Til bakaPrenta
Byggðarráð Dalabyggðar - 304

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
13.02.2023 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Skúli Hreinn Guðbjörnsson formaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Guðlaug Kristinsdóttir aðalmaður,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Fundargerð ritaði: Björn Bjarki Þorsteinsson, sveitarstjóri
Lagt er til að mál nr. 2212009, afskriftir, verði bætt að dagskrá og verði dagskrárliður 2,

Samþykkt.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2204013 - Byggingarnefnd íþróttamannvirkja í Búðardal fundargerðir 2022
Framlagt tilboð og fylgigögn frá Eykt ehf vegna uppbyggingar íþróttamannvirkja í Búðardal.
Byggðarráð samþykkir að ganga til viðræðna við Eykt ehf. á grunni þess tilboðs sem fram er komið frá fyrirtækinu og felur sveitarstjóra ásamt formanni byggðarráðs að halda utan um samskipti við fyrirtækið.

Jafnframt felur byggðarráð sveitarstjóra að framkvæma verðkönnun meðal bankastofnana um brúar- og framkvæmdafjármögnun.

Einnig er sveitarstjóra falið að gera verðkönnun meðal þriggja aðila varðandi eftirlit með framkvæmdinni af hálfu Dalabyggðar.
2. 2212009 - Afskriftarbeiðni
Lagt til að veitt verði heimild til að lækka áætlaða niðurfærslu vegna annarra skammtímakrafna/þjónustutekna um 1,1 millj.kr. Verði 4,2 millj.kr. í stað 5,3 millj.kr.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30 

Til bakaPrenta