Til bakaPrenta
Sveitarstjórn Dalabyggðar - 210

Haldinn á fjarfundi,
28.10.2021 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Eyjólfur Ingvi Bjarnason oddviti,
Skúli Hreinn Guðbjörnsson aðalmaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir aðalmaður,
Pálmi Jóhannsson aðalmaður,
Jón Egill Jónsson varamaður,
Sindri Geir Sigurðarson varamaður,
Kristján Sturluson sveitarstjóri,
Fundargerð ritaði: Jóhanna María Sigmundsdóttir, verkefnastjóri
Samkvæmt 14. gr. í Samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Dalabyggðar nr. 391/2018 getur sveitarstjórn ákveðið að heimilt sé að nota fjarfundabúnað á sveitarstjórnarfundum í sérstökum tilvikum. Í samræmi við þetta ákveður sveitarstjórn að 210. fundur 28.10.2021 fari fram í gegnum fjarfundabúnað vegna útbreiðslu Covid-19 smits og fjölda í sóttkví í sveitarfélaginu.
Samþykkt samhljóða.

Lagt til að eftirfarandi máli verði bætt á dagskrá fundarins:
Mál.nr.: 1806010 - Kosning aðal- og varamanna í byggðarráð, almennt mál, verði dagskrárliður 2:
Röð annarra mála breytist í samræmi við framangreint.
Samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2104022 - Fyrri umræða um fjárhagsáætlun 2022 og 2023-2025
Úr fundargerð 278. fundar byggðarráðs 21.10.2021, dagskrárliður 1:
2104022 - Fjárhagsáætlun 2022 og 2023-2025
Tillaga að fjárhagsáætlun lögð fram ásamt minnisblaði um gjaldskrár.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að leggja fyrirliggjandi drög að tillögu til fjárhagsáætlunar fyrir fund sveitarstjórnar þann 28. október næstkomandi.

Til máls tók: Kristján

Óvissa er í áætluninni þar sem kjarasamningar kennara eru lausir um áramót. Þá liggur ekki fyrir hver hagvaxtarauki muni verða. Þá er ný þjóðhagsspá væntanleg og má gera ráð fyrir breytingum milli umræðna.
Áætlunin gerir ráð fyrir að rekstrarafgangur A og B hluta verði 12,7 m.kr. Afkoma aðalsjóðs verði -63,6 m.kr., eignarsjóðs 75,6 m.kr. og afkoma A hluta því 12 m.kr. Samtals afkoma B hluta er um 0,7 m.kr.
Fjárfestingar eru áætlaðar 322,5 m.kr. Þar vega þyngst vinna að íþróttamiðstöð 200 m.kr, götur og gangstéttir 28,1 m.kr., Silfurtún 13,8 m.kr., sorpmál 9 m.kr., grunnskóli 6 m.kr., vatnsveita 16,5 m.kr. og fráveita 29,6 m.kr.

Tillaga um að vísa fjárhagsáætlun til síðari umræðu á reglulegum fundi sveitarstjórnar í desember.

Samþykkt samhljóða.
Minnisblað - 2104022 - gjaldskrárbreytingar.pdf
Fjárhagsáætlun 2022-2025 . fyrri umræða.pdf
2. 1806010 - Kosning aðal- og varamanna í byggðarráð
Kosning varamanns í byggðarráð.
Varamenn í byggðarráði verði:
1. varamaður Ragnheiður Pálsdóttir
2. varamaður Pálmi Jóhannsson
3. varamaður Eyjólfur Ingvi Bjarnason

Samþykkt samhljóða.
3. 1806011 - Kosning í nefndir skv. A-hluta 48 gr. samþykkta Dalabyggðar
Varamaður í stjórn Silfurtúns, aðalmaður í menningarmálanefnd, öldungaráði og fræðslunefnd, varamaður í atvinnumálanefnd. Þá þarf að kjósa formann fræðslunefndar.
Fræðslunefnd
Þuríður J. Sigurðardóttir verði aðalmaður og formaður í fræðslunefnd.

Samþykkt samhljóða.

Menningarmálanefnd
Einar Jón Geirsson verði aðalmaður í menningarmálanefnd. Gyða Lúðvíksdóttir verði 1. varamaður, Ólafur Skagfjörð Ólafsson 2. varamaður og Anna Berglind Halldórsdóttir 3. varamaður

Samþykkt samhljóða.

