Til bakaPrenta
Sveitarstjórn Dalabyggðar - 200

Haldinn á fjarfundi,
10.12.2020 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Eyjólfur Ingvi Bjarnason oddviti,
Ragnheiður Pálsdóttir varaoddviti,
Skúli Hreinn Guðbjörnsson aðalmaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir aðalmaður,
Pálmi Jóhannsson aðalmaður,
Anna Berglind Halldórsdóttir varamaður,
Kristján Sturluson sveitarstjóri,
Fundargerð ritaði: Jóhanna María Sigmundsdóttir, verkefnastjóri
Lagt til að eftirtöldum málum verði bætt á dagskrá fundarins:
Mál.nr. 2005008 Gjaldskrár, almennt mál, verði dagskrárliður 1.
Mál.nr. 2011036 Samstarf við Leigufélagið Bríet, almennt mál, verði dagskrárliður 15.
Mál.nr. 2011007F Byggðarráð 160, fundargerð til afgreiðslu, verði dagskrárliður 19.
Mál.nr. 2012013 Fundargerðir Öldungaráðs 2020 - 2021, fundargerð til staðfetingar, verði dagskrárliður 23.
Röð annarra dagskrárliða breytist í samræmi við ofangreint.
Samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2005008 - Gjaldskrár
Úr fundargerð 260. fundar byggðarráðs 7.12.2020, dagskrárliður 1:
2005008 - Fjárhagsáætlun 2021 - 2024
Frestað á síðasta fundi.
Gjaldskrár Auðarskóla, Silfurtúns, Vatnsveitu, Slökkviliðs, Fráveitu, félagsheimila, hafna Dalabyggðar, Íþróttamiðstöðvar Laugum, vegna hundahalds, fyrir söfnun og eyðingu sorps og söfnun og eyðingu dýraleifa samþykktar samhljóða og verða lagðar fyrir sveitarstjórn.

Gjaldskrár vegna 2021 lagðar fram.

Gjaldskrá Auðarskóla
Samþykkt samhljóða.

Gjaldskrá Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns
Samþykkt samhljóða.

Gjaldskrá Vatnsveitu Dalabyggðar
Samþykkt samhljóða.

Gjaldskrá Slökkviliðs Dalabyggðar
Samþykkt samhljóða.

Gjaldskrá Fráveitu Dalabyggðar
Samþykkt samhljóða.

Gjaldskrá félagsheimili
Samþykkt samhljóða.

Gjaldskrá hafna Dalabyggðar
Samþykkt samhljóða.

Gjaldskrá Íþróttamiðstöðvarinnar Laugum
Samþykkt samhljóða.

Gjaldskrá vegna hundahalds
Samþykkt samhljóða.

Gjaldskrá fyrir söfnun og eyðingu sorps
Til máls tók: Anna.
Samþykkt samhljóða.

Gjaldskrá fyrir söfnun og eyðingu dýraleifa
Til máls tóku: Anna, Eyjólfur.
Samþykkt með 5 (RP, EJG, PJ, SHG, ÞJS) atkvæðum, 2 (EIB, ABH) sitja hjá.

Gjaldskrá Auðarskóla 2021.pdf
Gjaldskrá fyrir Silfurtún 2021 eftir afgreiðslu St.pdf
GJALDSKRÁ fyrir söfnun og eyðingu dýraleifa í Dalabyggð.pdf
Gjaldskrá vatnsveitu 2021.pdf
Gjaldskrá Slökkvilis Dalabyggðar 2021.pdf
GJALDSKRÁ fyrir hirðingu-móttöku og eyðingu sorps .pdf
Gjaldskrá Dalaveitna ehf 2021.pdf
GJALDSKRÁ fyrir hundahald til birtingar 2021.pdf
GJALDSKRÁ fráveitu í Dalabyggð 2021.pdf
Gjaldskrá félagsheimila 2021.pdf
Gjaldskrá hafnir Dalabyggðar 2021.pdf
Gjaldskrá Íþróttamiðst Laugum 2021.pdf
2. 2005008 - Fjárhagsáætlun 2021 - 2024 - síðari umræða
Úr fundargerð 260. fundar byggðarráðs 7.12.2020, dagskrárliður 1:
2005008 - Fjárhagsáætlun 2021 - 2024
Frestað á síðasta fundi.

