Til bakaPrenta
Sveitarstjórn Dalabyggðar - 221

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
16.06.2022 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Eyjólfur Ingvi Bjarnason oddviti,
Ingibjörg Þóranna Steinudóttir varaoddviti,
Skúli Hreinn Guðbjörnsson aðalmaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir aðalmaður,
Guðlaug Kristinsdóttir aðalmaður,
Garðar Vilhjálmsson aðalmaður,
Kristján Sturluson sveitarstjóri,
Fundargerð ritaði: Kristján Ingi Arnarsson, umsjónarmaður framkvæmda


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2205015 - Kosning í nefndir skv. A-hluta 48 gr. samþykkta Dalabyggðar
1. Kjörstjórn við sveitarstjórnar- og alþingiskosningar. Kjósa skal þrjá aðalmenn og jafnmarga til vara.

2. Umhverfis- og skipulagsnefnd skv. 6. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarstjórn kýs fimm aðalmenn og sama fjölda til vara.

3. Félagsmálanefnd. Sveitarstjórn kýs þrjá aðalmenn og þrjá til vara. Nefndin tilnefnir úr sínum röðum einn aðal- og einn varamann í barnaverndarnefnd Borgarfjarðar og Dala.

4. Fræðslunefnd. Sveitarstjórn kýs fimm aðalmenn og jafnmarga til vara.

5. Menningarmálanefnd. Sveitarstjórn kýs þrjá aðalmenn og jafnmarga til vara.

6. Atvinnumálanefnd. Sveitarstjórn kýs fimm aðalmenn og jafnmarga til vara.

7. Fjallskilanefndir. Sveitarstjórn kýs þrjá fulltrúa í hverja nefnd og einn til vara, að frátalinni fjallskilanefnd Suðurdala þar sem eru fimm fulltrúar og þá tveir til vara, sbr. 2. gr. laga um afréttamálefni, fjallskil o.fl. nr. 6/1986. Nefndirnar eru: Fjallskilanefnd Skógarstrandar, fjall­skila­nefnd Suðurdala, fjallskilanefnd Laxárdals, fjallskilanefnd Hvammssveitar, fjallskila­nefnd Fellsstrandar, fjallskilanefnd Skarðsstrandar og fjallskilanefnd Saurbæjar.

Kjörstjórn við sveitarstjórnar- og alþingiskosningar.
Aðalmenn:
Bergþóra Jónsdóttir
Sveinn Gestsson
Valdís Einarsdóttir
Varamenn:
1. Kristján Meldal
2. Sigurður Bjarni Gilbertsson
3. Þórður Ingólfsson
Samþykkt samhljóða.

Umhverfis- og skipulagsnefnd.
Aðalmenn:
Bjarnheiður Jóhannsdóttir
Björn Henry Kristjánsson
Guðlaug Kristinsdóttir
Jón Egill Jónsson
Sigrún Birna Halldórsdóttir
Varamenn:
1. Viðar Þór Ólafsson
2. Baldvin Guðmundsson
3. Alexandre Wicente
4. Jón Magnús Katarínusson
5. Þuríður Jóney Sigurðardóttir
Formaður kjörinn Guðlaug Kristinsdóttir
Samþykkt samhljóða.

Félagsmálanefnd.
Aðalmenn:
Eyjólfur Ingvi Bjarnason
Guðrún Erna Magnúsdóttir
Ragnheiður Pálsdóttir
Varamenn:
1. Sigrún Birna Halldórsdóttir
2. Sigurður Ólafsson
3. Steinunn Lilja Ólafsdóttir
Formaður kjörinn Eyjólfur Ingvi Bjarnason
Samþykkt samhljóða.

Fræðslunefnd.
Aðalmenn:
Ingibjörg Þóranna Steinudóttir
Jón Egill Jóhannsson
Rúna Blöndal
Sindri Geir Sigurðarson
Þórey Björk Þórisdóttir
Varamenn:
1. Heiðrún Sandra Grettisdóttir
2. Ragnheiður Bæringsdóttir
3. Ragnheiður Pálsdóttir
4. Stefanía Björg Jónsdóttir
5. Þórunn Þórðardóttir
Formaður kjörinn Ingibjörg Þóranna Steinudóttir
Samþykkt samhljóða.

