Til bakaPrenta
Byggðarráð Dalabyggðar - 270

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
24.06.2021 og hófst hann kl. 08:00
Fundinn sátu: Skúli Hreinn Guðbjörnsson formaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir aðalmaður,
Sigríður Huld Skúladóttir varamaður,
Kristján Sturluson sveitarstjóri,
Fundargerð ritaði: Kristján Sturluson, sveitarstjóri
Lagt til að eftirtöldu málum verði bætt á dagskrá fundarins:
Mál.nr. 2104039 - Ræstingar í Dalabyggð, almennt mál, verði dagskrárliður 14.
Röð annarra dagskrárliða breytist í samræmi við framangreint.
Samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2105026 - Fjárhagsáætlun - Viðauki III
Lagt fyrir byggðarráð í umboði sveitarstjórnar í orlofi hennar.
Villa var í viðauka III þar sem viðhald tjaldsvæðis var allt fært á tjaldsvæðið Laugum. Átti að skiptast þannig að kr. 150.000 voru vegna tjaldsvæðisins á Laugum og kr. 780.000 vegna tjaldsvæðisins í Búðardal.

Samþykkt samhljóða.
2. 2105015 - Sjálfboðavinnuverkefni 2021
Úr fundargerð 268. fundar byggðarráðs 27.05.2021, dagskrárliður1:
2105015 - Sjálfboðavinnuverkefni 2021
Sex umsóknir bárust frá þremur aðilum. Ein umsókn til viðbótar barst eftir að umsóknarfrestur var runninn út.
Planið við N1. Hafnað þar sem kostnaður við viðgerð kemur annars staðar frá.
Göngustígur milli Ægisbrautar og Stekkjarhvamms. Samþykkt
Hóllinn upp af "Síberíu". Hafnað. Of dýrt verkefni.
Mómold. Samþykkt.
Leikvöllur við Stekkjarhvamm. Samþykkt.
Gólf í Röðli. Samþykkt.

Fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir kr. 200.000 í sjálfboðavinnuverkefni. Samþykkt verkefni eru kr. 358.468. Það sem þau eru umfram fjárhagsáætlun er ekki hægt að samþykkja þau endanlega nema til þess fáist breyting á fjárhagsáætlun. Þetta er því gert með fyrirvara um samþykkt viðauka við fjárhagsáætlun. Afgreiðslu er því frestað.

Ein umsókn var fyrir mistök ekki tekin fyrir á síðasta fundi en hún fjallar um að klára gangstétt á horni Brekku- og Stekkjarhvamms. Þeirri umsókn er hafnað.
Afgreiðsla síðasta fundar staðfest samhljóða.
Kristján Ingi Arnarsson sat fundinn undir dagskrárlið 2.
3. 1901043 - Skólaakstur 2019 - 2022
Náðst hefur samkomulag varðandi stækkun bíls. Byggðarráð leggur til að heimild til framlengingar í eitt ár verði nýtt og ekki verði því farið í að bjóða út skólaakstur að svo stöddu. Leitað verður álits allra sveitarstjórnarfulltrúa á þessari breytingu áður en ákvörðun verður tekin í byggðarráði í umboði sveitarstjórnar.
Samþykkt samhljóða.
4. 2101043 - Lóðarleigusamningar í Dalabyggð - uppfærðir
Gunnarsbraut 5
Lóðarleigusamningur samþykktur.
5. 2010024 - Breyting varðandi varamenn í sveitarstjórn
Lagt fyrir byggðarráð í umboði sveitarstjórnar í orlofi hennar.
Þorkell Cýrusson tilkynnir afsögn sem varamaður í sveitarstjórn Dalabyggðar þar sem hann er fluttur úr sveiterfélaginu.
Röð varamanna í sveitarstjórn er nú þessi:
1. Anna Berglind Halldórsdóttir
2. Jón Egill Jónsson
3. Sigurður Bjarni Gilbertsson
4. Sindri Geir Sigurðarson

Samþykkt samhljóða.
6. 2010009 - Kannanir - framhaldsskóladeild og námsaðstaða
Frá sveitarstjórn og sveitarstjórnarfundi unga fólksins.

Úr fundargerð 206. fundar sveitarstjórnar, 10.06.2021, dagskrárliður 17:
2010009 - Kannanir - framhaldsskóladeild og námsaðstaða
Úr fundargerð 205. fundar sveitarstjórnar 20.05.2021, dagskrárliður 4:
2010009 - Kannanir - framhaldsskóladeild og námsaðstaða
Úr fundargerð 103. fundar fræðslunefndar 29.04.2021, dagskrárliður 3:
2010009 - Kannanir - framhaldsskóladeild og námsaðstaða
Skiptar skoðanir voru innan ungmennaráðs og áhyggjur af félagslífinu. Þarf að búa til okkar skólaumhverfi og -brag.
Fræðslunefnd leggur áherslu á að ungmennaráði sé haldið upplýstu um framgang málsins og vísar því til umfjöllunar á sveitarstjórnarfundi unga fólksins 10. júní.
Samþykkt samhljóða.
Fræðslunefnd leggur til við sveitarstjórn að gengið verði til formlegra viðræðna við Framhaldsskóla Snæfellinga um stofnun og rekstur framhaldsskóladeildar í Dalabyggð.
Samþykkt með þremur atkvæðum (SHS, JHS, PJ), tveir (JEJ, HSG) sitja hjá.
Málinu frestað til næsta sveitarstjórnarfundar, að loknum sveitarstjórnarfundi unga fólksins.
Til máls taka: Einar, Eyjólfur.
Samþykkt samhljóða.
Til máls tóku: Sigríður, Einar, Eyjólfur.
Eyjólfur leggur fram tillögu um að vísa málinu til byggðarráðs og það verði unnið í samstarfi við formann fræðslunefndar.
Samþykkt samhljóða.

