Til bakaPrenta
Sveitarstjórn Dalabyggðar - 211

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
11.11.2021 og hófst hann kl. 16:06
Fundinn sátu: Eyjólfur Ingvi Bjarnason oddviti,
Skúli Hreinn Guðbjörnsson aðalmaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir aðalmaður,
Pálmi Jóhannsson aðalmaður,
Kristján Sturluson sveitarstjóri,
Anna Berglind Halldórsdóttir aðalmaður,
Jón Egill Jónsson varamaður,
Fundargerð ritaði: Kristján Ingi Arnarsson, umsjónarmaður framkvæmda
Lagt til að eftirfarandi máli verði bætt á dagskrá fundarins:
Mál.nr.: 2111011 - Vinnslutillaga Aðalskipulags Reykhólahrepps 2021-2033, almennt mál, verði dagskrárliður 15.
Mál.nr.: 2009024 - Íþrótta- og tómstundastyrkir til lágtekjuheimila vegna Covid-19, almennt mál, verði dagskrárliður 16.
Mál.nr.: 2111013 - Gjaldskrá og rekstraráætlun Sorpurðunar Vesturlands 2022, mál til kynningar, verði dagskrárliður 33.
Röð annarra dagskrárliða breytist í samræmi við framangreint.

Samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2104022 - Fjárhagsáætlun 2022 og 2023-2025
Úr fundargerð 279. fundar byggðarráðs 3.11.2021, dagskrárliður 1:
2104022 - Fjárhagsáætlun 2022 og 2023-2025
Tillaga að álagningarhlutfalli útsvars, fasteignaskatts og lóðarleigu lögð fram.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að álagningarhlutfall útsvars 2022 verði 14,52% og álagningarhlutfall fasteignaskatts a) 0,50% af álagningarstofni íbúðarhúsa, útihúsa og sumarbústaða ásamt lóðarleiguréttindum og jarðeigna skv. a-lið 3. gr. laga nr. 4/1995 umtekjustofna sveitarfélaga. b) 1,32% af álagningarstofni opinbers húsnæðis, skv. b-lið 3. gr. laga nr. 4/1995. c) 1,50% af álagningarstofni allra annarra fasteigna og lóða skv. c-lið 3. gr. laga nr. 4/1995. Afsláttur af fasteignaskatti ellilífeyrisþega og öryrkja sbr. 4. mgr. 5. gr. laga nr. 4/1995 og reglur Dalabyggðar hækkar sem nemur breytingu á launavísitölu milli áranna 2019 og 2020 (desembervísitala) eða um 7,2% og upphæðir síðan námundaðar niður að næsta þúsundi.
Samþykkt samhljóða.

Til máls tóku: Anna, Einar, (hlé á fundi vegna tæknilegra örðugleika) og Skúli.
Tillagan samþykkt samhljóða.
Tillaga um álagningarhlutfall útsvars og fasteignagjalda 2022.pdf
2. 2110052 - Fjárhagsáætlun 2021 - Viðauki VII.
Úr fundargerð 279. fundar byggðarráðs 3.11.2021, dagskrárliður 2:
2110052 - Fjárhagsáætlun 2021 - Viðauki VII.
Fallið verði frá lántöku 2021 og í staðin gengið á handbært fé.
Tekjujöfnunarframlag úr Jöfnunarsjóði er um 12 m.kr. lægra en áætlað var.
Viðauki VII samþykktur samhljóða og vísað til afgreiðslu í sveitarstjórn.

Í tillögu að viðauka VII eru lagðar til eftirfarandi breytingar:
Hætt við niðurrif á hesthúsi (kr. 500.000) og lækkun kostnaðar vegna vinnustaðagreiningar Auðarskóla (kr. 2.500.000).
Staðgreiðslutekjur hækka um kr. 10.000.000 en tekjujöfnunarframlag frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga lækkar um kr. 11.165.000.
Fallið frá lántöku kr. 20.000.000 vegna íþróttamiðstöðvar og þess í stað lækkar handbært fé.