Byggðarráð leggur til að eftirtaldar breytingar verði gerðar á tillögu að fjárhagsáætlun þannig að fjárfestingar hækki um kr. 1.500.000 (vegna sorphirðu) og rekstrarliðir um kr. 4.258.000 (þjónustusamningar hækkun um kr. 1.014.000, heilbrigðiseftirlitsgjöld hækkun um kr. 500.000, framlag til B hluta hækkun um kr. 331.000, starfræn þjónusta nýtt kr. 280.000, jólagjafir nýtt kr. 450.000, vaxtakostnaður lækkun kr. 85.000, framlag frá A hluta til B hluta kr. 331.000, aðrar húsaleigugreiðslur v. skóla nýtt kr. 250.000, sameiginlegur kostnaður hækkun kr. 1.876.000).
Samþykkt samhljóða.

Greinargerð vegna fjárhagsáætlunar staðfest.

Til máls tóku: Kristján, Skúli

Helstu niðurstöður í tillögu að fjárhagsáætlun 2021
- Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta er jákvæð um 12,1 milljónir króna og rekstrarniðurstaða A-hluta jákvæð um 11,6 milljónir króna.
- Heildareignir samstæðunnar eru áætlaðar um 1,6 milljarður króna í árslok 2021, skuldir og skuldbindingar eru áætlaðar um 725 milljónir króna og eigið fé um 839 milljónir króna.
- Áætlað veltufé frá rekstri A-hluta er um 44,2 milljónir króna eða 5,5% og samantekið fyrir A- og B-hluta 60,9 milljónir króna, eða um 5,9% af heildartekjum.
- Áætlaðar fjárfestingar samtals að fjárhæð 145,5 milljónir króna. Um er að ræða kostnað vegna sorphirðu, fráveitu, Silfurtúns, gatnagerðar og íþróttamannvirkja auk minni verkefna vegna viðhalds eigna.

Breytingatillögur byggðarráðs lagðar fram.
Samþykkt samhljóða.

Greinargerð og tillaga að fjárhagsáætlun lögð fram.
Samþykkt samhljóða.

Fjárhagsáætlun 2021-2024.pdf
Greinargerð með fjárhagsáætlun 2021-2024.pdf
3. 2011013 - Atvinnumálanefnd - erindisbréf
Úr fundargerð 19. fundar atvinnumálanefndar 24.11.2020, dagskrárliður 4:
2011013 - Atvinnumálanefnd - erindisbréf
Nefnd fer yfir uppfærslu á erindisbréfi atvinnumálanefndar.
Nefndin felur verkefnastjóra að ganga frá erindisbréfi og senda það til sveitarstjórnar með áorðnum breytingum.

Samþykkt samhljóða.
Erindisbréf atvinnumálanefndar Dalabyggðar.pdf
4. 2011029 - Ungmennaráð Dalabyggðar 2020 - 2021
Úr fundargerð 100. fundar fræðslunefndar 27.11.2020, dagskrárliður 1:
1. 2011029 - Ungmennaráð Dalabyggðar 2020 - 2021
Skipun fulltrúa í ungmennaráð Dalabyggðar
Fræðslunefnd óskaði eftir tilnefningum í ungmennaráð og gáfu 7 stúlkur kost á sér, ein af þeim hefur ekki náð 14 ára aldri og kemur því ekki til greina þetta árið. Til að gæta jafnréttis kynjanna var reynt að fá stráka til að gefa kost á sér í ráðið en án árangurs.

Ungmennaráð Dalabyggðar skal skipað 4 ungmennum á aldrinum 14-20 ára, tveir aðilar af þeim skulu vera á aldrinum, 17-20 ára, einn á aldrinum 14-16 ára og varamaður á aldrinum 14-20 ára.

Tveir aðilar eru á aldrinum 17-20 ára og eru því sjálfskipaðir í ráðið, milli hinna fjögra var ákveðið að velja á milli með að draga tvö nöfn úr potti.