Menningarmálanefnd.
Aðalmenn:
Alexandra Rut Jónsdóttir
Einar Jón Geirsson
Þorgrímur Einar Guðbjartsson
Varamenn:
1. Gyða Lúðvíksdóttir
2. Sigurður Ólafsson
3. Skúli Hreinn Guðbjartsson
Formaður kjörinn Þorgrímur Einar Guðbjartsson
Samþykkt samhljóða

Atvinnumálanefnd.
Aðalmenn:
Bjarnheiður Jóhannsdóttir
Garðar Freyr Vilhjálmsson
Jón Egill Jóhannsson
Sigrún Hanna Sigurðardóttir
Sigurður Bjarni Gilbertsson
Varamenn:
1. Sigurður Ólafsson
2. Jón Magnús Katarínusson
3. Þórunn Þórðardóttir
4. Einar Jón Geirsson
5. Alexandra Rut Jónsdóttir
Formaður kjörinn Garðar Freyr Vilhjálmsson
Samþykkt samhljóða.

Stjórn Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns.
Formaður kjörin Þuríður Jóney Sigurðardóttir
Samþykkt samhljóða.

Fjallskilanefnd Skógarstrandar
Aðalmenn:
Guðmundur Flosi Guðmundsson
Jóel H. Jónasson
Sigurður Hreiðarsson
Varamaður:
Sigríður Huld Skúladóttir
Samþykkt samhljóða.

Fjall­skila­nefnd Suðurdala.
Aðalmenn:
Berghildur Pálmadóttir
Guðbrandur Þorkelsson
Sigurdís Sigursteinsdóttir
Svavar Magnús Jóhannsson
Valberg Sigfússon
Varamenn:
1. Guðrún Þóra Ingþórsdóttir
2. Hjalti Vésteinsson
Samþykkt samhljóða.

Fjallskilanefnd Laxárdals
Aðalmenn:
Gísli Þórðarson
Harald Óskar Haraldsson
Katarínus Jón Jónsson
Varamaður:
Bjarni Hermannsson
Samþykkt samhljóða.

Fjallskilanefnd Hvammssveitar
Aðalmenn:
Anna Berglind Halldórsdóttir
Halldór Gunnarsson
Jón Egill Jóhannsson
Varamaður:
Guðbjörn Guðmundsson
Samþykkt samhljóða.

Fjallskila­nefnd Fellsstrandar
Aðalmenn:
Sigrún Hanna Sigurðardóttir
Sigurður Björgvin Hansson
Sæþór Kristinsson
Varamaður:
Sveinn Gestsson
Samþykkt samhljóða.

Fjallskilanefnd Skarðsstrandar
Aðalmenn:
Guðmundur K. Gíslason
Rúnar Hermannsson
Þórður Baldursson
Varamaður:
Bryndís Karlsdóttir
Samþykkt samhljóða.

Fjallskilanefnd Saurbæjar
Aðalmenn:
Jón Ingi Ólafsson
Steinþór Logi Arnarsson
Þórunn Þórðardóttir
Varamaður:
Þorbjörn Gerðar Þorbjörnsson
Samþykkt samhljóða.
2. 2205016 - Kosning í stjórnir og samstarfsnefndir skv. B-hluta 48. gr. samþykkta Dalabyggðar
Almannavarnanefnd. Sveitarstjórn skipar fulltrúa skv. samkomulagi við önnur sveitarfélög á Vesturlandi skv. 9. gr. laga um almannavarnir nr. 82/2008.

Fulltrúaráð Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands. Sveitarstjórn kýs aðal- og vara­fulltrúa í fulltrúaráð Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands, sbr. 9. gr. laga um Eignar­haldsfélagið Brunabótafélag Íslands nr. 68/1994.

Sorppurðun Vesturlands. Sveitarstjórn kýs aðal- og varafulltrúa á aðalfund. Þegar Dalabyggð á fulltrúa í stjórn Sorpurðunar Vesturlands þá skal hann valinn af sveitarstjórn.

Fjölbrautaskóli Vesturlands. Sveitarstjórn kýs einn fulltrúa í fulltrúaráð skólans og einn til vara.

Samráðsvettvangur Vesturlands. Sveitarstjórn tilnefnir fulltrúa skv. ákvörðun stjórnar Sam­taka sveitarfélaga á Vesturlandi.

Menningar- og framfarasjóður Dalasýslu. Sveitarstjórn tilnefnir einn fulltrúa í stjórn sjóðsins og tvo skoðunarmenn.