Til máls tók: Kristján.
Samþykkt samhljóða.
Viðauki 7.pdf
3. 2104013 - Umsókn í Brothættar byggðir
Úr fundargerð 279. fundar byggðarráðs 3.11.2021, dagskrárliður 3:
2104013 - Umsókn í Brothættar byggðir
Stjórn Byggðastofnunar ákvað á fundi sínum þann 26. október að bjóða Dalabyggð og SSV til samstarfs um verkefnið Brothættar byggðir í Dalabyggð.
Byggðarráð mælir með því við sveitarstjórn að Dalabyggð samþykki boð um þátttöku í brothættum byggðum.
Samþykkt samhljóða.

Samþykkt samhljóða.
4. 2110028 - Umsókn um stofnframlag vegna almennra leiguíbúða.
Úr fundargerð 279. fundar byggðarráðs 3.11.2021, dagskrárliður 5:
2110028 - Aðkoma Dalabyggðar að brúarfjármögnun vegna almennra leiguíbúða Bakkahvamms hses.
Bakkahvammur hses. hefur sótt um stofnframlag til HMS vegna byggingar þriggja almennra leiguíbúða. Til að umsóknin sé tekin til afgreiðslu þarf að liggja fyrir staðfesting brúarfjármögnunar. Vegna byggingar þriggja íbúða fyrir Bakkahvamm hses. árið 2020 ákvað Dalabyggð að taka lán og endurlána til húsnæðissjálfseignarstofnunarinnar. Niðurstaðan varð hins vegar að Dalabyggð tók ekki lánið heldur lánaði Bakkahvammi hses. af handbæru fé. Nú gæti þurft að hafa sama hátt á þ.e. að Dalabyggð taki lán fyrir brúarfjármögnun og endurláni til Bakkahvamms hses.
Ef þörf verður á leggur byggðarráð til við sveitarstjórn að Dalabyggð taki lán og endurláni á sömu kjörum til Bakkahvamms hses. vegna brúarfjármögnunar.
Samþykkt samhljóða.

Til máls tóku: Kristján, Skúli, Anna, Einar, Kristján (öðru sinni) og Anna (öðru sinni).
Samþykkt samhljóða.
Svar HMS vegna umsóknar Bakkahvamms hses um stofnframlag.pdf
Staðfesting Arion banka á láni til Dalabyggðar vegna Bakkahvamms hses.pdf
5. 2110006 - Breyting á samþykktum Dalabyggðar - fyrri umræða.
Úr fundargerð 209. fundar sveitarstjórnar 14.10.2021, dagskrárliður 10:
2110006 - Breyting á samþykktum Dalabyggðar vegna fjarfunda.
Úr fundargerð 277. fundar byggðarráðs 11.10.2021, dagskrárliður 8:
2110006 - Breyting á samþykktum Dalabyggðar vegna fjarfunda.
Samgöngu- og sveitarstjórnaráðuneytið hefur á grundvelli 2. mgr. 19. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011, gefið út nýjar leiðbeiningar um ritun fundargerða sveitarstjórna og leiðbeiningar um þátttöku nefndarmanna á fundum sveitarfélaga með rafrænum hætti. Samhliða nýjum leiðbeiningum hefur ráðuneytið, í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga, uppfært fyrirmynd að samþykkt um stjórn sveitarfélaga sem ráðuneytinu ber að gefa út sbr. 2. mgr. 9. gr. sveitarstjórnarlaga.
Fyrir liggur bréf ráðuneytisins þar sem tilkynnt er um helstu breytingar á gildandi framkvæmd ásamt fyrrgreindum leiðbeiningum og fyrirmynd af samþykkt um stjórn sveitarfélaga.

Byggðarráð leggur til við sveitarsjórn að 14. grein samþykkta um stjórn sveitarfélagisns Dalabyggðar verði tekin til endurskoðunar í samræmi við auglýsingu um leiðbeiningar um fjarfundi sveitarstjórna.
Samþykkt samhljóða.
Til máls tók: Eyjólfur.
Samþykkt samhljóða.

