Til bakaPrenta
Byggðarráð Dalabyggðar - 242

Haldinn á fjarfundi,
26.03.2020 og hófst hann kl. 10:00
Fundinn sátu: Skúli Hreinn Guðbjörnsson formaður,
Sigríður Huld Skúladóttir varaformaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir aðalmaður,
Kristján Sturluson sveitarstjóri,
Fundargerð ritaði: Kristján Sturluson, sveitarstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2003026 - Fundir byggðarráðs sem fjarfundir
Taka þarf ákvörðun um fundi byggðarráðs sem fjarfundi.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að fundir ráðsins til 1. júní verði haldnir sem fjarfundir.
2. 2003021 - Ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011.
Á grundvelli þess að ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir neyðarstigi almannavarna á Íslandi vegna farsóttar af völdum Covid-19, hefur samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra tekið ákvörðun, með vísan til VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011.
Í ákvörðun ráðherra kemur m.a. fram að heimilt sé að nota fjarfundarbúnað á fundum sveitarstjórnar og nefndum sveitarfélagsins, án þess að fjarlægðir séu miklar, samgöngur innan sveitarfélags séu erfiðar eða mælt sé fyrir um notkun slíks búnaðar í samþykktum sveitarfélagsins.

Byggðarráð telur að á þessu stigi sé ekki ástæða til að ráðið taki frekari ákvarðanir á grundvelli ákvörðunar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Ákv. SRN 18.3.2020.pdf
Breyting á sveitarstjórnarlögum til að skapa sveitarfélögum svigrúm til að bregðast við neyðarástandi og tryggja að sveitarstjórnir verði starfhæfar.pdf
3. 2003031 - Viðbrögð Dalabyggðar vegna heimsfaraldurs COVID-19
M.a. viðbragðsáætlun og störf neyðarteymis.
Viðbragðsteymi fundar einu sinni á dag þar sem farið er yfir stöðu og aðgerðir.
Tilkynning til ættingja og íbúa hjúkrunarheimila _tilbuid.pdf
Viðbragðsáætlun-Dalabyggðar-vegna-COVID-19-1.-útgáfa.pdf
4. 2003034 - Breyting á gjalddögum fasteignagjalda
Umræða um hvort seinka eigi gjalddögum vegna fasteignagjalda.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að hægt verði sækja um að seinka gjalddögum fasteignagjalda og felur sveitarstjóra að vinna drög að tillögu þess efnis.
Samþykkt samhljóða
5. 2003029 - Ársreikningur Dalabyggðar 2019,
Ársreikningur 2019 lagður fram.
Haraldur Ö. Reynisson endurskoðandi Dalabyggðar tekur þátt í fundinum undir þessum dagskrárlið og fer yfir ársreikninginn.

Fjalla þarf um þá óvissu sem nú er uppi í skýringum með ársreikningnum.

Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 962,0 millj. kr. samkvæmt ársreikningi fyrir A og B hluta, en þar af námu rekstrartekjur A hluta 791,5 millj. kr.
Álagningarhlutfall útsvars var 14,52% sem er lögbundið hámark. Álagningahlutfall fasteignaskatts nam 0,50% í A-flokk sem er lögbundið hámark, í B-flokki nam álagningarhlutfallið 1,32% sem er lögbundið hlutfall. Í C-flokki nam álagningarhlutfallið 1,50% en lögbundið hámark þess er 1,32%. Sveitarstjórnir hafa heimild til að hækka álagningarhlutfall í A og C-flokki um allt að 25% umfram framangreind hámörk.
Rekstrarniðurstaða A og B hluta var jákvæð um 64,5 millj. kr., en rekstrarniðurstaða A hluta var neikvæð um 220,1 millj. kr. samkvæmt rekstrarreikningi.
Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2019 nam 801,5 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi, en eigið fé A hluta nam 690,3 millj. kr.