Minningarsjóður Finns Jónssonar frá Geirmundarstöðum. Sveitarstjórn tilnefnir einn full­trúa til setu í stjórn til fjögurra ára í senn.

Minningarsjóður Péturs T. Oddssonar (prófasts að Hvammi). Sveitarstjórn tilnefnir einn fulltrúa til setu í stjórn til fjögurra ára í senn.

Veiðifélag Laxdæla. Sveitarstjórn kýs fulltrúa á aðalfund og annan til vara.

Veiðifélag Laxár í Hvammssveit. Sveitarstjórn kýs fulltrúa á aðalfund og annan til vara.

Svæðisskipulagsnefnd Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar. Sveitarstjórn kýs tvo fulltrúa í nefndina og tvo til vara.

Heilbrigðisnefnd. Tilnefning fulltrúa í nefndina og einn til vara.

Almannavarnanefnd.
Aðalmaður:
Sveitarstjóri
Varamaður:
Oddviti
Samþykkt samhljóða.

Fulltrúaráð Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands.
Aðalmaður:
Sveitarstjóri
Varamaður:
Oddviti
Samþykkt samhljóða.

Sorpurðun Vesturlands.
Aðalmaður:
Ingibjörg Þóranna Steinudóttir
Varamaður:
Skúli Hreinn Guðbjörnsson
Samþykkt samhljóða.

Fjölbrautaskóli Vesturlands.
Aðalmaður:
Einar Jón Geirsson
Varamaður:
Guðlaug Kristinsdóttir
Samþykkt samhljóða.

Samráðsvettvangur Vesturlands.
Frestað.

Menningar- og framfarasjóður Dalasýslu.
Fulltrúi í stjórn:
Þórður Ingólfsson
Skoðunarmenn:
Skúli Hreinn Guðbjörnsson
Þuríður Jóney Sigurðardóttir
Samþykkt samhljóða.

Minningarsjóður Finns Jónssonar frá Geirmundarstöðum.
Fulltrúi í stjórn:
Halla Steinólfsdóttir
Samþykkt samhljóða.

Minningarsjóður Péturs T. Oddssonar (prófasts að Hvammi).
Fulltrúi í stjórn:
Jón Egill Jóhannsson
Samþykkt samhljóða.

Veiðifélag Laxdæla.
Aðalmaður:
Einar Jón Geirsson
Varamaður:
Skúli Hreinn Guðbjörnsson
Samþykkt samhljóða.

Veiðifélag Laxár í Hvammssveit.
Aðalmaður:
Garðar Freyr Vilhjálmsson
Varamaður:
Ingibjörg Þóranna Steinudóttir
Samþykkt samhljóða.

Svæðisskipulagsnefnd Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar.
Aðalmenn:
Formaður og varaformaður skipulagsnefndar
Varamenn:
Bjarnheiður Jóhannsdóttir
Jón Egill Jónsson
Samþykkt samhljóða.

Fulltrúar Dalabyggðar í Heilbrigðisnefnd Vesturlands.
Aðalmaður:
Skúli Hreinn Guðbjörnsson
Varamaður:
Garðar Freyr Vilhjálmsson
Samþykkt samhljóða.
3. 2206015 - Fundir sveitarstjórnar sumarið 2022
Fundur sveitarstjórnar í júlí fellur niður vegna sumarleyfa. Næsti fundur sveitarstjórnar verði fimmtudaginn 18. ágúst. Á meðan sveitarstjórn er í sumarleyfi fer byggðarráð með sömu heimildir og sveitarstjórn hefur ella sbr. 32. grein samþykktar um stjórn sveitarfélagsins Dalabyggðar nr. 391/2018 með síðari breytingum.
Samþykkt samhljóða.
4. 2203002 - Breyting á deiliskipulagi í Ólafsdal
Úr fundargerð 291. fundar byggðarráðs 08.06.2022, dagskrárliður 6,

Afgreiðsla byggðarráðs fylgir í viðhengi.

Niðurstaða byggðarráðs var eftirfarandi:
Byggðarráð samþykkir samhljóða tillögu að deiliskipulagsbreytingu fyrir Ólafsdal með áorðnum breytingum eftir auglýsingu og leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt og taki gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda að undangenginni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Oddviti ber upp tillögu byggðarráðs.
Samþykkt samhljóða.