Ungmennaráð Dalabyggðar 2020-2021 er skipað eftirfarandi ungmennum:

Sigurdís Katla Jónsdóttir
Soffía Meldal Kristjánsdóttir
Birna Rún Ingvarsdóttir
Dagný Sara Viðarsdóttir

Samþykkt samhljóða

Samþykkt samhljóða.
5. 2003016 - Jafnlaunastefna
Úr fundargerð 260. fundar byggðarráðs 7.12.2020, dagskrárliður 9:
2003016 - Jafnlaunastefna
Endurskoðun jafnlaunastefnu, viðmið um launamun.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að við 6. málsgrein jafnlaunastefnunnar bætist við setningin "Stefnt er að því að óútskýrður launamunur verði minni en 1%."
Samþykkt samhljóða.

Til máls tók: Kristján

Samþykkt samhljóða.
Jafnlaunastefna - undirrituð.pdf
Jafnlaunastefna_breytingatillaga.pdf
6. 2011038 - Ósk um umsögn v. breytingar á aðalskipulagi Reykhólahrepps
Úr fundargerð 110. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 4.12.2020, dagskrárliður 1:
2011038 - Ósk um umsögn v.breytingar á aðalskipulagi Reykhólahrepps
Óskað er eftir umsögn við tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Reykhólahrepps 2006-2018 vegna vindorkuvers í landi Garpsdals, í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við þessa breytingu á aðalskipulagi Reykhólahrepps.

Samþykkt samhljóða.
SA30Gb_P-Reykholahr-br-nov_2020.pdf
SA30Gb_P-Reykholahr-br-vindur.pdf
7. 2009005 - Deiliskipulag - íþróttamannvirki við Dalabúð og Auðarskóla
Úr fundargerð 110. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 4.12.2020, dagskrárliður 3:
2009005 - Deiliskipulag - íþróttamannvirki við Dalabúð og Auðarskóla
Fyrir liggur uppdráttur og greinargerð frá Verkís um deiliskipulag íþróttamannvirkja við Dalabúð og Auðarskóla í Búðardal.
Skipulagsnefnd leggur til að sveitarstjórn samþykki fyrirliggjandi uppdrátt og greinargerð að deiliskipulagi Auðarskóla og íþróttamiðstöðvar í Búðardal og að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá skipulagsgögnum til auglýsingar skv. lögbundnu auglýsingaferli sbr. 41. gr. skipulagslaga.

Fallið verði frá því að gera skipulagslýsingu fyrir verkefnið þar sem allar meginforsendur deiliskipulags liggja fyrir í gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.
DSK íþróttahús-sundlaug.pdf
Íþróttamiðstöð í Búðardal-minnisblað.pdf
16081-004-dsk-Auðarsk-íþr.pdf
DSK_Auðarskoli_og_íþróttamiðstöð_Búðardal_greinargerð.pdf
8. 2011023 - Tillaga að viðauka við Landsskipulagsstefnu 2015-2026
Úr fundargerð 110. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 4.12.2020, dagskrárliður 5:
2011023 - Tillaga að viðauka við Landsskipulagsstefnu 2015-2026
Skipulagsstofnun óskar eftir umsögnum eða athugasemdum við tillögu að viðauka við Landsskipulagsstefnu 2015-2026. Frestur til að koma skriflegum athugasemdum á framfæri við stofnunina er til og með 8. janúar 2021.
Nefndin gerir athugasemd við grein 6.1.6 um skilgreiningu óbyggðra víðerna. Nefndin leggur til að sett verði lágmarks stærðarmörk í skilgreininguna, sbr. Lög um náttúruvernd 60/2013. Einnig að miðað verði að lágmarki við 10 kílómetra en ekki 5.

Jafnframt telur nefndin augljóst að á þeim jörðum sem búið er á, sé miðað við landamerki, en ekki mannvirki, þannig að ekki sé hægt að skilgreina jarðir sem sannanlega eru byggðar, sem óbyggð víðerni.

Þar sem þannig háttar til að tiltekið svæði falli inn á fleiri en eitt aðalskipulagssvæði skal samráð haft milli sveitarfélaganna um skilgreininguna.