Lagt er til að 14. grein samþykktarinnar verði orðuð þannig:
Heimilt er að nota fjarfundarbúnað á fundum sveitarstjórnar og nefnda og ráða á vegum sveitarfélagsins ef aðstæður mæla með því að slíkur búnaður sé notaður. Skal sveitarstjórn, ráð eða nefnd bóka í upphafi fundar hverjar aðstæður sem mæla með notkun
fjarfundarbúnaðarins eru.
Tryggja skal jafna möguleika allra fundarmanna til þátttöku í fundinum. Fundarmaður skal alla jafna vera sýnilegur öðrum fundarmönnum á meðan á fundi stendur.
Um framkvæmd fjarfunda gildir auglýsing ráðherra, sbr. 2. mgr. 19. gr. Sveitarstjórnarlaga.

Töluliður 5, stafliður B, 48. grein verði orðaður þannig:
Öldungaráð Dalabyggðar, Reykhóla og Strandabyggðar. Sveitarstjórn skipar tvo fulltrúa og tvo til vara.

Samþykkt samhljóða að vísa til annarrar umræðu.
Minnisblað - 2110006 - Tillögur að breytingum á samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Dalabyggðar.pdf
6. 2002053 - Endurskoðun Aðalskipulags Dalabyggðar
Úr fundargerð 121. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 8.11.2021, dagskrárliður 5:
2002053 - Endurskoðun Aðalskipulags Dalabyggðar
Lögð fram tillaga að Aðalskipulagi Dalabyggðar 2020-2032 á vinnslustigi sem samanstendur af greinargerð dags. 26.10.2021, umhverfisskýrslu dags. 26.10.2021 og skipulagsuppdráttum dags. 26.10.2021.
Kynning vinnslutillögunnar fór fram í beinu streymi þann 26. október sl. og vinnustofa í tengslum við hana verður haldin í félagsheimilinu Dalabúð þann 10. nóvember nk.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að kynna framlagða vinnslutillögu að aðalskipulagi og umhverfismatsskýrslu samkvæmt ákvæðum 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og ákvæðum laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.
Tillagan og umhverfismatsskýrslan verði birt á vef og í miðlum til kynningar og send til umsagnaraðila. Ábendinga- og umsagnafrestur verði 4 vikur frá birtingu. Að kynningar- og umsagnartíma loknum verður gengið frá aðalskipulagstillögu og umhverfismatsskýrslu til athugunar Skipulagsstofnunar og síðan auglýsingar með 6 vikna athugasemdafresti.
Samþykkt samhljóða.

Til máls tóku: Anna, Skúli, Einar, Anna (öðru sinni), Skúli (öðru sinni) og Jón Egill.
Samþykkt samhljóða.
Aðalskipulag Dalabyggðar umhverfisskýrsla (ID 212923).pdf
ASK_Dalabyggdar-greinargerð-vinnuskjal (ID 176795).pdf
ASK-Dalabyggdar-2020-2032-A0-okt 2021c.pdf
ASK-Dalabyggdar-2020-2032-uppdr (ID 204186).pdf
7. 2012016 - Staða og framtíð úrgangsmála á Vesturlandi
Úr fundargerð 121. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 8.11.2021, dagskrárliður 6:
2012016 - Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2021-2032
Lögð fram til umsagnar á grundvelli 15. gr. laga nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Umsagnarfrestur var til 29. október sl. en sveitarfélagið Dalabyggð fékk heimilaða framlengingu á umsagnarfrestinum.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við sameiginlega svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2021-2032.
Samþykkt samhljóða.

