Til bakaPrenta
Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 123

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
17.02.2022 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Hörður Hjartarson formaður,
Bjarnheiður Jóhannsdóttir ritari,
Ragnheiður Pálsdóttir varaformaður,
Vilhjálmur Arnórsson aðalmaður,
Viðar Þór Ólafsson varamaður,
Kristján Sturluson sveitarstjóri,
Þórður Már Sigfússon Skipulagsfulltrúi,
Fundargerð ritaði: Þórður Már Sigfússon, skipulagsfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2002053 - Endurskoðun Aðalskipulags Dalabyggðar
Umsagnir um aðalskipulagstillögu eftir auglýsingu á lýsingu skipulagsins lagðar fram.

Minnisblað aðalskipulagsráðgjafa kynnt þar sem gerð er grein fyrir ábendingum og umsögnum sem bárust á kynningartíma vinnslutillögu Aðalskipulags Dalabyggðar 2020-2032. Í minnisblaðinu eru einnig settar fram tillögur að viðbrögðum við ábendingunum.

Með tilliti til athugasemdar er varðar göngu- og reiðleiðir í landi Skoravíkur felur umhverfis- og skipulagsnefnd formanni og varaformanni að funda með landeiganda.

Að því búnu felur nefndin aðalskipulagsráðgjöfum að lagfæra skipulagsgögnin til samræmis við minnisblaðið og umræður á fundinum og leggur til að sveitarstjórn sendi þannig lagfærð skipulagsgögn til Skipulagsstofnunar til athugunar, sbr. 3 mgr. 30 gr. skipulagslaga. Að fenginni umsögn Skipulagsstofnunar verði aðalskipulagstillagan og umhverfismatsskýrsla hennar auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga og 15. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana.

Samþykkt samhljóða.
2. 2112011 - Fyrirspurn um leigu á útihúsunum á Fjósum
Úr fundargerð 282. fundar byggðarráðs 16.12.2021, dagskrárliður 17:
2112011 - Fyrirspurn um leigu á útihúsunum á Fjósum
Fyrirspurn hefur borist um leigu á útihúsinum á Fjósum fyrir hesthús.
Sambærileg umsókn barst á árinu 2015 og var henni þá hafnað af sveitarstjórn á eftirfarandi forsendum eftir að umhverfis- og skipulagsnefnd hafði fjallað um málið:
Samkvæmt gildandi aðalskipulagi Dalabyggðar 2004-2016 tilheyrir svæðið sem húsin standa á landnotkunarflokki Opin svæði til sérstakra nota. Í flokki opinna svæða til sérstakra nota eru svæði með útivistargildi þar sem gert er ráð fyrir mannvirkjagerð í tengslum við starfsemi sem þar er stunduð. Hér er t.d. um að ræða tjaldsvæði fyrir almenning, golfvelli, íþróttasvæði og skipulögð trjáræktarsvæði. Á uppdrætti er svæðið umhverfis útihúsin mörkuð smáhýsum og tjaldsvæði annars vegar og golfvelli hins vegar. Ekki er heimilt að gefa út leyfi til framkvæmda sem samrýmist ekki landnotkun í skipulagi. Miðað við núgildandi skipulag eru því verulegar takmarkanir á notkun húsanna og t.d. ekki hægt að vera með dýrahald eða iðnaðarstarfsemi í þeim. Hins vegar voru ekki gerðar athugasemdir við að húsin væru nýtt sem lokaðar geymslur svo sem verið hefur.
Erindinu vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagsnefndar,
Samþykkt samhljóða.
Þórður Már Sigfússon skipulagsfulltrúi sat fundinn undir dagskrárlið 17.

Skipulagsnefnd telur ekki ástæðu til að breyta fyrri afgreiðslu og leggur til við byggðarráð að erindinu verði hafnað.