Til máls tók: Eyjólfur.
Breyting á deiliskipulagi í Ólafsdal - bókun byggðarráðs 08_06_2022.pdf
DÞ1601c br Olafsdalur grg 2022-05-30.pdf
DÞ1601C-Olafsdalur dskuppdr A0-1000-2022-05-30.pdf
DÞ1601C-olafsdalur pl-A2 75000 2022-05-30.pdf
Ólafsdalur svör við athugas v dskbreytingar.pdf
Olafsdalur 2 Dalabyggd Minjastofnun.pdf
Ums Land breyting deiliskipulag Dalabyggð.pdf
NÍ viðbót við umsögn (votlendi,fuglar).pdf
2022 0524 Dalabyggð Ólafsdalur br DSK HEV.pdf
NÍ viðbót við umsögn (jarðfræðihluti).pdf
Dalabyggð - Ólafsdalur - deiliskipulagsbreyting - svar VÍ.pdf
Olafsdalur Dalabyggd.pdf
Ól_deiliskipulag athugasemdir Ólafsdalsfélagið.pdf
Umsögn frá Reykhólahreppi.pdf
Umsögn NÍ.pdf
Umsögn Ólafsdalur.pdf
Vagagerðin umögn - Ólafsdalur Dalabyggð DSK breyting.pdf
Vegna fyrirtöku á breyttu deiliskipulagi Ólafsdals.pdf
Svar Minjastofnunar við erindi Ólafsdalsfélagsins.pdf
Olafsdalsfelagid - svar Minjastofnunar.pdf
5. 2205017 - Fjallskil 2022
Sveitarstjórn beinir því til fjallskilanefnda að ljúka undirbúningi vegna fjallskila fyrir fund sveitarstjórnar 18. ágúst vegna fjallskila haustið 2022. Fjártölur verða sendar til fjallskilanefnda.
Samþykkt samhljóða.
6. 2206013 - Siðareglur
Skv. 29. gr. sveitarstjórnarlaga skal sveitarstjórn skal setja sér siðareglur sem sendar skulu innviðaráðuneytinu til staðfestingar. Ef siðareglur eru í gildi skal ný sveitarstjórn meta hvort ástæða sé til endurskoðunar þeirra. Ef niðurstaðan er sú að siðareglur þarfnist ekki endurskoðunar halda þær gildi sínu. Tilkynna skal ráðuneytinu um þá niðurstöðu.
Samþykkt samhljóða að siðareglur þarfnist ekki endurskoðunar.
Gildandi siðareglur frá 18_06_2013.pdf
7. 2206017 - Samantekt um stöðu sauðfjárræktar
Skýrsla Byggðastofnunar um stöðu sauðfjárbúskapar sem unnin var fyrir innviðaráðuneytið lögð fram.
Í skýrslu Byggðastofnunnar um stöðu sauðfjárræktar sem stofnunin vann fyrir innviðaráðuneytið er dregin upp dökk mynd af stöðu og framtíðarhorfum sauðfjárræktar á Íslandi. Sauðfjárrækt er undirstaða í atvinnu þeirra sem búa í dreifbýli í Dalabyggð.

Árið 2021 voru rúmlega 24.000 vetrarfóðraðar kindur í Dalabyggð og þá var 41 heimili með fleiri en 200 vetrarfóðraðar kindur sem hafa talsverðan eða mikinn hluta atvinnutekna sinna af sauðfjárrækt. Nokkur af stærstu fjárbúum landsins eru í sveitarfélaginu. Í grunnskóladeild Auðarskóla voru 92 börn síðasta vetur en 63 þeirra koma úr dreifbýlinu utan Búðardals eða 68,5%. Flest börnin úr dreifbýli koma frá heimilum þar sem sauðfjárrækt er undirstaðan í tekjum heimilisins.

Í samantekt deildar sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands sem birt var 15. júní sl. kemur fram að aukinn stuðningur stjórnvalda á árinu 2022 og boðuð hækkun afurðaverðs frá fyrstu afurðastöðinni sem hefur birt verð fyrir haustið ná ekki að vega upp kostnaðarhækkanir ársins og framlegð sauðfjárbúa fer áfram lækkandi.

Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur margoft bókað um stöðu sauðfjárræktar á undanförnum árum eftir að mikil verðlækkun átti sér stað árið 2017 en frá þeim tíma hafa stanslaus viðvörunarljós logað við litlar undirtektir stjórnvalda.

