| |
Margrét Róbertsdóttir starfsmaður Eflu sat fundinn undir lið 1.
| 1. 2308002 - Deiliskipulag í Búðardal | |
Umræður spunnust um deiliskipulagið og þau drög sem kynnt voru. Samþykkt að vinna málið áfram á milli funda þannig að hægt verði að leggja fram tillögu um uppfært skipulag á næsta fundi nefndarinnar. | | |
|
2. 2408011 - Vindorkuver í landi Sólheima, umhverfismatsskýrsla | |
Umhverfis- og skipulagsnefnd óskar eftir lengri tímafresti til þess að gefa umsögn um framkomna umhverfismatsskýrslu um vindorkugarð í landi Sólheima. Skýrslan er gríðarlega efnismikil og snertir það marga viðamikla þætti í innviðum í Dalabyggð, og stangast á við gildandi aðalskipulag. Í ljósi framangreinds óskar nefndin eftir því að fá rýmri frest til að skila af sér umsögn eða þar til eftir næsta reglubundna fund umhverfis- og skipulagsnefndar sem verður haldinn 2. október n.k. | | |
|
3. 2408013 - Vindorkuver í landi Garpsdals umhverfisskýrsla | |
Sveitarstjóra falið að ganga frá umsögn Dalabyggðar um fyrirliggjandi umhverfisskýrslu í landi Garpsdals, í samstarfi við skipulagsfulltrúa, í samræmi við umræður á fundinum. | | |
|
4. 2408008 - Umsókn um byggingarleyfi Rauðbarðaholt 3 | |
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir útgáfu byggingarleyfis með fyrirvara um að fullnægjandi gögn hafi borist byggingarfulltrúa. | | |
|
5. 2409001 - Umsókn um byggingarleyfi að Ljárskógaströnd 17 | |
Umsóknin er í samræmi við deili- og aðalskipuskipulagsbreytingar sem nú eru í ferli hjá Skipulagsstofnun. Ekki er unnt að gefa út byggingarleyfi fyrr en skipulögin bæði hafa tekið gildi og fullnægjandi gögn hafa borist byggingarfulltrúa. Byggingarfulltrúa falið að gefa út byggingarleyfi að þessum formsatriðum uppfylltum. | | |
|
6. 2409003 - Umsókn um byggingarleyfi Ljárskógaströnd 26 | |
Umsóknin er í samræmi við deili- og aðalskipuskipulagsbreytingar sem nú eru í ferli hjá Skipulagsstofnun. Ekki er unnt að gefa út byggingarleyfi fyrr en skipulögin bæði hafa tekið gildi og fullnægjandi gögn hafa borist byggingarfulltrúa. Byggingarfulltrúa falið að gefa út byggingarleyfi að þessum formsatriðum uppfylltum. | | |
|
7. 2405003 - Aðkomutákn við Búðardal | |
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu að staðsetningu. | adkomutakn-afstada.pdf | | |
|
8. 2409004 - Umsókn um breytingu á hönnun að Jörfa | |
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir beiðni um breytingu á fyrirliggjandi hönnun með fyrirvara um að fullnægjandi gögn hafi borist byggingarfulltrúa. | | |
|
| |
9. 2408007 - Framtíð verndarsvæðis Breiðafjarðar | |
Breidafjardarskyrsla-juni-2024..pdf | | |
|