Samþykkt samhljóða.
LSK-kynning_19.-november_glaerur.pdf
Tillaga-ad-vidauka-vid-landsskipulagsstefnu-2015-2026 - með breytungu á kafla 6_3.pdf
LSK kynning_7. desember_Vesturland.pdf
9. 2011016 - Kirkjuskógur ný lóð
Úr fundargerð 110. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 4.12.2020, dagskrárliður 2:
2011016 - Kirkjuskógur ný lóð
Óskað er eftir stofnun frístundalóðar úr ríkisjörðinni Kirkjuskógi.
Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun nýrrar lóðar úr ríkisjörðinni Kirkjuskógi.

Samþykkt samhljóða.
Bréf - Kirkjuskógur.pdf
F550 Kirkjuskógur.pdf
Kirkjuskógaland lóðablað.pdf
10. 2011032 - Framtíð Breiðarfjarðar - umsögn
Úr fundargerð 110. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 4.12.2020, dagskrárliður 7:
2011032 - Framtíð Breiðarfjarðar - umsögn
Úr fundargerð 259. fundar byggðarráðs 26.11.2020, dagskrárliður 5:
2011032 - Framtíð Breiðarfjarðar - umsögn
Tillögur Breiðarfjarðarnefndar til umsagnar.
Byggðarráð vísar erindinu til umhverfis- og skipulagsnefndar.
Samþykkt samhljóða.
Nefndin tekur undir mikilvægi þess að endurskoða lögin um vernd Breiðafjarðar og tekur undir að skýra og efla þurfi hlutverk Breiðafjarðarnefndar og svæði sem verndunin nær yfir.

Nefndin leggur áherslu á mikilvægi þess að Breiðafjörður og hans málefni verði áfram stýrt af heimamönnum. Einnig að skipulagsvald sveitarfélaganna við fjörðinn verði ekki skert frekar á svæðinu, eins og gerast mundi við stofnun þjóðgarðs.

Til máls tók: Eyjólfur

Sveitarstjórn Dalabyggðar tekur heilshugar undir tillögur Breiðafjarðarnefndar og hvetur nefndina til þess að leggja til við umhverfisráðherra að hefja vinnu við að greina og kynna kosti og galla þeirra hugmynda sem nefndin hefur sett fram.
Sveitarstjórn Dalabyggðar telur að styrkja þurfi vernd Breiðafjarðar og fagnar hugmyndum um frekari vernd í þágu byggðaþróunar og atvinnulífs í sátt við samfélag og náttúru.
Sveitarstjórn Dalabyggðar fagnar möguleikum á frekari móttöku gesta á svæðinu en jafnframt stýringu þeirra á viðeigandi staði. Sveitarstjórn sér einnig tækifæri í að hlunnindanytjar við fjörðinn verði verndaðar og þannig tryggðar til framtíðar.
Jafnframt leggur sveitarstjórn áherslu á að aukin vernd tefji hvorki né stöðvi nauðsynlegar vegabætur á svæðinu enda skipta samgöngur höfuðmáli fyrir lífsviðurværi við fjörðinn. Sveitarstjórn sér jafnvel fyrir sér að samgöngubætur samhliða aukinni vernd geti verið möguleiki fyrir frekara samstarfi sveitarfélaga við Breiðafjörð.
Sveitarstjórn Dalabyggðar þakkar Breiðafjarðarnefnd fyrir það ítarlega samráð sem fram hefur farið við sveitarstjórnir og íbúa við fjörðinn. Hún tekur undir það sem fram kemur í samantekt Breiðafjarðarnefndar að áframhaldandi samráðs verði gætt og að sveitarfélagið verði með í ráðum hvað framhaldið varðar.


Samþykkt samhljóða.
20201120_framtid_breidafjardar_dalabyggd.pdf
20201123_framtid_breidafjardar_samantekt.pdf
11. 2012001 - Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Dalabyggð
Úr fundargerð 260. fundar byggðarráðs 7.12.2020, dagskrárliður 3:
2012001 - Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Dalabyggð
Núverandi samþykkt er frá 1995 og er orðin úrelt. Setja þarf nýja samþykkt vegna breytts fyrirkomulags á söfnun úrgangs og flokkun.

