið yfir uppgjör Bæjarhátíðar 2024
Vill menningarmálanefnd Dalabyggðar þakka öllum þeim fjölmörgu aðilum sem lögðu hönd á plóg við að gera hátíðina okkar að því sem hún var; skemmtileg og fjölskylduvæn. Allt frá því að standa fyrir viðburðum og dagskrárliðum yfir í það í að taka vel í dagskránna og mæta á svæðið.
13.2. 2403013 - 17. júní 2024
Farið yfir uppgjör 17. júní 2024
Menningarmálanefnd vill þakka öllum sem lögðu hönd á plóg við að koma saman þessum skemmtilega degi og metnaðarfullu dagskrá. Félagasamtök, íþróttafélög, starfsmenn Dalabyggðar og íbúar sýndu þennan dag hvað samtakamáttur í sveitarfélaginu getur gert mikið. Þá var einstaklega gaman að sjá þátttöku í hátíðarhöldum í ár en um 150 manns mættu á hátíðardagskránna í Dalabúð og vonum við að allir hafi geta gert sér glaðan dag.
13.3. 2410020 - Jörvagleði 2025
Fyrstu umræður um Jörvagleði næsta árs.
Sumardaginn fyrsta ber upp 24. apríl 2025
Rætt um fyrstu hugmyndir fyrir dagskrá Jörvagleði 2025.
Áhugasamir einstaklingar eru hvattir til að hafa samband við verkefnastjóra eða nefndarmenn varðandi viðburði, uppákomur og aðra þátttöku á hátíðinni.
Menningarmálanefnd stefnir á kaffispjall um Jörvagleði 27. nóvember nk. kl.17:00
13.4. 2411011 - Menningarmálaverkefnasjóður 2025
Skv. úthlutunarreglum Menningarmálaverkefnasjóðs skal úthlutun fara fram fyrir 1. febrúar.
Verkefnastjóra falið að auglýsa eftir umsóknum eigi síðar en 10. desember nk.
13.5. 2410023 - Ársyfirlit 2023 - Héraðsbókasafn
Ársyfirlit Héraðsbókasafns Dalasýslu fyrir 2023
Lagt fram til kynningar.
13.6. 2410024 - Ársyfirlit 2024 - Héraðsbókasafn
Ársyfirlit Héraðsbókasafns Dalasýslu fyrir það sem af er ári 2024
Lagt fram til kynningar.
14. 2401003 - Fundargerðir Samband Íslenskra sveitarfélaga 2024
Lagðar fram fundargerðir frá 953. og 954. stjórnarfundi Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 954.pdf
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 953.pdf
Mál til kynningar
15. 2401010 - Fundir Heilbrigðiseftirlits Vesturlands 2024
Lögð fram fundargerð 192. fundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands og meðfylgjandi gjaldskrá Heilbrigðiseftirlits Vesturlands 2025.
Lagt fram til kynningar.
192_2024_1022_Samþykkt fundargerð..pdf
2024 1022_Gjaldskrá heilbrigðiseftirlits 2025..pdf
16. 2410025 - Vörsluskylda búfjár
Lagt fram bréf frá Skógræktarfélagi Íslands.
Lagt fram til kynningar.
Bréf með ályktun_Vörsluskylda búfjár_Sveitarfélögin..pdf
17. 2301067 - Starfsmannamál
Ráðning Lýðheilsufulltrúa.

9 umsóknir bárust um starfið.

Ráðin hefur verið í starf Lýðheilsufulltrúa Guðný Erna Bjarnadóttir.
Guðný er með Meistaragráðu í lýðheilsufræðum og BSc próf í íþrótta- og heilsufræði. Hún hefur sl. ár m.a. starfað sem sundþjálfari, í úrræðum fyrir fólk með fíknivanda og við neyðarúrræði fyrir börn og unglinga.
Næsti fundur sveitarstjórnar verður þriðjudaginn 10. desember 2024.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:35 

Til bakaPrenta