Samþykkt samhljóða.
Fylgibréf til Dalabyggd.pdf
SAMEIGINLEG SVÆÐISÁÆTLUN UM MEÐHÖNDLUN ÚRGANGS 2021-2032.pdf
8. 2110026 - Deiliskipulag fyrir jörðina Skoravík
Úr fundargerð 121. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 8.11.2021, dagskrárliður 1:
2110026 - Deiliskipulag fyrir jörðina Skoravík
Lagt fram erindi Hermanns Georgs Gunnlaugssonar f.h. landeigenda um vinnslu deiliskipulags fyrir jörðina Skoravík á Fellsströnd. Jafnframt er lögð fram fyrirliggjandi skipulagslýsing um verkefnið.
Afmörkun fyrirhugaðs deiliskipulags miðast við allt land jarðarinnar sem samkvæmt skráningu er um 435 ha að stærð. Markmiðið er að afmarka nýtingu á jörðinni fyrir dvalarstað með íbúðarhúsnæði og þjónustubyggingum. Allt miðast við að gera uppbyggingu látlausa og að náttúrufegurð svæðisins njóti sín.
Skipulagsnefnd Dalabyggðar leggur til við sveitarstjórn að erindi um vinnslu deiliskipulags fyrir jörðina Skoravík á Fellsströnd verði samþykkt.
Jafnframt mælist nefndin til þess við sveitarstjórn að framlögð skipulagslýsing verði samþykkt til kynningar og umsagna í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða.

Til máls tóku: Anna, Eyjólfur og Jón Egill.
Samþykkt samhljóða.
Erindi um deiliskipulag fyrir Skoravík.pdf
Skoravík_Lysing_20211012.pdf
9. 2110045 - Umsókn um stofnun lóðar úr landi Svínhóls L137973
Úr fundargerð 121. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 8.11.2021, dagskrárliður 2:
2110045 - Umsókn um stofnun lóðar úr landi Svínhóls L137973
Ólafur Óskarsson sækir um stofnun lóðar úr landi Svínhóls L137973. Fylgigögn eru umsókn F-550 með samþykki landeiganda og uppdráttur af fyrirhugaðri lóð (Kvíamóum) unninn af Landlínum 23. júní 2021.
Nefndin gerir ekki athugsemdir við erindið og leggur til við sveitarstjórn að stofnun lóðar úr landi Svínhóls verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða.

Samþykkt samhljóða.
af1312 Svínhóll Kvíamóar_2021.06.23.pdf
10. 2110046 - Svínhólsland - Ósk um nafnabreytingu
Úr fundargerð 121. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 8.11.2021, dagskrárliður 3:
2110046 - Svínhólsland - Ósk um nafnabreytingu
Ólafur Óskarsson óskar eftir nafnabreytingu á lóðinni Svínhólsland ln. 198986. Óskað er eftir því að lóðin fái hið nýja heiti Kvíar.
Nefndin gerir ekki athugasemdir við nafnabreytinguna.
Samþykkt samhljóða.

Samþykkt samhljóða.
Svínhóll. (Ari Gíslason o.fl) (merkt).pdf
Svínhólsland Ósk um nafnabreytingu.pdf
11. 2111007 - Umsókn um lögbýli á Tungu 2 í Hörðudal
Úr fundargerð 121. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 8.11.2021, dagskrárliður 4:
2111007 - Umsókn um lögbýli á Tungu 2 í Hörðudal
Sæmundur Gunnarsson sækir um stofnun lögbýlis á landspildu sem stofnuð var úr landi Tungu í Hörðudal árið 2014. Umrædd landspilda heitir Tunga 2, L222818, og er 56,2 ha að flatarmáli.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að samþykkja stofnun lögbýlis að Tungu 2.
Samþykkt samhljóða.

Samþykkt samhljóða.
Hnitsettur lóðaruppdráttur 2014.pdf
Kristján Sturluson skráði fundargerð vegna dagskrárliða 12, 13 og 14.
12. 2107021 - Laugar í Sælingsdal - tilboð
Rætt sem trúnaðarmál í lok fundar.
Til máls tóku: Eyjólfur, Anna, Kristján, Jón, Pálmi, Þuríður, Einar og Skúli

Fært í trúnaðarbók.
13. 1905026 - Fasteignafélagið Hvammur ehf. - Söluferli
Úr fundargerð stjórnar Fasteignafélagsins Hvamms ehf. frá 5.11.2021, dagskrárliður 2:
2. Söluferli eigna félagsins.
Rætt um hugmyndir núverandi leigjanda Sæfrosts ehf.
Beðið er eftir formlegu tilboði. Þegar/ef það berst mun stjórn hafa samráð við eigendur áður en því verður svarað.
Rætt sem trúnaðarmál í lok fundar.