Úr fundargerð 110. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 4.12.2020, dagskrárliður 11:
2012001 - Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Dalabyggð.
Lögð fram drög að samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Dalabyggð.
Nefndin leggur til eftirfarandi breytingar á 7. grein: Fyrsta setning hefjist svo: „Fyrirtækjum, stofnunum, bújörðum og öðrum rekstraraðilum, sem starfa að einhverju leyti í Dalabyggð er skylt að flokka þann úrgang ....“
Jafnframt falli út 3. málsgrein 7. greinar.
Nefndin bendir á að gott væri að skilgreina í tillögunni meðferð bindigarns og neta af heyrúllum.

Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að tillaga að samþykkt um meðhöndlun úrgangs verði samþykkt óbreytt.
Samþykkt samhljóða.

Samþykkt samhljóða.
Samþykkt um meðhöndlun úrgangs - drög.pdf
Eyjólfur víkur af fundi undir dagskrárliðum 12-13. Ragnheiður tekur við stjórn fundar.
12. 2008010 - Skógrækt á jörðinni Ásgarði í Hvammssveit
Úr fundargerð 110. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 4.12.2020, dagskrárliður 6:
2008010 - Skógrækt á jörðinni Ásgarði í Hvammssveit
Úr fundarferð 107. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 4.09.2020, dagskrárliður 3:
2008010 - Skógrækt á jörðinni Ásgarði í Hvammssveit
Skugga-Sveinn ehf. áformar að hefja skógrækt í landi Ásgarðs í Hvammssveit og óskar eftir afstöðu Dalabyggðar um hvort krafist verði framkvæmdaleyfis í samræmi við reglugerð nr. 772/2012.
Með vísun í 4. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi er umrædd framkvæmd leyfisskyld sem felur í sér að leita þarf umsagnar viðeigandi stofnana. Auk þess er þörf á samþykki eigenda aðliggjandi jarða. Afgreiðslu erindisins er frestað þar til niðurstaða úr stjórnsýslukæru liggur fyrir.
Nefndin samþykkir erindið með tilliti til nýrrar flokkunar á landbúnaðarlandi í drögum að endurskoðun á Aðalskipulagi Dalabyggðar 2004-2016, en landið fellur undir flokk II og III samkvæmt þeirri skilgreiningu. Einnig þarf að grenndarkynna framkvæmdina fyrir aðliggjandi jörðum og leita eftir umsögnum frá viðeigandi stofnunum.

Samþykkt með 5 (RP, EJG, PJ, SHG, ÞJS) atkvæðum, 1 (ABH) situr hjá.
Tilkynning um skógrækt_Ásgarður.pdf
Skógræktarsamningur Ásgarður.pdf
13. 1906010 - Umsókn um framkvæmdaleyfi - skógrækt, Neðri-Hundadalur
Úr fundargerð 110. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 4.12.2020, dagskrárliður 8:
906010 - Umsókn um framkvæmdaleyfi - skógrækt
Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir skógrækt á jörðinni Neðri-Hundadalur.
Nefndin vísar í afgreiðslu máls númer 2004002 og fellir málið niður.


Til máls tók: Kristján

Með vísan í úrskurð úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 23/2020 samþykkir sveitarstjórn að veita framkvæmdaleyfi vegna skógræktar í Neðri-Hundadal (1906010) að undangenginni grenndarkynningu. Við framkvæmdina skal tryggja að ekki sé gróðursett nær skráðum fornminjum en 15 metrar.

Samþykkt samhljóða.
Tilkynning um skógrækt ásamt yfirlitsmynd.pdf
Neðri-Hundadalur - umsögn Minjastofnunar.pdf
Umsögn frá Umhverfisstofnun.pdf
Eyjólfur kemur aftur inn á fundinn og tekur við fundarstjórn.
14. 2012012 - Öryggismerkingar og vetrarþjónusta á umferðarminni vegum í Dalabyggð
Lagður fram tölvupóstur frá Garðari Frey Vilhjálmssyni, Skarfstöðum, þar sem hann óskar eftir svörum Vegagerðarinnar vegna vegstika á Klofningsvegi.
Lagður fram tölvupóstur frá Sigrúnu Hönnu Sigurðardóttur vegna færðar (fljúgandi hálku) á Klofningsvegi.

