| |
1. 2410027 - Fjárhagsáætlun 2024- Viðauki V | |
Lagt til að kostnaður vegna lántöku árið 2024 hækki í fjárhagsáætlun um kr. 30 milljónir vegna íþróttamannvirkja.
Samþykkt samhljóða. | Viðauki_5_v2.pdf | | |
|
2. 2407002 - Fjárhagsáætlun 2025-2028 | |
Til máls tók: Jóhanna María og Ingibjörg.
Tillaga byggðarráðs frá 329. fundi þann 7. nóvember sl. er að allar fjárfestingaáætlanir aðrar en vegna íþróttamannvirkja verði frestað á meðan þeim framkvæmdum stendur. Aðrir rekstrarliðir verði skoðaðir með deildarstjórum milli umræðna.
Samkvæmt tillögunni sem hér er lögð fram er gert ráð fyrir að heildar skatttekjur A og B hluta á árinu 2025 verði 593,6 millj.kr., framlög jöfnunarsjóðs 419,7 millj.kr. og aðrar tekjur 249,5 millj.kr. Gjalda megin er gert ráð fyrir að í laun og launatengd gjöld verði varið 557,2 millj.kr., annar rekstrarkostnaður verði 390,5 millj.kr., fjármagnskostnaður verði 46,8 millj.kr. og afskriftir 48,8 millj.kr. Rekstrarniðurstaða verði samkvæmt því 219,5 millj.kr í rekstrarafgang. Heildarfjárfesting ársins 2025 er áætluð 1.000 millj.kr. sem er eingöngu vegna framkvæmda við íþróttamannvirki.
Fjárhagsáætlun vísað til seinni umræðu.
Samþykkt samhljóða. | Fjárhagsáætlun 2025-2028 Fyrri umr..pdf | | |
|
3. 2411009 - Lánasamningur 2024 | |
Samþykkt samhljóða. | | |
|
4. 2311019 - Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, starfshópur 2023 | |
Til máls tóku: Eyjólfur og Ingibjörg.
Samþykkt samhljóða. | URN_Dalabyggd_Rafraen.pdf | | |
|
5. 2411005 - Erindi frá fjallskilanefnd Laxárdals | |
Til máls tóku: Eyjólfur og Einar. | Bréf til sveitastjórnar..pdf | | |
|
6. 2410019 - Samstarfssamningur við Foreldrafélag Auðarskóla 2025-27 | |
Samþykkt samhljóða. | Samningur_foreldrafélag_2025-27.pdf | | |
|
7. 2308002 - Deiliskipulag í Búðardal 2024 | |
Samþykkt samhljóða. | | |
|
| |
8. 2409005F - Byggðarráð Dalabyggðar - 329 | Lagt fram til kynningar. | 8.1. 2206024 - Laugar í Sælingsdal Staðan rædd og sveitarstjóra falið að vinna áfram. | 8.2. 2410027 - Fjárhagsáætlun 2024- Viðauki V Lækkun á launakostnaði í málaflokki 02 um kr. 1.042.000 með tilfærslu á milli deilda Lækkun á launakostnaði í málaflokki 04 um kr. 800.000 með tilfærslu á milli deilda Hækkun á launakostnaði í málaflokki 06 um kr. 4.405.000 Lækkun á launakostnaði í málaflokki 31 um kr. 3.000.000 Hækkun á tekjum v.gatnagerðagjalda um kr. 408.000 Hækkun á vaxta- og verðbótakostnaði v.nýs láns kr. 2.000.000
Samtals breyting á A-sjóði kr. 1.155.000 til hækkunar á útgjöldum.
Samþykkt að hækka fjármagn til framkvæmda vegna uppbyggingar íþróttamannvirkja um 22 millj.kr. á árinu 2024 vegna tilfærslu einstakra verkþátta.
Samþykkt samhljóða.
| 8.3. 2407002 - Fjárhagsáætlun 2025-2028 Lagt til að endurskoða fjárfestingaáætlun 2025-2028.
Samþykkt samhljóða.
Lagt til að rýna einstaka málaflokka með deildarstjórum milli umræðna hjá sveitarstjórn.
Samþykkt samhljóða.
Lagt til að leggja fram áætlun með áorðnum breytingum fyrir fyrri umræðu hjá sveitarstjórn.
