Til bakaPrenta
Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 103

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
02.03.2020 og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu: Hörður Hjartarson formaður,
Bjarnheiður Jóhannsdóttir aðalmaður,
Ragnheiður Pálsdóttir varaformaður,
Jón Egill Jónsson aðalmaður,
Viðar Þór Ólafsson varamaður,
Þórður Már Sigfússon Skipulagsfulltrúi,
Fundargerð ritaði: Þórður Már Sigfússon, Skipulagsfulltrúi
Formaður óskaði eftir að tekin yrðu á dagskrá mál er varða umsóknir um skógræktaráform.

Samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2002053 - Endurskoðun Aðalskipulags Dalabyggðar
Skipulagráðgjafar frá Verkís koma og kynna vinnu við endurskoðun Aðalskipulags Dalabyggðar og einstaka þætti í tengslum við hana.
Einar Jónsson, Erla Bryndís Kristjánsdóttir og Ulla R. Pedersen frá Verkís komu og kynntu vinnuna við endurskoðun aðalskipulags Dalabyggðar og einstaka þætti í tengslum við hana.

Viðstaddir voru Kristján Sturluson, sveitarstjóri, Eyjólfur I. Bjarnason, Þuríður Jóney Sigurðardóttir, Einar Jón Geirsson, Pálmi Jóhannsson, Skúli H. Guðbjörnsson og Sigríður H. Skúladóttir.
2. 2002053 - Flokkun landbúnaðarlands
Lögð fram drög að viðmiðum fyrir flokkun landbúnaðarlands vegna endurskoðunar á aðalskipulagi Dalabyggðar.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að drög að viðmiðum fyrir flokkun landbúnaðarlands vegna endurskoðunar á aðalskipulagi Dalabyggðar verði samþykkt.
3. 2002053 - Skipulags- og matslýsing vegna endurskoðunar aðalskipulags Dalabyggðar
Lögð fram skipulags- og matslýsing frá Verkís vegna endurskoðunar aðalskipulags Dalabyggðar.
Lögð fram skipulags- og matslýsing vegna endurskoðunar á Aðalskipulagi Dalabyggðar. Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að fyrirliggjandi skipulags- og matslýsing verði samþykkt sbr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að skipulagsfulltrúa verði falið að kynna hana í samræmi við ákvæði skipulagsreglugerðar.
4. 2002055 - Umsókn um framkvæmdaleyfi - Vestfjarðavegur
Vegagerðin sækir um framkvæmdaleyfi vegna breikkunar og endurbóta á Vestfjarðavegi (60): Skriðuland - Brunná.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt.
5. 2002039 - Lífræn lindarböð
Óskað er eftir leyfi fyrir að hafa baðaðstöðu í bílskúrnum að Sunnubraut 17 í Búðardal.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt þegar fyrir liggur skriflegt samþykki eiganda húsnæðisins og að starfsemin verði grenndarkynnt.
6. 2001050 - Lagfæring á bátabrautinni í Hnúksnesi
Kjartan Eggertsson óskar eftir að sveitarstjórn Dalabyggðar gefi leyfi til að múrmulningur, sem lagður var í bátabrautina í Hnúksnesi fái að liggja þar áfram.
Nefndin leggur til að sveitarstjórn hafni erindinu þar sem hún hafi ekki umboð til að veita það leyfi sem til þarf.

Lagt er til að umsækjandi leiti álits landeiganda vegna framkvæmdanna.

Kristján Sturluson, sveitarstjóri, sat fundinn undir þessum lið.
10. 1805030 - Skógræktaráform í Ólafsdal 137878
Minjavernd hf. sækir um framkvæmdaleyfi fyrir Skógrækt í Ólafsdal í Gilsfirði.
Nefndin hafnar erindinu með tilliti til nýrrar flokkunar á landbúnaðarlandi í drögum að endurskoðun á Aðalskipulagi Dalabyggðar, kafla 3.6.2. Landslag, náttúru- og menningarminjar, þar sem Ólafsdalur nýtur hverfisverndar samkvæmt gildandi aðalskipulagi.

Nefndin samþykkir samhljóða að hafna erindinu, með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar á drögum að flokkun landbúnaðarlands.
11. 1903015 - Skógrækt í Stóra-Langadal
Sótt er um framkvæmdaleyfi fyrir skógrækt í Stóra-Langadal.
Nefndin samþykkir erindið með tilliti til nýrrar flokkunar á landbúnaðarlandi í drögum að endurskoðun á Aðalskipulagi Dalabyggðar, en landið fellur undir flokk II og III samkvæmt þeirri skilgreiningu. Einnig þarf að liggja fyrir samþykki eigenda aðliggjandi jarða og umsögn Minjastofnunar.

Samþykkt samhljóða, með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar á drögum að flokkun landbúnaðarlands.
12. 1808008 - Skógrækt á Ósi í Saurbæ
Sótt er um skógrækt að Ósi í Saurbæ.
Nefndin samþykkir erindið með tilliti til nýrrar flokkunar á landbúnaðarlandi í drögum að endurskoðun á Aðalskipulagi Dalabyggðar, en landið fellur undir flokk II samkvæmt þeirri skilgreiningu. Einnig þarf að liggja fyrir samþykki eigenda aðliggjandi jarða og umsögn Minjastofnunar.

Samþykkt samhljóða, með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar á drögum að flokkun landbúnaðarlands.
13. 1910024 - Skógrækt á jörðinni Hóli - umsókn
Sótt er um framkvæmdaleyfi fyrir skógrækt að Hóli.
Nefndin samþykkir erindið með tilliti til nýrrar flokkunar á landbúnaðarlandi í drögum að endurskoðun á Aðalskipulagi Dalabyggðar, en landið fellur undir flokk II og III samkvæmt þeirri skilgreiningu. Einnig þarf að liggja fyrir samþykki eigenda aðliggjandi jarða og umsögn Minjastofnunar.

Samþykkt samhljóða, með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar á drögum að flokkun landbúnaðarlands.
Mál til kynningar
7. 2002029 - Umsókn um byggingarleyfi
Sótt er um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við hlöðu.
Lagt fram til kynningar.
8. 2002021 - Sunnubraut 7
Umsókn um leyfi til að fara í endurbætur utanhúss
Lagt fram til kynningar.
9. 2002054 - Áskorunarbréf
Áskorun um það að öllum landbúnaðargreinum verði gert kleift að nýta sín lönd eins og hver grein hefur þörf fyrir.

Nefndin þakkar Þórarni Gunnarssyni fyrir bréfið.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:15 

Til bakaPrenta