Samþykkt samhljóða.
3. 2201029 - Umsögn um uppbyggingu Laxárdalsvegar
Vegagerðin hefur sent Skipulagsstofnun meðfylgjandi tilkynningu móttekin 14. janúar 2022, um uppbyggingu Laxárdalsvegar skv. 19. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.
Í samræmi við 20. gr. laga nr. 111/2021 óskar Skipulagsstofnun eftir að Dalabyggð gefi umsögn um framkvæmdina.
Í umsögninni skal koma fram eftir því sem við á, hvort Dalabyggð telji að nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, umhverfisáhrifum, mótvægisaðgerðum og vöktun eftir því sem við á.
Jafnframt hvort og þá hvaða atriði Dalabyggð telur þurfa að skýra frekar og hvort þau kalli að hans mati á að framkvæmdin fari í umhverfismat að teknu tilliti til viðmiða í 2. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana.
Jafnframt skal í umsögn gera grein fyrir leyfum sem framkvæmdin er háð og eru á starfssviði umsagnaraðila.

Umhverfis- og skipulagsnefnd telur að framkvæmdin sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum framkvæmda skv. lögum nr. 111/2021. Nefndin telur að nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, mótvægisaðgerðun og vöktun. Ekki er þörf á að framkvæmdin fari í umhverfismat að teknu tilliti til viðmiða í 2. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Sveitarfélagið er leyfisveitandi þegar kemur að byggingar- og framkvæmdaleyfum og fer með skipulagsvald á svæðinu.

Samþykkt samhljóða.
Uppbygging Laxárdalsvegar.pdf
4. 2202013 - Vatnsmiðlun í Fáskrúð - umsagnarbeiðni
Landeigendur jarðanna Ljárskóga og Glerárskóga í Dalabyggð hafa sent Skipulagsstofnun meðfylgjandi tilkynningu móttekin 4. febrúar 2022, um vatnsmiðlun í Fáskrúð skv. 19. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.Í samræmi við 20. gr. laga nr. 111/2021 óskar Skipulagsstofnun eftir að Dalabyggð gefi umsögn um framkvæmdina.
Í umsögninni skal koma fram eftir því sem við á, hvort Dalabyggð telur að nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, umhverfisáhrifum, mótvægisaðgerðum og vöktun eftir því sem við á. Jafnframt hvort og þá hvaða atriði þurfi að skýra frekar og hvort þau kalli á að framkvæmdin fari í umhverfismat að teknu tilliti til viðmiða í 2. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Jafnframt skal í umsögn gera grein fyrir leyfum sem framkvæmdin er háð og eru á starfssviði umsagnaraðila.

Máli frestað til næsta fundar.
Matsskyldufyrirspurn Fáskrúð - vatnsmiðlun í Hvanná.pdf
Mál til kynningar
5. 2012016 - Svæðisáætlun úrgangsmála á Vesturlandi
Úr fundargerð 214. fundar sveitarstjórnar 10.02.2022, dagskrárliður 1:
2012016 - Svæðisáætlun úrgangsmála á Vesturlandi
Svæðisáætlun úrgangsmála lögð fram til afgreiðslu.
Samþykkt samhljóða

