Til bakaPrenta
Sveitarstjórn Dalabyggðar - 217

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
05.04.2022 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Eyjólfur Ingvi Bjarnason oddviti,
Ragnheiður Pálsdóttir varaoddviti,
Skúli Hreinn Guðbjörnsson aðalmaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Pálmi Jóhannsson aðalmaður,
Anna Berglind Halldórsdóttir aðalmaður,
Jón Egill Jónsson varamaður,
Kristján Sturluson sveitarstjóri,
Fundargerð ritaði: Kristján Ingi Arnarsson, umsjónarmaður framkvæmda
Lagt er til að eftirtöldum málum verði bætt á dagskrá fundarins:
Mál.nr.: 2204004 - Umsögn um tækifærisleyfi vegna Almenns dansleiks í Dalabúð 14. apríl 2022, almennt mál, verði dagskrárliður 14.
Mál.nr.: 2204005 - Umsókn um aflátt af leigu á Dalabúð vegna dansleiks, almennt mál, verði dagskrárliður 15.
Mál.nr.: 2203019 - Þjónusta og innviðir í samgöngukerfinu, almennt mál, verði dagskrárliður 16.
Mál.nr.: 2201006 - Fundargerðir Fasteignafélagið Hvammur ehf. 2022, fundargerð til kynningar, verði dagskrárliður 30.
Röð annarra dagskrárliða breytist í samræmi við framangreint.

Samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2202024 - Síðari umræða um ársreikning Dalabyggðar 2021
Úr fundargerð 215. fundar sveitarstjórnar 10.02.2022, dagskrárliður 1:
2202024 - Fyrri umræða um ársreikning Dalabyggðar 2021
Ársreikningur Dalabyggðar 2021 lagður fram til fyrri umræðu. Haraldur Örn Reynisson endurskoðandi mætir á fundinn og fer yfir reikninginn.

Úr fundargerð 286. fundar byggðarráðs 09.03.2022, dagskrárliður 1:
2202024 - Ársreikningur Dalabyggðar 2021
Endurskoðandi sveitarfélagsins mætir á fundinn og fer yfir ársreikninginn.
Sigurjón Ö. Arnarson endurskoðandi sveitarfélagsins fór yfir ársreikning og drög að endurskoðunarbók.
Byggðarráð staðfestir reikninginn, áritar hann og vísar til sveitarstjórnar.
Samþykkt samhljóða
Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 1.056 millj. kr. samkvæmt ársreikningi fyrir A og B hluta, en þar af námu rekstrartekjur A hluta 844 millj. kr.
Álagningarhlutfall útsvars var 14,52% sem er lögbundið hámark. Álagningahlutfall fasteignaskatts nam 0,50% í A-flokk sem er lögbundið hámark, í B-flokki nam álagningarhlutfallið 1,32% sem er lögbundið hlutfall. Í C-flokki nam álagningarhlutfallið 1,50% en lögbundið hámark þess er 1,32%. Sveitarstjórnir hafa heimild til að hækka álagningarhlutfall í A og C-flokki um allt að 25% umfram framangreind hámörk.
Rekstrarniðurstaða A og B hluta var jákvæð um 24 millj. kr., en rekstrarniðurstaða A hluta var jákvæð um 28 millj. kr. samkvæmt rekstrarreikningi. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2021 nam 866 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi, en eigið fé A hluta nam 782 millj. kr.

Ársreikningi vísað til annarrar umræðu í sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða

Samþykkt samhljóða.
Dalabyggð ársreikningur 2021.pdf
2. 2002053 - Endurskoðun Aðalskipulags Dalabyggðar
Í bókun 215. fundar sveitarstjórnar 10.03.2022, dagskrárlið 2, var vísað í ranga grein skipulagslaga. Leiðrétt bókun lögð fram.
Skipulagsgögn hafa verið lagfærð til samræmis við framlagt minnisblað frá skipulagsráðgjöfum og samþykkir sveitarstjórn að senda lagfærð skipulagsgögn til Skipulagsstofnunar til athugunar, sbr. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Að fenginni umsögn Skipulagsstofnunar verður aðalskipulagstillagan og umhverfismatsskýrsla hennar auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga og 15. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana

Samþykkt samhljóða.
3. 2202030 - Fjárhagsáætlun 2022 - Viðauki III
Úr fundargerð 287. fundar byggðarráðs 29.03.2022, dagskrárliður 1:
2202030 - Fjárhagsáætlun 2022 - Viðauki III
Viðauki III við fjárhagsáætlun 2022 lagður fram.
Byggðarráð samþykkir viðauka III samhljóða og vísar honum til sveitarstjórnar.

