Til bakaPrenta
Byggðarráð Dalabyggðar - 279

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
03.11.2021 og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu: Skúli Hreinn Guðbjörnsson formaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir aðalmaður,
Kristján Sturluson sveitarstjóri,
Fundargerð ritaði: Kristján Sturluson, sveitarstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2104022 - Fjárhagsáætlun 2022 og 2023-2025
Tillaga að álagningarhlutfalli útsvars, fasteignaskatts og lóðarleigu lögð fram.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að álagningarhlutfall útsvars 2022 verði 14,52% og álagningarhlutfall fasteignaskatts a) 0,50% af álagningarstofni íbúðarhúsa, útihúsa og sumarbústaða ásamt lóðarleiguréttindum og jarðeigna skv. a-lið 3. gr. laga nr. 4/1995 umtekjustofna sveitarfélaga. b) 1,32% af álagningarstofni opinbers húsnæðis, skv. b-lið 3. gr. laga nr. 4/1995. c) 1,50% af álagningarstofni allra annarra fasteigna og lóða skv. c-lið 3. gr. laga nr. 4/1995. Afsláttur af fasteignaskatti ellilífeyrisþega og öryrkja sbr. 4. mgr. 5. gr. laga nr. 4/1995 og reglur Dalabyggðar hækkar sem nemur breytingu á launavísitölu milli áranna 2019 og 2020 (desembervísitala) eða um 7,2% og upphæðir síðan námundaðar niður að næsta þúsundi.
Samþykkt samhljóða.
Erindi til sveitarstjórnar Dalabyggðar.pdf
Viðmiðunarlaunatafla fyrir fulltrúa í sveitarstjórnum.pdf
viðmiðunarlaunatafla - 2021 - kjörnir fulltrúar.pdf
Tillaga um álagningarhlutfall útsvars og fasteignagjalda 2022.pdf
2. 2110052 - Fjárhagsáætlun 2021 - Viðauki VII.
Fallið verði frá lántöku 2021 og í staðin gengið á handbært fé.
Tekjujöfnunarframlag úr Jöfnunarsjóði er um 12 m.kr. lægra en áætlað var.

Viðauki VII samþykktur samhljóða og vísað til afgreiðslu í sveitarstjórn.
Viðauki 7.pdf
3. 2104013 - Umsókn í Brothættar byggðir
Stjórn Byggðastofnunar ákvað á fundi sínum þann 26. október að bjóða Dalabyggð og SSV til samstarfs um verkefnið Brothættar byggðir í Dalabyggð.
Byggðarráð mælir með því við sveitarstjórn að Dalabyggð samþykki boð um þátttöku í brothættum byggðum.
Samþykkt samhljóða.
4. 2110051 - Umsókn um lóð vegna þriggja íbúða fyrir Bakkahvamm hses.
Bakkahvammur hses. hefur sótt um stofnframlag til HMS vegna byggingar þriggja almennra leiguíbúða. Til að umsóknin sé tekin til afgreiðslu þarf að liggja fyrir staðfesting á lóðarúthlutun og lóðarverði.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að úthluta lóðinni Bakkahvammur 17 til Bakkahvamms hses. Lóðin er raðhúsalóð fyrir fjórar íbúðir en verður breytt í þriggja íbúða lóð í samræmi við umsókn Bakkahvamms hses.
Umsókn um lóð - Bakkahvammur 17.pdf
5. 2110028 - Aðkoma Dalabyggðar að brúarfjármögnun vegna almennra leiguíbúða Bakkahvamms hses.
Bakkahvammur hses. hefur sótt um stofnframlag til HMS vegna byggingar þriggja almennra leiguíbúða. Til að umsóknin sé tekin til afgreiðslu þarf að liggja fyrir staðfesting brúarfjármögnunar. Vegna byggingar þriggja íbúða fyrir Bakkahvamm hses. árið 2020 ákvað Dalabyggð að taka lán og endurlána til húsnæðissjálfseignarstofnunarinnar. Niðurstaðan varð hins vegar að Dalabyggð tók ekki lánið heldur lánaði Bakkahvammi hses. af handbæru fé. Nú gæti þurft að hafa sama hátt á þ.e. að Dalabyggð taki lán fyrir brúarfjármögnun og endurláni til Bakkahvamms hses.
Ef þörf verður á leggur byggðarráð til við sveitarstjórn að Dalabyggð taki lán og endurláni á sömu kjörum til Bakkahvamms hses. vegna brúarfjármögnunar.
Samþykkt samhljóða.
6. 2107001 - Flutningur dýrahræja til förgunar - útboð
Ekki eru forsendur fyrir tilboði lægstbjóðanda. Önnur tilboð voru yfir kostnaðaráætlun.
Tilboði lægstbjóðanda Valbergs Sigfússonar er hafnað með vísan í 83. grein laga um opinber innkaup nr. 120/2016 eftir að viðræður hafa farið fram milli hans annars vegar og formanns byggðarráðs og sveitarstjóra hins vegar. Byggðarráð hafnar tilboðum frá Garðabúinu ehf., Sigurði Hrafni Jökulssyni, Íslenska gámafélaginu ehf. og Hróarstindi ehf. sem öll voru yfir kostnaðaráætlun með vísan í 82. grein laga um opinber innkaup nr. 120/2016.
Samþykkt samhljóða.
7. 2110055 - Fyrirspurn um tengingu við Vatnsveitu
Tvær fyrirspurnir hafa borist um tengingu í dreifbýli við vatnsveitu. Setja þarf vatnsveitunni samþykktir þar sem tekið er á hvernig bregðast skuli við slíkum umsóknum/fyrirspurnum.
Sveitarstjóra falið að gera drög að samþykktum fyrir vatnsveituna og leggja fyrir byggðarráð.
Samþykkt samhljóða.
8. 2111001 - Styrkumsókn vegna jólatónleika í Dalabúð
Umsókn um styrk vegna jólatónleika 4. desember.
Samþykkt að veita 20% afslátt af leigu og miða við gjaldskrá vegna 80 manns eða færri. Ekki verður rukkað fyrir notkun vegna æfinga.
Samþykkt samhljóða.
Styrkumsókn-jólatónleikar í Dalabúð.pdf
9. 2111002 - Styrkumsókn vegna jólaballs og Pálínuboðs
Umsókn um styrk til að halda jólaball og Pálinuboð í félagsheimilinu Tjarnarlundi.
Frestað til næsta fundar.
jólaball og Pálínuboð.pdf
Mál til kynningar
10. 2110044 - Sameining Starfsmannafélags Dala og Snæfellsýslu og Kjalar stéttarf. starfsmanna í almannaþjónustu
Bréf frá SDS lagt fram.
Sameining SDS og Kjalar stéttarf.starfsmanna í almannaþjónustu.pdf
11. 2110053 - Skrá yfir starfsmenn sem ekki hafa verkfallsrétt
Samkvæmt 2. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna og 2. gr. í nýsamþykktum lögum nr. 129/2020 um skrá yfir störf hjá sveitarfélögum sem heimild til verkfalls nær ekki til, skulu sveitarfélög, fyrir 1. febrúar ár hvert, að undangengnu samráði við viðkomandi stéttarfélög, birta skrár (lista) yfir þá starfsmenn sem ekki hafa verkfallsheimild.
12. 2110056 - Græn skref
Lögreglan á Vesturlandi upplýsir um þátttöku embættisins í Grænum skrefum og óskar m.a. eftir samstarfi við Dalabyggð.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:45 

Til bakaPrenta