Til bakaPrenta
Byggðarráð Dalabyggðar - 262

Haldinn á fjarfundi,
28.01.2021 og hófst hann kl. 08:00
Fundinn sátu: Skúli Hreinn Guðbjörnsson formaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir aðalmaður,
Kristján Sturluson sveitarstjóri,
Fundargerð ritaði: Kristján Sturluson, sveitarstjóri
Lagt til að eftirtalið mál verði tekið á dagskrá:
Mál.nr. 2101041 Innheimta skv. gjaldskrá fyrir söfnun og eyðingu dýraleifa, almennt mál, verði dagskrárliður 18.
Aðrir dagskrárliðir færast til í samræmi við framangreint.
Samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2012009 - Styrkbeiðni frá Ólafsdalsfélaginu 2021
Samþykkt samhljóða að styrkja Ólafsdalsfélagið um kr. 350.000.
Dalabyggð - styrkbeiðni 2021.pdf
2. 2012024 - Áskorun frá Samtökum grænkera á Íslandi um skýr markmið varðandi framboð grænkerafæðis í skólum.
Áskorun frá Samtökum grænkera á Íslandi til sveitarfélaga um skýr markmið varðandi framboð grænkerafæðis í skólum.
Byggðarráð ítrekar bókun frá 230. fundi sínum 29.08.2019 vegna erindis frá Samtökum grænkera (dagskrárliður 9) en þar segir: "Byggðarráð Dalabyggðar tekur undir áhyggjur Samtaka grænkera á Íslandi varðandi loftslagsmál. Í þvi sambandi bendir byggðarráðið á að mikilvægur þáttur í því að draga úr loftslagsbreytingum er að nota íslenskar matvörur og þá sérstaklega þær sem framleiddar eru í nærumhverfinu. Slíkt er einnig grundvallaratriði þegar horft er til markmiða um sjálfbærni."
Samþykkt samhljóða.
Áskorun til allra leik- og grunnskóla landsins.pdf
Áskorun til sveitarfélaga.pdf
3. 2006009 - Stuðningur við Seyðisfjörð - Erindi frá Svavari Garðarssyni
Erindi vegna Seyðisfjarðar
Byggðarráð álítur að hér sé um mjög jákvæðar tillögur að ræða og hvetur Svavar Garðarsson til að vinna áfram að þessari hugmynd og leita samstarfs við félagasamtök í Múlaþingi.
Samþykkt samhljóða.
Tölvupóstur 21_12_2020.pdf
4. 2005008 - Gjaldskrá slægjur og beit.
Tillaga að gjaldskrá vegna leigu beitar- og ræktunarlands í eigu Dalabyggðar lögð fram.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að gjaldskráin verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða.
Gjaldskrá - Leiga beitar- og ræktunarlands í eigu Dalabyggðar.pdf
5. 2011001 - Stekkjarhvammur 5
Leigusamningur lagður fram.
Byggðarráð staðfestir samninginn.
6. 1806013 - Ráðningarsamningur sveitarstjóra
Viðauki við ráðningarsamning sveitarstjóra lagður fram.
Samningsdrögin samþykkt samhljóða og vísað til sveitarstjórnar.
Viðauki ráðningarsamningur sveitarstjóra des 2020.pdf
Kristján Sturluson sveitarstjóri vék af fundi undir dagskrárlið 6.
7. 2101027 - Opunartími Sælingsdalslaugar og íþróttaskóli
Erindi vegna íþróttaskóla fyrir leikskólabörn á Laugum á vegum UMF Dögun. Erindin varða annars vegar afnot af íþróttahúsinu án endurgjalds og hins vegar opnunartíma Sælingsdalslaugar á laugardögum.

Samþykkt samhljóða að opnunartími á laugardögum verði 10:30 til 15:30, annan hvorn laugardag. Einnig samþykkt samhljóða að notkun íþróttahússins á Laugum fyrir íþróttaskóla fyrir leikskólabörn verði án endurgjalds.
Bréf-til-byggðarráðs - Opunartími Sælingsdalslaugar og íþróttaskóli.pdf
Tölvupóstur 22_01_2021.pdf
Guðbjörn Guðmundsson forstöðumaður Sælingsdalslaugar sat fundinn undir dagskrárlið 7.
8. 2008003 - Bilun í fráveitu
Samningur um uppgjör vegna bilunar við Vesturbraut 6 lagður fram.
Samkomulag samþykkt samhljóða.
9. 1912006 - Styrkur vegna tónlistarnáms utan sveitarfélags
Úr fundargerð 201. fundar sveitarstjórnar 14.01.2021, dagskrárliður 12:
1912006 - Styrkur vegna tónlistarnáms utan sveitarfélags
Sveitarstjóra falið að afgreiða málið í samræmi við reglur Dalabyggðar varðandi nemendur sem óska eftir að stunda tónlistarnám í öðrum sveitarfélögum frá 13.02.2020 og leggja niðurstöðuna fram á næsta fundi byggðarráðs.
Samþykkt samhljóða.

