Til bakaPrenta
Byggðarráð Dalabyggðar - 268

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
27.05.2021 og hófst hann kl. 08:00
Fundinn sátu: Skúli Hreinn Guðbjörnsson formaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir aðalmaður,
Kristján Sturluson sveitarstjóri,
Fundargerð ritaði: Kristján Sturluson, sveitarstjóri
Lagt er til að eftirtöldum málum verði bætt á dagskrá fundarins:
Mál.nr. 2103032 - Stjórnsýslukæra vegna gjaldskrár fyrir hirðingu, móttöku og eyðingu dýrahræja, almennt mál, verði dagskrárliður 8.
Mál.nr. 1911005 - Klofningur, áningastaður - hönnun og undirbúningur, almennt mál, verði dagskrárliður 9.
Röð annarra dagskrárliða breytist í samræmi við ofangreint.
Samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2105015 - Sjálfboðavinnuverkefni 2021
Sex umsóknir bárust frá þremur aðilum. Ein umsókn til viðbótar barst eftir að umsóknarfrestur var runninn út.
Planið við N1. Hafnað þar sem kostnaður við viðgerð kemur annars staðar frá.
Göngustígur milli Ægisbrautar og Stekkjarhvamms. Samþykkt
Hóllinn upp af "Síberíu". Hafnað. Of dýrt verkefni.
Mómold. Samþykkt.
Leikvöllur við Stekkjarhvamm. Samþykkt.
Gólf í Röðli. Samþykkt.

Fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir kr. 200.000 í sjálfboðavinnuverkefni. Samþykkt verkefni eru kr. 358.468. Það sem þau eru umfram fjárhagsáætlun er ekki hægt að samþykkja þau endanlega nema til þess fáist breyting á fjárhagsáætlun. Þetta er því gert með fyrirvara um samþykkt viðauka við fjárhagsáætlun. Afgreiðslu er því frestað.
2. 1904034 - Sorphreinsun - staðsetning grenndarstöðva.
Innleiðing breytinga í sorphreinsun.
Verið er að vinna að lausn fyrir sumartunnustöðina sem átti að vera við Ósrétt.
Ekki bárust svör við verðkönnun vegna uppsetningu tunnustöðva.
Kristján Ingi Arnarsson umsjónarmaður framkvæmda sat fundinn undir dagskrárliðum 1 og 2.
3. 2008016 - Vinnutímabreytingar
Stytting vinnutíma starfsmanna leikskóla og starfsmanna grunnskóla, annarra en kennara.
Niðurstaða er fengin en eftir er að ganga formlega frá henni. Frestað til næsta fundar.
4. 1901043 - Skólaakstur 2019 - 2022
Fyrirkomulag skólaaksturs skólaárið 2021-2022.
Viðræður eru í gangi við verktaka. Frestað til næsta fundar.
Haraldur Haraldsson skólastjóri sat fundinn undir dagskrárliðum 3 og 4.
5. 2105021 - Verklagsreglur um rafræn gagnasöfn
Drög að verklagsreglum lögð fram.
Verklagsreglurnar samþykktar samhljóða.
Verklagsreglur um rafræn gagnasöfn 20210518.pdf
Valdís Einarsdóttir héraðsskjalavörður sat fundinn undir dagskrárlið 5.
6. 2101038 - Ægisbraut 9. Umsókn um lóð.
Unnið hefur verið að grenndarkynningu vegna lóðarinnar. Niðurstöður kynnntar.
Ekki er hægt að úthluta lóðinni að svo stöddu vegna fyrirvara sem komu fram við grenndarkynningu.
Samþykkt samhljóða.
7. 2104033 - Vinnuskóli Dalabyggðar 2021
Mönnun og fyrirkomulag vinnuskólans sumarið 2021.
18 ungmenni hafa sótt um (fædd 2006 til 2008).