Rekstur lækkar um kr. 500.000 (verkefni ungmennaráðs).
Rekstur hækkar um kr. 13.589.000 (barnavernd kr. 2.400.000, framlag vegna nemenda utan sveitarfélags kr. 1.023.000, snjómokstur kr. 2.500.000, lögfræðikostnaður kr. 3.600.000, búnaður f. skrifstofu kr. 300.000, nefndarlaun DalaAuður kr. 800.000, húsnæði DalaAuður kr. 150.000, nefndarlaun ungmennaráð kr. 1.000.000, breyting launa sveitarstjórnarfulltrúa kr. 1.816.000).
Fjárfesting vegna endurbóta á Stekkjarhvammi 7, kr. 1.000.000.
Tekjur hækka um kr. 20.135.000 staðgreiðala kr. 12.000.000, útgjaldajöfnun kr. 4.000.000, framlag v. sérþarfa fatlaðra kr. 1.480.000, framlög vegna barna utan lögheimilissveitarfélags kr. 2.655.000).

Til máls tók: Kristján.
Breytingartillaga: Rekstur fyrir verkefni ungmennaráðs lækki ekki um 500.000.
Samþykkt samhljóða.

Viðauki III með breytingartillögu samþykktur samhljóða.
Fjárhagsáætlun 2022-2025 - Viðauki III.B.pdf
4. 2203025 - Greiðslur til kjörinna fulltrúa kjörtímabilið 2022-2026
Úr fundargerð 287. fundar byggðarráðs 29.03.2022, dagskrárliður 3:
2203025 - Greiðslur til kjörinna fulltrúa kjörtímabilið 2022-2026
Tillaga um hækkun greiðslna til kjörinna fulltrúa.
Lagt er til við sveitarstjórn að reglur um þóknun til kjörinna fulltrúa sveitarfélagsins Dalabyggðar breytist frá og með upphafi nýs kjörtímabils þannig að almennur sveitarstjórnarmaður fái 26% af mánaðarlaunum fyrir hvern mánuð, fulltrúi í byggðarráði fái 36%, oddviti fái 36% og formaður byggðarráðs fái 41%. Greiðslur fyrir fundi breytist ekki. Í þóknun fulltrúa byggðarráðs, oddvita og formanna byggðarráðs er innifalin þóknun almenns sveitarstjórnarmanns.
Sveitarstjóra falið að breyta tillögu að viðauka III (sbr. dagskrárlið 1) þannig að hún nái yfir framangreinda breytingu.
Samþykkt samhljóða.

Til máls tóku: Skúli, Anna, Kristján, Einar, Anna (öðru sinni) og Eyjólfur.
Samþykkt samhljóða.
konnun-a-kjorum-sveitarstjornarmanna-og-framkvaemdastjora-sveitarfelaga-2020.pdf
REGLUR um þóknun til kjörinna fulltrúa sveitarfélagsins Dalabyggðar - Tillaga.pdf
Einar Jón Geirsson vék af fundi undir dagskrárlið 5.
5. 2201031 - Ráðning skólastjóra
Úr fundargerð 287. fundar byggðarráðs 29.03.2022, dagskrárliður 2, bókað í trúnaðarbók:
Samþykkt samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að Herdís Erna Gunnarsdóttir verði ráðin skólastjóri Auðarskóla.

Til máls tóku: Skúli og Anna.
Samþykkt samhljóða.
Einar Jón Geirsson mætir aftur til fundar að loknum dagskrárlið 5.
Skúli Hreinn Guðbjörnsson vék af fundi undir dagskrárlið 6.
6. 2112012 - Leiga á Árbliki
Úr fundargerð 287. fundar byggðarráðs 29.03.2022, dagskrárliður 4:
Skúli Hreinn Guðbjörnsson vék af fundi undir dagskrárlið 4 og Pálmi Jóhannsson mætti til fundar.
4. 2112012 - Leiga á Árbliki
Umfjöllun um drög að leigusamningi vegna Árbliks.
Drög að samningi staðfest með þeim fyrirvara að tengja þarf leiguupphæð við vísitölu.
Samþykkt samhljóða.
Skúli mætti aftur til fundar og Pálmi vék af fundi.

