Til bakaPrenta
Atvinnumálanefnd Dalabyggðar - 23

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
25.05.2021 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Pálmi Jóhannsson formaður,
Garðar Vilhjálmsson aðalmaður,
Gyða Lúðvíksdóttir aðalmaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Jóhanna María Sigmundsdóttir Verkefnastjóri ,
Fundargerð ritaði: Jóhanna María Sigmundsdóttir, Verkefnastjóri atvinnu- kynningar- og menningarmála


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2104022 - Fjárhagsáætlun 2022 og 2023-2025
Úr fundargerð 266. fundar byggðarráðs 29.04.2021, dagskrárliður 18:
2104022 - Fjárhagsáætlun 2022 og 2023-2025
Undirbúningur að vinnslu fjárhagsáætlunar.
Byggðarráð beinir því til nefnda sveitarfélagsins að ræða fjárhagsáætlun fyrir árið 2022 á fundum sínum í maí og júní, sérstaklega þá þætti sem varða fjárfestingar/framkvæmdir.
Samþykkt samhljóða.

Nefndin beinir því til byggðarráðs að við vinnslu fjárhagsáætlunar sé fjármagn áætlað til íþróttamannvirkja, viðhalds á Auðarskóla og skólalóðum, viðgerða á plani og göngustígum við Silfurtún, merkingu gönguleiða í sveitarfélaginu, frágang við hafnarsvæði, lagfæringar á götum og gangstéttum, til frágangs á íþróttavelli í Búðardal og fjármagn í samræmi við nýtt Aðalskipulag.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:15 

Til bakaPrenta