Stefnt verður á að vinnuskólinn verði frá 10. júní til 16. júlí, mánudaga til fimmtudaga kl. 8-15.
8. 2103032 - Stjórnsýslukæra vegna gjaldskrár fyrir hirðingu, móttöku og eyðingu dýrahræja.
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur skilað niðurstöðu í málinu.
Þar sem ógilding úrskurðarnefndarinnar byggist á því að gjaldskráin hafði ekki öðlast gildi þegar hin kærða álagning átti sér stað fékkst engin efnileg niðurstað í málinu og því er eðlilegt en að gjaldið sé lagt á að nýju.

Byggðarráð leggur eftirfarandi til við sveitarstjórn:
Lagður er fram úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 35/2021 frá 215. mái 2021 þar sem felld er úr gildi álagnin förgunargjalds vegna dýrahræja á eiganda jarðarinnar Hofakurs með þeim rökum að auglýsing um gildistöku viðeigandi gjaldskrár hafið ekki verið birt í B-deild Stjórnartíðinda þegar álagningin átti sér stað hinn 3. febrúar 2021. Gjaldskráin var hins vegar birt hinn 29. mars 2021 og öðlaðist hún gildi þann dag. Sveitastjórn ákveður nú, með hliðsjón af jafnræðisreglu stjórnsýsluréttarins, að leggja gjaldið á að nýju og er sveitarstjóra falið að tilkynna gjaldandanum um þá ákvörðun.

Samþykkt samhljóða.
3897_001.pdf
9. 1911005 - Klofningur, áningastaður - hönnun og undirbúningur
Eigandi jarðarinnar Hnúks hefur lagt tillögu fram um samkomulag um að Dalabyggð afsali sér afnotarétti í Hnúksnesi gegn því að geta framkvæmt í Klofningnum eins og fyrirhugað er án endurgjalds.
Byggðarráð hafnar tillögunni að svo stöddu.
Mál til kynningar
10. 2105020 - Framkvæmdir 2021
Farið yfir stöðu framkvæmda samkvæmt fjárhagsáætlun.
Framkvæmdir_minnisblað 2021-05-26.pdf
Kristján Ingi Arnarson umsjónarmaður framkvæmda sat fundinn undir dagskrárlið 10.
11. 2012024 - Áskorun frá Samtökum grænkera á Íslandi um skýr markmið varðandi framboð grænkerafæðis í skólum.
Bréf lagt fram.
Opið bréf til sveitarfélaga.pdf
12. 2105017 - Jarðsími í Langeyjarnesi
Tölvupóstur hefur borist frá eiganda Langeyjaness vegna þess að jarðsími hefur verið aflagður og farsímasamband er slæmt.
Byggðaráð lýsir áhyggjum af slöku farsímasambandi víða í Dalabyggð og krefst þess að úr því verði bætt.
Samþykkt samhljóða.
13. 2105018 - Upplýsingar varðandi vatnsgjald.
Beiðni um upplýsingar varðandi vatnsgjald og leiðbeiningar samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins þar að lútandi.
Leiðbeiningar um ákvörðun vatnsgjalds.pdf
Til allra sveitarfélaga.pdf
14. 2102028 - Sælingsdalslaug sumarið 2021
Staða varðandi mönnnun og opnunartíma sumarið 2021.
15. 2105022 - Hvítbók um byggðamál
Hvítbók um byggðamál er til umsagnar í samráðsgátt til 31.05.2021.
Byggðaáætlun - hvítbók.pdf
16. 2104039 - Ræstingar í Dalabyggð
Treglega hefur gengið að ráða starfsfólk til að sjá um ræstingar. Viðræður hafa verið við ræstingafyrirtæki um verkefnið.
17. 2101001 - Mál frá Alþingi til umsagnar - 2021
Tillaga til þingsályktunar um nýja velferðarstefnu fyrir aldraðra, 720. mál.
Tillaga til þingsályktunar um endurskoðun á laga- og reglugerðarumhverfi sjókvíaeldis, 640. mál.

Tillaga til þingsályktunar um endurskoðun á laga- og reglugerðarumhverfi sjókvíaeldis 640 mál.pdf
Tillaga til þingsályktunar um nýja velferðarstefnu fyrir aldraðra 720 mál.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:15 

Til bakaPrenta