Til bakaPrenta
Fræðslunefnd Dalabyggðar - 97

Haldinn í Árbliki,
04.06.2020 og hófst hann kl. 10:15
Fundinn sátu: Sigríður Huld Skúladóttir formaður,
Heiðrún Sandra Grettisdóttir aðalmaður,
Jóhanna H. Sigurðardóttir varaformaður,
Pálmi Jóhannsson aðalmaður,
Jón Egill Jóhannsson aðalmaður,
Sigríður Fjóla Mikaelsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Hlöðver Ingi Gunnarsson skólastjóri,
Kristján Sturluson sveitarstjóri,
Fundargerð ritaði: Kristján Sturluson, Sveitarstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1909027 - Skólastarf Auðarskóla 2019-2020
Innra mat Auðarskóla
Skólastjóri fór yfir "skólastarf á tímum Covid-19". Faraldurinn hafði mikil áhrif á skólastarfið. Heppnaðist að mörgu leiti vel en yrði gert öðruvísi á margan hátt ef e-ð. þessu líkt gerðist aftur. Samstarf við heimilin var mjög gott og fjarkennsla gekk í flestum tilvikum vel. Margt sem hefur tafist s.s. stoðþjónusta og atburðir féllu niður. Þá hefur innra matið tafist og það verður klárað í haust.
2. 1901032 - Farsímanotkun nemenda á skólatíma
Skólastjóri tók ákvörðun um að halda áfram eftir 1. maí út skólaárið.
Fræðslunefnd samþykkir samhljóða að halda því áfram að farsímanotkun verði ekki leyfð á skólatíma.
3. 2005008 - Fjárhagsáætlun 2021 - 2024
Úr fundargerð 245. fundar byggðarráðs 07.05.2020, dagskrárliður 10:
2005008 - Fjárhagsáætlun 2021 - 2024
Undirbúningur að vinnslu fjárhagsáætlunar.
Byggðarráð beinir því til nefnda sveitarfélagsins að ræða fjárhagsáætlun fyrir árið 2021 á fundum sínum í maí og júní, sérstaklega þá þætti sem varða fjárfestingar/framkvæmdir.
Samþykkt samhljóða.

Fræðslunefnd leggur áherslu á að fylgja eftir þeim framkvæmdum sem gert er ráð fyrir í skólastefnunni.
4. 2005009 - Jafnréttisáætlun - Kynjasamþætting
Samkvæmt jafnréttisáætlun Dalabyggðar skal í starfsemi sveitarfélagsins vinna út frá því að kynjasjónarmið verði hluti af þeim forsendum sem byggt er á við stefnumótun og gerð áætlan. Nefndir sveitarfélagsins skulu rýna stöðu sinna málaflokka m.t.t. kynjasamþættingar við upphaf vinnu við fjárhagsáætlun.
Fræðslunefnd horfir til kynjasamþættingar við vinnu sína og mun gæta að henni í þeim tillögum og málum sem lögð eru fram þ.á.m. tillögum vegna fjárhagsáætlunar næsta árs.
Samþykkt samhljóða.
5. 2006003 - Merkingar á skólabílum
Fyrir fundinum liggur bréf frá verktökum í skólaakstri þar sem óskað er eftir að nefndin veiti heimild/meðmæli þess efnis að ekki verði krafist merkinga á skólabifreiðum fyrir Auðarskóla. Nefndin þarf að gefa slík meðmæli svo Lögreglustjórinn á Vesturlandi geti veitt undanþágu. Í bréfi skólabílstjóra kemur fram að farið sé fram á undanþáguna þar sem öll börn í skólaakstri séu "sótt að heimili sínu og því aðeins hleypt inn og út þar og á sérstöku skólabílastæði við Auðarskóla". Í bréfinu er ennfremur vísað til þess að skilyrði fyrir því að farið verði fram á undanþágu séu uppfyllt með framangreindu fyrirkomulagi.
Fræðslunefnd hafnar beiðni um að mæla með undanþágu vegna merkinga á skólabílum. Merkingar verði í samræmi við það sem tiltekið er í útboðsskilmálum.
Samþykkt samhljóða.
6. 2002042 - Framhaldsskólanám, mögulegt samstarf við Menntaskóla Borgarfjarðar
Frá byggðarráði
Lagðar fram tillögur að tveimur könnunum.
Samþykkt samhljóða að senda könnun vegna framhaldsskóladeildar út til forráðamanna nemenda í 8. - 10. bekk og að könnun um námsaðstöðu verði sett á heimasíðu Dalabyggðar.
7. 2001056 - Íþrótta- og tómstundastefna Dalabyggðar
Formanni falið að ganga frá stefnunni í samræmi við umræður á fundinum. Stefnan verður síðan sett í umsagnarferli.
Samþykkt samhljóða.
Hlöðver Gunnarsson vék af fundi eftir 7. dagskrárlið.
8. 2003011 - Auglýst eftir sveitarfélögum til þátttöku í samstarfsverkefni
Mennta- og menningarmálaráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga óska eftir þátttöku sveitarfélaga í samstarfsverkefni sem miðar að því að endurskoða forsendur úthlutunar og ráðstöfunar fjármuna til kennslu og stuðnings í grunnskólum.
Lagt fram til kynningar.
Mál til kynningar
9. 2005037 - Boðun um ytra mat Auðarskóla
Menntamálastofnun boðar að ytra mat Auðarskóla verði haustið 2020
Ytra mati er fagnað af Auðarskóla. Í matinu felast ýmis tækifæri.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:00 

Til bakaPrenta