Til máls tóku: Einar, Anna, Jón, Kristján, Skúli, Pálmi, Þuríður og Eyjólfur.

Fært í trúnaðarbók.
14. 2110049 - Gunnarsbraut 6 - númerslausir bílar á lóð
Rætt sem trúnaðarmál í lok fundar.
Til máls tóku: Eyjólfur, Jón, Anna, Pálmi, Einar, Skúli, Kristján og Þuríður.

Fært í trúnaðarbók.
15. 2111011 - Vinnslutillaga Aðalskipulags Reykhólahrepps 2021-2033
Reykhólahreppur óskar eftir umsögn um vinnslutillögu fyrir aðalskipulag 2021-2033.
Tillaga að vísa afgreiðslu til byggðarráðs. Samþykkt samhljóða.
Bréf til hagaðila.pdf
A1394-072-U01 Breiðafjarðareyjar.pdf
A1394-071-U01 Reykhólahreppur vestur.pdf
A1394-070-U01 Reykhólahreppur austur.pdf
A1394-065-U01 Umhverfisskýrsla drög - 11_10_2021.pdf
A1394-061-U01 Aðalskipulag Reykhólahrepps - tillaga á vinnslustigi 11_10_2021.pdf
16. 2009024 - Íþrótta- og tómstundastyrkir til lágtekjuheimila vegna Covid-19
Úr fundargerð 106. fundar fræðslunefndar 4.11.2021, dagskrárliður 2:
2009024 - Íþrótta- og tómstundastyrkir til lágtekjuheimila vegna Covid-19
Farið yfir breytt umsóknarferli fyrir styrkina.
Verið er að skoða með hvaða hætti úthlutun skuli vera hjá Dalabyggð.
Styrkir verði auglýstir og þeim úthlutað þegar það liggur fyrir.

Lögð fram tillaga að reglum Dalabyggðar um úthlutun sérstakra íþrótta- og tómstundastyrkja fyrir börn á tekjulágum heimilum á haustönn 2021.

Tillaga að reglum samþykkt samhljóða.
Reglur Dalabyggðar um úthlutun haust 2021.pdf
Fundargerðir til staðfestingar
17. 2110008F - Byggðarráð Dalabyggðar - 279
1. Fjárhagsáætlun 2022 og 2023-2025 - 2104022
2. Fjárhagsáætlun 2021 - Viðauki VII - 2110052
3. Umsókn í Brothættar byggðir - 2104013
4. Umsókn um lóð vegna þriggja íbúða fyrir Bakkahvamm hses. - 2110051
5. Aðkoma Dalabyggðar að brúarfjármögnun vegna almennra leiguíbúða Bakkahvamms hses. - 2110028
6. Flutningur dýrahræja til förgunar - útboð - 2107001
7. Fyrirspurn um tengingu við Vatnsveitu - 2110055
8. Styrkumsókn vegna jólatónleika í Dalabúð - 2111001
9. Styrkumsókn vegna jólaballs og Pálínuboðs - 2111002
10. Sameining Starfsmannafélags Dala og Snæfellsýslu og Kjalar stéttarf. starfsmanna í almannaþjónustu - 2110044
11. Skrá yfir starfsmenn sem ekki hafa verkfallsrétt - 2110053
12. Græn skref - 2110056