Fært í trúnaðarbók.
10. 2101020 - Fellsendarétt Miðdölum
Úr fundargerð 201. fundar sveitarstjórnar 14.01.2021, dagskrárliður 11:
2101020 - Fellsendarétt Miðdölum
Erindi frá Sigursteini Hjartarsyni.
Til máls tóku: Anna, Skúli, Eyjólfur, Þuríður og Sigríður.
Samþykkt samhljóða að vísa erindinu til byggðaráðs.

Byggðarráð óskar eftir því unnið verði yfirlit um viðhaldsþörf á eignum sveitarfélagsins. Þessi úttekt verði tilbúinn fyrir gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2022.
Samþykkt samhljóða.
Fellsendarétt.pdf
Tölvupóstur 26_01_2021.pdf
11. 2011037 - Framlög frá ríkinu til fráveituframkvæmda.
Staða á framlögum frá ríkinu og áætlun um verkefnið.
Málinu frestað.
Reglugerð um úthlutun styrkja til fráveitna sveitarfélaga_nr_1424_2020.pdf
Kristján Ingi Arnarsson umsjónarmaður framkvæmda sat fundinn undir dagskrárlið 11.
12. 1904034 - Sorphreinsun - útboð 2020 - 2022
Heilsárstunnustöð á Skógarströnd. Annað varðandi stöðu verkefnisins. Jóhanna María Sigmundsdóttir, Kristján Ingi Arnarsson og Viðar Ólafsson mæta á fundinn..
Samstaða er um að það þurfi heilsárstunnustöð vegna sumarhúsanna á Skógarströnd. Svæðin við réttir verða nýtt fyrir tunnustöðvar.
Farið yfir stöðuna á innleiðingu verkefnisins.
Jóhanna María Sigmundsdóttir verkefnastjóri, Kristján Ingi Arnarsson umsjónarmaður framkvæmda og Viðar Ólafsson verkstjóri sátu fundinn undir dagskrárlið 12.
13. 2010026 - Fjárhagsáætlun HeV 2021
Fjárhagsáætlun fyrir árið 2021 sem samþykkt var af Heilbrigðisnefnd Vesturlands þann 15.janúar sl. Í fjárhagsáætluninni er ekki gert ráð fyrir ráðningu á nýjum starfsmanni og hún er kynnt með óbreyttu framlagi sveitarfélaga frá fyrra ári. Í fyrri tillögu hafði verið gert ráð fyrir ráðningu á nýjum starfsmanni í byrjun árs og eins hafði verið gert ráð fyrir 2,5% hækkun á framlagi sveitarfélaga. Fyrirvari var gerður af heilbrigðisnefnd að endurskoðun verði á fjárhagsáætluninni ef sameining verður við Kjósarsvæði.
Byggðarráð samþykkir fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Vesturlands,
Fjárhagsáætlun_2021_til sveitarstjórna.pdf
14. 2101032 - Tjaldsvæðið í Búðardal 2020
Erindi frá Dalahestum ehf. um að framlengja samning um tjaldsvæðið um eitt ár.
Byggðarráð telur að ekki sé heimilt að framlengja samninginn umfram fimm ár. Samþykkt samhljóða að bjóða leigutaka að þegar verði ákveðið að samningurinn gildi til 2023.
Tjaldsvæði Búðardal 2020.pdf
15. 2101036 - Fyrirspurn um Sælingsdalstungu
Borist hefur fyrirspurn um hvort jörðin Sælingsdalstunga sé til sölu.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að Sælingsdalstunga verði sett í sölu. Áður en til þess komi verði gerð landskipting sem tryggi að Dalabyggð haldi eftir svæði m.t.t. vatnsöflunar í framtíðinni.
16. 2101038 - Ægisbraut 9. Umsókn um lóð.
Sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu.
17. 2101037 - Erindi vegna bátabrautarinnar við Hnúksnes
Sveitarstjóra falið að hafa samráð við landeiganda.
Tölvupóstur 21_01_2021.pdf
18. 2101041 - Innheimta skv. gjaldskrá fyrir söfnun og eyðingu dýraleifa
Ekki liggja fyrir nýjar búfjárskýrslur frá öllum búfjéreigendum. Því verða búfjartölur frá síðustu álagningu nýttar við álagningu í þeim tilvikum og það síðan leiðrétt þegar nýrri tölur hafa borist.
Samþykkt samhljóða.
GJALDSKRÁ fyrir söfnun og eyðingu dýraleifa í Dalabyggð.pdf
Mál til kynningar
19. 2006020 - Viðhorfskönnun vegna vindorkuvera
Niðurstöður lagðar fram. Fulltrúi frá Maskínu mætir á fundinn.
Þóra Ásgeirsdóttir frá Maskínu fór yfir niðurstöðu könnunarinnar.
