Til bakaPrenta
Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 159

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
05.11.2025 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Guðlaug Kristinsdóttir formaður,
Bjarnheiður Jóhannsdóttir ritari,
Björn Henry Kristjánsson aðalmaður,
Sigrún B Halldórsdóttir aðalmaður,
Viðar Þór Ólafsson varaformaður,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Hlynur Torfi Torfason Skipulagsfulltrúi, Grettir Örn Ásmundsson byggingarfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Bjarnheiður Jóhannsdóttir, ritari


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2510027 - Stafræn húsnæðisáætlun 2025-2035
Lögð eru fram drög að Húsnæðisáætlun Dalabyggðar.
Kallað er eftir ábendingum frá nefndinni áður en hún fer fyrir sveitarstjórn til afgreiðslu.

Nefndin vísar málinu áfram til sveitarstjórnar.
2. 2510031 - Deiliskipulag Tungu á Skógarströnd
Framlögð tillaga til afgreiðslu að deiliskipulagi sbr. 1.mgr. 41.gr. skipulagslaga fyrir frístundabyggðina Tungu í landi Dranga á Skógarströnd.
Nefndin frestar afgreiðslu málsins vegna ónógra gagna.
3. 2510030 - Óveruleg breyting á deiliskipulagi Sælingsdalstungu, lóðir 49 og 50
Framlögð tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Sælingsdalstungu, lóðir 49 og 50. Til afgreiðslu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga um óverulega breytingu. Varðar afmörkun byggingareita og lóðamarka. Varðar ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda og í því ljósi heimilt að falla frá grenndarkynningu.
Nefndin samþykkir óverulega breytingu á deiliskipulagi fyrir sitt leyti. Þar sem breytingin varðar ekki aðra aðila en eiganda og sveitarfélagið er fallið frá grenndarkynningu.
4. 2510029 - Aðalskipulagsbreyting - Hvannármiðlun
Framlögð tillaga að breytingu á aðalskipulagi vegna Hvannármiðlunar til afgreiðslu fyrir kynningu skipulagslýsingar/vinnslutillaga skv. 1. og 2. mgr. 30. gr. skipulaglaga.
Nefndin samþykkir kynningu skipulagslýsingar og vinnslutillögu fyrir sitt leyti og vísar málinu áfram til sveitarstjórnar.
5. 2510004 - Afmörkun jarðarinnar Bessatungu
Framlögð til afgreiðslu/staðfestingar merkjalýsing jarðarinnar Bessatungu.
Samþykkt samhljóða.
6. 2510005 - Afmörkun jarðarinnar Fremri Brekku
Framlögð til afgreiðslu/staðfestingar sveitarfélagsins merkjalýsing jarðarinnar Fremri Brekku.
Samþykkt samhljóða.
7. 2510012 - Afmörkun jarðarinnar Glerárskóga
Framlögð til afgreiðslu/staðfestingar sveitarfélagsins merkjalýsing jarðarinnar Glerárskóga.
Samþykkt samhljóða.
8. 2510006 - Umsókn um byggingarleyfi að Erpstöðum
Framlögð umsókn um byggingarleyfi fyrir geymslu að Erpsstöðum.
Nefndin samþykkir erindið að uppfylltum öllum skilyrðum.
Björn Henrý tók ekki þátt í afgreiðslu málsins.
9. 2510011 - Umsókn um stöðuleyfi að Ægisbraut 21
Framlögð umsókn um stöðuleyfi fyrir gám.
Nefndin samþykkir erindið með fjórum atkvæðum.
10. 2510017 - Umsókn um byggingarleyfi að Kvennabrekku, samkomuhús í gistingu og þjónustu.
Framlögð umsókn um byggingarleyfi/breytta notkun félagsheimilis í gisti og þjónusturými.
Nefndin frestar erindinu og felur skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa að leiðbeina umsækjanda með framhaldið.
11. 2510020 - Umsókn um byggingarleyfi að Óslandi 4, breyting og viðbygging
Framlögð umsókn um byggingarleyfi vegna breytingar og viðbyggingar.
Nefndin samþykkir erindið að uppfylltum skilyrðum.
12. 2510028 - Umsókn um byggingarleyfi í Skoravík
Framlögð umsókn um byggingarleyfi í Skoravík.
Nefndin frestar erindinu. Umsóknin virðist ekki vera í samræmi við deiliskipulagstillögu, sem er í vinnslu.
13. 2406016 - Íþróttamiðstöð í Búðardal - umsókn um byggingarleyfi fyrir geymslu og sauna hús.
Framlögð umsókn um byggingarleyfi fyrir geymslu og sauna hús á lóð íþróttamannvirkja í Búðardal.
Samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00 

Til bakaPrenta