| |
| 1. 2002053 - Endurskoðun Aðalskipulags Dalabyggðar | |
Með tilliti til athugasemdar er varðar göngu- og reiðleiðir í landi Skoravíkur felur umhverfis- og skipulagsnefnd formanni og varaformanni að funda með landeiganda.
Að því búnu felur nefndin aðalskipulagsráðgjöfum að lagfæra skipulagsgögnin til samræmis við minnisblaðið og umræður á fundinum og leggur til að sveitarstjórn sendi þannig lagfærð skipulagsgögn til Skipulagsstofnunar til athugunar, sbr. 3 mgr. 30 gr. skipulagslaga. Að fenginni umsögn Skipulagsstofnunar verði aðalskipulagstillagan og umhverfismatsskýrsla hennar auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga og 15. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana.
Samþykkt samhljóða. | | |
|
| 2. 2112011 - Fyrirspurn um leigu á útihúsunum á Fjósum | |
Skipulagsnefnd telur ekki ástæðu til að breyta fyrri afgreiðslu og leggur til við byggðarráð að erindinu verði hafnað.
Samþykkt samhljóða. | | |
|
| 3. 2201029 - Umsögn um uppbyggingu Laxárdalsvegar | |
Umhverfis- og skipulagsnefnd telur að framkvæmdin sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum framkvæmda skv. lögum nr. 111/2021. Nefndin telur að nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, mótvægisaðgerðun og vöktun. Ekki er þörf á að framkvæmdin fari í umhverfismat að teknu tilliti til viðmiða í 2. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Sveitarfélagið er leyfisveitandi þegar kemur að byggingar- og framkvæmdaleyfum og fer með skipulagsvald á svæðinu.
Samþykkt samhljóða. | | Uppbygging Laxárdalsvegar.pdf | | |
|
| 4. 2202013 - Vatnsmiðlun í Fáskrúð - umsagnarbeiðni | |
| Máli frestað til næsta fundar. | | Matsskyldufyrirspurn Fáskrúð - vatnsmiðlun í Hvanná.pdf | | |
|
| |
| 5. 2012016 - Svæðisáætlun úrgangsmála á Vesturlandi | |
| Lagt fram til kynningar. | | Svæðisáætlun_til samþykktar.pdf | | |
|
|
|
| 8. 2107013 - Stjórnsýslukæra vegna ákvörðunar Dalabyggðar vegna fyrirhugaðrar skógræktar í landi Ásgarðs í Hvammssveit | |
| Lagt fram til kynningar. | | 116 2021 Ásgarður skógrækt.pdf | | |
|