Til bakaPrenta
Byggðarráð Dalabyggðar - 293

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
07.07.2022 og hófst hann kl. 10:00
Fundinn sátu: Skúli Hreinn Guðbjörnsson formaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Guðlaug Kristinsdóttir aðalmaður,
Kristján Sturluson sveitarstjóri,
Fundargerð ritaði: Kristján Sturluson, sveitarstjóri
Lagt er til að eftirtöldum málum verði bætt á dagskrá fundarins:
Mál.nr.: 2204016 - Sælingsdalslaug 2022, almennt mál, verði dagskrárliður 10.
Mál.nr.: 2207003 - Umsagnarbeiðni vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II, Ásubúð apartments, almennt mál, verði dagskrárliður 11.
Mál.nr.: 2203002 - Breyting á deiliskipulagi í Ólafsdal, almennt mál, verði dagskrárliður 12.
Mál.nr.: 2002009 - Fundargerðir Almannavarnanefndar Vesturlands, fundargerð til kynningar, verði dagskrárliður 21.
Mál.nr.: 2205004 - Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga, mál til kynningar, verði dagskrárliður 24.
Mál.nr.: 2207004 - Seta í stjórn Brákar hses, mál til kynningar, verði dagskrárliður 25.
Röð annarra dagskrárliða breytist í samræmi við framangreint.
Samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2205025 - Frístundaakstur
Úr fundargerð 11. fundar fræðslunefndar 28.06.2022, dagskrárliður 3:
2205025 - Frístundaakstur
Úr fundargerð 220. fundar sveitarstjórnar 02.06.2022, dagskrárliður 9:
2205025 - Frístundaakstur
Ingibjörg Þóranna Steinudóttir leggur til að vinna við að skipuleggja frístundaakstur á milli Búðardals og Lauga fyrir næsta vetur verði sett af stað strax á fyrsta fundi Fræðslunefndar og Byggðarráðs svo aksturinn verði kominn á þegar æfingar hefjast aftur í haust. Skipuleggja þarf þetta vel í samráði við skóla og íþróttafélagið Undra.
Til máls tók: Skúli.
Lagt til að tillögunni sé vísað til byggðarráðs, fræðslunefndar, ungmennaráðs og samráð haft við íþrótta- og tómstundafulltrúa við vinnuna.
Samþykkt samhljóða.
Lagður fram rammi fyrir frístundaakstur og tímasetningar á tómstundastarfi.
Ákveðið að senda spurningakönnun til foreldra um væntanlega nýtingu frístundaaksturs.
Skólastjóri fer yfir tillöguna m.t.t. til stundatöflu og annars skipulags í skólanum.
Formanni nefndarinnar falið að vinna áfram að málinu.

Byggðarráð samþykkir að bíða eftir niðurstöðum spurningakönnunarinnar.
2. 2206024 - Laugar í Sælingsdal - tilboð
Samtal hefur verið í gangi við tilboðsgjafa og fasteignasala.
Formaður byggðarráðs, oddviti (og stjórnarformaður Dalagistingar ehf.) og sveitarstjóri munu ásamt fasteignasala funda með tilboðsgjafa í dag.
3. 2206038 - Spurningar til sveitarfélaga frá innviðaráðuneytinu
Lagður fram spurningalisti frá innviðaráðuneytinu vegna endurskoðunar stefnumótandi áætlunar í málefnum sveitarfélaga 2019-2033 og Landsskipulagsstefnu 2015-2026 ásamt því að móta nýja húsnæðisstefnu.
Sveitarstjóra falið að svara spurningalistanum.
Samþykkt samhljóða.
spurningar til sveitarfélaga.pdf
4. 2205021 - Auglýsingaskilti á lóðinni Miðbraut 15 í Búðardal
Lagt fyrir byggðarráð í orlofi sveitarstjórnar.
Úr fundargerð 127. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 23.06.2022, dagskrárliður 3:
2205021 - Auglýsingaskilti á lóðinni Miðbraut 15 í Búðardal
Leifur Steinn Elísson, fh. D9 ehf., sækir um leyfi Dalabyggðar til þess að setja upp ljósaskilti svipaðrar stærðar og á sama stað og nústandandi auglýsingaskilti við Miðbraut 15 í Búðardal.
Umhverfis- og skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið enda er auglýsingaskilti sömu stærðar nú staðsett á sama stað. Jafnframt gerir Vegagerðin ekki athugasemdir við umsóknina því fyrirhugað auglýsingaskilti verður ekki staðsett nær vegi en nústandandi skilti. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samráði við lóðareiganda.
Samþykkt samhljóða.