Til máls tóku um 6. dagskrárlið: Anna, Skúli og Kristján.
Til máls tóku um 8. dagskrárlið: Pálmi og Skúli.
Samþykkt samhljóða.
18. 2110006F - Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 121
1. Deiliskipulag fyrir jörðina Skoravík - 2110026
2. Umsókn um stofnun lóðar úr landi Svínhóls L137973 - 2110045
3. Svínhólsland - Ósk um nafnabreytingu - 2110046
4. Umsókn um lögbýli á Tungu 2 í Hörðudal - 2111007
5. Endurskoðun Aðalskipulags Dalabyggðar - 2002053
6. Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2021-2032 - 2012016
7. Boð um þátttöku í námskeiðinu Loftslagsvernd í verki - 2111004
8. Verkefni vegna innleiðingar hringrásarkerfis - 2111003

Samþykkt samhljóða.
19. 2110003F - Fræðslunefnd Dalabyggðar - 106
1. Ungmennaráð Dalabyggðar 2021-2022 - 2110022
2. Íþrótta- og tómstundastyrkir til lágtekjuheimila vegna Covid-19 -2009024
3. Undirbúningur íþróttamannvirkja í Dalabyggð - 1911028
4. Ytra mat leikskóla 2022 - 2110054
5. Viðbrögð vegna COVID-19 smits í Auðarskóla - 2003031
6. Ályktun bæjarráðs Árborgar um leikskólamál - 2111005
7. Dagur íslenskrar tungu - 2111006

Til máls tóku, um 3. dagskrárlið: Anna, Þuríður og Anna (öðru sinni).
Samþykkt samhljóða.
Fundargerðir til kynningar
20. 2002009 - Fundargerðir Almannavarnanefndar Vesturlands
Fundargerð frá 29.10.2021 lögð fram.
Til kynningar.
AVN fundur 2021-10-29 Minnispunktar.pdf
21. 2101005 - Fundargerðir Dalagistingar ehf.- 2021
Fundargerð stjórnar 25.10.2021 lögð fram.
Til máls tóku: Skúli og Eyjólfur.
Til kynningar.
Dalagisting ehf 87.pdf
22. 2101004 - Fundargerðir 2021 - Fasteignafélagið Hvammur ehf.
Fundargerðir stjórnar 27.10.2021 og 3.11.2021 lagðar fram.
Til kynningar.
Fasteignafélagið Hvammur ehf 27.10.2021.pdf
Fasteignafélagið Hvammur ehf 3_11_2021.pdf
23. 2102018 - Fóðuriðjan Ólafsdal ehf. - Ársreikningur 2019
Fundargerðir aðalfunda 2016-2021 og stjórnarfundar 13.09.2021 lagðar fram.
Til máls tóku: Skúli, Anna, Eyjólfur, Anna (öðru sinni) og Eyjólfur (öðru sinni).
Til kynningar.
Fundargerðir aðalfunda 2016-2021, stjórnarfundur 2021.pdf
24. 2101002 - Fundargerðir Breiðafjarðarnefndar - 2021
Fundargerð frá 21.09.2021 lögð fram.
Til kynningar.
Breiðafjarðarnefnd fundur 194.pdf
25. 2002008 - Fundargerðir Brunavarna Dala, Reykhóla og Stranda bs.
Fundargerð ársfundar 11.10.2021 lögð fram.
Til kynningar.
Ársfundur BDRS 11_10_2021.pdf
26. 2101007 - Fundargerðir Sambands ísl. sveitarfélaga - 2021
Fundargerð stjórnar Sambands ísl sveitarfélaga frá 29.10.2021 lögð fram.
Til kynningar.
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 902.pdf
27. 2111008 - Fundur fulltrúaráðs BÍ 2021
Fundarboð og gögn frá aukafundi fulltrúaráðs 5.11.2021 lögð fram.
Til kynningar.
Aukafundur fulltrúaráðs-dagskra-05112021.pdf
Starfsemi EBÍ -aukafundur fulltrúaráðs EBÍ-05112021.pdf
Mál til kynningar
28. 2111004 - Boð um þátttöku í námskeiðinu Loftslagsvernd í verki
Bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga og Landvernd lagt fram.
Til kynningar.
Boð um þátttöku sveitarfélaga í námskeiðinu Loftslagsvernd í verki.pdf
Bréf til framkv. stjórnar SÍS - Loftslagsvernd í verki.pdf
Loftslagsvernd í verki - Um námskeiðið.pdf
29. 1911028 - Undirbúningur íþróttamannvirkja í Dalabyggð
Úr fundargerð 106. fundar fræðslunefndar 4.11.2021, dagskrárliður 3:
1911028 - Undirbúningur íþróttamannvirkja í Dalabyggð
Úr fundargerð 209. fundar sveitarstjórnar 14.10.2021, dagskrárliður 5:
1911028 - Undirbúningur íþróttamannvirkja í Dalabyggð
Minnisblað lagt fram.
Til máls tóku: Kristján, Anna, Einar, Ragnheiður, Skúli, Anna (annað sinn), Jón, Ragnheiður (annað sinn), Pálmi.
Minnisblað starfshóps um íþróttamannvirki lagt fyrir fundinn.
Samþykkt samhljóða.

