Til bakaPrenta
Fræðslunefnd Dalabyggðar - 136

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
03.12.2024 og hófst hann kl. 13:45
Fundinn sátu: Ingibjörg Þóranna Steinudóttir formaður,
Jón Egill Jóhannsson aðalmaður,
Guðrún B. Blöndal aðalmaður,
Þórey Björk Þórisdóttir aðalmaður,
Heiðrún Sandra Grettisdóttir varamaður,
Herdís Erna Gunnarsdóttir skólastjóri,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Jóna Björg Guðmundsdóttir Verkefnastjóri,
Svanhvít Lilja Viðarsdóttir fulltrúi starfsmanna,
Sigríður Fjóla Mikaelsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Fundargerð ritaði: Björn Bjarki Þorsteinsson, sveitarstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2408003 - Auðarskóli, málefni grunnskóla 2024-2025
Skólastjóri kynnti stöðu mála er varðar daglegt starf í grunnskólanum.
Farið yfir málin og verkefnin í grunnskólanum, jólaundirbúningur í fullum gangi, kaffihúsakvöld og danskennslu nýlokið svo eitthvað sé nefnt í því sem á dagana hefur drifið í skólastarfi undanfarnar vikur.

Farið yfir útkomu nemendaþings fyrir 4. til 10. bekk Auðarskóla sem haldið var fyrir stuttu. Fræðslunefnd fagnar þessu framtaki.
2. 2408004 - Auðarskóli, málefni leikskóla 2024-2025
Skólastjóri kynnti stöðu mála er varðar daglegt starf í leikskólanum.
Farið yfir málin og verkefnin í leikskólanum, jólaundirbúningur í fullum gangi svo eitthvað sé nefnt í því sem á dagana hefur drifið í skólastarfi undanfarnar vikur.

24 börn eru í leikskólanum nú og útlit fyrir að í janúar og febrúar 2025 fjölgi þeim um þrjú.

Skólastjóri lagði fram ósk um að færa skipulagsdag leikskólans sem fyrirhugaður var 11. febrúar 2025 yfir á 12. febrúar 2025. Fræðslunefnd samþykkir beiðnina fyrir sitt leiti.
3. 2304010 - Félagsmiðstöð ungmenna
Rætt um stöðu mála en starfsemi félagsmiðstöðvar hefur legið niðri síðan 1. október sl.
Sveitarstjóri kynnti stöðu mála, stefnt er að því að starfsemi félagsmiðstöðvar hefjist eftir jólafrí og verður það kynnt þegar nær dregur áramótum.
Áheyrnarfulltrúar og skólastjóri viku af fundi eftir lið nr. 3.
4. 1811022 - Frístundastyrkur fyrir börn og ungmenni
Fræðslunefnd fjallaði um málið á síðasta fundi sínum og bókaði að stefnt væri að áframhaldandi vinnu á næsta fundi.
Formaður fór yfir framkomna tillögu að uppfærðum reglum varðandi frístundastyrk Dalabyggðar. Fræðslunefnd samþykkti reglurnar með áorðnum breytingum og vísaði til staðfestingar sveitarstjórnar.
5. 2403007 - Starfshópur um skipulag íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfs í Dalabyggð 2024
Rætt um stöðu mála.
Farið yfir stöðu mála.
6. 2411021 - Erindi vegna tónlistarskóla
Sveitarstjóri fór yfir innkomið erindi með fræðslunefndarfulltrúum.
Formanni fræðslunefndar og sveitarstjóra falið að fara yfir erindið með skólastjóra og afla frekari gagna varðandi starfsemi skólans og einstaka atriði í starfsemi hans.
7. 2412001 - Félagsmiðstöðin Gildran
Framlagt erindi frá stjórn foreldrafélags Auðarskóla varðandi stöðu mála.
Fræðslunefnd vísar til bókunar undir lið 3 á dagskrá fundarins. Fræðslunefnd tekur undir ábendingar frá foreldrafélagi Auðarskóla varðandi það að mikilvægt er að starfsemi félagsmiðstöðvarinnar hefjist sem fyrst.
Erindi frá Foreldrafélagi.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00 

Til bakaPrenta