Samþykkt samhljóða.
Umsögn frá Vegagerðinni.pdf
Ljósaskilti.pdf
Lóðaruppdr_Miðbraut 15 (1).pdf
5. 2206011 - Eldsneytisgeymir við rafstöð RARIK
Lagt fyrir byggðarráð í orlofi sveitarstjórnar.
Úr fundargerð 127. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 23.06.2022, dagskrárliður 4:
2206011 - Eldsneytisgeymir við rafstöð RARIK
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt en stöðuleyfi verði ekki gefið út fyrr en fullnægjandi gögn hafa borist og þau gefi ekki tilefni til breytinga þ.e. að þau verði í samræmi við reglugerð nr. 884/2017 um varnir gegn olíumengun frá starfsemi á landi. Einnig er skipulagsfulltrúa falið að grendarkynna stöðuleyfið.
Umhverfis- og skipulagsnefnd hvetur sveitarstjórn til að kalla eftir framtíðaráformum RARIK um varaafl í sveitarfélaginu.
Samþykkt samhljóða.

Bókun umhverfis- og skipulagsnefndar í heild er í fylgiskjali.

Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar samþykkt samhljóða.
Fyrirspurn verður sent til RARIK um framtíðaráform varðandi varaafl.
Umsögn frá HEV.pdf
Umsögn Slökkviliðsstjóra Miðbraut - Eldsneytisgeymir Miðbraut RARIK.pdf
20220529_143428.pdf
20220529_143515.pdf
Afsataða eldsneytisgeymis.pdf
Tankur 20 m3.pdf
Umsókn Eldsneytisgeymir.pdf
Bókun umhverfis- og skipulagsnefndar vegna máls 2206011.pdf
6. 2206012 - Stofnun lóðar (Ljárskógarströnd 1) úr landi Ljárskóga L137576
Lagt fyrir byggðarráð í orlofi sveitarstjórnar.
Úr fundargerð 127. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 23.06.2022, dagskrárliður 5:
2206012 - Stofnun lóðar (Ljárskógarströnd 1) úr landi Ljárskóga L137576
Hörpugata 1 ehf. óskar eftir stofnun lóðar (Ljárskógarströnd 1) úr landi Ljárskóga L137576.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar, þar sem hún samræmist gildandi deiliskipulagi fyrir svæðið. Gerður er fyrirvari um að aðalæð Vatnsveitu Dalabyggðar frá Svínadal í Búðardal liggur um svæðið.
Samþykkt samhljóða.

Samþykkt samhljóða.
Uppdráttur Ljárskógar..pdf
7. 2206018 - Stofnun lóðar (Gautland 2) úr landi Gautastaða
Lagt fyrir byggðarráð í orlofi sveitarstjórnar.
Úr fundargerð 127. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 23.06.2022, dagskrárliður 6:
2206018 - Stofnun lóðar (Gautland 2) úr landi Gautastaða
Sótt er um stofnun lóðar úr landi Gautastaða.
Nefndin gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar.
Samþykkt samhljóða.

Samþykkt samhljóða.
Gautastaðir, Dalasýslu.pdf
8. 2202028 - Trúnaðarbók byggðarráðs
Niðurstaða færð í trúnaðarbók.
9. 2206034 - Fjárhagsáætlun 2022 - Viðauki V
Viðauki V við fjárhagsáætlun 2022 lagður fram.
Rekstrarkostnaður hækkar um kr. 14.210.000 og verður rekstrarniðurstaða þ.a.l. neikvæð um kr. 3.173.000. Breytingar verða á fjárfestingum um kr. 5.700.000.

