| |
1. 2503014 - Forgangsröðun innviðamála í Dalabyggð | |
Sveitarstjórn lýsir ánægju sinni með skýrsluna og vill koma á framfæri þökkum til atvinnumálanefndar, verkefnastjóra og annarra sem að vinnu hafa komið og staðfestir hana með öllum greiddum atkvæðum.
Til máls tóku: Garðar og Bjarki.
| Innviðaáætlun_Dalabyggðar_haust2025.pdf | | |
|
2. 2503006 - Úrgangsþjónusta - útboð | |
Mat tilboða er lokið og sveitarstjóri fór yfir niðurstöðu matsins og næstu skref. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að vinna málið áfram.
Til máls tók: Bjarki. | | |
|
3. 2409018 - Samþykkt um gæludýrahald í Dalabyggð | |
Sveitarstjórn samþykkir gjaldskrá um hunda- og kattahald og annað gæludýrahald samhljóða. | GJALDSKRÁ fyrir hunda- og kattahald og annað gæludýrahald í Dalabyggð_til samþ.pdf | B_nr_1040_2025.pdf | | |
|
4. 2301065 - Ljárskógarbyggð, deiliskipulag frístundabyggðar | |
Samþykkt samhljóða.
Til máls tók: Guðlaug. | | |
|
5. 2301065 - Ljárskógarbyggð, óverulega breyting á aðalskipulagi, frístundabyggð F23 | |
Samþykkt samhljóða.
Til máls tók: Guðlaug. | | |
|
6. 2505011 - Áskorun frá íbúum Skógarstrandar og eigendum jarða á Skógarströnd til sveitastjórnar Dalabyggðar | |
Sveitarstjórn staðfestir móttöku áskorunarinnar. | Áskorun til Dalabyggðar.10.25.Lokaskjal..pdf | | |
|
7. 2505011 - Skipun sameiginlegrar kjörstjórnar við íbúakosningar um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra | |
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu kjörstjórna um skiptingu fulltrúa í sameiginlegri kjörstjórn og skipar Valdísi Einarsdóttur til setu í nefndinni og Svein Gestsson og Bergþóru Jónsdóttur til vara. Sveitarstjórn felur sameiginlegri kjörstjórn vegna íbúakosninga um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra að taka ákvarðanir um kjörstaði, kjördeildir og opnunartíma kjörstaða.
Til máls tók Bjarki. | | |
|
8. 2505011 - Skipun undirkjörstjórnar við íbúakosningu um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra | |
Sveitarstjórn samþykkir að skipa kjörstjórn sveitarfélagsins sem undirkjörstjórn vegna íbúakosninga um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra sem fram fara 28. nóvember til 13. desember nk. Sveitarstjórn leggur áherslu á að kjörstjórnir við kosningarnar hafi með sér samráð um verkaskiptingu vegna framkvæmdar kosninganna.
Til máls tók Bjarki. | | |
|
9. 2505011 - Tilkynning um íbúakosningar til Þjóðskrár Íslands | |
Sveitarstjórn felur samstarfsnefnd að tilkynna Þjóðskrá Íslands um boðaða atkvæðagreiðslu. Sveitarstjórn felur samstarfsnefnd jafnframt að óska eftir því við Þjóðskrá Íslands að opnað verði fyrir uppflettingar í kjörskrá á vef Þjóðskrár Íslands á meðan á atkvæðagreiðslu stendur. Sveitarstjórn felur samstarfsnefnd að tryggja að kjörskrá verði aðgengileg til skoðunar á skrifstofu sveitarfélagsins eigi síðar en 14 dögum áður en atkvæðagreiðsla hefst og að kynna framlagninguna fyrir íbúum.
Til máls tók Bjarki. | | |
|
10. 2505011 - Atkvæðaseðill til afnota við íbúakosningu um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra | |
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna og felur sameiginlegri kjörstjórn sveitarfélaganna að senda atkvæðaseðilinn til innviðaráðuneytis til staðfestingar.
Til máls tók Bjarki. | | |
|
| |
11. 2509001F - Byggðarráð Dalabyggðar - 340 | 11.1. 2503006 - Úrgangsþjónusta - útboð 2025 Sveitarstjóra og umsjónarmanni framkvæmda falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum. | 11.2. 2509004 - Beiðni um rekstrarstyrk vegna 2026 Byggðarráð þakkar erindið en getur ekki orðið við beiðninni að þessu sinni.
| 11.3. 2508012 - Erindi vegna Eiríksstaða Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum. | 11.4. 2505016 - Fjárhagsáætlun 2026-2029 Farið yfir fjárhagsáætlunargerð og fjárfestingarþörf. | 11.5. 2406005 - Íþróttamannvirki í Búðardal M.a. rætt um malbik við og í tengslum við íþróttamannvirki. Sveitarstjóra og umsjónarmanni framkvæmda falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum. | 11.6. 2508005 - Frístundahús að Laugum í Sælingsdal Sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum. | 11.7. 2505011 - Sameiningarviðræður Verið er að undirbúa íbúafundi vegna sameiningar. Búið er að opna upplýsingavef um sameininguna: www.dalhun.is
| 11.8. 2509006 - Umsókn um skólavist utan lögheimilissveitarfélags Samþykkt samhljóða. | | |
|
12. 2509003F - Atvinnumálanefnd Dalabyggðar - 56 | Til máls tók Garðar. | 12.1. 2509008 - Birtuorka og endurnýjanlegar orkulausnir Atvinnumálanefnd þakkar Lindu fyrir komuna og samtalið.
