Til bakaPrenta
Fræðslunefnd Dalabyggðar - 117

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
31.01.2023 og hófst hann kl. 15:00
Fundinn sátu: Ingibjörg Þóranna Steinudóttir formaður,
Jón Egill Jóhannsson aðalmaður,
Guðrún B. Blöndal aðalmaður,
Þórey Björk Þórisdóttir aðalmaður,
Heiðrún Sandra Grettisdóttir varamaður,
Herdís Erna Gunnarsdóttir skólastjóri,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Berghildur Pálmadóttir fulltrúi starfsmanna,
Fundargerð ritaði: Björn Bjarki Þorsteinsson, sveitarstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2301058 - Skóladagatal Auðarskóla 2023 - 2024
Framlögð fyrstu drög að skóladagatali fyrir komandi skólaár.
2. 2211021 - Verklagsreglur um starfsemi leikskóla Auðarskóla - uppfærsla fyrir 2023
Við uppfærslu á gjaldskrám haustið 2022 voru ýmsar samþykktir og reglur einnig skoðaðar.
Nefndin fjallar hér um drög að breytingum á verklagsreglum og dvalarsamningi leikskóladeildar Auðarskóla.

Fræðslunefnd samþykkir tillögu að lítið breyttum verklagsreglum og dvalarsamningi leikskóladeildar Auðarskóla sem þarfnast einnig staðfestingar sveitarstjórnar Dalabyggðar.
3. 2210027 - Skólastarf Auðarskóli 2022-2023
Rætt um skólastarfið það sem af er vetri og stöðu einstakra mála.
Rætt um kostnaðarskiptingu á milli nemenda og skóla/Dalabyggðar þegar nemendahópar fara í skólabúðir.

Varðandi skólastarfið almennt þá fór skólastjóri yfir það sem er á döfinni í Auðarskóla, bæði í leik og starfi.

Skólastjóri fór yfir tölvukost skólans og þær varnir sem tölvubúnaður skólans inniber. Nauðsynlegt er að fara yfir tækjakostinn og útbúa áætlun varðandi annarsvegar endurnýjun sem og hvernig að vörnum á búnaðnum er háttað.

Varðandi kostnaðarskiptingu á milli nemenda og skóla/Dalabyggðar þegar nemendahópar fara í skólabúðir þá leggur fræðslunefnd til við sveitarstjórn að kostnaðarskipting verði skipt jafnt á milli nemenda og skóla/Dalabyggðar og verði það hið almenna viðmið hvað þennan þátt varðar.
4. 2301027 - Skólaakstur í Dalabyggð
Rætt um skólaakstur í Dalabyggð. Núgildandi samningar voru gerðir til þriggja ára með heimild til framlengingar í ett ár í senn tvisvar sinnum. Fyrri framlenging rennur út í lok núverandi skólaárs.
Framlagðar reglur um skólaakstur í Dalabyggð til umræðu.

Fræðslunefnd ræddi um stöðu mála og fór yfir þann fjölda nemenda sem koma með hverri leið.
Fræðslunefnd leggur til við sveitarstjórn að nýtt verði heimild til að framlengja núgildandi samning um eitt ár en jafnframt að hugað verði að því sem fyrst að fara að undirbúa útboð fyrir skólaárið 2024-2025.

Fræðslunefnd sér ekki ástæðu til að gera breytingar á núgildandi reglum um skólaakstur.
5. 2301063 - Reglur um skólasókn í Auðarskóla
Framlögð tillaga að reglum um skólasókn.
Fræðslunefnd samþykkir tillögu um reglur um skólasókn með áorðnum breytingum og vísar þeim til staðfestingar í sveitarstjórn.
6. 2301064 - Reglur um skólavist fósturbarna í Auðarskóla
Framlögð tillaga að reglum um skólavist fósturbarna í leik- og grunnskóla.
Fræðslunefnd samþykkir tillögu um reglur um skólavist fósturbarna í Auðarskóla með áorðnum breytingum og vísar þeim til staðfestingar í sveitarstjórn.
7. 2301030 - Skólastefna Dalabyggðar
Farið yfir stöðu vinnu við endurskoðun á Skólastefnu Dalabyggðar.
Formaður fræðslunefndar kynnti þá vinnu sem átt hefur sér stað frá síðasta fundi. Samþykkt að vinna málið áfram á milli funda fræðslunefndar í þeim anda sem verið hefur.
Á fundinn mætti Jón Egill Jónsson íþrótta- og tómstundafulltrúi og tók þátt í umræðum um sumarstarf 2023.
8. 2208010 - Tómstundir
Rætt um íþróttir og tómstundir í Dalabyggð en á síðasta fundi fræðslunefndar var samþykkt að kalla til samtals um fyrirkomulag sumarstarfs 2023 fulltrúa UDN, Íþróttafélagsins Undra, Hestamannafélagsins Glaðs, Skátafélagsins Stíganda með fulltrúa Dalabyggðar. Formanni fræðslunefndar og sveitarstjóri funduðu með fulltrúum fyrrgreindra félaga þann 25. janúar s.l. og er næsti fundur fyrirhugaður þann 15. febrúar n.k.
Fræðslunefnd lýsir ánægju með að samtalið sé hafið um sumarstarfið og óskar eftir að fá að fylgjast með þróun mála.
9. 2010009 - Framhaldsnám í Dalabyggð
Farið yfir stöðu málsins í kjölfar samþykktar fræðslunefndar á síðasta fundi þar sem samþykkt var að ná samtali við núverandi nemendur á elsta stigi í Auðarskóla og einnig við nemendur sem hafa hafið nám í framhaldsskóla nýverið til þess að átta sig betur á viðhorfum þessa hóps.

Samþykkt að vinna málið áfram og ræða á næsta fundi.
10. 2206033 - Jafnréttisáætlun
Drög að uppfærðri jafnréttisáætlun Dalabyggðar lögð fram.
Fræðslunefnd gerir ekki athugasemd við framlögð drög að jafnréttisáætlun Dalabyggðar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00 

Til bakaPrenta