Viðauki V samþykktur samhljóða.
Viðauki 5.pdf
10. 2204016 - Sælingsdalslaug 2022
Opnunartími Sælingsdalslaugar hefur verið 12-18 í sumar. Lagt er til að halda þeim tíma en að lokað verði á mánudögum frá 8. ágúst.
Samþykkt samhljóða.
11. 2207003 - Umsagnarbeiðni vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II, Ásubúð apartments
Embætti sýslumannsins á Vesturlandi óskar eftir umsögn um rekstrarleyfi til reksturs gististaðar í flokki II, íbúðir, sem reka á sem Ásubúð apartments, að Brekkuhvammi 12 a og b (f 2117200/2294679), Búðardal. Um er að ræða áframhaldandi rekstur þar sem Gaflfell ehf. hafði gilt rekstrarleyfi LG-REK-012221 vegna rekstrar Brekkuhvamms 12, en hefur tilkynnt að rekstri hafi verið hætt.
Ekki eru gerðar athugasemdir við veitingu rekstrarleyfisins.
Samþykkt samhljóða.
Nákvæm teikning af húsnæði (PDF).pdf
12. 2203002 - Breyting á deiliskipulagi í Ólafsdal
Lagt fyrir byggðarráð í orlofi sveitarstjórnar.
Borist hefur bréf frá Minjastofnun þar sem gerðar eru athugasemdir við breytingu á deiliskipulagi fyrir Ólafsdal sem samþykkt var á fundi sveitarstjórnar 16.06.2022.

Minjastofnun sendi þann 12.05.2022 umsögn um tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Ólafsdal. Þar gerði stofnunin athugasemdir við tillöguna. Var tillögunni í kjölfarið breytt í samræmi við athugasemdir stofnunarinnar. Minjastofnun sendi síðan að nýju umsögn þann 30.05.2022 þar sem fram kemur að stofnunin hafi ekki frekari athugasemdir við fyrirhugað deiliskipulag. Þann 15.06.2022 gaf Minjastofnun síðan Ólafsdalsfélaginu umsögn um skógræktaráform í Ólafsdal.
Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti breytingu á deiliskipulagi fyrir Ólafsdal þann 16.06.2022. Dalabyggð mun láta Skipulagsstofnun vita af nýjasta áliti Minjastofnunar sem berst eftir að afgreiðslu málsins hefur verið lokið.

Samþykkt samhljóða.
Olafsdalur skogrækt deiliskipulag.pdf
Fundargerðir til staðfestingar
13. 2205004F - Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 127
Fundargerð lögð fyrir byggðarráð í orlofi sveitarstjórnar.
1. Kosning varaformanns umhverfis- og skipulagsnefndar - 2206028
2. Erindisbréf umhverfis- og skipulagsnefndar - 2206031
3. Auglýsingaskilti á lóðinni Miðbraut 15 í Búðardal - 2205021
4. Eldsneytisgeymir við rafstöð RARIK - 2206011
5. Stofnun lóðar (Ljárskógarströnd 1) úr landi Ljárskóga L137576 - 2206012
6. Stofnun lóðar (Gautland 2) úr landi Gautastaða - 2206018
7. Umsókn um byggingarleyfi - 2206036
8. Umsókn um byggingarleyfi - 2206037

Fundargerðin samþykkt samhljóða.
14. 2206002F - Félagsmálanefnd Dalabyggðar - 62
Fundargerð lögð fyrir byggðarráð í orlofi sveitarstjórnar.
1. Kosning varaformanns félagsmálanefndar - 2206029
2. Erindisbréf félagsmálanefndar - 2206032
3. Tilnefning fulltrúa í barnaverndarnefnd - 2205015
4. Reglur um úthlutun leiguíbúða fyrir aldraða og lífeyrisþega - 2206014
5. Jafnréttisáætlun - 2206033