Tillaga Önnu lögð fyrir fundinn:
"Sveitarstjórn Dalabyggðar hvetur Fræðslunefnd Dalabyggðar til að taka upp þá umræðu hvað börnunum okkar er fyrir bestu hvað íþróttastarf í grunnskóla varðar í nútíð, og skili af sér greinargerð um málið fyrir næsta sveitarstjórnarfund."
Lagt til að tillögunni verði vísað til fræðslunefndar.
Samþykkt samhljóða.
Nefndin ræðir tillögu sveitarstjórnar, tími fram að næsta sveitarstjórnarfundi stuttur. Nefndin vinnur áfram með málið og stefnir á að skila af sér greinargerð fyrir skipulagðan fund sveitarstjórnar í febrúar.

Til kynningar.
30. 2110034 - Drög að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu
Úr fundargerð 210. fundar sveitarstjórnar 28.10.2021, dagskrárliður 10:
2110034 - Drög að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu
Drög að reglugerð um sjálfbæra nýtingu hafa verið lögð fram til umsagnar í Samráðsgátt. Frestur til að skila umsögnum er til 11. nóvember nk.
Til máls tók: Eyjólfur.
Lagt fram til kynningar.

Oddvita og sveitarstjóra falið að vinna umsögn Dalabyggðar.
Samþykkt samhljóða.

Umsögn lögð fram.

Til máls tóku: Anna og Eyjólfur.
Til kynningar.
210924 Drög að reglugerð um sjálfbæra nýtingu.pdf
Umsögn sveitarfélagsins Dalabyggðar um drög að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu.pdf
31. 2111003 - Verkefni vegna innleiðingar hringrásarkerfis
Bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga lagt fram.
Til kynningar.
Verkefni vegna innleiðingar hringrásarkerfis.pdf
32. 1910017 - Erindi til heilbrigðisráðuneytisins vegna Silfurtúns.
Bréf Dalabyggðar og svar heilbrigðisráðuneytisins lagt fram.
Til máls tók: Eyjólfur.
Til kynningar.
Bréf til heilbrigðisráðherra 16_09_2021.pdf
Svar við erindi dags 16 september um rekstur Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns.pdf
33. 2111013 - Gjaldskrá og rekstraráætlun Sorpurðunar Vesturlands 2022
Rekstraráætlun 2022 Sorpurðunar Vesturlands og gjaldskrá 2022 lagðar fram.
Til kynningar.
KPMG_Rekstraráætlun 2021-2022 - Sorp Vest.pdf
Gjaldskrá SV 2022.pdf
34. 2003031 - Viðbrögð Dalabyggðar vegna heimsfaraldurs COVID-19
Minnisblað lagt fram.
Til máls tók: Eyjólfur.
Til kynningar.
punktar_covid_sveitarstjórn nóv.pdf
35. 1901014 - Skýrsla frá sveitarstjóra.
Minnisblað lagt fram.
Til kynningar.
Minnisblað - 1901014 - skýrsla sveitarstjóra nóvember 2021.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:35 

Til bakaPrenta