Lagt fram til kynningar.
Svæðisáætlun_til samþykktar.pdf
6. 2003041 - Sólheimar - breyting á aðalskipulagi vegna vindorkuvers
Úr fundargerð 213. fundar sveitarstjórnar 13.01.2022, dagskrárliður 26:
2003041 - Sólheimar - breyting á aðalskipulagi vegna vindorkuvers
Úr fundargerð 282. fundar byggðarráðs 16.12.2021, dagskrárliður 11:
2003041 - Sólheimar - breyting á aðalskipulagi vegna vindorkuvers
Ekki hefur borist svar frá Skipulagsstofnun.
Afgreiðslubréf Skipulagsstofnunar er varðar staðfestingu á breytingu á aðalskipulagi Dalabyggðar vegna iðnaðarsvæðis fyrir vindorkuver í landi Sólheima hefur ekki borist.
Byggðarráð vísar í afgreiðslu sveitarstjórnarfundar dags. 14.10.2021 og svör er varða málið í samræmi við álitsgerð lögmanns sveitarfélagsins. Dalabyggð væntir þess að málið, sem dregist hefur úr öllu hófi, fái skjóta málsmeðferð og afgreiðslu.
Lögð fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 28.12.2021 sem vísar breytingu á aðalskipulagi til innviðaráðherra og bréf samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins dag. 05.01.2022.
Til máls tóku: Kristján, Anna, Einar, Kristján (annað sinn), Ragnheiður, Anna (annað sinn), Ragnheiður (annað sinn), Anna (þriðja sinn), Eyjólfur, Skúli, Anna (fjórða sinn), Skúli (annað sinn), Einar (annað sinn), Eyjólfur (annað sinn), Anna (fimmta sinn).
Lagt fram til kynningar.

Lagt fram til kynningar.
Vindorkuver í landi Sólheima og Hróðnýjarstaða.pdf
Bréf samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra 05 01 2022..pdf
Bréf Dalabyggðar til innviðaráðherra.pdf
Álit v. Dalabyggðar.pdf
7. 2003042 - Hróðnýjarstaðir - breyting á aðalskipulagi vegna vindorkuvers
Úr fundargerð 213. fundar sveitarstjórnar 13.01.2022, dagskrárliður 27:
2003042 - Hróðnýjarstaðir - breyting á aðalskipulagi vegna vindorkuvers
Úr fundargerð 282. fundar byggðarráðs 16.12.2021, dagskrárliður 12:
2003042 - Hróðnýjarstaðir - breyting á aðalskipulagi vegna vindorkuvers
Ekki hefur borist svar frá Skipulagsstofnun.
Afgreiðslubréf Skipulagsstofnunar er varðar staðfestingu á breytingu á aðalskipulagi Dalabyggðar vegna iðnaðarsvæðis fyrir vindorkuver í landi Hróðnýjarstaða hefur ekki borist.
Byggðarráð vísar í afgreiðslu sveitarstjórnarfundar dags. 14.10.2021 og svör er varða málið í samræmi við álitsgerð lögmanns sveitarfélagsins. Dalabyggð væntir þess að málið, sem dregist hefur úr öllu hófi, fái skjóta málsmeðferð og afgreiðslu.
Lögð fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 28.12.2021 sem vísar breytingu á aðalskipulagi til innviðaráðherra og bréf samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins dag. 05.01.2022.
Til máls tók: Anna
Lagt fram til kynningar.

Lagt fram til kynningar.
Álit v. Dalabyggðar.pdf
Bréf Dalabyggðar til innviðaráðherra.pdf
Bréf samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra 05_01_2022.pdf
Vindorkuver í landi Sólheima og Hróðnýjarstaða.pdf
8. 2107013 - Stjórnsýslukæra vegna ákvörðunar Dalabyggðar vegna fyrirhugaðrar skógræktar í landi Ásgarðs í Hvammssveit
Úr fundargerð 214. fundar sveitarstjórnar 10.02.2022, dagskrárliður 27:
Eyjólfur Ingvi Bjarnason og Anna Berglind Halldórsdóttir víkja af fundi undir dagskrárlið 27. Ragnheiður Pálsdóttir tekur við fundarstjórn.
27. 2107013 - Stjórnsýslukæra vegna ákvörðunar Dalabyggðar vegna fyrirhugaðrar skógræktar í landi Ásgarðs í Hvammssveit
Úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála er kæranda í vil og fellir nefndin ákvörðun sveitarstjórnar úr gildi.
Til máls tók: Ragnheiður.
Lagt fram til kynningar.

Lagt fram til kynningar.
116 2021 Ásgarður skógrækt.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00 

Til bakaPrenta