Til máls tóku: Eyjólfur, Þuríður, Ragnheiður, Kristján.

Eftirfarandi kom fram í svari svæðisstjóra Vegagerðarinnar á vestursvæði í tölvupósti 9.12.2020:
"Við gerum okkur grein fyrir því að það er afturför fyrir þennan vegkafla þar sem hafa verið stikur beggja vegna að nú sé einungis stikað öðru megin á veginum. Staðan er nú þannig að við erum með ansi umfangsmikið vegakerfi og þurfum því að fylgja þeim reglum og viðmiðum sem sett eru til þess að fara sem best með fjármagnið hverju sinni. Erfitt er að færa rök fyrir því að einn kafli undir viðmiðum eigi vera betur stikaður eða þjónustaður en annar. Við reynum einnig að horfa á hvern vegkafla fyrir sig og ef það eru einhverstaðar varhugaverðar aðstæður þá er það metið hverju sinni, hvort æskilegt sé að bæta merkingar, stika umfram viðmið eða fara í aðrar öryggisaðgerðir til þess að tryggja öryggi.
Án þess að hafa tekið út ástand vegarins í heild þá myndi ég telja að hann uppfyllti þær kröfur sem gerðar voru til hans þegar hann var fyrst byggður en uppfyllti ekki allar nútímakröfur sem gerðar eru til tengivega í dag. Núverandi fjárveitingar í þjónustu og viðhaldi malarvega bjóða ekki uppá það að farið sé í heildar lagfæringar á vegfláum og öryggissvæðum samhliða styrkingu og endur mótun þeirra. Ef það eru einhverjir staðir sem þú hefur sérstakar áhyggjur af varðandi umferðaröryggi þá er um að gera að koma þeim ábendingum á framfæri og þær ábendingar verða skoðaðar sérstaklega og teknar fyrir sbr kaflinn frá Skerðingstöðum. Það að koma vegakerfinu í það stand að það uppfylli kröfur nútímans til umferðaröryggis er stórt og mikið verkefni sem við erum þó að vinna í á hverju ári en yfirleitt eru umferðarmeiri vegir í forgangi sbr. Hringvegurinn, Vestfjarðarvegur og Djúpvegur en við reynum þó ávallt að bregðast við sérstaklega hættulegum aðstæðum hratt og örugglega þegar við fáum ábendingar."

Sveitarstjórn Dalabyggðar lýsir yfir áhyggjum að öryggismerkingum og vetrarþjónustu á umferðarminni vegum í Dalabyggð og skorar á Vegargerðina að endurskoða viðmið sín þar að lútandi. Sérstaklega þarf að horfa til þeirra vega þar sem skólaakstur er.


Samþykkt samhljóða.
Tölvupóstur frá Garðari Frey Vilhjálmssyni 6_12_2020.pdf
Tölvupóstur frá Sigrúnu Hönnu Sigurðardóttur 10_12_2020.pdf
15. 2011036 - Samstarf við Leigufélagið Bríet
Úr fundargerð 259. fundar byggðarráðs 26.11.2020, dagskrárliður 8:
2011036 - Samstarf við Leigufélagið Bríet
Stjórn Bakkahvamms hses. hefur sent erindi til Leigufélagsins Bríetar þar sem óskað er eftir að íbúðir í eigu húsnæðissjalfseignarstofnunarinnar fari undir félagið.
Umræða um samstarf við leigufélagið Bríet um frekari uppbyggingu á leiguhúsnæði í Dalabyggð.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að óska eftir samstarfi við Leigufélagið Bríet um uppbyggingu á leiguhúsnæði í Dalabyggð.

Byggðarráð fundaði með fulltrúum Leigufélagsins Bríetar og HMS 8.12.2020. Bríet hefur ákveðið að bæta við tveimur leiguíbúðum í Búðardal. Dalabyggð er eitt af fjórum tilraunasveitarfélögum í uppbyggingu leiguhúsnæðis. Bríet mun auglýsa eftir aðila til að byggja þessar tvær íbúðir. Dalabyggð þarf að tryggja að lóðir séu í boði.