Reikningurinn staðfestur og samþykkt að visa honum til umræðu og afgreiðslu í sveitarstjórn.
Ingibjörg Jóhannsdóttir aðalbókari tók þátt í fundinum undir hluta af þessum dagskrárlið.
6. 1912005 - Breyting á samþykktum Dalabyggðar vegna lagabreytinga
Úr fundargerð 188. fundar sveitarstjórnar 5.03.2020, dagskrárliður 1:
1912005 - Breyting á samþykktum Dalabyggðar - fyrri umræða.
Úr fundargerð 241. fundar byggðarráðs 27.02.2020, dagskrárliður 3:
1912995 - Breyting á samþykktum Dalabyggðar vegna lagabreytinga.
Úr fundargerð 184 fundar sveitarstjórnar 12.12.2019, dagskrárliður 20:
1912005 - Breyting á samþykktum Dalabyggðar vegna lagabreytinga
Samband íslenskra sveitarfélaga hvetur öll sveitarfélög, þar sem við á, að laga samþykktir sínar í samræmi við ákvæði laga og reglugerðar um mat á umhverfisáhrifum
Tók til máls: Kristján.
Byggðarráði falið að endurskoða samþykktir um stjórn sveitarfélagsins Dalabyggðar.
Samþykkt samhljóða.
Á 240. fundi byggðarráðs 22. janúar sl. (dagskrárliður 3) var varaformanni byggðarráðs og sveitarstjóra falið að fara yfir samþykktirnar og gera tillögu um breytingar til byggðarráðs á næsta fundi ráðsins.
Byggðarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til afgreiðslu í sveitarstjórn. Sveitarstjóra falið að fá lögmann til að lesa tillöguna yfir.
Til máls tóku í þessari röð: Kristján, Eyjólfur.
Samþykkt samhljóða að vísa breytingum á samþykktum Dalabyggðar til annarrar umræðu.

Byggðarráð fór yfir breytingar og þær samþykktar samhljóða.
Tillögunni vísað til síðari umræðu í sveitarstjórn.
Samþykktir með breytingum (með TrackChanges) (004).pdf
7. 2003018 - Ósk um áframhaldandi notkun á Árbliki
Kvenf. Fjóla óskar eftir endurnýjun á samningi frá 26.04.2017 vegna félagsheimilisins Árbliks
Frestað til næsta fundar.
Beiðni frá Kvf. Fjólu með ósk um áframhaldandi notkun á Árbliki.pdf
8. 1809034 - Reglur um styrki.
Úr fundargerð 241. fundar byggðarráðs 27.02.2020, dagskrárliður 16:
1809034 - Reglur um styrki
Tillaga að reglum um styrki lögð fram.
Sveitarstjóra falið að ganga frá lokadrögum sem lögð verða fyrir næsta fund ráðsins.

Tillaga að reglum samþykkt samhljóða og vísað til afgreiðslu í sveitarstjórn.
Reglur_styrktarlinur_lokadrög.pdf
9. 1910016 - Opnunartími Sælingsdalslaugar
Úr fundargerð 241. fundar byggðarráðs 27.02.2020, dagskrárliður 1:
1910016 - Opnunartími Sælingsdalslaugar
Laugardagsopnun til vors og opnunartími næsta sumar.
Guðbjörn Guðmundsson, umsjónarmaður Sælingsdalslaugar mætir á fundinn.
Opnun í mars til maí, annan hvorn laugardag kl. 11-15. Fyrsta laugardagsopnun skv. þessu fyrirkomulagi verður 29. febrúar.
Opnunartími á mánudögum verður lengdur til kl. 22 og verður þannig hinn sami og á miðvikudögum.
Guðbjörn undirbýr tillögur að opnunartíma sundlaugarinnar júní til ágúst sem verða lagðar fyrir næsta fund.
Samþykkt samhljóða.

Tillaga umsjónarmanns Sælingsdalslaugar er að í júní verði opið frá kl.10:00 til kl. 18:00, í júlí og til 9. ágúst opið frá 09:00 til 19:00, frá 10. ágúst til 23. ágúst opið frá kl. 10:00 til kl. 18:00 og frá 24. ágúst til 31. ágúst opið frá 13:00 til 18:00. Að auki kvöldopnun einu sinni í viku.
Samþykkt samhljóða.
10. 2002050 - Hirðing á svörtu rúlluplasti
Úr fundargerð 241. fundar byggðarráðs 27.02.2020, dagskrárliður 2:
2002050 - Hirðing á svörtu rúlluplasti
Tilkynning hefur verið send frá Terra um að hætt verði að sækja svart rúlluplast.
Byggðarráð gerir verulegar athugasemdir við að tilkynnt sé um breytingu á söfnun á landbúnaðarplasti án fyrirvara. Þessi breyting er gerð einhliða af hálfu þjónustuaðila og án samráðs við sveitarfélagið.
Óskað verður eftir því að fulltrúar frá Terra komi á fund með Dalabyggð.
Samþykkt samhljóða.
Viðar Ólafsson verkstjóri sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

