Til bakaPrenta
Byggðarráð Dalabyggðar - 327

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
29.08.2024 og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu: Skúli Hreinn Guðbjörnsson formaður,
Guðlaug Kristinsdóttir aðalmaður,
Garðar Freyr Vilhjálmsson varaformaður,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Fundargerð ritaði: Jóhanna María Sigmundsdóttir, Verkefnastjóri atvinnu- kynningar- og menningarmála


Dagskrá: 
Almenn mál
Kristján Ingi Arnarsson umsjónarmaður framkvæmda og Fannar Þór Þorfinnsson frá EFLU koma inn á fundinn undir dagskrárlið 1.
1. 2406005 - Íþróttamannvirki í Búðardal 2024
Á fund byggðarráðs mæta fulltrúar EFLU sem halda utan um byggingarstjórn og eftirlit af hálfu sveitarfélagsins við uppbyggingu íþróttamannvirkjanna og fara yfir stöðu mála.
Rætt um aðstöðu á skólalóð á meðan á framkvæmdum stendur og einnig um framtíðar skipulag lóðarinnar að framkvæmdum loknum.

Farið yfir stöðu uppbyggingar.

Sveitarstjóra falið að hefja undirbúning á verðkönnun fyrir skipulag skólalóðar.

Samþykkt samhljóða.
2. 2407003 - Fjárhagsáætlun 2024 - Viðauki IV
Framlögð tillaga að Viðauka IV við fjárhagsáætlun 2024, sjá fylgiskjöl.
Samtals breyting á A-sjóði kr. 3.046.000,- til hækkunar útgjalda.
Samtals breytingar á B-sjóði kr. 250.000,- til lækkunar útgjalda.
Samtals breytingar á A og B sjóði kr. 2.796.000,- til lækkunar á handbæru fé.
Afkoma ársins, A og B hluti, samtals kr. 40.686.000,- (Upphafleg áætlun 88.191.000,-)

Samþykkt samhljóða.
Viðauki IV (4) ágúst 2024.pdf
Viðauki IV (4), ágúst 2024, sundurliðun og skýringar.pdf
3. 2403007 - Starfshópur um skipulag íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfs í Dalabyggð 2024
Framlagðar til kynningar tillögur/greinargerð starfshóps um skipulag íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfs í Dalabyggð sem sveitarstjórn hefur tekið til afgreiðslu og staðfesti að öðru leiti en að kaflanum "viðbótartillögur" var vísað af sveitarstjórn til frekari umræðu í byggðarráði og fræðslunefnd.

Fræðslunefnd bókaði svohljóðandi vegna þessa á 133. fundi sínum sem haldinn var þann 27. ágúst sl.:
"Varðandi viðbótartillögur sem vísað var til fræðslunefndar þá var rætt um hvaða möguleikar væru til staðar. Fræðslunefnd óskar eftir við byggðarráð að þeir þættir sem tilgreindir eru í viðbótartillögum starfshópsins verði hafðir til hliðsjónar við gerð fjárhags- og framkvæmdaáætlunar fyrir komandi ár."

Byggðarráð tekur undir bókun fræðslunefndar og mun hafa viðbótartillögur til hliðsjónar í vinnu sinni við fjárhags- og framkvæmdaáætlun.

Samþykkt samhljóða.
Skýrsla starfshóps, undirrituð..pdf
4. 2301067 - Starfsmannamál
Farið yfir stöðu mála í starfsmannamálum hjá Dalabyggð.
Kynnt drög að auglýsingu um starf lýðheilsufulltrúa sem birtast mun á næstu dögum.

Byggðarráð samþykkir framlagða auglýsingu.
5. 2406018 - Fjallskil 2024
Framlagðar fundargerðir og fjallskilaseðlar frá þeim fjallskilanefndum sem ekki voru komnir inn til Dalabyggðar fyrir fund sveitarstjórnar þann 15. ágúst sl.
Allar fjallskilanefndir hafa skilað inn gögnum. Lagt til að allar fundargerðir og álagningar verði staðfestar.

Samþykkt samhljóða.
Fjallskilaseðill í Laxárdal 2024 bakhlið..pdf
Fjallskilaseðill 2024 Lax..pdf
Fjallskil 2024 Skarðsströnd.pdf
fjallskil Skardsstrond 2024.pdf
Fundargerd fjallskil 2024..pdf
Fundargerð Fjallskilanefndar Laxárdals 2023..pdf
Fjallgangnaboð Kolbeinsstaðahrepp.pdf
6. 2407009 - Lagning ljósleiðara í Búðardal
Lagning ljósleiðara á vegum Mílu í þann hluta Búðardals sem ráðgert var að framkvæma á yfirstandandi ári er á lokametrunum. Rætt um framhald verksins og þann tímaramma sem gefinn er til að ljúka ljósleiðaravæðingu í Búðardal af hálfu Mílu.
Byggðarráð lýsir ánægju sinni með þá tengingu sem komin er í Búðardal og hvetur til þess að áætlanir standist um að eftirstöðvar klárist sumarið 2025 í samræmi við samtal við Mílu.

Samþykkt samhljóða.
7. 2308002 - Deiliskipulag í Búðardal
Farið yfir stöðu vinnu við gerð uppfærðs deiliskipulag við Efstahvamm og svæðið þar í kring sem Efla er að vinna að.
Var það svæði undanskilið þeim hluta Búðardals sem Arkís vinnur nú að gerð deiliskipulags á.

Farið yfir stöðu mála.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:30 

Til bakaPrenta