Til máls tóku: Skúli, Kristján

Samþykkt samhljóða.

Drög að auglýsingu eftir byggingaraðilum - Dalabyggð.pdf
Fundargerðir til staðfestingar
16. 2009007F - Menningarmálanefnd Dalabyggðar - 12
1. Aukin nýting félagsheimila á Vesturlandi - 2009015
2. Menningarmálaverkefnasjóður - 2009004
3. Jörvagleði 2021 - 2009003
4. Menningarviðburðir í Dalabyggð - 2005013
5. Menningarmálanefnd - erindisbréf - 1806031
6. Reglur um birtingu skjala með fundargerðum A-hluta nefnda Dalabyggðar - 2009032
7. Ársskýrsla 2019 - Byggðasafn Dalamanna - 2011007
8. Viðbrögð Dalabyggðar vegna heimsfaraldurs COVID-19 - 2003031

Samþykkt samhljóða.
17. 2009009F - Atvinnumálanefnd Dalabyggðar - 19
1. Áskorun og ný hugmynd - 2006018
2. Kræklingaræktun í Breiðafirði - 2011022
3. Áfangastaðaáætlun 2021-2023 - 2011018
4. Atvinnumálanefnd - erindisbréf - 2011013
5. Vegna tekjufallsstyrkja - 2011021
6. Nýsköpunarsetur í Dalabyggð - 2005027
7. Reglur um birtingu skjala með fundargerðum A-hluta nefnda Dalabyggðar - 2009032

Samþykkt samhljóða.
18. 2011002F - Byggðarráð Dalabyggðar - 259
1. Fjárhagsáætlun 2021 - 2024 - 2005008
2. Laugar í Sælingsdal, staða og framtíð - 2011020
3. Fyrirhuguð Þorrablót. Staða m.t.t. sóttvarna. - 2011015
4. Afskriftir 2020 2004009
5. Framtíð Breiðarfjarðar - umsögn - 2011032
6. Endurnýjun lóðaleigusamninga - 2011035
7. Stofnun stafræns ráðs sveitarfélaga - 2011034
8. Samstarf við Leigufélagið Bríet - 2011036
9. Byggðasafn Dalamanna - Staðarfell - 1912011
10. Samningur um eldhúsrekstur. - 2011017
11. Samtal við faghóp 3 í Rammaáætlun um vindorkuver í landi Sólheima - 2011024
12. Slit á þjónustsvæði fatlaðra á Vesturlandi - 2011026
13. Vinnutímabreytingar - 2008016
14. Fjárbeiðni Stígamóta fyrir árið 2020 - 1910020
15. Ægisbraut 2 - 1905028
16. Stjórnsýslukæra vegna gjaldskrár fyrir hirðingu, móttöku og eyðingu sorps í Dalabyggð - 2007005
17. Breyttur opnunartími Arion banka í Búðardal - 2005011
18. Lántaka vegna framkvæmda Dalaveitna ehf. - 2006014
19. Viðhorfskönnun vegna vindorkuvera - 2006020
20. Mál frá Alþingi til umsagnar - 2020 - 2001001

Samþykkt samhljóða.
19. 2011007F - Byggðarráð Dalabyggðar - 260
1. Fjárhagsáætlun 2021-2024 - 2005008
2. Álit vegna fjárhags - 2012004
3. Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Dalabyggð - 2012001
4. Sorphreinsun - útboð 2020-2022 - 1904034
5. Umsögn um leyfi til sölu á skoteldum - 2012003
6. Afskriftir 2020 - 2004009
7. Álagning fasteignagjalda á vörugeymslu Vesturbraut 12 - 2012007
8. Vinnutímabreytingar - 2008016
9. Jafnlaunastefna - 2003016
10. Jafnlaunavottun - 1907006
11. Ægisbraut 2 - 1905028
12. Frá Sveitarfélaginu Skagafirði - Áskorun á Reykjavíkurborg - 2012006
13. Frá Bláskógabyggð - Miðhálendisþjóðgarður - 2012005
14. Rekstur Silfurtúns 2020 - 2001053
15. Mál frá Alþingi til umsagnar - 2020 - 2001001
16. Vínlandssetur - 1807013
17. Bilun í fráveitu - 2008003

