Til bakaPrenta
Byggðarráð Dalabyggðar - 257

Haldinn á fjarfundi,
22.10.2020 og hófst hann kl. 08:00
Fundinn sátu: Skúli Hreinn Guðbjörnsson formaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir aðalmaður,
Kristján Sturluson sveitarstjóri,
Fundargerð ritaði: Kristján Sturluson, sveitarstjóri
Lagt til að eftirtöldum málum sé bætt á dagskrá fundarins:
Mál 2010016 - Móttökusveitarfélög - beiðni félagsmálaráðuneytisins um þátttöku í tilraunaverkefni, almennt mál, verði dagskrárliður 8.
Mál 2008003 - Bilun í fráveitu, mál til kynningar, verði dagskrárliður 11.
Röð annarra dagskrárliða breytist í samræmi við framangreint.
Samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2005008 - Fjárhagsáætlun 2021 - 2024
Áframhaldandi vinna að fjárhagsáætlun.
Rætt um fjárhagsáætlun, fjárfestingar og gjaldskrá vegna sorphirðu.
Magnína Kristjánsdóttir skrifstofustjóri og Ingibjörg Jóhannsdóttir aðalbókari sátu fundinn undir dagskrárlið 1.
2. 2010010 - Frestir vegna fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2021
Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu um tímafresti vegna fjárhagsáætlana sveitarfélaga.
Óskað verður eftir fresti til að leggja fram fjárhagsáætlun til fyrri umræðu.
Samþykkt samhljóða.
Frestir vegna fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2021.pdf
3. 2009004 - Menningarmálaverkefnasjóður
Úr fundargerð 197. fundar sveitarstjórnar 15.10.2020, dagskrárliður 7:
2009004 - Menningarmálaverkefnasjóður
Úr fundargerð 11. fundar menningarmálanefndar 15.09.2020, dagskrárliður 5:
2009004 - Menningarmálaverkefnasjóður
Formaður kynnir hugmynd um menningarmálaverkefnasjóð.
Lagt er til að stofnaður verði sjóður þar sem menningarmálanefnd getur fengið umsóknir um styrki og úthlutað til menningarmálaverkefna í Dalabyggð. Sveitarstjórn tryggi sjóðnum fjármagn á fjárhagsáætlun, í fyrsta sinn 2021. Nefndin leggur til að samdar verði reglur um hlutverk sjóðsins og úthlutun úr honum. Verkefnastjóra falið að vinna áfram.
Tillögu menningarmálanefndar vísað til byggðarráðs.
Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

Byggðarráð telur að hér sé um jákvætt verkefni að ræða en ekki er svigrúm til þess á fjárhagsáætlun næsta árs.
Samþykkt samhljóða.
4. 1912011 - Byggðasafn Dalamanna - Staðarfell
Úr fundargerð 197. fundar sveitarstjórnar 15.10.2020, dagskrárliður 6:
1912011 - Byggðasafn Dalamanna - Staðarfell
Úr fundargerð 11. fundar menningarmálanefndar 15.09.2020, dagskrárliður 3:
1912011 - Byggðasafn Dalamanna - Staðarfell
Farið yfir stöðu mála með Byggðarsafn Dalamanna að Staðarfelli
Nefndin fagnar ákvörðun sveitarstjórnar um að byggðarráð skuli hefja viðræður við ríkið um að Byggðasafn Dalamanna verði staðsett á Staðarfelli og hvetur byggðarráð áfram í verkefninu. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að skipuð verði verkefnastjórn til að vinna að framtíðarskipulagi og uppbyggingu starfseminnar á Staðarfelli. Tryggja þarf fjármagn í fjárhagsáætlun til verkefnisins.

Úr fundargerð 253. fundar byggðarráðs 24.09.2020, dagskrárliður 14:
1912011 - Byggðasafn Dalamanna - Staðarfell
Viðræður við ríkið.
Óskað verður eftir fundi með fjármálaráðherra.
Til máls tók: Kristján. Fundur með fjármálaráðherra fyrirhugaður á morgun.
Tillögu menningarmálanefndar vísað til byggðarráðs.
Samþykkt samhljóða.

Fundað var með fjármálaráðherra í gær. Undirtektir ráðherra voru jákvæðar og samtalinu verður haldið áfram.
5. 2010012 - Ólafsdalur og Landsáætlun um uppbyggingu innviða
Minjavernd hefur óskað eftir að fá framlög úr Landsáætlun um uppbyggingu innviða.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að koma á framfæri stuðningi Dalabyggðar við að Minjavernd geti fengið aðgang "Landsáætlun um uppbyggingu innviða" vegna Ólafsdals.
Samþykkt samhljóða.
Ólafsdalur - Landsáætlun um uppbyggingu innv. br 06.10.20..pdf
AA1806_Olafsdalur-stigar_A3.pdf
6. 1809013 - Laugar í Sælingsdal, staða og framtíð
Umræða um hvort eigi að auglýsa á ný.
Samþykkt samhljóða að auglýsa Laugar aftur.
7. 2010013 - Erindi vegna fasteignaskatts
Erindi frá Samtökum fyrirtækja í ferðaþjónustu, áframsent frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi.
Málið verður skoðað í samstarfi við önnur sveitarfélög á Vesturlandi.
Samþykkt samhljóða.
Beiðni um niðurfellingu á fasteignagjöldum.pdf
8. 2010016 - Móttökusveitarfélög - beiðni félagsmálaráðuneytisins um þátttöku í tilraunaverkefni
Sveitarstjóra falið að ræða við félagsmálaráðuneytið og afla frekari upplýsinga.
Samþykkt samhljóða.
Tölvupóstur 20_10_2020 frá félagsmálaráðuneytinu.pdf
Mál til kynningar
9. 2001001 - Mál frá Alþingi til umsagnar - 2020
Frumvarp til laga um breytingu á barnalögum, nr. 76/2003
Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna laga um kynrænt sjálfræði nr. 80/2019
Frumvarp til laga um stjórnsýslu jafnréttismála 15. mál
Frumvarp til laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna 14. mál
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til Alþingis, nr. 24/2000 (jöfnun atkvæðavægis), 27. mál
Frumvarp til laga um almannatryggingar (hækkun lífeyris), 25. mál
Tillaga til þingsályktunar um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál, 85. mál

Frumvarp til laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna 14 mál.pdf
Frumvarp til laga um stjórnsýslu jafnréttismála 15 mál.pdf
Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna laga um kynrænt sjálfræði nr 80_2019.pdf
Frumvarp til laga um breytingu á barnalögum nr 76_2003.pdf
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til Alþingis nr 24_2000 (jöfnun atkvæðavægis) 27 mál.pdf
Tillaga til þingsályktunar um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál 85 mál.pdf
Frumvarp til laga um almannatryggingar (hækkun lífeyris) 25. mál.pdf
10. 2003023 - Áætlun um refaveiðar 2020-2022
Farið yfir niðurstöður fundar með refa- og minnkaveiðimönnum.
Byggðarráð þakkar fyrir góðan fund.
Minnisblað - 2003023 - fundur með refa- og minnkaveiðimönnum.pdf
11. 2008003 - Bilun í fráveitu
Rætt um kostnað vegna bilunar í fráveitu.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 9:30 

Til bakaPrenta