Til bakaPrenta
Byggðarráð Dalabyggðar - 258

Haldinn á fjarfundi,
09.11.2020 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Skúli Hreinn Guðbjörnsson formaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir aðalmaður,
Kristján Sturluson sveitarstjóri,
Fundargerð ritaði: Kristján Sturluson, sveitarstjóri
Lagt til að eftirtöldu máli verði bætt á dagskrá:
Mál 2005027 - Nýsköpunarsetur í Dalabyggð, mál til kynningar, verði dagskrárliður 11.
Samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2005008 - Fjárhagsáætlun 2021 - 2024
Tillaga til sveitarstjórnar um fjárhagsáætlun 2021 og 2022-2024.
Minnisblað um gjaldskrár skv. fjárhagsáætlun 2021.
Tillaga um álagningarhlutfall útsvars og fasteignaskatts 2021.

Byggðarráð samþykkir samhljóða að leggja fyrirliggjandi drög að tillögu til fjárhagsáætlunar fyrir fund sveitarstjórnar þann 12. nóvember næstkomandi.

Tillaga um álagningarhlutfall útsvars og fasteignaskatts.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að álagningarhlutfall útsvars og fasteignaskatts verði óbreytt milli áranna 2020 og 2021. Viðmiðunartekjur vegna afsláttar aldraðra og lífeyrisþega vegna fasteignaskatts hækki sem nemur breytingu á launavísitölu milli áranna 2018 og 2019.
Samþykkt samhljóða.

Minnisblað um gjaldskrárbreytingar sem koma fram djárhagsáætlun lagt fram.
Minnisblað - 2005008 - gjaldskrárbreytingar.pdf
Tillaga um álagningarhlutfall útsvars og fasteignagjalda 2021.pdf
Magnína Kristjánsdóttir skrifstofustjóri og Ingibjörg Jóhannsdóttir aðalbókari sátu fundinn undir dagskrárlið 1.
2. 2011002 - Fjárhagsáætlun 2020 - Viðauki VII
Tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun lögð fram.
Fjárfestingar lækka um 5.m.kr., lögfræðikostnaður eykst um 2.m.kr. Framlag til Silfurtúns í stað láns kr. 12 m.kr. Launakostnaður Auðarskóla eykst um 17,3 m.kr. þ.m.t. biðlaun sem gjaldfærast á árinu 2020 og 3,8 m.kr. bæstast við kostnað vegna skólavistar. Kostnaður lækkar um kr. 3,5 m.kr. og tekjur aukast um 13,7 m.kr. Tekjur og gjöld vegna aðalskipulagsbreytinga 3,5 m.kr. jafnast út.
Samþykkt samhljóða að leggja tillögu að viðauka VII við fjárhagsáætlun 2020 fyrir sveitarstjórn.
Vegna viðauka.VII-fjárfestingar.pdf
3. 2010028 - Umsókn um fasteignastyrk
Erindi frá Hestamannafélaginu Glað.
Umsókn Hestamannafélagsins Glaðs um styrk vegna fasteignagjalda samþykkt samhljóða.
Glaður ársreikn19.pdf
Glaður umsókn um fasteignastyrk.pdf
Nesoddi ehf. ársreikningur 2019.pdf
4. 1905028 - Ægisbraut 2
Tilboð hefur borist í eignina.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að leggja fram gagntilboð.
5. 1807013 - Vínlandssetur
Reikningur vegna efniskostnaðar. Einn aðili sem vann verk fyrir sýninguna rukkar fyrir efniskostnað sem ekki er kveðið á um í samningi. Sveitarstjóri hefur hafnað reikningnum en óskað hefur verið eftir afgreiðslu frá byggðarráði.
Byggðarráð samþykkir að hafna greiðslu efniskostnaðar.
Mál til kynningar
6. 2010026 - Fjárhagsáætlun HeV 2021
Byggðarráð leggur áherslu á að aukið umfang í rekstri Heilbrigðiseftirlits Vesturlands auki ekki kostnað sveitarfélaganna.
163 Fundargerð 201020.docx.pdf
2020_10_20_Gjaldskrá_2021_Samþykkt.pdf
Fjárhagsáætlun_2021_samþykkt - HeV.pdf
Greining á opinberu eftirliti.pdf
SHÍ umsögn_v skýrslu KPMG_090920.pdf
Heilbrigðiseftirlit Vesturlands.pdf
7. 2011001 - Stekkjarhvammur 5
Útleiga á húsnæði. Húsið sem gengið hefur undir nafninu "skólastjórabústaður" er tómt.
Húsið verði auglýst til leigu til tveggja ára. Leiguupphæð verði miðuð við fasteignamat 2021 og verði í samræmi við gjaldskrá íbúða í eigu Dalabyggðar. Forgangur að leigunni verði eftir stærð fjölskyldna. Ef fleiri en einn uppfylla forgangsskilyrði verður dregið á milli mögulegra leigjenda.
Samþykkt samhljóða
8. 1911008 - Umframkostnaður vegna fráveituframkvæmda.
Kostnaður vegna fráveitu er orðinn hærri en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir. Sveitarstjóri hefur falið endurskoðanda sveitarfélagsins að skoða málið.
9. 2011011 - Fjárhagsáætlun embættis byggingarfulltrúa 2021
Fjárhagsáætlun embættis byggingarfulltrúa fyrir Dalabyggð, Árneshrepp, Kaldrananeshrepp, Reykhólahrepp og Strandabyggð lögð fram. Embættið er vistað hjá Strandabyggð.
Byggingafulltrúi áætlun 2021.pdf
10. 2011005 - Yfirlýsing og kröfur frá hópi smærri fyrirtækja, einyrkja og sjálfstætt starfandi í ferðaþjónustu
Byggðarráð þakkar erindið og tekur undir með bréfriturum að það er ljóst að heimsfaraldur Covid-19 og sóttvarnaraðgerðir ríkisins hafa haft gríðarleg efnahagsleg áhrif á ferðaþjónustuna. Ljóst er að um er að ræða flókið úrlausnarefni, bæði tæknilega og efnhagslega, og þörf er á samstilltum aðgerðum sveitarfélaga og ríkisins. Byggðarráð felur sveitarstjóra að svara erindinu í samráði við Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi.
Til stjórnvalda - Baráttuhópur smærri fyrirtækja einyrkja og sjálfstætt starfandi aðila í ferðaþjónustu (3.11.2020).pdf
11. 2005027 - Nýsköpunarsetur í Dalabyggð
Bréf frá ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra lagt fram.
Byggðarráð þakkar ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra fyrir stuðninginn við nýsköpunarsetur í Dalabyggð. Næstu skref eru að gerður verði samstarfssamningur um verkefnið.
r04sibr_9.11.2020_08-47-08.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30 

Til bakaPrenta