21-01-2021_Dalabyggð_Maskínuskýrsla_án_opnu.pdf
Íbúakönnun_minnisblað.pdf
Jóhanna María Sigmundsdóttir verkefnastjóri og Þóra Ásgeirsdóttir framkvæmdastjóri Maskínu sátu fundinn undir dagskrárlið 19.
20. 1912011 - Byggðasafn Dalamanna - Staðarfell
Ekki hafa fengist frekari svör frá fjármálaráðuneytinu.
Tölvupóstur barst í morgun frá fjármálaráðuneytinu um að málið sé í skoðun og haft verði Samband þegar einhverjar fréttir verði. Nauðsynlegt er að fá niðurstöðu í málið sem fyrst.
Fjallað um drög að bréfi til menntamálaráðuneytisins.
21. 2001030 - Eignarhald félagsheimila
Minnisblað um niðurstöðu á athugun héraðsskjalavarðar á eignarhaldi félagsheimili lagt fram.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að félagsheimilið Árblik verði auglýst til sölu eða leigu og að teknar verði upp viðræður við meðeigendur að félagsheimilinu á Staðarfelli um sölu á eigninni.
Samþykkt samhljóða.
Minnisblað - 2001030 - eignarhald félagsheimila.pdf
22. 2101013 - Brunavarnaáætlun 2021-2026
Ívar Örn Þórðarsson slökkviliðsstjóri kemur á fundinn og fer yfir stöðuna á áætlununni.
Ívar kynnti vinnuna við brunavarnaáætlununa. Áætlunin er til yfirferðar hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Von er á ábendingum fljótlega.
Brunavarnaáætlun Dala Reykhóla og Stranda 2021 - Ný áætlun.pdf
Ívar Örn Þórðarson slökkviliðsstjóri sat fundinn undir dagskrárlið 22.
23. 1911008 - Umframkostnaður vegna fráveituframkvæmda - athugun endurskoðanda.
Haraldur Reynisson endurskoðandi mætir á fundinn.
Haraldur ræddi að sem mest gagn yrði af skoðuninni væri rétt að skoða fjárfestingaferlið vegna framkvæmda á árinu heilstætt en ekki verkefnið við fráveituframkvæmdirnar eitt og sér.
Haraldur Reynisson endurskoðandi sat fundinn undir dagskrárlið 23.
Einar Jón Geirsson vék af fundi eftir dagskrárlið 23.
24. 2012006 - Svar frá Reykjavíkurborg vegna áskorunar.
Bréf lagt fram.
Dalabyggð_bréf v. Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.pdf
25. 2101034 - Sorpurðun Vesturlands hf - fundir 2021
Fundarboð eigendafundar 1.02.2021 lagt fram.
Skúli Hreinn Guðbjörnsson og Kristján Sturluson munu sitja fundinn fyrir hönd Dalabyggðar.
Fundarboð eigendafundar 1_feb_2021.pdf
26. 2101001 - Mál frá Alþingi til umsagnar - 2021
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða (atvinnu- og byggðakvótar o.fl.), 418. mál.
Frumvarp til laga breytingu á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og lögum um stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu, sandkola og hryggleysingja), 419. mál.
Frumvarp til laga um jarðalög (einföldun regluverks, vernd landbúnaðarlands, upplýsingaskyldu o.fl), 375. mál.
Tillaga til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, 370. mál.

Sveitarstjóra falið að vinna umsögn um frumvarp til laga um jarðalög (einföldun regluverks vernd landbúnaðarlands upplýsingaskyldu o.fl.), 375. mál og tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, 370. mál í samræmi við umræður á fundinum.
Frumvarp til laga um jarðalög (einföldun regluverks vernd landbúnaðarlands upplýsingaskyldu o fl) 375 mál.pdf
Frumvarp til laga breytingu á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og lögum um stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu sandkola og hryggleysingja) 419 mál.pdf
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða (atvinnu- og byggðakvótar o fl) 418 mál.pdf
Tillaga til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða 370 mál.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:20 

Til bakaPrenta