Til bakaPrenta
Sveitarstjórn Dalabyggðar - 213

Haldinn á fjarfundi,
13.01.2022 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Eyjólfur Ingvi Bjarnason oddviti,
Ragnheiður Pálsdóttir varaoddviti,
Skúli Hreinn Guðbjörnsson aðalmaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir aðalmaður,
Pálmi Jóhannsson aðalmaður,
Anna Berglind Halldórsdóttir aðalmaður,
Kristján Sturluson sveitarstjóri,
Fundargerð ritaði: Jóhanna María Sigmundsdóttir, verkefnastjóri
Lagt til að eftirtöldum málum verði bætt á dagskrá fundarins:
Mál.nr.: 2201027 - Fyrirspurn um leigu á Laugum sumarið 2022, almennt mál, verði dagskrárliður 14.
Mál.nr.: 2112008F - Stjórn Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns - 53, fundargerð til staðfestingar, verði dagskrárliður 17.
Röð annarra dagskrarliða breytist í samræmi við frmangreint.
Samþykkt.

Vegna fjölda Covid-19 smita í samfélaginu er fundurinn haldinn á fjarfundi.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2104013 - Verkefnið Brothættar byggðir
Úr fundargerð 22. fundar menningarmálanefndar 14.12.2021, dagskrárliður 1:
2104013 - Umsókn í Brothættar byggðir
Frá 212. fundi sveitarstjórnar 09.12.2021:
6. 2104013 - Umsókn í Brothættar byggðir
Skipa þarf einn fulltrúa sveitarstjórnar og tvo íbúa í verkefnisstjórn. SSV tilnefnir síðan tvo fulltrúa og Byggðastofnun tvo.
Til máls tók: Anna.
Sveitarstjórn felur menningarmálanefnd annars vegar og atvinnumálanefnd hins vegar að tilnefna fulltrúa íbúa í verkefnisstjórn. Hvor nefnd tilnefni tvo aðila, karl og konu. Sveitarstjórn mun síðan velja fulltrúana úr hópi þeirra sem nefndirnar tilnefna.
Samþykkt samhljóða.
Menningarmálanefnd Dalabyggðar tilnefnir eftirfarandi aðila sem fulltrúa íbúa í verkefnastjórn fyrir Brothættar byggðir:
- Bjarnheiður Jóhannsdóttir
- Þorgrímur Einar Guðbjartsson

Úr fundargerð 26. fundar atvinnumálanefndar 21.12.2021, dagskrárliður 1:
2104013 - Umsókn í Brothættar byggðir
Frá 212. fundi sveitarstjórnar 09.12.2021:
6. 2104013 - Umsókn í Brothættar byggðir
Skipa þarf einn fulltrúa sveitarstjórnar og tvo íbúa í verkefnisstjórn. SSV tilnefnir síðan tvo fulltrúa og Byggðastofnun tvo.
Til máls tók: Anna.
Sveitarstjórn felur menningarmálanefnd annars vegar og atvinnumálanefnd hins vegar að tilnefna fulltrúa íbúa í verkefnisstjórn. Hvor nefnd tilnefni tvo aðila, karl og konu. Sveitarstjórn mun síðan velja fulltrúana úr hópi þeirra sem nefndirnar tilnefna.
Samþykkt samhljóða.
Atvinnumálanefnd Dalabyggðar tilnefnir eftirfarandi aðila sem fulltrúa íbúa í verkefnastjórn fyrir Brothættar byggðir:
- Bjarnheiður Jóhannsdóttir
- Þorgrímur Einar Guðbjartsson

Drög að saminingi lögð fram.

Fulltrúar íbúa í verkefnastjórn fyrir Brothættar byggðir verði:
- Bjarnheiður Jóhannsdóttir
- Þorgrímur Einar Guðbjartsson
Sveitarstjóri verði fulltrúi sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.

Byggðarráði verði falið að ganga frá samningi um verkefnið.

