Til bakaPrenta
Félagsmálanefnd Dalabyggðar - 67

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
06.09.2023 og hófst hann kl. 13:30
Fundinn sátu: Eyjólfur Ingvi Bjarnason formaður,
Ragnheiður Pálsdóttir aðalmaður,
Sigrún B Halldórsdóttir varamaður,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Jóna Björg Guðmundsdóttir Verkefnastjóri.
Fundargerð ritaði: Björn Bjarki Þorsteinsson, sveitarstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2301067 - Starfsemi Dalabyggðar í málaflokknum
Farið yfir og kynnt nýtt starf innan málaflokksins í Dalabyggð. Sveitarstjóri og verkefnastjóri fjölskyldumála kynntu hlutverk nýs starfsmanns.
2. 2211015 - Samstarf um félagsþjónustu og barnavernd
Farið yfir stöðu mála í viðræðum við Reykhóla og Strandir um samstarf í félagsþjónustu.
Einnig kynnt staða mála í samningaviðræðum við Akraneskaupstað um umsjón barnaverndarmála.

3. 2307001 - Fjárhagsáætlun 2024-2027
Kynntur og yfirfarin tímarammi við gerð fjárhagsáætlun Dalabyggðar fyrir árin 2024 til 2027. Félagsmálanefnd ræðir þær áherslur sem nefndarmenn vilja leggja áherslu á við vinnuna tengt þeim málaflokki sem undir nefndina heyrir.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:30 

Til bakaPrenta