Samþykkt samhljóða. | 8.4. 2410029 - Samþykkt um gatnagerðargjöld í Dalabyggð Rætt um drög að breytingum. Verkefnastjóra og umsjónarmanni framkvæmda falið að vinna samþykktina í samræmi við umræður fyrir næsta fund sveitarstjórnar. | 8.5. 2410030 - Gjaldskrár - uppfærsla fyrir 2025 Gjaldskrár fráveitu og rotþróa: Flokkum stofngjalds breytt (vísað í stærð á tengingu í stað húsgerðar) og verð uppfært í samræmi við það. Að öðru leyti tekur gjaldskrá fráveitu og rotþróa 2025 mið af 3,9% hækkun. Samþykkt samhljóða
Gjaldskrá vatnsveitu: Að gjaldskrá Vatnsveitu Dalabyggðar fyrir árið 2025 útskýri betur sérstakt notkunargjald, leigugjald vatnsmæla er hækkað í samræmi við kostnað, heimæðagjald útskýrt frekar og fastagjald hækkað, gjald á metra taki mið af 3,9% hækkun. Samþykkt samhljóða
Gjaldskrár fyrir sorphirðu: Gjaldskrá fyrir hirðingu, móttöku og eyðingu sorps í Dalabyggð 2025 tekur mið af breytingum í úrgangsmálum skv. lögum, nú verði greitt fast gjald og svo eftir útfærslu á ílátum. Samþykkt samhljóða
Gjaldskrá Auðarskóla: Að gjaldskrá Auðarskóla taki mið af 3,9% hækkun. Fæðisgjald barna í grunnskóla dettur út í samræmi við ákvörðun um fríar máltíðir í grunnskólum. Áfram verði ekkert gjald vegna leikskólapláss barna í elsta árgangi (skólahóp). Orðalagsbreytingar sbr. skipurit Auðarskóla. Vistunartíma í lengdri viðveru breytt. Samþykkt samhljóða
Gjaldskrá félagsheimila: Að gjaldskrá félagsheimila fyrir 2025 taki mið af 3,9% hækkun að undanskilinni matvælavinnslu í Tjarnarlundi þar sem gjald verði óbreytt. Samþykkt samhljóða
Gjaldskrá hafna: Að gjaldskrá fyrir hafnir Dalabyggðar 2025 taki mið af 3,9% hækkun. Samþykkt samhljóða
Gjaldskrá beitar- og ræktunarlands: Að gjaldskrá beitar- og ræktunarlands í eigu Dalabyggðar 2025 taki mið af 3,9% hækkun. Samþykkt samhljóða
Gjaldskrár Héraðsbókasafns: Lagt til að árskort á Héraðsbókasafn Dalasýslu verði íbúum gjaldfrjálst árið 2025 en sektargjald og kostnaður við millilánasafn standi óbreytt frá fyrra ári. Samþykkt samhljóða
Gjaldskrá fyrir geymslu að Fjósum: Gjaldskrá tekur breytingum samkv. byggingarvísitölu í september ár hvert (grunnur 2009). Byggingarvísitala í september 2024 er 193,0. Samþykkt samhljóða
Gjaldskrá hunda- og kattahalds og annað gæludýrahald í Dalabyggð: Afgreiðslu frestað.
Gjaldskrá fyrir söfnun og eyðingu dýraleyfa: Afgreiðslu frestað.
Gjaldskrá Slökkviliðs Dalabyggðar: Að gjaldskrá Slökkviliðs Dalabyggðar fylgi áfram vísitölu neysluverðs 1. janúar ár hvert og verði því uppfærð fyrir 2025 þegar vísitala liggur fyrir. Samþykkt samhljóða
Gjaldskrá byggingargjalda: Lagt til að gjaldskrá fyrir byggingarleyfis-, byggingarheimildar-, framkvæmda-, skipulags- og þjónustugjöld í Dalabyggð verði uppfærð fyrir 2025 þegar byggingarvísitala á grunni 2009 liggur fyrir. Samþykkt samhljóða
| 8.6. 2302010 - Rekstrarsamningar Rætt um forsendur samninga og sveitarstjóra falið að vinna áfram í samræmi við umræður. | 8.7. 2409031 - Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu Staðarfellsvegar 1 (5906-01) af vegaskrá Sveitarfélagið brást við þessari tilkynningu og benti m.a. á uppbyggingu ferðaþjónustu og viðburðahalds á svæðinu. Þá vekur furðu að um kirkjustað er að ræða og er það sami afleggjari að kirkjunni eins og upp að Staðarfelli. | 8.8. 2406018 - Fjallskil 2024 Formenn fjallskilanefnda verði kallaðir á fund sveitarstjóra og formanns atvinnumálanefndar upp úr áramótum.