Samþykkt samhljóða.
Brothættar byggðir viðauki Dalabyggð janúar 2022-drög.pdf
Brothættar byggðir grunnsamningur Vesturland-drög.pdf
Viðaukasamningur um umsýslu verkefnatengdra fjármuna í BB - SSV-drög.pdf
2. 2112002 - Stafrænar húsnæðisáætlanir
Húsnæðisáætlun 2022 lögð fram til afgreiðslu.
Til máls tók: Anna.

Samþykkt samhljóða.
Dalabyggð - Húsnæðisáætlun 2022.pdf
3. 2110023 - Samstarf um rekstur öldrunarheimilis.
Umræða um hvort ganga eigi til viðræðna við Reykhólahrepp og heilbrigðisráðuneytið um sameiningu dvalar- og hjúkrunarheimilanna Barmahlíðar og Silfurtúns.
Minnisblað lagt fram.

Til máls tóku: Anna, Ragnheiður, Eyjólfur, Kristján.

Lagt til að stjórn Silfurtúns verði falið að hefja viðræður við Reykhólahrepp um sameiningu Silfurtúns og Barmahlíðar.

Samþykkt samhljóða.
Minnisblað - fundarpunktar um Barmahlíð og Silfurtún.pdf
4. 1911028 - Undirbúningur íþróttamannvirkja í Dalabyggð
Skipun byggingarnefndar vegna íþróttamannvirkja í Dalabyggð.
Drög að erindisbréfi lögð fram.

Til máls tók: Anna, Eyjólfur, Kristján, Skúli, Anna (annað sinn), Eyjólfur (annað sinn).

Lagt til að undirbúningshópur starfi fram að fundi sveitarstjórnar í febrúar. Auglýst verði eftir fólki í byggingarnefnd. Byggingarnefnd verði skipuð á fundi sveitarstjórnar í febrúar.

Samþykkt samhljóða.
Erindisbréf byggingarnefndar - drög.pdf
5. 2201015 - Öryggi rafmagns og fjarskipta
1., 5. og 12. janúar fór rafmagn af hluta Dalabyggðar, sumsstaðar í allt að 20 tíma. Slíkt er óviðunandi og skapar að auki hættu þar sem fjarskiptasamband dettur út í rafmagnsleysinu.

Til máls tóku: Þuríður, Eyjólfur, Anna.

Sveitarstjórn óskar eftir tímasettri áætlun varðandi lagningu rafmagns í jörð í Dalabyggð. Jafnframt óskar sveitarstjórn eftir fundi með stjórnendum RARIK varðandi afhendingaröryggi rafmagns.

Samþykkt samhljóða.
6. 2003004 - Sameining sveitarfélaga - skoðun og valkostagreining
Umræða um hvort gera eigi skoðanakönnun samhliða sveitarstjórnarkosningum 14. maí.
Til máls tóku: Skúli, Ragnheiður, Anna.

Lagt til að byggðarráð útfæri könnun varðandi sameiningu sveitarfélaga sem verði tekin til umfjöllunar á fundi sveitarstjórnar í febrúar og áætlað að framkvæmd verði samhliða sveitarstjórnarkosningum 14. maí nk.

Samþykkt samhljóða.
7. 2112023 - Umsókn um skólavist í Auðarskóla
Fært í trúnaðarbók.
Fært í trúnaðarbók.
8. 2104022 - Fjárhagsáætlun 2022 og 2023-2025 - Gjaldskrár 2022
Leiðrétt gjaldskrá hafna Dalabyggðar lögð fram.
Til máls tók: Kristján.

Samþykkt samhljóða.
Gjaldskrá hafnir Dalabyggðar 2022 - leiðrétt.pdf
9. 2101013 - Brunavarnaáætlun 2021-2026
Tillaga að brunavarnaáætlun lögð fram.
Til máls tóku: Skúli, Anna, Eyjólfur, Anna (annað sinn), Pálmi.

Sveitarstjórn felur byggðarráði að afgreiða brunavarnaáætlun.