Frekari aðgerða er þörf því staðan í dag er ekki síður byggða- og samfélagsmál en mál landbúnaðarins. Hafa þarf í huga í að sauðfjárbú eru í senn heimili og vinnustaður þeirra sem þar búa. Mikilvægt er að horft sé á afleiðingar langvarandi afkomuleysi á andlega heilsu bænda. Þessu atriði þarf að gefa mun meiri gaum líkt og þekkist víða á Norðurlöndunum.

Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur verulegar áhyggjur af stöðunni því stórfelld fækkun sauðfjárbúa og íbúafækkun sem afleiðing af því mun hafa mikil áhrif á samfélagið í Dalabyggð og getu sveitarfélagsins til að sinna öllum sínum lögbundu verkefnum. Hafa skal í huga að hvert bú sem hættir hefur veruleg áhrif á framtíðarsýn búanna í kring því fjallskil geta orðið óviðráðanleg líkt og sjást nú þegar merki um í sumum sveitum landsins.

Sveitarstjórn Dalabyggðar óskar eftir fundi með innviðaráðherra til að fara yfir stöðuna.

Til máls tóku: Ingibjörg, Eyjólfur og Garðar.
Bókun samþykkt samhljóða.
Byggdastofnun_samantekt um saudfjarrækt.pdf
8. 2205028 - Samstarfssamningur við Foreldrafélag Auðarskóla 2022-24
Drög að samningi lögð fram.
Samstarfssamningur samþykktur samhljóða.
Samningur við Foreldrafélag Auðarskóla.pdf
9. 2003041 - Sólheimar - breyting á aðalskipulagi vegna vindorkuvers
Fyrir liggur tillaga að breytingu á aðalskipulagi Dalabyggðar 2004-2016 vegna vindorkuvers í landi Sólheima.
Dalabyggð óskaði með erindi dags. 19. október 2021 skv. 3. mgr. 32. gr. skipulagslaga staðfestingar Skipulagsstofnunar á breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna iðnaðarsvæðis í landi Sólheima fyrir vindorkuver.

Skipulagsstofnun vísaði með bréfi dags. 28. desember 2021, staðfestingu breytingar á aðalskipulagi Dalabyggðar til ákvörðunar ráðherra sbr. 4. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsstofnun vísaði m.a. í skilmála skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 þar sem segir að svæði í biðflokki rammaáætlunar skuli skilgreind sem varúðarsvæði en skilgreining varúðarsvæðis felur m.a. í sér takmörkun á landnotkun.

Þann 6. apríl 2022 barst ákvörðun ráðherra þar sem synjað er um staðfestingu á breytingum á aðalskipulagi sveitarfélagsins varðandi vindorkuver í Sólheimum.

Í kjölfar athugasemda Skipulagsstofnunar og ákvörðunar ráðherra hafa skipulagsgögn verið lagfærð með þeim hætti að fyrirhugað iðnaðarsvæði er nú skilgreint sem varúðarsvæði.

Sveitarstjórn samþykkir breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna vindorkuvers í landi Sólheima og að breytingin taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 32. gr. skipulagslaga nr. 123 /2010.

Samþykkt samhljóða.
7358-003-ASK-009-V01 Sólheimar vindorkugarður askbr lokaskjal.pdf
10. 2003042 - Hróðnýjarstaðir - breyting á aðalskipulagi vegna vindorkuvers
Fyrir liggur tillaga að breytingu á aðalskipulagi Dalabyggðar 2004-2016 vegna vindorkuvers í landi Hróðnýjarstaða.
Dalabyggð óskaði með erindi dags. 19. október 2021 skv. 3. mgr. 32. gr. skipulagslaga staðfestingar Skipulagsstofnunar á breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna iðnaðarsvæðis í landi Hróðnýjarstaða fyrir vindorkuver.

Skipulagsstofnun vísaði með bréfi dags. 28. desember 2021, staðfestingu breytingar á aðalskipulagi Dalabyggðar til ákvörðunar ráðherra sbr. 4. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsstofnun vísaði m.a. í skilmála skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 þar sem segir að svæði í biðflokki rammaáætlunar skuli skilgreind sem varúðarsvæði en skilgreining varúðarsvæðis felur m.a. í sér takmörkun á landnotkun.

Þann 6. apríl 2022 barst ákvörðun ráðherra þar sem synjað er um staðfestingu á breytingum á aðalskipulagi sveitarfélagsins varðandi vindorkuver á Hróðnýjarstöðum.

