Til bakaPrenta
Atvinnumálanefnd Dalabyggðar - 45

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
26.02.2024 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Garðar Freyr Vilhjálmsson formaður,
Jón Egill Jóhannsson aðalmaður,
Sigrún H. Sigurðardóttir aðalmaður,
Sigurður Bjarni Gilbertsson aðalmaður,
Jóhanna María Sigmundsdóttir Verkefnastjóri ,
Fundargerð ritaði: Jóhanna María Sigmundsdóttir, Verkefnastjóri atvinnu- kynningar- og menningarmála


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2402019 - Ferðaþjónusta í Dalabyggð 2024
Rætt um markaðsverkefni sem eru í gangi og komandi sumar. Stefnt að samhristingi ferðaþjóna með vorinu.
Broadstone verkefnið er hafið og fyrstu upptökur í gangi, handbók ferðaþjóna fer í dreifingu í mars (eftir yfirlestur).
Þorsteinn Gunnlaugsson frá Gagna sat fundinn sem gestur undir dagskrárlið 2.
2. 2401038 - Staða og framtíð fjarskiptamála á Vesturlandi - skýrsla
Þann 22. janúar var kynning á skýrslu SSV, sem unnin var af Gagna um stöðu og framtíð fjarskiptamála á Vesturlandi kynnt.
Atvinnumálanefnd fær Þorstein Gunnlaugsson á fundinn til að fara yfir stöðu Dalabyggðar í málaflokkinum og leggur drög að forgangsröðun Dalabyggðar í fjarskiptamálum.

Atvinnumálanefnd leggur drög að forgangsröðun vegna farsímasambands í Dalabyggð.

Nefndin þakkar Þorsteini fyrir komuna.
Lokautgafa-SSV-Fjarskiptauttekt-2.4 (1).pdf
3. 2402009 - Þróunarverkefni í Dalabyggð 2024
Rætt um núverandi, tilvonandi og möguleg þróunarverkefni í Dalabyggð.
Staða verkefna rædd.
Mál til kynningar
4. 2401029 - Upplýsingar um atvinnuleysi 2024
Skráð atvinnuleysi í janúar var 3,8% og hækkaði úr 3,6% í desember. Í janúar 2023 var atvinnuleysið hins vegar 3,7%. Atvinnuleysi var 4,0% á landsbyggðinni í janúar og hækkaði úr 3,5% frá desember. Atvinnulausum fjölgaði í flestum atvinnugreinum í janúar, mest var fjölgunin í verslun og vöruflutningum.
Á Vesturlandi fór atvinnuleysi úr 2,9% upp í 3,1%.
Alls komu inn 289 ný störf sem auglýst voru í vinnumiðlun hjá Vinnumálastofnun í janúar, þar af aðeins 5 á Vesturlandi.

Lagt fram til kynningar.
januar-2024-skyrsla.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:45 

Til bakaPrenta