Samþykkt samhljóða.
20. 2011006F - Stjórn Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns - 39
1. Fjárhagsáætlun 2021 - 2024 - 2005008
2. Rekstur Silfurtúns 2020 - 2001053

Samþykkt samhljóða.
21. 2010005F - Fræðslunefnd Dalabyggðar - 100
1. Ungmennaráð Dalabyggðar 2020 - 2021 - 2011029
2. Niðurstöður ytra mats Auðarskóla - 2005037
3. Breytingar á skólastarfi vegna heimsfaraldurs COVID-19 - 2003031
4. Kannanir - framhaldsskóladeild og námsaðstaða - 2010009

Samþykkt samhljóða.
22. 2011001F - Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 110
1. Ósk um umsögn v.breytingar á aðalskipulagi Reykhólahrepps - 2011038
2. Kirkjuskógur ný lóð - 2011016
3. Deiliskipulag - íþróttamannvirki við Dalabúð og Auðarskóla - 2009005
4. Sælingsdalur ný lóð - 2011019
5. Tillaga að viðauka við Landsskipulagsstefnu 2015-2026 - 2011023
6. Skógrækt á jörðinni Ásgarði í Hvammssveit - 2008010
7. Framtíð Breiðarfjarðar - umsögn - 2011032
8. Umsókn um framkvæmdaleyfi - skógrækt - 1906010
9. Gautastaðir - fyrirspurn um byggingarleyfi - 2012008
10. Skógræktaráform í Ólafsdal 137878 - 1805030
11. Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Dalabyggð - 2012001
12. Sorphreinsun - útboð 2020 - 2022 - 1904034

Samþykkt samhljóða.
23. 2012013 - Fundargerðir Öldungaráðs 2020 - 2021
Fundargerð Öldungaráðs 8.12.2020 lögð fram.
Samþykkt samhljóða.
10 fundur öldungaráðs Dalabyggðar og Reykhólahrepps.pdf
Fundargerðir til kynningar
24. 1902003 - Fundargerðir Sambands ísl. sveitarfélaga 2020
Fundargerð frá 20.11.2020 lögð fram.
Til kynningar.
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 891.pdf
25. 1911021 - Fundargerðir stjórnar Bakkahvamms hses - 2020
Fundargerð frá 19.11.2020 lögð fram.
Til kynningar.
Fundur stjórnar Bakkahvamms 19_11_2020.pdf
26. 2001017 - Fundargerðir Dalagistingar ehf. - 2020
Fundargerðir stjórnarfundar 23. nóvember sl. lögð fram.
Til kynningar.
Dalagisting ehf 79.pdf
Mál til kynningar
27. 2011030 - Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2020
Ársskýrsla Jöfnunarsjóðs Sveitarfélaga 2019 lögð fram.
Til máls tóku: Kristján, Eyjólfur
Til kynningar.
Ársskýrsla Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2019.pdf
28. 2008016 - Vinnutímabreytingar
Úr fundargerð 260. fundar byggðarráðs 7.12.2020, dagskrárliður 8:
2008016 - Vinnutímabreytingar
Umræða um útfærslu á styttingu á vinnutíma dagvinnufólks frá og með 1.01.2020.
Samþykkt samhljóða að leggja til að samið verði fyrst um fyrirkomulag styttingar vinnutíma til þriggja eða fjögurra mánaða og síðan gengið frá samningi til 2023.

Til máls tók: Kristján

Til kynningar.
29. 2003031 - Viðbrögð Dalabyggðar vegna heimsfaraldurs COVID-19
Minnisblað lagt fram.
Til kynningar.
Minnisblað - 2003031 - Starf Viðbragðsteymis Dalabyggðar vegna COVID-19.pdf
30. 1901014 - Skýrsla frá sveitarstjóra.
Minnisblað lagt fram.
Til kynningar.
Minnisblað - 1901014 - skýrsla sveitarstjóra desember 2020.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:15 

Til bakaPrenta