| |
1. 2412009 - Könnunarviðræður Dalabyggðar og Húnaþings vestra | |
Til máls tóku: Ingibjörg, Eyjólfur, Ingibjörg (annað sinn).
Lögð fram tillaga að bókun:
Í bréfi dagsettu 6. maí 2025 leggur verkefnisstjórn um óformlegar sameiningarviðræður Dalabyggðar og Húnaþings vestra til við sveitarstjórnir sveitarfélaganna tveggja að gengið verði til formlegra viðræðna um sameiningu skv. 119. grein sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkir fyrir sitt leyti að hefja formlegar sameiningarviðræður við sveitarstjórn Húnaþings vestra skv. 119. grein sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Sveitarstjórn skipar eftirtalda tvo aðalfulltrúa og til vara í samstarfsnefnd sem skal kanna möguleika á sameiningu sveitarfélaganna:
Aðalfulltrúar Dalabyggðar í samstarfsnefnd verði:
Ingibjörg Þóranna Steinudóttir og Skúli Hreinn Guðbjörnsson
Varafulltrúar Dalabyggðar í samstarfsnefnd verði:
Þuríður Sigurðardóttir og Guðlaug Kristinsdóttir
Með samstarfsnefndinni starfi Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri
Sveitarstjórn beinir því til samstarfsnefndar að stefnt verði að kosningu um sameiningu eigi síðar en í desember 2025. Samstarfsnefnd skal leita eftir sjónarmiðum og hugmyndum íbúa, starfsmanna og annarra hagsmunaaðila við undirbúning tillögu sem lögð verður fyrir íbúa í atkvæðagreiðslu. Samstarfsnefnd er falið að gera verk- og tímaáætlun fyrir verkefnið og sækja um framlag úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til að standa straum af kostnaði.
Samþykkt samhljóða að vísa málinu til seinni umræðu í sveitarstjórn.
| 6.maí 2025, bréf verkefnastjórnar til Sveitarstjórn Dalabyggðar.pdf | Könnunarviðræður Dalabyggðar og Húnaþings vestra - Forsendur 6. maí 2025 v3.pdf | | |
|
2. 2411009 - Lánasamningur 2024/2025 - Lánasjóður sveitarfélaga | |
Til máls tók: Björn Bjarki
Samþykkt samhljóða. | | |
|
3. 2410009 - Fjallskilasamþykkt | |
Til máls tóku: Eyjólfur, Björn Bjarki, Eyjólfur (annað sinn).
Lagt til að haft verði samband við fjallskilanefndir aðliggjandi sveitarfélaga fyrir samræmingu dagsetninga. Samþykkt samhljóða.
Lagt til að málinu verði frestað til næsta fundar. Samþykkt samhljóða. | FJALLSKILASAMÞYKKT_Dalabyggðar_fyrri_umraeda..pdf | Varðandi Fjallskilasamþykkt Dalabyggðar.pdf | Fundargerð-14.04.2025.pdf | | |
|
|
5. 2505005 - Aðalfundarboð Fjárfestingafélagið Hvammur | |
Til máls tók: Ingibjörg.
Ingibjörg Þóranna Steinudóttir hefur beðist lausnar frá stöðu fulltrúa í stjórn félagsins. Lagt til að Einar Jón Geirsson taki sæti sem fulltrúi í stjórn félagsins í hennar stað.
Samþykkt samhljóða. | Fjárfestingafélagið Hvammur ehf - aðalfundarboð 2025..pdf | | |
|
| |
6. 2503006F - Byggðarráð Dalabyggðar - 335 | Lögð fram til kynningar. | 6.1. 2406005 - Íþróttamannvirki í Búðardal 2024 Staða mála kynnt. | 6.2. 2410009 - Fjallskilasamþykkt Málinu vísað til seinni umræðu hjá sveitarstjórn. | 6.3. 2504007 - Umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka Sveitarstjóra falið að ganga frá málinu í samræmi við reglur um styrk til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka. | 6.4. 2504006 - Umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka Sveitarstjóra falið að ganga frá málinu í samræmi við reglur um styrk til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka. | 6.5. 2504019 - Umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts Sveitarstjóra falið að ganga frá málinu í samræmi við reglur um styrk til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka. | 6.6. 2504013 - Bréf til framkvæmdastjóra sveitarfélaga frá eftirlitsnefnd með fjámálum sveitarfélaga Framlagt til upplýsingar og sveitarstjóra falið að svara Eftirlitsnefnd. | 6.7. 2209012 - Laugar í Sælingsdal Staða mála kynnt. | 6.8. 2412009 - Könnunarviðræður Staða mála kynnt. | 6.9. 2301067 - Starfsmannamál Starfsmannahald rætt. Áfram unnið að endurnýjun jafnlaunavottunar. | | |
|
7. 2504001F - Fræðslunefnd Dalabyggðar - 140 | Lögð fram til kynningar. | 7.1. 2404001 - DalaAuður - staða mála Nefndin þakkar Lindu fyrir komuna á fundinn og kynningu á stöðu DalaAuðs og yfirferð verkefna sem stuðningur hefur fengist við í gegnum C1. | 7.2. 2501009 - Málefni grunnskóla 2025 Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leiti tillögu að skóladagatali fyrir næsta skólaár, þ.m.t. að Skólaþing verði haldið þann 28.ágúst 2025.