Samþykkt samhljóða.
| 8.9. 2410021 - Mönnun á starfsstöðvum HVE Lagt fram. | 8.10. 2410022 - Stofnframlög HMS Lagt fram. | 8.11. 2410031 - Skólavist utan lögheimilissveitarfélags | 8.12. 2406005 - Íþróttamannvirki í Búðardal 2024 Lagt fram. | 8.13. 2403014 - Miðbraut 11 Sveitarstjóra falið að eiga viðræður við FSRE í samræmi við umræður á fundinum. | 8.14. 2301067 - Starfsmannamál Staðan rædd og sveitarstjóra falið að vinna málið áfram. | 8.15. 2410016 - Sóknaráætlun Vesturlands 2025-2029 Lagt fram. | | |
|
9. 2410005F - Félagsmálanefnd Dalabyggðar - 72 | Lagt fram til kynningar. | 9.1. 2402007 - Félagsmál 2024 Farið yfir drög að stuðnings og stoðþjónustureglum Dalabyggðar. Verkefnastjóra falið að vinna málið áfram og taka málið fyrir á næsta fundi félagsmálanefndar. | 9.2. 2406000 - Forvarnarmál Verkefnisstjóri sagði frá vinnu forvarnarhóps. | 9.3. 2408014 - Bjartur lífsstíll Verkefnastjóri fór yfir stöðu verkefnisins. | 9.4. 2411008 - Gott að eldast á Vesturlandi Verkefnastjóri fór yfir stöðu verkefnisins. | 9.5. 2411010 - Erindi til félagsmálanefndar 11.11.2024 Erindi frá formanni félags eldri borgara varðandi félagsstarf eldri borgara. Félagsmálanefnd tekur undir áhyggjur félagsins. Erindinu vísað til fjárhagsáætlunargerðar byggðarráðs og hvetur til úrræða. | | |
|
10. 2410003F - Atvinnumálanefnd Dalabyggðar - 49 | Lagt fram til kynningar. | 10.1. 2410012 - Atvinnurekstur í Dalabyggð 2024 Nefndin þakkar Katarínusi fyrir komuna á fundinn og samtalið. | 10.2. 2410013 - Landbúnaður í Dalabyggð 2024 Nefndin þakkar Steinþóri fyrir komuna á fundinn og samtalið. | 10.3. 2402019 - Ferðaþjónusta í Dalabyggð 2024 Umræður.
Samhristingur áætlaður 19. nóvember. | 10.4. 2410006 - Sjálfbær atvinnusvæði á Vesturlandi Lagt fram til kynningar. | 10.5. 2410016 - Sóknaráætlun Vesturlands 2025-2029 Nefndin beinir því til SSV að forgangsraða þurfi aðgerðum og hafa markmið skýr og mælanleg. Jafnframt er eðlilegt að gefa innviða veikleikum vægi í áætluninni. | 10.6. 2401029 - Upplýsingar um atvinnuleysi 2024 Lagt fram til kynningar. | | |
|
11. 2410002F - Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 151 | Lagt fram til kynningar. | 11.1. 2410028 - Umsókn um byggingarleyfi að Staðarfelli Nefndin fagnar erindinu og felur byggingarfulltrúa að grenndarkynna byggingarleyfið fyrir sóknarnefnd og ábúanda á Staðarfelli. Komi ekki athugasemdir felur nefndin byggingarfulltrúa að veita leyfið að uppfylltum formsatriðum. | 11.2. 2308002 - Deiliskipulag í Búðardal 2024 Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja að auglýsa deiliskipulagstillögurnar í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga. | 11.3. 2410030 - Gjaldskrár - uppfærsla fyrir 2025 Til kynningar. | 11.4. 2410029 - Samþykkt um gatnagerðargjöld í Dalabyggð Til kynningar. | | |
|
12. 2410001F - Fræðslunefnd Dalabyggðar - 135 | Lagt fram til kynningar. | 12.1. 2408003 - Auðarskóli, málefni grunnskóla 2024-2025 Búið er að gefa út niðurstöður íslensku æskulýðsrannsóknarinnar fyrir vorið 2024 og fór skólastjóri stuttlega yfir þær. Sömuleiðis eru niðurstöður Skólapúlsins komnar og nú fer af stað vinna við að rýna niðurstöður þeirra innan skólans og gæðaráðs. Þessar sömu niðurstöður fara svo fyrir skólaráðsfund þann 5. desember nk. og að því loknu verða niðurstöður kynntar fyrir foreldrum.
