Til bakaPrenta
Stjórn Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns - 53

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
11.01.2022 og hófst hann kl. 16:05
Fundinn sátu: Ragnheiður Pálsdóttir aðalmaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Skúli Hreinn Guðbjörnsson aðalmaður,
Kristján Sturluson embættismaður,
Haflína Ingibjörg Hafliðadóttir hjúkrunarforstjóri,
Fundargerð ritaði: Kristján Sturluson, Sveitarstjóri
Lagt til að eftirtöldum málum verði bætt á dagskrá fundarins:
Mál.nr.: 2201022 - Viðhorfskönnun meðal íbúa og aðstandenda á Silfurtúni, almennt mál, verði dagskrárliður 2.
Mál.nr.: 2201021 - Stefna Silfurtúns, almennt mál, verði dagskrárliður 3.
Mál.nr.: 2201020 - Starfsmannastefna Silfurtúns, almennt málm verði dagskrárliður 4.
Röð annarra dagskrárliða breytist í samræmi við framangreint.
Samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2012023 - Rekstur Silfurtúns 2021
Ekki er heimilt að nýta dvalarrými sem hvíldarrými heldur einungis hjúkrunarrými. Hjúkrunarrými voru ofnýtt á sl. ári en verið er að óska eftir tímabundinni breytingu á samningi fyrir nóvember og desember.
Eitt dvalarrými er laust.
Auglýst var eftir starfsfólki í gegnum alfreð.is.
Heimsóknarreglur óbreyttar.
Rætt um framkvæmdir við baðherbergi.
2. 2201022 - Viðhorfskönnun meðal íbúa og aðstandenda á Silfurtúni
Viðhorfskönnun meðal íbúa og aðstandenda þeirra á Silfurtúni. Hefur áður verið fjallað um þetta atriði undir máli 2012023-Rekstur Silfurtúns 2021.
Spurningalistar samþykktir samhljóða og verða settir af stað sem fyrst.
3. 2201021 - Stefna Silfurtúns
Frestað til næsta fundar.
4. 2201020 - Starfsmannastefna Silfurtúns
Frestað til næsta fundar.
Mál til kynningar
5. 2102015 - Erindi frá SFV 2021
Samningsumboð til Sambands ísl. sveitarfél og SFV skv. ákvörðun 282. fundar byggðarráðs 16.12.2021.
Samningsumboð til Sambands ísl sveitarfélaga og SFV.pdf
6. 2110023 - Samstarf um rekstur öldrunarheimilis.
Fulltrúar Dalabyggðar og Reykhólahrepps funduðu 5. janúar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:05 

Til bakaPrenta