Leigusamningur lagður fram.

Til máls tóku: Anna og Ragnheiður.
Samþykkt samhljóða.
Samningur um rekstur á Árbliki - LOKA.pdf
Samningur um Árblik.pdf
Skúli Hreinn Guðbjörnsson mætir aftur til fundar að loknum dagskrárlið 6.
7. 2204001 - Umsagnarbeiðni vegna gististaðar í flokki IV, Hótel Laugar Sælingsdal
Embætti Sýslumannsins á Vesturlandi óskar eftir umsögn Dalabyggðar um umsókn Siggu Dóru ehf kt.580821-0730 um rekstrarleyfi til reksturs gististaðar í flokki IV, tegund a-hótel, sem rekinn verður sem Hótel Laugar Sælingsdal (F2117491), Dalabyggð, 371 Búðardalur.
Dalabyggð gerir ekki athugasemdir við veitingu rekstrarleyfis vegna reksturs gististaðar í flokki IV, tegund a-hótel, sem rekinn verður sem Hótel Laugar Sælingsdal.
Samþykkt samhljóða.
Hótel Laugar Sælingsdal,umsókn um rekstrarl.G.IV_2022008341.pdf
Ums.b.rek.G.IV-Hótel Laugar Sælingsdal, 371 Bdl._2022008341.pdf
8. 1911028 - Undirbúningur íþróttamannvirkja í Dalabyggð
Kostnaður vinnu Verkís og Alark við að vinna gögn fyrir alútboð er í samræmi við áður uppgefin verð og áætlanir. Áætlaður kostnaður er á bilinu kr. 10.000.000 til 13.000.000.
Til máls tóku: Kristján, Anna, Kristján (öðru sinni).
9. 2203002 - Breyting á deiliskipulagi í Ólafsdal
Úr fundargerð 125. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar Dalabyggðar 01.04.2022, dagskrárliður 2:
2203002 - Breyting á deiliskipulagi í Ólafsdal
Lögð fram að nýju tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Ólafsdal í Gilsfirði en erindinu var frestað á síðasta fundi skipulagsnefndar. Fyrir liggja uppdrættir og greinargerð dags. 18. mars 2022.
Deiliskipulagsbreytingin fellst í stækkun skipulagssvæðisins til að koma fyrir merktum gönguleiðum um dalinn, áningarstöðum með upplýsingaskiltum, prílum yfir girðingu og skógrækt. Þá eru nokkrir byggingarreitir stækkaðir og byggingarreit fyrir salernisaðstöðu við bílastæði og tjaldsvæði við tóvinnuhús bætt inn á uppdrátt. Einnig er legu aðkomuvegar breytt lítillega. Breytingin er sýnd á deiliskipulagsuppdrætti í mælikvarðanum 1:1000 og skýringaruppdrætti í mælikvarðanum 1:7500.

Fyrir liggur í uppfærðri tillögu nánari útskýring um hvernig breytingin samræmist markmiðum hverfisverndarsvæðisins.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt og kynnt skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fallið verði frá skipulagslýsingu, skv. 1. mgr. 40. gr., sömu laga.

Samþykkt samhljóða.

Samþykkt samhljóða.
DÞ1601c_br_Olafsdalur_greinargerð-2022-03-18.pdf
DÞ1601C-Olafsdalur dskuppdr A0-1000-2022-03-18.pdf
DÞ1601C-olafsdalur pl-A1 7500 2022-03-18.pdf
10. 2203015 - Ketilsstaðir - Umsókn um stofnun vegsvæðis 75.058 m2
Úr fundargerð 125. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar Dalabyggðar 01.04.2022, dagskrárliður 5:
2203015 - Ketilsstaðir - Umsókn um stofnun vegsvæðis 75.058 m2
Fyrir liggur umsókn frá Vegagerðinni um stofnun 75.058,4 fm vegsvæðis úr landi Ketillstaða, L137943.

Fyrir liggur uppdráttur frá Vegagerðinni og undirritað samþykki landeiganda.
Nefndin gerir ekki athugasemd við stofnun vegsvæðis úr landi Ketilstaða.

Samþykkt samhljóða.