Samþykkt samhljóða.
Framkvæmdaáætlun BDRS 2022-2026 Drög til kynningar.pdf
1.4.Brunavarnaáætlun Dala Reykhóla og Stranda 2022-2026_DRÖG_2022.01.07.pdf
10. 2201024 - Fjárhagsáætlun 2022 - Viðauki I
Viðauki I vegna fráveitu- og vatnsveituframkvæmda sem ekki var lokið á árinu 2021.
Fjárfesting vegna hreinsistöðvar fráveitu hækkar um 12 millj.kr. en á móti kemur styrkur 3,6 millj.kr.
Fjárfesting vegna tengingar reiðhallar við fráveitu 1,95 millj.kr. og tekjur 233 þús.kr.
Fjárfesting vegna tengingar reiðhallar við vatnsveitu 120 þús.kr. og tekjur 117 þús.kr.
Fjármögnun kemur af handbæru fé eins og gert var ráð fyrir á árinu 2021.

Til máls tóku: Kristján, Pálmi, Kristján (annað sinn).

Samþykkt samhljóða.
Viðauki I.pdf
11. 2112014 - Fráveita - hreinsistöð
Samningur um hreinsistöð lagður fram til afgreiðslu.
Til máls tók: Kristján.

Sveitarstjóra falið að ganga frá samningi.

Samþykkt samhljóða.
12. 2005027 - Nýsköpunarsetur í Dalabyggð
Úr fundargerð 282. fundar byggðarráðs 16.12.2021, dagskrárliður 6:
2005027 - Nýsköpunarsetur í Dalabyggð
Stofna þarf félag/sjálfseignarstofnun fyrir starfsemi nýsköpunar- og frumkvöðlaseturs í Dalabyggð.
Samþykkt að setja á stofn félag um nýsköpunar- og frumkvöðlaseturs.

Sveitarstjórn felur byggðarráði umboð til að stofna félag um nýsköpunar- og frumkvöðlasetur, setja því starfsreglur og koma verkefninu af stað. Byggðarráð verði tímabundin stjórn þar til búið er að stofna félagið formlega.

Samþykkt samhljóða.
minnisblad_nyskopun_jan22.pdf
13. 2112020 - Umsögn um skipulagslýsingu endurskoðunar aðalskipulags Strandabyggðar
Tillaga að skipulagslýsingu endurskoðunar aðalskipulags Strandabyggðar lögð fram til umsagnar.

Myndband með kynningu á lýsingunni er á slóðinni http://www.strandabyggd.is/stjornsysla/tilkynningar/skra/2420/

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við skipulagslýsingu vegna endurskoðunar aðalskipulags Strandabyggðar.

Samþykkt samhljóða.
SA2003-Strandabyggð_Lýsing_2021-12-10_ Útgáfa til auglýsingar.pdf
Ósk um umsögn um skipulagslýsingu endurskoðunar aðalskipulags Strandabyggðar.pdf
14. 2201027 - Fyrirspurn um leigu á Laugum sumarið 2022
Fyrirspurn um leigu á Laugum sumarið 2022.
Sveitarstjóra falið að ræða við umsækjendur.

Fært í trúnaðarbók vegna viðskiptahagsmuna.
Fundargerðir til staðfestingar
15. 2112002F - Byggðarráð Dalabyggðar - 282
1. Umboð til SFV vegna samninga við Sjúkratryggingar Íslands - 2102015
2. Samstarf um rekstur öldrunarheimilis - 2110023
3. Rekstur Silfurtúns 2021 - 2012023
4. Leiga á Árbliki - 2112012
5. Að vestan 2022 - 2112013
6. Nýsköpunarsetur í Dalabyggð - 2005027
7. Umsókn um stofnframlag vegna almennra leiguíbúða - 2110028
8. Sorphirða í Dölum 2022 - 2111026
9. Umsókn til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna tilraunaverkefnis - 2107002
10. Lóðarleigusamningar í Dalabyggð - uppfærðir - 2101043
11. Sólheimar - breyting á aðalskipulagi vegna vindorkuvers - 2003041
12. Hróðnýjarstaðir - breyting á aðalskipulagi vegna vindorkuvers - 2003042
13. Fráveita - hreinsistöð - 2112014
14. Úttekt HMS á starfsemi Slökkviliðs Dalbyggðar - 2110021
15. Álagning gjalds vegna flutnings og förgunar dýrahræja - 2112016
16. Umsókn um skólavist í Auðarskóla - 2112017
17. Fyrirspurn um leigu á útihúsunum á Fjósum - 2112011
18. Stjórnsýslukæra vegna gjaldskrár fyrir hirðingu, móttöku og eyðingu dýrahræja - 2106023

