Til bakaPrenta
Félagsmálanefnd Dalabyggðar - 60

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
07.10.2021 og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu: Ingveldur Guðmundsdóttir formaður,
Herdís Erna Gunnarsdóttir varamaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir aðalmaður,
Freyja Þöll Smáradóttir félagsráðgjafi,
Fundargerð ritaði: Thelma Rut Guðmundsdóttir, félagsráðgjafi
Thelma Rut Guðmundsdóttir félagsráðgjafi sat fundinn.
Freyja Þöll Smáradóttir félagsráðgjafi tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundakerfi.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2104022 - Fjárhagsáætlun 2022 og 2023-2025
Úr fundargerð 266. fundar byggðarráðs 29.04.2021, dagskrárliður 18:
2104022 - Fjárhagsáætlun 2022 og 2023-2025
Undirbúningur að vinnslu fjárhagsáætlunar.
Byggðarráð beinir því til nefnda sveitarfélagsins að ræða fjárhagsáætlun fyrir árið 2022 á fundum sínum í maí og júní, sérstaklega þá þætti sem varða fjárfestingar/framkvæmdir.
Samþykkt samhljóða.

Úr fundargerð 276. fundar byggðarráðs 22.09.2021, dagskrárliður 1:
2104022 - Fjárhagsáætlun 2022 og 2023-2025
Fyrstu drög að fjárhagsáætlun lögð fram.
Byggðarráð vísar fjárhagsáætlun til umræðu í nefndum. Nefndir skili niðurstöðum sínum til byggðaráðs fyrir 10. október.
Samþykkt samhljóða.

Nefndin fór yfir fjárhagsáætlun 2022 og 2023-2025.

Bókun: Nefndin fór yfir fjárhagsáætlun og gerði ekki athugasemdir.
2. 2101011 - Trúnaðarbók félagsmálanefndar
Rætt um trúnaðarmál. Niðurstaða nefndarinnar var skráð í trúnaðarbók. Óheimilt er að birta afgreiðslu nefndarinnar og starfsmanna opinberlega og því eru afgreiðslur skráðar með formlegum hætti í trúnaðarbók. Það er skýr reglurammi sem nefndin og starfsmenn félagsþjónustunnar starfa eftir. Reglurnar má finna á heimasíðu sveitarfélagsins.
Mál til kynningar
3. 2103043 - Félagsmálanefnd - erindisbréf
Úr fundargerð 204. fundar sveitarstjórnar 15.04.2021, dagskrárliður 13:
2103043 - Félagsmálanefnd - erindisbréf
Úr fundargerð 59. fundar félagsmálanefndar 7.04.2021, dagskrárliður 2:
2103043 - Félagsmálanefnd - erindisbréf
Erindisbréf nefndarinnar er frá 2009.Var endurskoðað sumarið 2018 en fór ekki til afgreiðslu í sveitarstjórn.
Drögum að erindisbréfi vísað til sveitarstjórnar.
Samþykkt samhljóða.

Niðurstaða sveitarstjórnar kynnt.
Erindisbréf félagsmálanefndar - til afgreiðslu.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13.23 

Til bakaPrenta