Til bakaPrenta
Atvinnumálanefnd Dalabyggðar - 20

Haldinn á fjarfundi,
26.01.2021 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Pálmi Jóhannsson formaður,
Garðar Vilhjálmsson aðalmaður,
Gyða Lúðvíksdóttir aðalmaður,
Þórey Björk Þórisdóttir aðalmaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Jóhanna María Sigmundsdóttir Verkefnastjóri ,
Fundargerð ritaði: Jóhanna María Sigmundsdóttir, Verkefnastjóri atvinnu- kynningar- og menningarmála


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2002053 - Endurskoðun Aðalskipulags Dalabyggðar
Þórður Már Sigfússon, skipulagsfulltrúi kemur á fundinn ásamt Erlu Bryndísi Kristjánsdóttur og Einari Jónssyni frá Verkís til að fara yfir Aðalskipulag Dalabyggðar.
Gestir kynna Aðalskipulagsgerðina og fara yfir tengingu þess við atvinnumál. Nefndin ræðir spurningar sem fram koma.
- Hvernig getur aðalskipulagið stuðlað og/eða stutt við fjölbreytni atvinnulífs?
- Eru einhver almenn markmið sem þarf að hnykkja á í tengslum við atvinnumálin?
- Hvernig getur aðalskipulagið stuðlað að seiglu og sveigjanleika atvinnulífsins/samfélagsins gagnvart samfélags og umhverfisbreytingum?
- Er einhverjum þáttum ábótavant og er þörf á aðgerðum, til skamms tíma og langs tíma litið?

Samspil ferðamennsku og aðalskipulags.
Íþróttamannvirki í Búðardal og möguleg tenging þess við ferðamennsku.
Uppbygging með þjónustustig í huga.
Nýting félagsheimila og framtíð Lauga.
Tækifæri í jarðhita, ekki verið nýtt hingað til.
Úrvinnsluaðstaða í dreifbýli.
Möguleikar í Hvammsfirði m.a. kræklingarækt.
Virkjun orku á svæðinu.
Volgt vatn nýtist líka, t.d. eldi á landi.
Veiði bæði í vötnum og á fuglum.
Passa upp á gæði og stýringu varðandi laxveiði.
Efling blómlegs landbúnaðar, landið er ekki hindrun, t.d. kúabúskapur sem krefst ekki mikils upprekstrarlands en erfitt að byrja í greininni m.a. með tilliti til kostnaðar, greiðslumarks, gripa.
Ýta undir fjölbreytni í landbúnaðarstörfum, svigrúm fyrir alla. Hluti tækifæra hérna á svæðinu er að hægt er að nýta landið á svo marga vegu, þó að landið sé ekki tengt hefðbundnum búskap megi nýta landið til annarrar framleiðslu.
Ábúðarskipti, kynslóðaskipti í landbúnaði, erfitt að einhver stefna nái utan um það.
Aðgangur aldraðra að hentugu húsnæði nærri þjónustu og aðföngum.
Hafnarsvæði í Búðardal, í dag er flotbryggja sem býður ekki upp á mikla möguleika t.d. til stórrar löndunar. Ef á að byggja upp atvinnu sem treysir á hafnarmannvirki þarf að skoða framtíðarsýn þar um.
MS - svæðið þekkt fyrir Dalaosta en ekki mikið gert t.d. með sögu þess, þú nálgast ostinn ekkert meira þó að þú komir á svæðið. Þar eru ónýtt tækifæri.
Gestir yfirgáfu fundinn eftir dagskrárlið 1
2. 2101018 - Nýting og möguleikar á aðgerðum stjórnvalda vegna COVID-19 - Könnun
Atvinnumálanefnd gerði könnun meðal atvinnurekenda í Dalabyggð vegna nýtingar og möguleika á aðgerðum stjórnvalda vegna COVID-19.
Nefndin ræðir niðurstöður könnunar.
Nefndin hvetur atvinnurekendur til að vera vakandi fyrir þeim aðgerðum og úrræðum sem í boði eru. Jafnframt telur nefndin að frekari aðgerðir þurfi til handa þeim sem hafa verið að reyna að halda úti rekstri og lágmarksþjónustu.
Nefndin hefur niðurstöður könnunar til hliðsjónar við samskipti við stjórnvöld. Nefndin vinnur ályktun sem verði send út.
Nýting og möguleikar á aðgerðum stjórnvalda vegna COVID-19 - niðurstöður_skýrsla.pdf
Mál til kynningar
3. 2101032 - Tjaldsvæðið í Búðardal 2020
Lögð fram skýrsla um starfsárið 2020 hjá Tjaldsvæðinu í Búðardal.
Lagt fram til kynningar.
Forsvarsmenn verði boðaðir á næsta fund nefndarinnar eins og samningar gera ráð fyrir.
4. 2003025 - Eiríksstaðir 2020
Lögð fram skýrsla um starfsárið 2020 á Eiríksstöðum.
Lagt fram til kynningar.
Forsvarsmenn verði boðaðir á næsta fund nefndarinnar eins og samningar gera ráð fyrir.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:45 

Til bakaPrenta