Til máls tóku: Anna, Þuríður, Anna (annað sinn) um dagskrárlið 8.

Samþykkt samhljóða.
16. 2112001F - Menningarmálanefnd Dalabyggðar - 22
1. Umsókn í Brothættar byggðir - 2104013
Samþykkt samhljóða.
17. 2110004F - Atvinnumálanefnd Dalabyggðar - 26
1. Umsókn í Brothættar byggðir - 2104013
Samþykkt samhljóða.
18. 2112008F - Stjórn Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns - 53
1. Rekstur Silfurtúns 2021 - 2012023
2. Viðhorfskönnun meðal íbúa og aðstandenda á Silfurtúni - 2201022
3. Stefna Silfurtúns - 2201021
4. Starfsmannastefna Silfurtúns - 2201020
5. Erindi frá SFV 2021 - 2102015
6. Samstarf um rekstur öldrunarheimilis - 2110023

Til máls tóku: Anna um dagskrárliði 1, 3 og 4. Þuríður, Ragnheiður, Skúli, Anna (annað sinn), Einar, Þuríður (annað sinn), Ragnheiður (annað sinn), Þuríður (þriðja sinn), Skúli (annað sinn), Anna (þriðja sinn) um dagskrárlið 1.

Samþykkt samhljóða.
Fundargerðir til kynningar
19. 2002009 - Fundargerðir Almannavarnanefndar Vesturlands
Fundargerðir Almannavarnanefndar frá 09.12.2021 og 07.01.2022 lagðar fram
Lagt fram til kynningar.
20. 2101007 - Fundargerðir Sambands ísl. sveitarfélaga - 2021
Fundargerðir stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga frá 26.11.2021 og 10.12.2021 lagðar fram.
Lagt fram til kynningar.
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 903.pdf
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 904.pdf
21. 2101002 - Fundargerðir Breiðafjarðarnefndar - 2021
Fundargerð Breiðafjarðarnefndar frá 30.11.2021 lögð fram.
Lagt fram til kynningar.
Breiðafjarðarnefnd - fundur-197.pdf
22. 2102014 - Fundir Heilbrigðiseftirlits Vesturlands 2021
Fundargerðir Heilbrigðisnefndar frá 13.12.2021 og 28.12.2021 lagðar fram.
Lagt fram til kynningar.
171 fundur_13_12_21 fundargerð.pdf
172 fundur 281221 fundargerð_undirrituð.pdf
23. 2101004 - Fundargerðir 2021 - Fasteignafélagið Hvammur ehf.
Fundargerð stjórnar Fasteignafélagsins Hvamms ehf. frá 21.12.2021 lögð fram.
Lagt fram til kynningar.
Fasteignafélagið Hvammur ehf 21_12_2021 til birtingar.pdf
24. 2101006 - Fundargerðir stjórnar Bakkahvamms hses - 2021
Fundargerð stjórnar Bakkahvamms hses frá 29.12.2021 lögð fram.
Til máls tóku: Anna, Einar, Skúli, Anna (annað sinn), Skúli (annað sinn), Anna (þriðja sinn), Skúli (þriðja sinn).

