Til bakaPrenta
Stjórn Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns - 48

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
10.08.2021 og hófst hann kl. 16:20
Fundinn sátu: Ragnheiður Pálsdóttir aðalmaður,
Skúli Hreinn Guðbjörnsson aðalmaður,
Kristján Sturluson embættismaður,
Haflína Ingibjörg Hafliðadóttir hjúkrunarforstjóri,
Fundargerð ritaði: Kristján Sturluson, Sveitarstjóri
Einar Jón Geirsson boðaði forföll rétt fyrir fund af óviðráðanlegum ástæðum.
Lagt til að eftirtöldu máli verði bætt á dagskrá fundarins:
Mál.nr. 2102015 - Erindi frá SFV 2021. Mál til kynningar, verði dagskrárliður 3.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2012023 - Rekstur Silfurtúns 2021
Rætt um nýtingu á rýmum. Stefnt er á 13 rými í haust að hvíldarinnlögnum meðtöldum.
Að óbreyttu stefnir í 16 m.kr. halla umfram áætlun.
Mál til kynningar
2. 2003010 - Ráðstafanir vegna COVID-19
Sett var á grímuskylda á Silfurtúni og aðrar ráðstafanir gerðar í samræmi við leiðbeiningar frá SFV og almannavörnum.
Leiðbeiningar til starfsfólks hjúkrunarheimila og dagdvala 23_07_2021.pdf
Starfsemi hjúkrunarheimila og dagdvala í COVID-19_upplýsingafundur_23072021.pdf
Varúð og viðbrögð_hjúkrunarheimili og dagdvalir_ 27.07.2021.pdf
Heimsokanrtakmarkanir juli 2021.pdf
Heimsóknartakmarkanir á Silfurtúni júl 2021.pdf
3. 2102015 - Erindi frá SFV 2021
Nú fyrir helgina kynntu stjórnvöld aðgerðapakka sem ætlaður er til að styðja við Landspítalann í því ástandi sem þar er uppi vegna covid. Hluti af þeim aðgerðum er breyting á reglugerð nr. 466/2012 um færni- og heilsumat vegna dvalar- og hjúkrunarrýma.

Heilbrigðisráðuneytið hefur staðfest við SFV að tilfallandi kostnaður hjúkrunarheimila vegna Covid-19 faraldursins verði bættur, með sama hætti og áður. Þá mun ráðuneytið fela Sjúkratryggingum Íslands að gera samkomulag um rekstur rýma til að sinna Covid smituðum íbúum hjúkrunarheimila.


Breyting á reglugerð um færni og heilsumat .pdf
Erindi til SÍ og HRN - Covid.pdf
Jákvætt svar frá Heilbrigðisráðuneytinu v. erindis SFV - Kostnaður vegna COVID-19 .pdf
Reglug_nr_910_2021 - færni- og heilsumat.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:55 

Til bakaPrenta