Til bakaPrenta
Fræðslunefnd Dalabyggðar - 109

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
03.03.2022 og hófst hann kl. 15:00
Fundinn sátu: Þuríður Jóney Sigurðardóttir formaður,
Jóhanna H. Sigurðardóttir aðalmaður,
Pálmi Jóhannsson aðalmaður,
Heiðrún Sandra Grettisdóttir aðalmaður,
Guðrún B. Blöndal varamaður,
Einar Jón Geirsson fulltrúi starfsmanna,
Herdís Erna Gunnarsdóttir skólastjóri,
Fundargerð ritaði: Jóhanna María Sigmundsdóttir, Verkefnastjóri atvinnu- kynningar- og menningarmála


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1809023 - Skólastefna Dalabyggðar
Umræða um skólastefnu 2019-2022.
Farið yfir framkvæmdaáætlun í skólastefnu Dalabyggðar. Fyrir næsta fund verði tekin saman þau atriði standa eftir í framkvæmdaáætlun.

Samþykkt samhljóða.
Skólastefna_2019-22.pdf
2. 2109024 - Starfsáætlun Auðarskóla 2021-2022
Úr fundargerð 108. fundar fræðslunefndar 03.02.2022, dagskrárliður 4:
2109024 - Starfsáætlun Auðarskóla 2021-2022
Starfsáætlun lögð fram.
Verður rædd aftur á næsta fundi nefndarinnar.

Starfsáætlun lögð fram til samþykktar.

Samþykkt samhljóða.
3. 1911028 - Íþróttastarf grunnskóla.
Úr fundargerð 107. fundar fræðslunefndar 02.12.2021, dagskrárliður 5:
1911028 - Undirbúningur íþróttamannvirkja í Dalabyggð
Úr fundargerð 106. fundar fræðslunefndar 04.11.2021, dagskrárliður 3:
Nefndin ræðir tillögu sveitarstjórnar, tími fram að næsta sveitarstjórnarfundi stuttur. Nefndin vinnur áfram með málið og stefnir á að skila af sér greinargerð fyrir skipulagðan fund sveitarstjórnar í febrúar.
Lagt til að málinu verði vísað til umsagnar hjá skólastjóra og skólaráði Auðarskóla og ungmennaráði.
Samþykkt samhljóða.

Skólaráð verður kallað saman í mars og skili umsögn fyrir næsta fund fræðslunefndar.
Ungmennaráð kemur saman í mars og skilar umsögn fyrir næsta fund fræðslunefndar.

Samþykkt samhljóða.
Mál til kynningar
4. 2109025 - Auðarskóli - skólastarf 2021 - 2022
Úr fundargerð 108. fundar fræðslunefndar 03.02.2022, dagskrárliður 3:
2109025 - Auðarskóli - skólastarf 2021 - 2022
Skýrsla um innra mat 2020-2021 lögð fram.
Skólastjóri kynnti skýrslu um innra mat. Umbætur hafa þegar hafist í samræmi við umbótaáætlun. Foreldrar eru sérstaklega hvattir til að kynna sér skýrsluna.
Verður tekið aftur til umræðu á næsta fundi nefndarinnar.

Skólastjóri fer yfir viðburðadagskrá fyrir mars, apríl og maí 2022.
5. 2202004 - Skóladagatal Auðarskóla 2022-2023
Drög að skóladagatali 2022-2023 lögð fram.
Skólastjóri fer yfir drög að skóladagatali 2022-2023.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:45 

Til bakaPrenta