Atvinnumálanefnd
Jón Egill Jónsson verði 4. varamaður í atvinnumálanefnd og Eyjólfur Ingvi Bjarnason 5. varamaður.

Samþykkt samhljóða.

Stjórn Silfurtúns, breyting varamanna.
Eyjólfur Ingvi Bjarnason 1. varamaður
Pálmi Jóhannsson 2. varamaður
Þuríður J. Sigurðardóttir 3. varamaður

Samþykkt samhljóða.

Öldungaráð
Einar Jón Geirsson komi inn sem aðalamaður
Þuríður J. Sigurðardóttir verði 1. varamaður
Skúli H. Guðbjörnsson verði 2. varamaður

Samþykkt samhljóða.


4. 1806012 - Kosning í stjórnir og samstarfsnefndir skv. B-hluta 48. gr. samþykkta Dalabyggðar
Stjórnarmaður í Dalaveitum (þar þarf að halda hluthafafund til að gera breytingar), skoðunarmaður reikninga hjá Menningar- og framfarasjóði Dalasýslu og skoðunarmaður reikninga hjáMinningarsjóði Ólafs Finnssonar og Guðrúnar Tómasdóttur á Fellsenda.
Dalaveitur ehf.
Halda þarf hluthafafund til að breyta stjórn Dalaveitna. Tillaga fyrir hluthafafund:
Einar Jón Geirsson tilnefndur sem aðalmaður.
Ragnheiður Pálsdóttir, 1. varamaður
Pálmi Jóhannsson, 2. varamaður
Eyjólfur Ingvi Bjarnason, 3. varamaður

Samþykkt samhljóða.

Menningar- og framfarasjóður Dalasýslu, skoðunarmaður
Skúli Guðbjörnsson komi inn sem skoðunarmaður ásamt Þuríði J. Sigurðardóttur.

Samþykkt samhljóða.

Minningarsjóður Ólafs og Guðrúnar á Fellsenda, skoðunarmaður
Ekki verður tilnefndur skoðunarmaður þar sem ekki er ákvæði um slíkt í uppfærðri skipulagsskrá sjóðsins frá 2016.

Eyjólfur Ingvi Bjarnason víkur af fundi undir dagskrárlið 5. Skúli H. Guðbjörnsson tekur við fundarstjórn.
5. 2110015 - Sælingsdalstunga - skipting jarðar á Svínadal
Úr fundargerð 209. fundar sveitarstjórnar 14.10.2021, dagskrárliður 20:
2110015 - Sælingsdalstunga - skipting jarðar á Svínadal
Úr fundargerð 119. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 08.10.2021, dagskrárliður 15:
2110015 - Sælingsdalstunga - skipting jarðar á Svínadal
Dalabyggð óskar eftir að skipta upp jörðinni Sælingsdalstungu á Svínadal. Útskipt land er um 714 ha að stærð og nær yfir vegsvæði þjóðvegar 60 allt að jarðarmörkum þar austan við. Innan þessa svæðis er vatnsból sveitarfélagsins ásamt vatnsverndarsvæði, sem ætlað er að verði í eigu sveitarfélagsins óháð væntanlegri sölu á jörðinni.
Tillaga að skiptingu jarðarinnar, teiknuð af Kristjáni Inga Arnarsyni, liggur fyrir.
Nefndin hefur yfirfarið tillögu að skiptingu jarðarinnar Sælingsdalstungu og gerir ekki athugasemdir við hana, með fyrirvara um samþykki eigenda aðliggjandi jarða.
Samþykkt samhljóða
Málinu frestað til næsta fundar.

Samþykkt samhljóða.

Í texta á uppdrætti stendur "Mörk hennar liggja að Holtsseli að norðan“ en á að vera "Mörk hennar liggja að Hvolsseli að norðan".

Sveitarstjórn staðfestir skiptingu Sælingsdalstungu í samræmi við afgreiðslu umhverfis- og skipulagsnefndar og fyrirliggjandi uppdrátt.

Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
Sælingsdalst_Aþjóðvegar_uppdráttur_lok.pdf
Eyjólfur kemur aftur inn á fundinn og tekur við fundarstjórn.
6. 2110033 - Erindi frá Strandabyggð, könnun á afstöðu til sameiningar
Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkti þann 12. október sl. að senda þeim sveitarfélögum sem nefnd eru í valkostagreiningunni fyrirliggjandi gögn vegna valkostagreiningar og fyrirspurn þar sem afstaða þeirra til viðræðna um sameiningu við Strandabyggð er könnuð. Þar er um að ræða Árneshrepp, Kaldrananeshrepp, Reykhólahrepp, Dalabyggð og Húnaþing vestra.
Til máls tók: Eyjólfur.

