Til bakaPrenta
Atvinnumálanefnd Dalabyggðar - 27

Haldinn á fjarfundi,
22.02.2022 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Pálmi Jóhannsson formaður,
Garðar Vilhjálmsson aðalmaður,
Gyða Lúðvíksdóttir aðalmaður,
Þórey Björk Þórisdóttir aðalmaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Jóhanna María Sigmundsdóttir Verkefnastjóri ,
Fundargerð ritaði: Jóhanna María Sigmundsdóttir, Verkefnastjóri atvinnu- kynningar- og menningarmála
Fundurinn var boðaður sem staðfundur en vegna fjölda smita í samfélaginu var ákveðið að breyta í fjarfund.

Lagt til að mál nr. 2201017 - Eiríksstaðir 2021 verði tekið á dagskrá sem dagskrárliður 5.
Samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2111019 - Talning ferðamanna í Dalabyggð
Ferðamálastofa sendi erindi varðandi hentugan stað fyrir uppsetningu teljara. Nefndin skoðar hentuga staði fyrir uppsetningu teljara í Dalabyggð.
Nefndin lýsir yfir ánægju með að haft sé samband við Dalabyggð varðandi uppsetningu teljara. Nefndinni þykir mikilvægt að teljarinn verði settur upp í samráði við landeigendur.
Nefndin leggur til við Ferðamálastofu að skoða uppsetningu við Guðrúnarlaug að Laugum í Sælingsdal, Eiríksstaði í Haukadal eða við leiðina upp að Tregasteini að Seljalandi í Hörðudal.
Talning ferðamanna.pdf
2. 2102016 - Stefna atvinnumálanefndar 2021
Nefndin ræðir möguleika á námskeiðahaldi til handa íbúum er varða smávirkjanir og vatnsaflsvirkjanir í Dalabyggð.
Nefndin hefur samband við SSV um að standa fyrir námskeiði/kynningarfundi um smávirkjanir/vatnsaflsvirkjanir í Dalabyggð.
3. 2102016 - Stefna atvinnumálanefndar 2021
Nefndin ræðir möguleika til að útvíkka dreifikerfi hitaveitu í sveitarfélaginu.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
Mál til kynningar
4. 2201019 - Tjaldsvæðið í Búðardal 2021
Lögð fram skýrsla um starfsárið 2021 hjá Tjaldsvæðinu í Búðardal.
Lagt fram til kynningar.
Forsvarsmenn verði boðaðir á næsta fund nefndarinnar eins og samningar gera ráð fyrir.
5. 2201017 - Eiríksstaðir 2021
Lögð fram skýrsla um starfsárið 2021 hjá Eiríksstöðum.
Lagt fram til kynningar.
Forsvarsmenn verði boðaðir á næsta fund nefndarinnar eins og samningar gera ráð fyrir.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:58 

Til bakaPrenta