Til bakaPrenta
Menningarmálanefnd Dalabyggðar - 20

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
18.10.2021 og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu: Þorgrímur Einar Guðbjartsson formaður,
Einar Jón Geirsson varamaður,
Gyða Lúðvíksdóttir varamaður,
Jóhanna María Sigmundsdóttir Verkefnastjóri ,
Fundargerð ritaði: Jóhanna María Sigmundsdóttir, Verkefnastjóri atvinnu- kynningar- og menningarmála
Lagt til að mál nr. 2110030 Bæjarhátíð 2022 verði bætt á dagskrá og verði dagskrárliður 4.


Dagskrá: 
Almenn mál
Sigursteinn Sigurðsson, menningarfulltrúi SSV situr fundinn undir dagskrárlið 1 og 2.
1. 2009015 - Aukin nýting félagsheimila á Vesturlandi
Nefndin skipuleggur fundi vegna aukinnar nýtingar félagsheimila í Dalabyggð.

Sigursteinn Sigurðsson menningarfulltrúi SSV kemur á fundinn.

Fundir um aukna nýtingu félagsheimila verði haldni:
2. nóvember í Árbliki kl.20:00
4. nóvember í Tjarnarlundi kl.20:00
9. nóvember á Staðarfelli kl.20:00
11. nóvember í Dalabúð kl.20:00

Á dagskrá verði kynning á samatekt um hvert félagsheimilanna, ávarp frá menningarfulltrúa SSV og hugarflugsvinna gesta.

Formanni og verkefnastjóra falið að vinna áfram.
2. 2102019 - Menningarstefna Vesturlands 2021-2025
Menningarstefna Vesturlands lögð fram.
Sigursteinn Sigurðsson menningarfulltrúi SSV fór yfir stefnuna.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að samþykkja Menningarstefnu Vesturlands 2021-2025 og hafi hana til hliðsjónar við áframhaldandi uppbyggingu á menningartengdum verkefnum í Dalabyggð.
menningarstefna_bref.pdf
Menningarstefna Vesturlands _loka.pdf
3. 1912011 - Byggðasafn Dalamanna - Staðarfell
Nefndin ræðir stöðu Byggðasafns Dalamanna.
Nefndin vísar því til byggðarráðs við vinnu fjárhagsáætlunargerðar að tryggja að hægt verði að vinna áfram að málefnum Byggðasafns Dalamanna.
4. 2110030 - Bæjarhátíð 2022
Nefndin ræðir skipulag "Heim í Búðardal" 2022.
Heim í Búðardal verði haldin 1. - 3. júlí 2022. Lögð áhersla á fjölbreytta dagskrá fyrir allan aldur.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:12 

Til bakaPrenta