Tillaga um að klára þær viðræður sem sveitarfélagið á í áður en Strandabyggð verði svarað.

Samþykkt samhljóða.
08.09.2021 - Íbúafundur - Strandabyggð.pdf
7. 2102019 - Menningarstefna Vesturlands 2021-2025
Úr fundargerð 20. fundar menningarmálanefndar 18.10.2021, dagskrárliður 2:
2102019 - Menningarstefna Vesturlands 2021-2025
Menningarstefna Vesturlands lögð fram.
Sigursteinn Sigurðsson menningarfulltrúi SSV fór yfir stefnuna.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að samþykkja Menningarstefnu Vesturlands 2021-2025 og hafi hana til hliðsjónar við áframhaldandi uppbyggingu á menningartengdum verkefnum í Dalabyggð.

Samþykkt samhljóða.
menningarstefna bref.pdf
Menningarstefna Vesturlands loka.pdf
Fundargerðir til staðfestingar
8. 2110001F - Menningarmálanefnd Dalabyggðar - 20
1. Aukin nýting félagsheimila á Vesturlandi - 2009015
2. Menningarstefna Vesturlands 2021-2025 - 2102019
3. Byggðasafn Dalamanna - Staðarfell - 1912011
4. Bæjarhátíð 2022 - 2110030

Samþykkt samhljóða.
9. 2110005F - Byggðarráð Dalabyggðar - 278
1. Fjárhagsáætlun 2022 og 2023-2025 - 2104022
2. Umsókn um skólavist utan sveitarfélags - 2102005
3. Vinnustaðagreining Auðarskóla - 2110007
4. Auglýsing á lóðum - 2109022
5. Byggðasafn Dalamanna - Staðarfell - 1912011
6. Sala á pallbíl - 2106021
7. Flutningur dýrahræja til förgunar - útboð - 2107001
8. Sælingsdalslaug 2021 - 2102028
9. Samvinnuverkefni vegna aðgengis fólks með fötlun - 2110031
10. Tilkynning um niðurfellingu, Bugðustaðavegur, 5808-01 af vegaskrá - 2110029
11. Viðbrögð Dalabyggðar vegna heimsfaraldurs COVID-19 - 2003031

Samþykkt samhljóða.
Fundargerðir til kynningar
10. 2102014 - Fundir Heilbrigðiseftirlits Vesturlands 2021
Fundargerðir Heilbrigðisnefndar frá 06.10.2021 og 11.10.2021 (ásamt drögum að verklagsreglum um númerslausar bifreiðar) lagðar fram.
Fundargerð eigendafundar Heilbrigðiseftirlits Vesturlands (ásamt fjárhagsáætlun og gjaldskrá) lögð fram.

Lagt fram til kynningar.
Verklagsreglur um númerslausar bifreiðar og fleira HES UST sept 21.pdf
170 fundur 111021 dagskrá.pdf
169 fundur 061021 dagskrá.pdf
Fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Vesturlands 2022.pdf
2021_1018_Eigendafundur HEV fundargerð.pdf
Gjaldskrá 2022_Samþykkt.pdf
Mál til kynningar
11. 2003031 - Viðbrögð Dalabyggðar vegna heimsfaraldurs COVID-19
Minnisblað lagt fram.
Lagt fram til kynningar.

Til máls tóku: Kristján, Eyjólfur.

Sveitarstjórn vill koma á framfæri þakklæti til starfsfólks Heilbrigðisstofnunar Vesturlands, skólastjóra Auðarskóla og íbúa Dalabyggðar fyrir það hvernig tekist hefur á við þá COVID-19 bylgju sem gengur yfir í sveitarfélaginu.
Minnisblað - 2003031 - viðbrögð vegna Covid okt 21 uppfært.pdf
12. 2110034 - Drög að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu
Drög að reglugerð um sjálfbæra nýtingu hafa verið lögð fram til umsagnar í Samráðsgátt. Frestur til að skila umsögnum er til 11. nóvember nk.
Til máls tók: Eyjólfur.

Lagt fram til kynningar.

Oddvita og sveitarstjóra falið að vinna umsögn Dalabyggðar.

Samþykkt samhljóða.
210924 Drög að reglugerð um sjálfbæra nýtingu.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:45 

Til bakaPrenta