Lagt fram til kynningar.
Fundargerðir stjórnar Bakkahvamms hses. 2021.pdf
25. 2201005 - Fundargerðir Dalagisting 2022
Fundargerð stjórnar Dalagistingar ehf. frá 06.01.2022 lögð fram.
Lagt fram til kynningar.
Dalagisting ehf 88.pdf
Mál til kynningar
26. 2003041 - Sólheimar - breyting á aðalskipulagi vegna vindorkuvers
Úr fundargerð 282. fundar byggðarráðs 16.12.2021, dagskrárliður 11:
2003041 - Sólheimar - breyting á aðalskipulagi vegna vindorkuvers
Ekki hefur borist svar frá Skipulagsstofnun.
Afgreiðslubréf Skipulagsstofnunar er varðar staðfestingu á breytingu á aðalskipulagi Dalabyggðar vegna iðnaðarsvæðis fyrir vindorkuver í landi Sólheima hefur ekki borist.
Byggðarráð vísar í afgreiðslu sveitarstjórnarfundar dags. 14.10.2021 og svör er varða málið í samræmi við álitsgerð lögmanns sveitarfélagsins. Dalabyggð væntir þess að málið, sem dregist hefur úr öllu hófi, fái skjóta málsmeðferð og afgreiðslu.


Lögð fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 28.12.2021 sem vísar breytingu á aðalskipulagi til innviðaráðherra og bréf samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins dag. 05.01.2022.

Til máls tóku: Kristján, Anna, Einar, Kristján (annað sinn), Ragnheiður, Anna (annað sinn), Ragnheiður (annað sinn), Anna (þriðja sinn), Eyjólfur, Skúli, Anna (fjórða sinn), Skúli (annað sinn), Einar (annað sinn), Eyjólfur (annað sinn), Anna (fimmta sinn).

Lagt fram til kynningar.
Vindorkuver í landi Sólheima og Hróðnýjarstaða.pdf
Bréf samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra 05_01_2022.pdf
27. 2003042 - Hróðnýjarstaðir - breyting á aðalskipulagi vegna vindorkuvers
Úr fundargerð 282. fundar byggðarráðs 16.12.2021, dagskrárliður 12:
2003042 - Hróðnýjarstaðir - breyting á aðalskipulagi vegna vindorkuvers
Ekki hefur borist svar frá Skipulagsstofnun.
Afgreiðslubréf Skipulagsstofnunar er varðar staðfestingu á breytingu á aðalskipulagi Dalabyggðar vegna iðnaðarsvæðis fyrir vindorkuver í landi Hróðnýjarstaða hefur ekki borist.
Byggðarráð vísar í afgreiðslu sveitarstjórnarfundar dags. 14.10.2021 og svör er varða málið í samræmi við álitsgerð lögmanns sveitarfélagsins. Dalabyggð væntir þess að málið, sem dregist hefur úr öllu hófi, fái skjóta málsmeðferð og afgreiðslu.

Lögð fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 28.12.2021 sem vísar breytingu á aðalskipulagi til innviðaráðherra og bréf samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins dag. 05.01.2022.

Til máls tók: Anna

Lagt fram til kynningar.
Vindorkuver í landi Sólheima og Hróðnýjarstaða.pdf
Bréf samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra 05_01_2022.pdf
28. 2106023 - Stjórnsýslukæra vegna gjaldskrár fyrir hirðingu, móttöku og eyðingu dýrahræja.
Niðurstaða úrkurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna gjaldskrár fyrir förgun dýrahræja lögð fram.
Lagt fram til kynningar.
89 2021 Hofakur þjónustugjald gjaldskrá dýrahræ.pdf
29. 2003031 - Viðbrögð Dalabyggðar vegna heimsfaraldurs COVID-19
Minnisblað lagt fram.
Lagt fram til kynningar.
punktar_covid_sveitarstjórn jan22.pdf
30. 1901014 - Skýrsla frá sveitarstjóra.
Minnisblað lagt fram.
Lagt fram til kynningar.
Minnisblað - 1901014 - skýrsla sveitarstjóra janúar 2022.pdf
Fundargerð yfirfarin og send fundarmönnum til staðfestingar.

Næsti reglulegi fundur sveitarstjórnar er fimmtudaginn 10. febrúar.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:25 

Til bakaPrenta