Samþykkt samhljóða.
Umsókn Ketilsstaðir Dalabygð_20220315 0002.pdf
11. 2203016 - Dunkur - Umsókn um stofnun vegsvæðis
Úr fundargerð 125. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar Dalabyggðar 01.04.2022, dagskrárliður 6:
2203016 - Dunkur - Umsókn um stofnun vegsvæðis
Fyrir liggur umsókn um stofnun vegsvæða frá Vegagerðinni úr landi Dunks L228598, 197,9 fm og Dunks 1, L137909, 52.934,2 fm.

Fyrir liggur uppdráttur frá Vegagerðinni og undirritað samþykki landeigenda.
Nefndin gerir ekki athugasemd við stofnun vegsvæða úr landi Dunks og Dunks 1.

Samþykkt samhljóða.

Samþykkt samhljóða.
Umsókn Dunkur 1 Dalabyggð 20220315 0001.pdf
Umsókn Dunkur Dalabyggð 20220315 0001.pdf
12. 2203023 - Breyting á aðalskipulagi Borgarbyggðar, skipulagslýsing fyrir Breiðabólsstað 2
Úr fundargerð 125. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar Dalabyggðar 01.04.2022, dagskrárliður 3:
2203023 - Breyting á aðalskipulagi Borgarbyggðar, skipulagslýsing fyrir Breiðabólsstað 2
Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti skipulags- og matslýsingu að breytingu aðalskipulags fyrir Breiðabólsstað 2 í Borgarbyggð til auglýsingar á fundi sínum nr. 224 þann 10. febrúar 2022.

Óskað er umsagnar skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsnefnd gerir engar athugasemdir við skipulags- og matslýsingu.

Samþykkt samhljóða.

Samþykkt samhljóða.
Ósk um umsögn ASK Lýsing Breiðabólsstaður 2_Dalab.pdf
Skipulags- og matslýsing 9.03.2022.pdf
13. 2203024 - Br. á aðalskipulagi Borgarbyggðar, skipulagslýsing fyrir Litlu-Tunguskóga
Úr fundargerð 125. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar Dalabyggðar 01.04.2022, dagskrárliður 4:
2203024 - Br. á aðalskipulagi Borgarbyggðar, skipulagslýsing fyrir Litlu-Tunguskóga
Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 10. mars 2022 að auglýsa lýsingu að breytingu á aðalskipulagi fyrir frístundasvæðið Litlu-Tunguskógur í Húsafelli í Borgarbyggð.

Óskað er umsagnar skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsnefnd gerir engar athugasemdir við skipulags- og matslýsingu.

Samþykkt samhljóða.

Samþykkt samhljóða.
Husafell-ask-br-lysing_2022-02-22.pdf
Ósk um umsögn ASK Lýsing Litlu-Tunguskógur_Dalir.pdf
14. 2204004 - Umsögn um tækifærisleyfi vegna Almenns dansleiks í Dalabúð 14. apríl 2022.
Sýslumaðurinn á Vesturlandi óskar eftir umsögn um umsókn Björgunarsveitarinnar Óskar kt.620684-0909 um tækifærisleyfi vegna "Almenns dansleiks" sem halda á í Dalabúð, Miðbraut 8, 370 Búðardal 14. apríl 2022 frá kl.23:00 til kl. 03:00 aðfararnótt 15. apríl 2022.
Dalabyggð gerir ekki athugasemdir við tækifærisleyfi vegna "Almenns dansleiks" sem halda á í Dalabúð 14. apríl 2022.
Til máls tóku: Pálmi og Eyjólfur.
Samþykkt samhljóða.
Ums.b.tækif.l.-Almennur dansl.,Dalabúð, Miðbraut 8, Búðardal_2022010529.pdf
15. 2204005 - Umsókn um afslátt af leigu á Dalabúð vegna dansleiks.
Slysavarnadeild Dalasýslu og Björgunarsveitinni Ósk stefna á að halda dansleik 14. apríl og fram eftir nóttu.
Þar sem um fjáröflunarball er að ræða óska félögin eftir afslætti af leigu félagsheimilisins Dalabúðar.

Til máls tóku: Kristján, Skúli, Pálmi, Ragnheiður, Jón Egill og Einar.