| 7.3. 2501010 - Málefni leikskóla 2025 Fræðslunefnd samþykkir tillögu skólastjóra að skilgreiningu á barngildum sem verði notað til að ákvarða varðandi t.a.m. mönnunarþörf leikskólans. Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leiti drög að skóladagatali fyrir næsta skólaár en með þeim fyrirvara að starfsfólk samþykki það upplegg sem lagt er upp með. | 7.4. 2505004 - Leikskólamál - verklagsreglur Samþykkt að skoða gildandi verklagsreglur vegna manneklu m.a. m.t.t. gildandi kjarasamninga fyrir næsta fund. | 7.5. 2501012 - Málefni Tónlistarskóla 2025 | 7.6. 2501027 - Farsæld barna í Dalabyggð Samþykkt að nota tækifærið á væntanlegu Skólaþingi í upphafi næsta skólaárs til að ræða um farsæld barna og verkefni því tengdu. | 7.7. 2412001 - Félagsmiðstöðin Gildran | 7.8. 2208010 - Tómstundir í Dalabyggð Búið er að manna starfið hjá Íþróttafélaginu Undra í sumar varðandi leikjanámskeið fyrir 1. til 6 bekk og er það ánægjuefni. Verið er að kortleggja hvernig staðið verður að íþróttaæfingum í sumar og verður skipulagið kynnt þegar mál skýrast frekar. Fyrirhugað er að bjóða upp á reiðnámskeið á vegum hestamannafélagsins Glaðs í sumar og verður fyrirkomulagið kynnt þegar mál skýrast frekar. | 7.9. 2505001 - Lýðheilsa Fræðslunefnd felur lýðheilsufulltrúa að taka saman minnisblað um hvað Dalabyggð þarf að gera til að verða aðili að heilsueflandi samfélagi. | | |
|
8. 2503007F - Atvinnumálanefnd Dalabyggðar - 53 | Lögð fram til kynningar. | 8.1. 2503014 - Forgangsröðun innviðamála í Dalabyggð Verkefnastjóra falið að hefja vinnu við sameinaða skýrslu. Rætt að fjalla um vegamál, fjarskiptamál, rafmagn og húshitun (hitaveitu) til að byrja með.
| 8.2. 2410009 - Fjallskilasamþykkt Rætt um dagsetningar aðliggjandi sveitarfélaga (fyrri og seinni), gæta þarf samræmis með þeim sem vinna þarf með að fjallskilum. Skoða þarf orðalag varðandi skyldur aðila sem hafa jörð til ábúðar eða umráða.
| 8.3. 2504014 - Erindi vegna byggðakvóta Nefndin tekur vel í erindið og felur verkefnastjóra að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum. | 8.4. 2501037 - Upplýsingar um atvinnuleysi 2025 Lagt fram til kynningar. | | |
|
9. 2504002F - Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 156 | Lögð fram til kynningar. | 9.1. 2308002 - Deiliskipulag í Búðardal Tillögurnar teknar fyrir að lokinni auglýsingu skv, 3 málsgrein 41. greinar skipulagslaga, með lagfæringum, sbr. samantekt, vegna fram kominna athugasemda. Tillaga samþykkt. | 9.2. 2505002 - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna skógræktar Skipulagsfulltrúa falið að afgreiða framkvæmdaleyfi, skv. 13. grein skipulagslaga, að uppfylltum skilyrðum. | 9.3. 2504017 - Umsókn um breytt staðfang Erindi frestað | 9.4. 2505006 - Ljósleiðari í S-hluta Búðardals - framkvæmdarleyfi Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að veita framkvæmdaleyfi fyrir lagningu ljósleiðara skv. fyrirliggjandi gögnum. Mikilvægt er að horft til nýs deiliskipulags og tillit tekið til allra lóða við framkvæmdina. | | |
|
|
11. 2501002 - Fundargerðir Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi 2025 | |
Lagðar fram til kynningar. | 188 fundur stjórnar SSV - fundargerð..pdf | 187 fundur stjórnar SSV - fundargerð..pdf | | |
|
| |
12. 2504012 - Frá sambandsþingi UDN - þakkarbréf og ársskýrsla | |
Til máls tóku: Björn Bjarki og Ingibjörg.
Sveitarstjórn sendir UDN hamingjuóskir með árangur sambandsins í þeirra góða starfi en UDN uppfyllir nú skilyrði fyrir Fyrirmyndarfélag ÍSÍ.
Samþykkt samhljóða. | Þakkir frá sambandsþingi UDN.pdf | Árskýrsla UDN fyrir árið 2024.pdf | | |
|
13. 2501008 - Skýrsla sveitarstjóra 2025 | Til máls tók: Björn Bjarki. | 256. fundur 8. maí 2025.pdf | | |
|
Rætt um hönnun á Lóð/umhverfi íþróttamannvirkja m.t.t. skólalóðar og næsta nágrennis.