| |
Ísak Sigfússon lýðheilsufulltrúi sat fundinn undir lið 1. Svanhvít Lilja Viðarsdóttir aðstoðarleikskólastjóri sat fundinn undir liðum 1, 2, 3, 4 og 5.
| | 1. 2406005 - Íþróttamannvirki í Búðardal | |
Lýðheilsufulltrúi fór yfir stöðu mála varðandi ráðningar starfsmanna og eru þær langt komnar. Einnig farið yfir innkaup á búnaði í þreksal og er reiknað með að þau fáist afhent um miðjan febrúar.
| | |
|
Guðmundur Kári Þorgrímsson starfandi skólastjóri sat fundinn undir liðum 2, 3, 4 og 5.
| | 2. 2508008 - Auðarskóli, málefni grunnskóla 2025-2026 | |
Skólastjóri kynnti að búið væri að ganga frá við Skólaráð að taka við verkefnum Gæðaráðs og sinna verkefnum tengdum innra mati. Danskennslu er nú lokið og var þátttaka nemenda mjög góð bæði í kennslustundum og í lokasýningu námsins. Jón Pétur sá um kennsluna sem fyrr og er honum þakkað fyrir hans framlag sem og nemendum sem aðstoðuðu við kennsluna með einum eða öðrum hætti. Starfsáætlun er nú komin inn á heimasíðu Auðarskóla. Uppfærðar skólareglur hafa nú verið birtar á heimasíðu Auðarskóla.
| | |
|
| 3. 2511008 - Erindi frá Foreldrafélagi Auðarskóla | |
Ljóst er að skerpa þarf á því verklagi sem verið hefur og kynna tímanlega fyrir foreldrum og foreldrafélagi ef kemur til kostnaðarþátttöku nemenda/forráðamanna. Einnig vill fræðslunefnd hvetja foreldra og forráðamenn, í samstarfi við nemendur, að fara í fjáraflanir þegar tök eru á.
Einnig er rétt að vekja athygli á því að það eru til úrræði sem hægt er að leita til ef e.h. tiltekin kostnaður er umfram fjárhagsgetu einstakra fjölskyldna. | | |
|
| 4. 2508009 - Auðarskóli, málefni leikskóla 2025-2026 | |
| Aðstoðarleikskólastjóri fór yfir stöðu mála í leikskólanum og kynnti stöðu í starfsmannamálum og hvernig horfurnar eru varðandi fjölda barna í leikskólanum en að óbreyttu mun börnum fjölga í leikskólanum á komandi misseri. | | |
|
| 5. 2305001 - Skólaþjónusta | |
Kynnt erindi varðandi fyrirkomulag sérfræðiþjónustu frá hluta starfsmanna grunnskóladeildar Auðarskóla. Rætt um stöðu mála og hvernig samskiptum er háttað við ráðgjafa.
Fræðslunefnd þakkar erindið og felur skólastjórnendum ásamt sveitarstjóra og formanni fræðslunefndar að vinna málið áfram í takt við umræður á fundinum og kynni fyrir fræðslunefnd tillögur um næstu skref á fundi nefndarinnar í lok janúar 2026.
| | |
|