Tillaga um að halda gildandi gjaldskrá.
Samþykkt samhljóða.
Erindi á næsta sveitastjórnarfund - Fjárölfunarball .pdf
16. 2203019 - Þjónusta og innviðir í samgöngukerfinu.
Sveitarstjórn Dalabyggðar ítrekar það sem kemur fram í ályktun 287. fundar byggðarráðs um að tryggja skuli fullnægjandi vetrarþjónusti á vegi 54, Skógarstrandarvegi.
Jafnframt tekur sveitarstjórn undir með bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar, sbr. samþykkt frá 30.03.2022, um að söluandvirði Íslandsbanka sem nam 52,65 milljörðum króna verði nýtt til uppbyggingar á grunnneti samgöngukerfisins, eins og það er skilgreint í samgönguáætlun, og í því sambandi verði lögð áhersla á að byggja upp þá samgönguinnviði í grunnneti samgöngukerfisins sem eru í óboðlegu ástandi í dag, líkt og Snæfellsnesvegur nr. 54 um Skógarströnd og Breiðafjarðarferjan Baldur eru.

Samþykkt samhljóða.
Fundargerðir til staðfestingar
17. 2202004F - Menningarmálanefnd Dalabyggðar - 24
1. Menningarmálaverkefnasjóður - 2009004
2. Bæjarhátíð 2022 - 2110030
3. Aðgengi að bókasafni - 2203007

Samþykkt samhljóða.
18. 2202008F - Stjórn Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns - 55
1. Rekstur Silfurtúns 2022 - 2201044
Samþykkt samhljóða.
19. 2203005F - Byggðarráð Dalabyggðar - 287
1. Fjárhagsáætlun 2022 - Viðauki III - 2202030
2. Ráðning skólastjóra - 2201031
3. Greiðslur til kjörinna fulltrúa kjörtímabilið 2022-2026 - 2203025
4. Leiga á Árbliki - 2112012
5. Umsókn um styrk vegna fasteignaskatts - 2203017
6. Öryggi rafmagns og fjarskipta - 2201015
7. Kvartanir vegna snjómoksturs - 2203019
8. Umsókn um skólavist utan lögheimilissveitarfélags - 2008011
9. Framkvæmdir 2022 - 2202026
10. Vínlandssetur 2021 - 2201018
11. Endurskipulagning sýslumannsembætta - 2203020
12. Mál frá Alþingi til umsagnar 2022 - 2201039
13. Kynning frá Styrktarsjóði EBÍ - 2203022

Samþykkt samhljóða.
20. 2203003F - Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 125
1. Áningarstaður á Merkjahrygg á Bröttubrekku - 2202015
2. Breyting á deiliskipulagi í Ólafsdal - 2203002
3. Breyting á aðalskipulagi Borgarbyggðar, skipulagslýsing fyrir Breiðabólsstað 2 - 2203023
4. Br. á aðalskipulagi Borgarbyggðar, skipulagslýsing fyrir Litlu-Tunguskóga - 2203024
5. Ketilsstaðir - Umsókn um stofnun vegsvæðis 75.058 m2 - 2203015
6. Dunkur - Umsókn um stofnun vegsvæðis - 2203016
7. Umsókn um byggingarleyfi - 2204002

Samþykkt samhljóða.
Fundargerðir til kynningar
21. 2202022 - Dala Auður - verkefnisstjórn
Fundargerð verkefnastjórnar 9. mars lögð fram til kynningar.
Til máls tók: Eyjólfur.
2022.03.09 Fundargerð Brothættar byggðir Dalabyggð nr. 03.2022.pdf
22. 2002009 - Fundargerðir Almannavarnanefndar Vesturlands
Fundargerð frá 11. mars lögð fram.
Til kynningar.
23. 2201011 - Fundir Heilbrigðiseftirlits Vesturlands 2022
Fundargerð aðalfundar 16. mars lögð fram.
Til kynningar.
20220316_Aðalfundur fundargerð.pdf
24. 2201001 - Fundargerðir SSV 2022
Fundargerð aðalfundar Sorpurðunar Vesturlands 16. mars lögð fram. Einnig ársreikningur og grænt bókhald Sorpurðunar Vesturlands.
Þá eru lögð fram ársreikningur 2021 og ársskýrsla Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi.