Fundargerðin samþykkt samhljóða.
15. 2205002F - Fræðslunefnd Dalabyggðar - 111
Fundargerð lögð fyrir byggðarráð í orlofi sveitarstjórnar.
1. Kosning varaformanns fræðslunefndar - 2206027
2. Erindisbréf fræðslunefndar - 2206030
3. Frístundaakstur - 2205025
4. Brotthvarf úr framhaldsskólum - 2205003
5. Erindi vegna námskeiðs um ADHD fyrir starfsfólk skóla - 2205024
6. Leikskóladagatal Auðarskóla 2022-2023 - 2202004
7. Ákall um menntun til sjálfbærni - 2205026

Fundargerðin samþykkt samhljóða.
Fundargerðir til kynningar
16. 2201011 - Fundir Heilbrigðiseftirlits Vesturlands 2022
Fundargerðir aukaaðalfundar Heilbrigðiseftirlits Vesturlands 22.06.2022 og Heilbrigðisnefndar 20.06.2022 lagðar fram. Einnig lögð fram ársskýrsla 2021.
Lagt fyrir byggðarráð í orlofi sveitarstjórnar.
176 fundur Fundargerð 20220620..pdf
HEV Arsskyrsla 2021..pdf
20220622_Aukaaðalfundur fundargerð.pdf
17. 2002008 - Fundargerðir Brunavarna Dala, Reykhóla og Stranda bs.
Fundargerð stjórnar Brunavarna Dala, Reykhóla og Stranda bs. 20.06.2022 lögð fram.
Lagt fyrir byggðarráð í orlofi sveitarstjórnar.
Brunavarnir Dala Reykhóla og Stranda 20.6.22.pdf
18. 2201006 - Fundargerðir Fasteignafélagið Hvammur ehf. 2022
Fundargerð aðalfundar 23.06.2022 og stjórnarfundar sama dag.
Lagt fyrir byggðarráð í orlofi sveitarstjórnar.
Fasteignafélagið Hvammur ehf 23 06 2022.pdf
Fasteignafélagið Hvammur ehf - aðalfundur 2022.pdf
19. 2201005 - Fundargerðir Dalagisting 2022
Fundargerðir aðalfundar 27.06.2022 og stjórnarfundar sama dag.
Lagt fyrir byggðarráð í orlofi sveitarstjórnar.
Dalagisting ehf - aðalfundur 2022..pdf
Dalagisting ehf 93..pdf
20. 2201003 - Fundargerðir Sambands ísl. sveitarfélaga 2022
Fundargerðir stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga 20.05.2022 og 23.06.2022 lagðar fram.
Lagt fyrir byggðarráð í orlofi sveitarstjórnar.
stjórn_Sambands_íslenskra_sveitarfélaga_-_911.pdf
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 910.pdf
21. 2002009 - Fundargerðir Almannavarnanefndar Vesturlands
Fundargerð 01.07.2022 lögð fram.
Lagt fyrir byggðarráð í orlofi sveitarstjórnar.
Mál til kynningar
22. 2207001 - Áfangastaðafulltrúi
Jóhanna María Sigmundsdóttir er áfangastaðafulltrúi Dalabyggðar.
Áfangastaðafulltrúar sveitarfélaganna á Vesturlandi.pdf
23. 2111003 - Verkefni vegna innleiðingar hringrásarkerfis
Handbók um innleiðingu hringrásarhagkerfis lögð fram.
Lagt fram.
Handbók úrgangur_júní2022.pdf
24. 2205004 - Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga
Bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga um framboðsfrest til formanns Sambandsins lagt fram.
Lagt fram.
Framboðsfrestur til formanns sambandsins.pdf
25. 2207004 - Seta í stjórn Brákar hses
Sveitarstjóri var varamaður í stjórn Brákar hses. en tók sæti þar þegar aðalmaður sagði af sér. Sveitarstjóri var kosinn í persónukjöri í stjórn Brákar og gerir ráð fyrir að sitja í stjórninni fram að fulltrúaráðsfundi sem haldinn verður á haustmánuðum.
Byggðarráð styður setu Kristjáns Sturlusonar í stjórn Brákar hses. fram að fundi fulltrúaráðs þegar ný stjórn verður kjörin.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:40 

Til bakaPrenta