Til bakaPrenta
Stjórn Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns - 44

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
04.05.2021 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Ragnheiður Pálsdóttir aðalmaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Skúli Hreinn Guðbjörnsson aðalmaður,
Kristján Sturluson embættismaður,
Haflína Ingibjörg Hafliðadóttir hjúkrunarforstjóri,
Fundargerð ritaði: Kristján Sturluson, Sveitarstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2012023 - Rekstur Silfurtúns 2021
Breyttur vinnutími í vaktavinnu tók gildi 1. maí.
Vinnustaðakönnun fer fram dagana 6. og 7. maí.
2. 2104022 - Fjárhagsáætlun 2022 og 2023-2025
Úr fundargerð 266. fundar byggðarráðs 29.04.2021, dagskrárliður 18:
2104022 - Fjárhagsáætlun 2022 og 2023-2025
Undirbúningur að vinnslu fjárhagsáætlunar.
Byggðarráð beinir því til nefnda sveitarfélagsins að ræða fjárhagsáætlun fyrir árið 2022 á fundum sínum í maí og júní, sérstaklega þá þætti sem varða fjárfestingar/framkvæmdir.
Samþykkt samhljóða.

Hjúkrunarframkvæmdastjóra falið að fara yfir lista yfir fjárfestinga- og viðhaldsþörf.
3. 2102024 - Samstarfssamningur við Fellsenda
Tillaga að nýjum samningi lögð fram.
Samningurinn samþykktur en miðað verði við að gildistíminn verði til ársloka 2022.
4. 2104036 - Áskorun vegna nettengingar á Silfurtúni
Áskorun frá aðstandendum íbúa.
Stjórnin þakkar aðstandendum fyrir bréfið.
Ákveðið að sækja um ljósleiðaratengingu fyrir Silfurtún og að settur verði upp nýr þráðlaus tengipunktur í matsalnum.
Áskorun vegna nettengingar á Silfurtúni.pdf
5. 2001048 - Samningur vegna reksturs og þjónustu hjúkrunarheimila árin 2020 og 2021
Upplýsingar um hækkun frá SÍ.
Sjúkratryggingar Íslands hafa tilkynnt um breytingu á verðskrá frá áramótum.
Tölvupóstur 12_04_2021.pdf
Mál til kynningar
6. 2102015 - Erindi frá SFV 2021
Áskorun frá stjórn SFV til heilbrigðisráðherra.
Stjórnin tekur undir erindi SFV.
Ályktun stjórnar SFV 16_mars_2021.pdf
7. 2003010 - Tilmæli til hjúkrunarheimila innan SFV vegna COVID-19
Nýjustu tilmæli um sóttvarnir.
Lagt fram.
Leiðbeininingar-dagdvalir-hjúkrunarheimili_20.04.2021.pdf
8. 2104028 - Greining á rekstrarkostnaði hjúkrunarheimila - skýrsla
Skýrsla lögð fram.
Sveitarstjóra falið að ítreka bréf til heilbrigðisráðherra um rekstur Silfurtúns.
Greining á rekstrarkostnaði hjúkrunarheimila - skýrsla.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:40 

Til bakaPrenta