Til kynningar.
Ársreikningur 2021.pdf
Ársskýrsla 2021.pdf
Fundargerð.aðalfundar Sorpurðuanr VEst.16. mars 2022.pdf
ársreikningur Sorpurðun Vesturlands.2021_undirritaður..pdf
Grænt bókhald 2021_til undirritunar..pdf
25. 2203026 - Aðalfundur Menningar- og framfarasóða Dalasýslu 2022
Fundargerðir og ársreikningur lagðar fram.
Til kynningar.
MennOgFramFundir2020_2022.pdf
Ársreikn MoF 2020.pdf
Ársreikn MoF 2021.pdf
26. 2201016 - Fundir Veiðifélags Laxdæla 2022
Fundargerð félagsfundar 14. janúar lögð fram.
Til kynningar.
Félagsfundur 14012022..pdf
Viðbót við fundargerð félagsfundar 14. janúar 2022..pdf
27. 2201003 - Fundargerðir Sambands ísl. sveitarfélaga 2022
Fundargerð stjórnarfundar 25. mars lögð fram.
Til kynningar.
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 908.pdf
28. 1911028 - Fundargerðir byggingarnefndar íþróttamannvirkja í Dalabyggð
Fundargerðir þriðja, fjórða og fimmta fundar byggingarnefndar lagðar fram.
Til máls tók: Kristján
Fimmta fundargerð ekki tilbúin til birtingar.
Til kynningar.
Byggingarnefnd 4.pdf
Byggingarnefnd 3.pdf
29. 2201004 - Fundargerðir stjórnar Bakkahvamms hses 2022
Fundargerð stjórnar frá 31. mars lögð fram.
Til máls tóku: Anna um dagskrárliði nr. 2 og 3, Einar, Kristján, Eyjólfur, Ragnheiður, Anna (annað sinn), Einar (annað sinn), Pálmi, Skúli, Anna (þriðja sinn).
Til kynningar.
Fundur stjórnar Bakkahvamms 31032022 (002).pdf
30. 2201006 - Fundargerðir Fasteignafélagið Hvammur ehf. 2022
Fundargerð stjórnar 21. mars lögð fram.
Til máls tók: Kristján.
Til kynningar.
Fasteignafélagið Hvammur ehf 21 03 2022.pdf
Mál til kynningar
31. 2203010 - Ársreikningur Fasteignafélagsins Hvamms ehf. 2021
Ársreikningur 2021 lagður fram.
Til kynningar.
Ársreikningur Fasteignafélagið Hvammur ehf. áritað eintak.pdf
32. 2203011 - Ársreikningur Bakkahvamms hses 2021
Ársreikningur 2021 lagður fram
Til kynningar.
Ársreikningur Bakkahvamms hses 2021 1.3.2022.pdf
33. 2201039 - Mál frá Alþingi til umsagnar 2022
Frumvarp til laga um fjarskipti, 461. mál.
Til kynningar.
Frumvarp til laga um fjarskipti 461 mál.pdf
34. 2106005 - Ærslabelgur í Búðardal
Lagt er til að ærslabelgur verði settur niður á strandblakvellinum í Búðardal.
Til máls tók: Kristján, Jón Egill, Anna, Pálmi, Skúli og Kristján (annað sinn).
Tillaga að staðsetning verði lögð fyrir ungmennaráð, umhverfis- og skipulagsnefnd og fræðslunefnd.
Samþykkt samhljóða.
35. 2111003 - Verkefni vegna innleiðingar hringrásarkerfis
Bókun frá stjórn Sambands ísl. Sveitarfélaga lögð fram.
Til máls tók Eyjólfur.
Til kynningar.
Átak um Hringrásarhagkerfið.pdf
36. 2112001 - Breytt skipulag barnaverndar
Mennta- barnamálaráðherra hefur fallist á að fresta gildistöku ákvæða í lögunum sem fjalla um barnaverndarþjónustu og umdæmisráð.
Til kynningar.
Innleiðing barnaverndarlaga.pdf
Erindi varðandi gildistöku barnaverndarlaga.pdf
37. 1901014 - Skýrsla frá sveitarstjóra.
Minnisblað lagt fram.
Til máls tók: Kristján.
Til kynningar.
Minnisblað - 1901014 - skýrsla sveitarstjóra apríl 2022.pdf
Lagt til að næsti reglulegi fundur sveitarstjórnar verði þriðjudaginn 3. maí n.k.
Samþykkt samhljóða.

Fundargerð yfirfarin, samþykkt og undirrituð.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:15 

Til bakaPrenta