Til bakaPrenta
Menningarmálanefnd Dalabyggðar - 40

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
13.11.2024 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Þorgrímur Einar Guðbjartsson formaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Gyða Lúðvíksdóttir aðalmaður,
Jóhanna María Sigmundsdóttir Verkefnastjóri ,
Fundargerð ritaði: Jóhanna María Sigmundsdóttir, Verkefnastjóri atvinnu- kynningar- og menningarmála
Lagt til að mál nr. 2411011- Menningarmálaverkefnasjóður 2025, verði bætt á dagskrá og verði dagskrárliður 4.

Samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2310001 - Bæjarhátíð 2024
Farið yfir uppgjör Bæjarhátíðar 2024
Vill menningarmálanefnd Dalabyggðar þakka öllum þeim fjölmörgu aðilum sem lögðu hönd á plóg við að gera hátíðina okkar að því sem hún var; skemmtileg og fjölskylduvæn. Allt frá því að standa fyrir viðburðum og dagskrárliðum yfir í það í að taka vel í dagskránna og mæta á svæðið.
Uppgjor_Heim_i_Budardal_2024..pdf
2. 2403013 - 17. júní 2024
Farið yfir uppgjör 17. júní 2024
Menningarmálanefnd vill þakka öllum sem lögðu hönd á plóg við að koma saman þessum skemmtilega degi og metnaðarfullu dagskrá. Félagasamtök, íþróttafélög, starfsmenn Dalabyggðar og íbúar sýndu þennan dag hvað samtakamáttur í sveitarfélaginu getur gert mikið. Þá var einstaklega gaman að sjá þátttöku í hátíðarhöldum í ár en um 150 manns mættu á hátíðardagskránna í Dalabúð og vonum við að allir hafi geta gert sér glaðan dag.
Þjóðhátíðardagurinn 17juni24.pdf
3. 2410020 - Jörvagleði 2025
Fyrstu umræður um Jörvagleði næsta árs.
Sumardaginn fyrsta ber upp 24. apríl 2025

Rætt um fyrstu hugmyndir fyrir dagskrá Jörvagleði 2025.
Áhugasamir einstaklingar eru hvattir til að hafa samband við verkefnastjóra eða nefndarmenn varðandi viðburði, uppákomur og aðra þátttöku á hátíðinni.
Menningarmálanefnd stefnir á kaffispjall um Jörvagleði 27. nóvember nk. kl.17:00
4. 2411011 - Menningarmálaverkefnasjóður 2025
Skv. úthlutunarreglum Menningarmálaverkefnasjóðs skal úthlutun fara fram fyrir 1. febrúar.
Verkefnastjóra falið að auglýsa eftir umsóknum eigi síðar en 10. desember nk.
Mál til kynningar
5. 2410023 - Ársyfirlit 2023 - Héraðsbókasafn
Ársyfirlit Héraðsbókasafns Dalasýslu fyrir 2023
Lagt fram til kynningar.
Ársyfirlit 2023.pdf
6. 2410024 - Ársyfirlit 2024 - Héraðsbókasafn
Ársyfirlit Héraðsbókasafns Dalasýslu fyrir það sem af er ári 2024
Lagt fram til kynningar.
Ársyfirlit 2024 jan - okt..pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:01 

Til bakaPrenta