Í kjölfar athugasemda Skipulagsstofnunar og ákvörðunar ráðherra hafa skipulagsgögn verið lagfærð með þeim hætti að fyrirhugað iðnaðarsvæði er nú skilgreint sem varúðarsvæði.

Sveitarstjórn samþykkir breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna vindorkuvers í landi Hróðnýjarstaða og að breytingin taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 32. gr. skipulagslaga nr. 123 /2010.

Samþykkt samhljóða.
7358-006-ASK-008-V01 Hróðnýjarstaðir vindorkugarður askbr lokaskjal.pdf
Fundargerðir til staðfestingar
11. 2205007F - Byggðarráð Dalabyggðar - 291
1. Umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts - 2205027
2. Tjaldsvæðið Laugum Sælingsdal 2022 - 2206001
3. Ráðning sveitarstjóra - 2205019
4. Frístundaakstur - 2205025
5. Styrkur vegna tónlistarnáms utan sveitarfélags - 2206004
6. Breyting á deiliskipulagi í Ólafsdal - 2203002
7. Sumarlestrarátak - 2206006
8. Ráðning markavarðar - 2206005
9. Viðhald félagslegra íbúða - 2206009
10. Umsögn um tækifærisleyfi vegna almenns dansleiks í Dalabúð 2. júlí 2022 - 2206010
11. Áætlun um refaveiðar 2020-2022 - 2003023
12. Ársþriðjungsuppgjör 2022 - 2104022
13. Fasteignaskattar á atvinnuhúsnæði - 2206002
14. Almenningssamgöngur á Íslandi - Boð um þátttöku í vinnustofu - 2206008
15. Ráðning skipulagsfulltrúa - 2204010

Samþykkt samhljóða.
12. 2205005F - Stjórn Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns - 59
1. Rekstur Silfurtúns 2022 - 2201044
2. Samstarf um rekstur öldrunarheimilis - 2110023
3. Erindi frá SFV 2022 - 2202007

Samþykkt samhljóða.
Fundargerðir til kynningar
13. 2201008 - Fundargerðir Breiðafjarðarnefndar 2022
Fundargerð 203. fundar Breiðafjarðarnefndar lögð fram.
Til kynningar.
Fundur-203.pdf
14. 2201005 - Fundargerðir Dalagisting 2022
Fundargerð stjórnar 7. júní sl. lögð fram.
Til kynningar.
Dalagisting ehf 92.pdf
15. 1911028 - Undirbúningur íþróttamannvirkja í Dalabyggð
Fundargerð byggingarnefndar lagaðr fram.
Til kynningar.
Byggingarnefnd 8.pdf
16. 2201006 - Fundargerðir Fasteignafélagið Hvammur ehf. 2022
Fundargerð stjórnar 14. júní lögð fram.
Til kynningar.
Fasteignafélagið Hvammur ehf 14_06_2022.pdf
Mál til kynningar
Kristján Sturluson víkur af fundi undir dagskrárlið nr. 17.
17. 2205019 - Ráðning sveitarstjóra
Úr fundargerð 291. fundar byggðarráðs 08.06.2022, dagskrárliður 3:
2205019 - Ráðning sveitarstjóra
Úr fundargerð 220. fundar sveitarstjórnar 02.06.2022, dagsrkárliður 7:
Ráðningasamningur við sveitarstjóra rennur út 14. júní nk. Lagt til að byggðarráð geri samning við Kristján Sturluson um áframhaldandi störf þar til ráðning eftirmanns liggur fyrir.
Samþykkt samhljóða.
Formanni byggðarráðs falið að ganga frá samningi við sveitarstjóra í samræmi við umræður á fundinum.
Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjóri vék af fundi undir umræðum um dagskrárlið 3.

Umsóknarfrestur vegna starfs sveitarstjóra rennur út 20. júní nk.

Samningur um framlengingu á starfi núverandi sveitarstjóra, þar til nýr einstaklingur hefur verið ráðinn í starfið, lögð fram.
Samþykkt samhljóða.
Viðauki við ráðningarsamning.pdf
Kristján Sturluson mætir aftur til fundar eftir dagskrárlið 17.
18. 2201039 - Mál frá Alþingi til umsagnar 2022
Umsögn Dalabyggðar um frumvarp til byggðaáætlunar lögð fram.
Til kynningar.
Umsögn Dalabyggðar um frumvarp til laga um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022-2036.pdf
Fundargerð yfirfarin, samþykkt og undirrituð.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:05 

Til bakaPrenta