Til bakaPrenta
Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 133

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
01.12.2022 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Guðlaug Kristinsdóttir formaður,
Baldvin Guðmundsson varamaður,
Björn Henry Kristjánsson aðalmaður,
Sigrún B Halldórsdóttir aðalmaður,
Viðar Þór Ólafsson varamaður,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Arwa Fadhli Skipulagsfulltrúi,
Fundargerð ritaði: Björn Bjarki Þorsteinsson, Sveitarstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2211039 - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna bílastæða, endurbætur á heimreið og göngustígum
Þann 19. september 2022 sendi Minjavernd umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir bílastæði, endurbætur á heimreið og göngustígum samkvæmt nýsamþykktu deiliskipulagi í Ólafsdal.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið.
Ólafsdalur ums um framkvæmdal 09.19.2022 (003).pdf
2. 2203002 - Breyting á deiliskipulagi í Ólafsdal
Lögð voru fram gögn frá formanni Ólafsdalsfélagsins varðandi deiliskipulag jarðarinnar.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að eiga samskipti við Skipulagsstofnun varðandi næstu skref í ferli málsins.
3. 2211038 - Óveruleg breyting á deiliskipulagi í Búðardal
Þann 26. október 2022 lagði eigandi Brekkuhvamms 12 inn erindi sem sýnir að gildandi deiliskipulag er ekki rétt. Samkvæmt þeim gögnum sem hann hefur í höndum kemur fram að deiliskipulags uppdráttur stangast á við eignarétt hans. Það sem þarf að fjarlægja eru núverandi lóðamerkingar á lóð Brekkuhvamms 12 og 12a.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að taka umræddar lóðir út af skipulagi.

Þann 18. nóvember 2022 bað eigandi Bakkahvamms 13 um að stækka byggingarreit þannig að frá húsi að lóðamörkum séu 5m í stað 6m og færa bílastæði frá austurhluta yfir í vesturhluta.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að fara í grenndarkynningu vegna þessa.

Samkvæmt athugasemdum Minjastofnunar um tóft við Bakkahvamm 17 er mögulega gamall mókofi við lóðina.
Umhverfis- og skipulagsnefnd beinir því til sveitarstjórnar að viðkomandi lóð verði ekki úthlutað að svo stöddu og horft verði til skipulags götunnar við endurskoðun á deiliskipulagi svæðisins.

Ljóst er að endurskoða þarf gildandi deiliskipulag í enda Bakkahvamms og Efstahvamms, umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að fresta umræðu um það verkefni að sinni.
4. 2211041 - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna efnisvinnslu í landi Erpsstaða
Lögð var fram umsókn frá Vegagerðinni um framkvæmdaleyfi dagsett 29.nóvember 2022 vegna efnisvinnslu í landi Erpsstaða skv. 1. mgr. 14.gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 og skilmálum í reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Tilgangur fyrirhugaðra framkvæmda er að tryggja hágæða klæðingarefni til viðhalds og nýframkvæmda á vegum í Dalabyggð. Jafnframt verður unnið efni til hálkuvarna fyrir þjónustustöð Vegagerðarinnar í Búðardal.
Áætlaður verktími er 1.febrúar til 1.júlí 2023.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að fresta afgreiðslu þessa máls og felur skipulagsfulltrúa að ræða við Vegagerðina um stöðu mála.
Umsókn um framkvæmdaleyfi 29.11.2022.pdf
Mál til kynningar
5. 2111026 - Sorphirða í Dölum
Gera þarf breytingar á sorphirðingu vegna lagabreytinga sem kveða á um meiri sérsöfnun og breytileika í gjaldskrá (borgað þegar hent er, BÞHE). Lagt fram minnisblað, unnið af umsjónarmanni framkvæmda, þar sem farið er yfir fyrstu mögulegar útfærslur varðandi þessar breytingar.
Umhverfis- og skipulagsnefnd er sammála um að fylgjast vel með þróun mála og mun taka málið til umræðu í upphafi árs 2023.
Minnisblað_2022-11-24_breytingar.pdf
6. 2211040 - Hróðnýjarstaðir - Umsókn um byggingu smávindmyllu
Lögð fram umsókn Magnúsar Jóhannessonar dags. 5.október 2022 um uppsetningu á smávindmyllu í landi Hróðnýjarstaða. Sótt er um byggingu 30kW vindtúrbínu á 16m. háum turni sem nota á til framleiðslu raforku. Vindmyllan er gerð fyrir 56.9 ms vindálag. Landið er landbúnaðarsvæði í núgildandi aðalskipulagi og í því er ekki fjallað um smávirkjanir.
Samþykkt að fresta afgreiðslu málsins þar sem málið á sér ekki stað í núgildandi aðalskipulagi.
7. 2211044 - Umsókn um vegsvæði í landi Gunnarsstaða
Umsókn um skráningu nýrrar landareignar í þjóðskrá.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir skráninguna.
Umsókn Gunnarsstaðir_20221114_0001.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:45 

Til bakaPrenta