Ákveðið að óska eftir fundi með Framhaldsskóla Snæfellinga.
Sigríður Huld Skúladóttir formaður fræðslunefndar sat fundinn undir dagskárlið 6.
7. 2008005 - Málefni Auðarskóla
Lagt fyrir byggðarráð í umboði sveitarstjórnar í orlofi hennar.

Fært í trúnaðarbók.
Einar Jón Geirsson vék af fundi undir dagskrárlið 7. Í hans stað sat Sigríður Huld Skúladóttir varamaður í byggðarráði fundinn undir þessum dagskrárlið.
8. 1911028 - Undirbúningur íþróttamannvirkja í Dalabyggð
Lagt fyrir byggðarráð í umboði sveitarstjórnar í orlofi hennar.
Frá sveitarstjórnarfundi unga fólksins.

Sveitarstjórnarfundur unga fólksins lýsti stuðningi við byggingu íþróttamannvirkja.
Byggðarráð þakkar fyrir stuðninginn við verkefnið. Starfshópur vinnur að verkefninu í umboði sveitarstjórnar.
9. 2106020 - Umhverfi og ásýnd í Dalabyggð
Lagt fyrir byggðarráð í umboði sveitarstjórnar í orlofi hennar.
Frá sveitarstjórnarfundi unga fólksins: "Ungt folk í Dalabyggð hvetur íbúa til að hafa snyrtilegt í kringum sig og vill að sveitarfélagið sinni umhverfinu okkar til að ásýnd þess verði til Fyrirmyndar og að allir geti notið þess að búa í Dalabyggð og líka ferðast um, hvort sem það eru íbúar eða gestir".

Byggðarráð tekur undir áskorun sveitarstjórnarfundar unga fólksins.
10. 2106019 - Úrbætur á skólalóð Auðarskóla
Lagt fyrir byggðarráð í umboði sveitarstjórnar í orlofi hennar.
Frá sveitarstjórnarfundi unga fólksins.

Vísað til fjárhagsáætlunargerðar.
Samþykkt samhljóða.
11. 2106021 - Sala á pallbíl
Lagt til að eldri pallbíllinn í eigu sveitarfélagsins verði seldur. Ekki var gert ráð fyrir sölunni í fjárhagsáætlun.
Samþykkt samhljóða að selja bílinn.
12. 2106023 - Stjórnsýslukæra vegna gjaldskrár fyrir hirðingu, móttöku og eyðingu dýrahræja.
Lagt fyrir byggðarráð í umboði sveitarstjórnar í orlofi hennar.
Sveitarstjóra falið að svara erindinu í samráði við lögmann.
Samþykkt samhljóða.
Kæra vegna gjaldskrár fyrir söfnun og eyðingu dýraleifa í Dalabyggð.pdf
13. 2104007 - Klofningsvegur nr. 590, vegur fyrir Strandir
Samþykkt samhljóða að óska eftir því að svæðisstjóri Vegagerðarinnar komi á fund byggðarráðs.
14. 2104039 - Ræstingar í Dalabyggð
Endurskoðuð verðhugmynd liggur fyrir.
Byggðarráð fellst ekki á verðtillöguna.
Samþykkt samhljóða.
Fundargerðir til kynningar
15. 2101006 - Fundargerðir stjórnar Bakkahvamms hses - 2021
Lagt fyrir byggðarráð í umboði sveitarstjórnar í orlofi hennar.
Fundur stjórnar Bakkahvamms 7062021.pdf
16. 2101007 - Fundargerðir Sambands ísl. sveitarfélaga - 2021
Lagt fyrir byggðarráð í umboði sveitarstjórnar í orlofi hennar.
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 899.pdf
17. 2101005 - Fundargerðir Dalagistingar ehf.- 2021
Lagt fyrir byggðarráð í umboði sveitarstjórnar í orlofi hennar.
Dalagisting ehf 85.pdf
Mál til kynningar
18. 2105020 - Framkvæmdir 2021
Minnisblað lagt fram.
Farið yfir stöðuna á fjárfestingar- og viðhaldsverkefnum.
Framkvæmdir_minnisblað 2021-06-23.pdf
Kristján Ingi Arnarsson sat fundinn undir dagskrárlið 18.
19. 2106015 - Fasteignaskattar á atvinnuhúsnæði
Lagt fyrir byggðarráð í umboði sveitarstjórnar í orlofi hennar.
Erindi frá Félagi atvinnurekenda.

Fasteignaskattur á atvinnuhúsnæði.pdf
20. 2006010 - Samstarf safna á Vesturlandi
Lagt fyrir byggðarráð í umboði sveitarstjórnar í orlofi hennar.
Skýrsla um samstarf safna á Vesturlandi lögð fram.

Aukin samvinna safna sveitarfélaga á Vesturlandi _loka.pdf
Samstarf safna á Vesturlandi_19052021_SSV.pdf
21. 2106022 - Óskað eftir sveitarfélögum til að rýna verkfærakistu í loftslagsmálum
Lagt fyrir byggðarráð í umboði sveitarstjórnar í orlofi hennar.
Erindi frá Sambandi ísl. sveitarfélaga

Samþykkt að taka þátt í verkefninu.
Tölvupóstur - 18_06_2021 - Frá Sambandi ísl sveitarfélaga.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:35 

Til bakaPrenta