Linda fór m.a. yfir þau tilraunaverkefni sem Alor vinnur að þessi misserin. Áhugi er fyrir að koma með kynningarfund og eiga samtal við áhugasama aðila. Verkefnastjóra falið að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum og eiga samskipti við Alor.
Nefndin vísar því til umhverfis- og skipulagsnefndar að skoða hvort uppsetning á sellum á húsþök og/eða veggi þarfnist samþykkis (þ.e. útlitsbreyting byggingar) og ræði afstöðu til uppsetningar bæði í þéttbýli og dreifbýli. | 12.2. 2509009 - Almyrkvi á sólu 12.08.2026 Atvinnumálanefnd þakkar Sævari fyrir komuna og samtalið.
Þann 12. ágúst 2026 verður almyrkvi á sólu sjáanlegur frá Íslandi í fyrsta sinn síðan 1954. Almyrkvaslóðin liggur yfir Vestfirði, Snæfellsnes, Höfuðborgarsvæðið og Reykjanesskaga. Í Dalabyggð mun almyrkvi sjást frá Skógarströnd, Fellsströnd og Skarðsströnd. Skv. Booking.com er 99% gistirýma á svæðinu Vestfirðir, Dalir, Snæfellsnes, Norðurland Vestra og suður úr uppbókað. Huga þarf að ýmsum þáttum; salernisaðstöðu, aðgengi viðbragðsaðila og viðbúnaður heilsugæslu, bílastæði fyrir allar stærðir ökutækja, tjaldstæði og pláss fyrir húsbíla af öllum stærðum, ástand vega, mat bæði í verslun og veitingastöðum o.s.frv.
Nefndin leggur til að almyrkvinn verði til umræðu á samhristingi ferðaþjóna þann 13. nóvember nk. til að ræða undirbúning í héraði. Nefndin leggur einnig til að skoðað verði að fá fræðslu í Auðarskóla í tengslum við atburðinn og vísar þeirri tillögu til fræðslunefndar Dalabyggðar. Sveitarfélagið hugi einnig að samráði við landeigendur og íbúa varðandi atburðinn og fyrirkomulag kringum hann. | 12.3. 2503014 - Forgangsröðun innviðamála í Dalabyggð Farið yfir drög að skýrslu um innviði í Dalabyggð.
Lagt til að nefndin afgreiði prófarkalestri í gegnum tölvupóst. Stefnt að því að skýrslan verði tilbúin fyrir sveitarstjórnarfund 9. október nk. Verkefnastjóra falið að vinna áfram að málinu. | | |
|
13. 2508002F - Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 158 | 13.1. 2301065 - Ljárskógarbyggð, deiliskipulag frístundabyggðar Deiliskipulagið tekur til frístundabyggðar F23. Tillagan var auglýst með athugasemdarfresti til 14. febrúar 2025 og tekin fyrir og samþykkt í umhverfis- og skipulagsnefnd 4. mars 2025. Tillagan var ekki send til yfirferðar hjá Skipulagsstofnun og er því enn í skipulagsferli. Tillagan er nú tekin fyrir að nýju samhliða óverulegri aðalskipulagsbreytingu vegna afmörkunar F23 með lagfæringum til samræmis við aðalskipulagsbreytinguna. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu að deiliskipulagi skv. 3. mgr. 41. greinar skipulagslaga.
Nefndin bendir á að tilfærsla reiðvegar og gönguleiðar er að beiðni landeiganda og skal hann bera kostnaðinn af því. Bæta þarf þeim ákvæðum við kafla 6.1 og 6.3 í deiliskipulagi.
| 13.2. 2301065 - Ljárskógarbyggð, óverulega breyting á aðalskipulagi, frístundabyggð F23 Umhverfis- og skipulagsnefnd telur breytinguna falla undir málsmeðferð um óverulega breytingu sbr. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga þar sem hún tekur til tæplega eins hektara svæðis og áhrif hennar eru óveruleg á umhverfið. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir framlagða breytingartillögu.
