Til bakaPrenta
Byggðarráð Dalabyggðar - 254

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
29.09.2020 og hófst hann kl. 10:00
Fundinn sátu: Skúli Hreinn Guðbjörnsson formaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir aðalmaður,
Kristján Sturluson sveitarstjóri,
Fundargerð ritaði: Kristján Sturluson, sveitarstjóri
Lagt er til að eftirtöldu máli verði bætt á dagskrá fundarins:
2008005 - Málefni Auðarskóla, almennt mál, verði dagskrárliður 1.
Önnur mál færast til í samræmi við ofangreint.
Samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2008005 - Málefni Auðarskóla
Ákveðið að byggðarráð ásamt sveitarstjóra taki viðtal við umsækjendur um starf skólastjóra.
Samþykkt samhljóða.
Einar Jón Geirsson vék af fundi undir dagskrárlið 1.
2. 1810015 - Vandi sauðfjárbænda - sérstaða Dalabyggðar
Frestað á síðasta fundi byggðarráðs.
Byggðarráð Húnaþings vestra og sveitastjórnir Dalabyggðar, Strandabyggðar og Reykhólahrepps lýsa yfir þungum áhyggjum af lágu afurðaverði til sauðfjárbænda og seinagangi við birtingu afurðastöðvaverðs haustið 2020. Sauðfjárrækt er mikilvæg búgrein þessara sveitarfélaga og ein af forsendum búsetu í dreifbýli. Í þessum sveitarfélögum var rúmlega 21% af framleiðslu kindakjöts árið 2019.
Á undanförnum árum hafa orðið ábúendaskipti á þónokkrum bújörðum í sveitarfélögunum og yngra fólk með fjölskyldur tekið við. Þessar fjölskyldur efla samfélagið, styðja við þjónustu ásamt því að halda uppi atvinnustigi.

Líkt og í öðrum rekstri er mikilvægt að sauðfjárbændur fái viðunandi verð fyrir sína vöru og hafi þannig forsendur til áætlanagerðar og ákvarðanatöku. Því er skorað á afurðastöðvar að gefa út afurðaverð 2021 fyrir komandi áramót.
Samkvæmt samantekt Landssamtaka sauðfjárbænda var afurðaverð til íslenskra sauðfjárbænda á síðasta ári það lægsta sem finnst í Evrópu og miðað við nýbirtar verðskrár 2020 er vegið meðalverð 502 kr./kg. Hefði afurðaverð fylgt almennri verðlagsþróun frá 2014 ætti það að vera 690 kr./kg. Því vantar enn tæpar 200 kr./kg. upp á afurðastöðvaverð fylgi verðlagsþróun.

Í heimsfaraldri vegna COVID-19 fengu Íslendingar áminningu um mikilvægi innlendrar matvælaframleiðslu. Skapa þarf greininni stöðugleika í rekstri til lengri tíma og styðja á öflugan hátt við innlenda matvælaframleiðslu.

Byggðarráð samþykkir ofangreinda bókun og vísar henni til sveitarstjórnar.
3. 2005008 - Fjárhagsáætlun 2021 - 2024
Frestað á síðasta fundi byggðarráðs.
Fjallað um drög að fjárhagsáætlun. Næsti fundur um fjárhagsáætlun verður 5. október kl. 14:30.
Ingibjörg Jóhannsdóttir aðalbókari sat fundinn undir dagskrárlið 3.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:00 

Til bakaPrenta