Nemendafélagið fundar vikulega og verið er að vinna með ýmsar hugmyndir líkt og skipulagða afþreyingu frímínútna hjá 6. - 10. bekk, auk þess sem fyrirhugað er að halda nemnendaþing fyrir þau eftir fyrirmynd frá Ásgarði.
Nokkuð hefur verið um veikindi starfsmanna undanfarnar vikur, engin umsókn hefur borist í starf þroskaþjálfa en búið er að ráða stuðningfulltrúa í hlutastarf fyrir miðstig.
| 12.2. 2408004 - Auðarskóli, málefni leikskóla 2024-2025 Farið yfir stöðu leikskólans og starfsmannamál. Búið er að ráða starfsmann í fullt starf í leikskólann til loka ársins 2024.
| 12.3. 2304010 - Félagsmiðstöð ungmenna Farið er yfir stöðu mála. | 12.4. 1811022 - Frístundastyrkur fyrir börn og ungmenni Farið yfir stöðu mála en beðið með afgreiðslu fram að næsta fundi. | 12.5. 2403007 - Starfshópur um skipulag íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfs í Dalabyggð 2024 Farið yfir stöðu mála. | | |
|
13. 2407002F - Menningarmálanefnd Dalabyggðar - 40 | Til máls tók: Einar um dagskránna í heild.
Lagt fram til kynningar. | 13.1. 2310001 - Bæjarhátíð 2024 Vill menningarmálanefnd Dalabyggðar þakka öllum þeim fjölmörgu aðilum sem lögðu hönd á plóg við að gera hátíðina okkar að því sem hún var; skemmtileg og fjölskylduvæn. Allt frá því að standa fyrir viðburðum og dagskrárliðum yfir í það í að taka vel í dagskránna og mæta á svæðið. | 13.2. 2403013 - 17. júní 2024 Menningarmálanefnd vill þakka öllum sem lögðu hönd á plóg við að koma saman þessum skemmtilega degi og metnaðarfullu dagskrá. Félagasamtök, íþróttafélög, starfsmenn Dalabyggðar og íbúar sýndu þennan dag hvað samtakamáttur í sveitarfélaginu getur gert mikið. Þá var einstaklega gaman að sjá þátttöku í hátíðarhöldum í ár en um 150 manns mættu á hátíðardagskránna í Dalabúð og vonum við að allir hafi geta gert sér glaðan dag. | 13.3. 2410020 - Jörvagleði 2025 Rætt um fyrstu hugmyndir fyrir dagskrá Jörvagleði 2025. Áhugasamir einstaklingar eru hvattir til að hafa samband við verkefnastjóra eða nefndarmenn varðandi viðburði, uppákomur og aðra þátttöku á hátíðinni. Menningarmálanefnd stefnir á kaffispjall um Jörvagleði 27. nóvember nk. kl.17:00 | 13.4. 2411011 - Menningarmálaverkefnasjóður 2025 Skv. úthlutunarreglum Menningarmálaverkefnasjóðs skal úthlutun fara fram fyrir 1. febrúar. Verkefnastjóra falið að auglýsa eftir umsóknum eigi síðar en 10. desember nk. | 13.5. 2410023 - Ársyfirlit 2023 - Héraðsbókasafn Lagt fram til kynningar. | 13.6. 2410024 - Ársyfirlit 2024 - Héraðsbókasafn Lagt fram til kynningar. | | |
|
|
| |
|
16. 2410025 - Vörsluskylda búfjár | |
Lagt fram til kynningar. | Bréf með ályktun_Vörsluskylda búfjár_Sveitarfélögin..pdf | | |
|
17. 2301067 - Starfsmannamál | |
Ráðin hefur verið í starf Lýðheilsufulltrúa Guðný Erna Bjarnadóttir. Guðný er með Meistaragráðu í lýðheilsufræðum og BSc próf í íþrótta- og heilsufræði. Hún hefur sl. ár m.a. starfað sem sundþjálfari, í úrræðum fyrir fólk með fíknivanda og við neyðarúrræði fyrir börn og unglinga. | | |
|