Fulltrúar Dalabyggðar og Terra funduðu 2. mars. Í framhaldi af fundinum var sú ákvörðun tekin að halda áfram að taka á móti svörtu plasti á meðan verið er að klára birgðir hjá bændum. Þó með þeim skilyrðum að ef um svart plast er að ræða þá er mjög mikilvægt að það sé baggað. Ekki er tekið á móti stórsekkjum með heyrúlluplasti, hvorki hvítu né svörtu.
11. 2003020 - Athugasemdir vegna afgreiðslu sveitarstjórnar - skógrækt á Hóli í Hvammssveit.
Erindi frá Umboðsmanni Alþingis vegna kvörtunar frá Jakob K. Kristjánssyni.
Sveitarstjóra falið að svara erindinu.
Bréf frá umboðsmanni Alþingis með beiðni um útskýringar vegna athugasemda vegna afgreiðslu sveitarstjórnar - skógrækt á Hóli í Hvammssveit.pdf
Tölvupóstur með athugasemdum vegna afgreiðslu sveitarstjórnar - skógrækt á Hóli í Hvammssveit á umbodsmadur.is.pdf
12. 2001025 - Erindi frá rekstraraðila Vínlandsseturs.
Endurskoðun á tímasetningu á opnun Vínlandsseturs.
Áfram stefnt að því að framkvæmdum verði lokið 23. apríl. Opnunarhátíð hins vegar frestað fram í júní. Undirbúningsnefnd falið í samráði við rekstraraðila og sveitarstjóra að ákveða nýja dagsetningu fyrir opnun.
Samþykkt samhljóða.
Erindi til byggðaráðs Dalabyggðar vegna opnunar á Vínlandssetri.pdf
13. 2003025 - Erindi frá rekstraraðila Eiríksstaða.
Erindi frá rekstraraðila Eiríksstaða um opnunartíma í ljósi ástandsins.
Byggðarráð samþykkir samhljóða tillögu rekstraraðila Eiríksstaða.
Erindi til byggðaráðs Dalabyggðar vegna opnunar á Eiríksstöðum.pdf
14. 2001001 - Mál frá Alþingi til umsagnar - 2020
Frumvarp til laga um félagslegan viðbótarstuðning við aldraða, 666. mál.
Frumvarp til laga um félagslegan viðbótarstuðning við aldraða 666 mál.pdf
15. 2003030 - Gjaldskrá leikskóla á meðan neyðarstig stendur yfir.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að einungis verði rukkað fyrir þá þjónustu í Auðarskóla sem nýtt er og felur sveitarstjóra að vinna drög að hvernig þetta verður útfært.
Samþykkt samhljóða.
Leiðbeiningar um aðgerðir fyrir heimilin 23_03_2020.pdf
Mál til kynningar
16. 2002002 - Kórónaveira, Staða.
COVID19_Stoduskyrsla_24032020.pdf
17. 2003024 - Hugmyndir og ábendingar að aðgerðum til viðspyrnu fyrir íslenskt atvinnulíf í ljósi þess samdráttar sem blasir við í þjóðarbúskapnum.
Hugmyndir og ábendingar sem stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur samþykkt að aðgerðum til viðspyrnu fyrir íslenskt atvinnulíf í ljósi þess samdráttar sem blasir við í þjóðarbúskapnum.
Byggðarráð minnir á mikilvægi þess að framkvæmdum við Skógarstrandarveg og tengivegi verði flýtt.
Strax verði hafist handa við að bjóða út þau verk sem eru í áætlun.
Samþykkt samhljóða.
Viðspyrna af hálfu sveitarfélaga mars 2020-A7 19_03_20.pdf
18. 2001003 - Tjón í Skarðsstöð vegna óveðurs.
Þann 19. mars var kafað í Skarðstöð. Staðan er sú að þar þarf að steypa tvær festur og endurnýja keðjur.
Keðjur til að setja úr landi og út á bryggju eru til en annað þarf að kaupa og steypa. Verið er að leita eftir verðum í það sem vantar.

19. 2002038 - Umsagnarbeiðni - Háafell - rekstrarleyfi
Breyttar forsendur frá afgreiðslu byggðarráðs.
Fallið var frá fyrirvara í umsögn um samning um sorphirðu.
20. 2003019 - Styrktarsjóður EBÍ 2020
Boð um að senda inn umsókn vegna sérstakra framfaraverkefna.pdf
21. 2001050 - Lagfæring á bátabrautinni í Hnúksnesi
Spurt er hverjar séu framtíðaráform Dalabyggðar varðandi umgengni á svæðinu bátabraut og bryggju í Hnúksnesi.
Sveitarstjóra falið að útbúa minnisblað um málið.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:50 

Til bakaPrenta