| 13.3. 2509016 - Beiðni um umsögn vegna umsóknar ræktunarleyfis Hvammsskeljar ehf í Hvammsfirði Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við erindið, en bendir á að Breiðafjarðarnefnd þarf meðal annarra að fá erindið til umsagnar. | 13.4. 2504015 - Ályktun aðalfundar Skógfræðingafélags Íslands 2025 Erindið var kynnt umhverfis- og skipulagsnefnd. | 13.5. 2509008 - Birtuorka og endurnýjanlegar orkulausnir Umhverfis- og skipulagsnefnd telur sóknarfæri á þessu sviði og telur að ekkert sé því til fyrirstöðu að húseigendur komi fyrir sellum á húsum sínum til orkuframleiðslu, út frá skipulagsregluverki, en leggur til að húseigendur leiti til byggingarfulltrúa um ástand mannvirkja í hverju tilfelli fyrir sig. | 13.6. 2508011 - Vindorkuver í landi Hróðnýjarstaða - umhverfismatsskýrsla Umsögn sveitarstjórnar lögð fram til kynningar. | | |
|
14. 2508003F - Fræðslunefnd Dalabyggðar - 144 | Til máls tók Ingibjörg. | 14.1. 2508008 - Auðarskóli, málefni grunnskóla 2025-2026 Guðmundur Kári kynnti stöðuna í daglegu starfi skólans síðustu vikur. Einnig fór Guðmundur Kári yfir áfallaáætlun skólans og uppfærslu á því skjali í ljósi aðstæðna.
Kynnt uppfærð drög að skólareglum sem hafa verið kynnt fyrir starfsfólki grunnskóla, eftir er að fara yfir drögin með starfsfólki leikskóla og skólaráði. Samþykkt að taka drögin til umræðu á næsta fundi fræðslunefndar.
Starfandi skólastjóri kynnti það sem fram fór á starfsdegi starfsmanna mánudaginn 6.október sl.
Kristrún frá Ásgarði skólaþjónustu fór yfir aðkomu Ásgarðs að starfi skólans í þeim aðstæðum sem uppi eru og aðstoð við stjórnendur og starfsmenn.
Kynnt var hvatning frá atvinnumálanefnd Dalabyggðar þess efnis að skoðað verði að fá fræðslu í Auðarskóla í tengslum við almyrkva 12. ágúst 2026. Fræðslunefnd tók jákvætt í hvatninguna.
Fræðslunefnd lýsir ánægju með allt viðbragð starfsmanna skólans og vill koma á framfæri þakklæti sínu til þeirra. | 14.2. 2508009 - Auðarskóli, málefni leikskóla 2025-2026 Svanhvít Lilja fór yfir stöðu mála í leikskólanum. 22 börn eru núna í leikskólanum og stefnir í fjölgun að óbreyttu í janúar 2026. Verið er að fara yfir námsvísi og fara yfir ákveðna þætti í samstarfi við Ásgarð skólaþjónustu líkt og verið er að gera í grunnskólanum.
Fræðslunefnd lýsir ánægju með allt viðbragð starfsmanna leikskólans og vill koma á framfæri þakklæti sínu til þeirra. | 14.3. 2508007 - Ungmennaráð 2025-2026 Farið yfir fram komnar umsóknir/framboð í Ungmennaráð Dalabyggðar. Fræðslunefnd þakkar framkomnar umsóknir/framboð.
Fræðslunefnd samþykkir samhljóða að bjóða þeim Ísabellu Rós Guðmundsdóttur og Óliver Sebastían Tý Almarssyni laus sæti í Ungmennaráði Dalabyggðar.
Þórey vék af fundi undir þessum lið.
| 14.4. 2505001 - Lýðheilsa Fræðslunefnd býður Ísak velkomin til starfa um leið og Guðnýju eru þökkuð hennar störf fyrir Dalabyggð. | 14.5. 2412001 - Félagsmiðstöðin Gildran Guðný Erna sagði frá ferð ungmenna frá Íslandi til Noregs. Fræðslunefnd er sammála um að óska eftir stuttri greinargerð frá fulltrúum Dalabyggðar í ferðinni.
Fræðslunefnd lýsir ánægju með virkni félagsmiðstöðvarinnar í samstarfsverkefnum á vegum SAMFÉS sem og almennri virki í félagsmiðstöðinni. | 14.6. 2406005 - Íþróttamannvirki í Búðardal | | |
|
15. 2509004F - Félagsmálanefnd Dalabyggðar - 76 | 15.1. 2501031 - Félagsmál 2025 | 15.2. 2505022 - Samningur um barnaverndarþjónustu | 15.3. 2411008 - Gott að eldast á Vesturlandi | 15.4. 2406000 - Forvarnarmál | 15.5. 2405012 - Farsældarráð Vesturlands | | |
|
|
|
18. 2401010 - Fundir Heilbrigðiseftirlits Vesturlands 2024 | 193_2024_1216_Samþykkt fundargerð..pdf | | |
|
| |
19. 2508011 - Vindorkuver í landi Hróðnýjarstaða - umhverfismatsskýrsla | |
Umsögn Dalabyggðar undirrituð.pdf | | |
|
20. 2501008 - Skýrsla sveitarstjóra 2025 | Til máls tók Bjarki. | 260 fundur 9. október 2025.pdf | | |
|