Til bakaPrenta
Byggðarráð Dalabyggðar - 303

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
26.01.2023 og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu: Skúli Hreinn Guðbjörnsson formaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Guðlaug Kristinsdóttir aðalmaður,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Fundargerð ritaði: Jóhanna María Sigmundsdóttir, Verkefnastjóri atvinnu- kynningar- og menningarmála


Dagskrá: 
Almenn mál
Fulltrúar Vegagerðarinnar, Pálmi Þór Sævarsson umdæmisstjóri og Sæmundur Kristjánsson yfirverkstjóri, komu á fundinn sem gestir undir dagskrárlið 1.
Viðar Þór Ólafsson verkstjóri hjá Dalabyggð kom inn á fundinn og sat undir dagskrárlið 1.
1. 2208004 - Vegamál
Fulltrúar Vegagerðarinnar mæta til fundar, til umræðu eru vegamál almennt, framkvæmdir sem og fyrirkomulag snjómoksturs.
Rætt um framkvæmdir, fyrirhuguð útboð, hraðahindranir og mælingar í þéttbýli, snjómokstur, brýr, styrkvegi, upplýsingar á vefsíðu Vegagerðarinnar, girðingar, merkingar lögbýla og skilti.
Klofningsvegur (8km) og Steinadalsvegur/Ólafsdalsvegur (7,5km) fara í útboð í vor, unnið er að hönnun.
Einbreiðum brúm fækkar, brúm á Dunká og Skraumu skipt út í framkvæmdum sem standa yfir núna.
Umsóknum um fjármagn til styrkvega er að fjölga.
Rekstrarhalli er á snjómokstri, sendar hafa verið tillögur að breytingum á snjómokstri á starfssvæðinu.
Vegagerðin heldur við ákveðnum girðingum meðfram vegum, landeiganda ber skylda til að halda við sínum girðingum meðfram vegsvæði og getur þá sótt um styrk til Vegagerðarinnar. Girðingar sem fá styrk eru teknar út. Átaksverkefni hafa verið tekin í þessum málaflokki. Samkvæmt lögum er það á ábyrgð sveitarfélaga að sjá til þess að girðingum sé viðhaldið. Vegur nr. 60 hefur forgang þá í fjármuni á starfssvæðinu.
Er kemur að merkingum lögbýla er það sveitarfélagsins að kaupa skiltið og rörin en Vegagerðin setur það upp.

Byggðarráð þakkar Pálma og Sæmundi fyrir komuna og samtalið.
2. 2211020 - Gjaldskrár
Rætt um gjaldskrá gatnagerðargjalda
Rætt um mögulegar útfærslur á afslætti af gatnagerðargjöldum.

Lagt til að vísa málinu til umhverfis- og skipulagsnefndar.

Samþykkt samhljóða.
3. 2212006 - Umsókn um lóð Iðjubraut 4
Framlögð umsókn um lóð að Iðjubraut 4.
Umsókn samþykkt.
4. 2301027 - Skólaakstur 2023-2026
Núgildandi samningar um skólaakstur í Dalabyggð renna út í lok skólaársins. Framlagt minnisblað sveitarstjóra um mögulega útfærslu á undirbúningi útboðs sem og núgildandi reglur um skólaakstur í Dalabyggð.
Lagt til að undirbúningur að útboði verði hafinn, í samstarfi við Ríkiskaup.

Samþykkt samhljóða.
Reglur um skólaakstur, gilda frá 2021.pdf
5. 2301028 - Grassláttur og hirðing 2023
Framlagt minnisblað sveitarstjóra varðandi grasslátt á vegum Dalabyggðar í kjölfar þess að óskað var eftir að losna undan samningi af hálfu þess verktaka sem var með verkið.
Lagt til að farið verði í verðkönnun fyrir grasslátt á vegum Dalabyggðar.

Samþykkt samhljóða.
Minnisblað v.verðkönnunar janúar 2023.pdf
6. 2212009 - Afskriftarbeiðni
Samþykkt samhljóða.

Lagt til að veitt verði heimild til að hækka niðurfærslu vegna skatttekna um 1.900.000 kr.-
Samþykkt samhljóða.
7. 2301021 - Nýsköpunarsetur Dalabyggðar 2023
Byggðarráð tekur til umfjöllunar gjaldskrá Nýsköpunarseturs Dalabyggðar fyrir árið 2023.
Lagt til að gjaldskrá haldist óbreytt.

Samþykkt samhljóða.
Gjaldskrá Nýsköpunarseturs Dalabyggðar.pdf
8. 2301024 - Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags
Framlögð umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags - trúnaðarmál.
Viðar Þór Ólafsson situr fundinn undir dagskrárlið 9.
9. 1502021 - Reglur um snjómokstur og hálkuvarnir
Rætt um snjómokstur og hálkuvarnir í dreif- og þéttbýli.
10. 1702012 - Starfsmannamál 2023
Sveitarstjóri kynnti tillögu að skipuriti Dalabyggðar.
Lagt til að framlagt skipurit taki gildi.

Samþykkt samhljóða.
Dalabyggð - skipurit_drög.pdf
11. 2209011 - Samningur Vegagerðin og Slökkvilið Dalabyggðar v. hreinsun vettvangs
Framlögð drög að samningi á milli Slökkviliðs Dalabyggðar og Vegagaerðarinnar.
Málinu frestað til næsta fundar.
12. 2212007 - Umboð vegna kjarasamninga
Framlögð skjöl þar sem Sambandi íslenskra sveitarfélaga er veitt umboð til kjaraviðræðna f.h. Dalabyggðar og Silfurtúns.
Dalabyggð_umboð 2022_undirritað..pdf
Hjúkrunarh. Silfurtún_Dalabyggð_umboð 2022_undirritað.pdf
13. 2211018 - Erindi vegna reksturs Vínlandssetur
Lagt fram bréf frá rekstraraðilum Vínlandsseturs.
Sveitarstjóra og verkefnastjóra falið að útbúa minnisblað.

Samþykkt samhljóða.
Daníel Haraldsson dýralæknir og Viðar Þór Ólafsson starfsmaður Dalabyggðar sátu fundinn undir þessum lið.
14. 2301034 - Búfjárhald
Rætt um búfjárhald í Dalabyggð.
Daníel þakkað fyrir komuna og samtalið.
15. 2301019 - Fjósar 2023
Rætt um fasteignir Dalabyggðar að Fjósum.
Lagt til að bíða með söluferli en fasteignum verði komið í áframhaldandi nýtingu.

Samþykkt samhljóða.
Einar vék af fundi undir dagskrárlið 16.
16. 2301052 - Beiðni um afslátt á leigu vegna þorrablóts í Dalabúð
Lagt fram erindi frá þorrablótsnefnd Ólafs Pá.
Lagt til að veita 50% afslátt í samræmi við ákvæði í gjaldskrá.

Samþykkt samhljóða.
Einar kom aftur inn á fundinn.
17. 2301053 - Sælingsdalstunga 2023
Í fjárhagsáætlun ársins 2023 er heimild til þess að setja Sælingsdalstungu í sölumeðferð.
Sveitarstjóra falið að hefja viðræður við fasteignasala og koma eigninni í söluferli.

Samþykkt samhljóða.
18. 2204013 - Uppbygging íþróttamannvirkja í Búðardal
Rætt um stöðu mála í ljósi viljayfirlýsingar um samstarf við Eykt ehf. frá 10. október 2022.
Rætt um stöðu mála.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:05 

Til bakaPrenta